Landsvirkjun og Grundartangi ekki búin að semja um framlengingu

Samningur um orku rennur út árið 2019 en viðræðum um framlengingu á að ljúka á þessu ári, samkvæmt forstjóra Century Aluminum.

Álverið á Grundartanga fær um 30 prósent orkunnar í gegnum samninginn við Landsvirkjun.
Álverið á Grundartanga fær um 30 prósent orkunnar í gegnum samninginn við Landsvirkjun.
Auglýsing

Ekki er búið að semja um fram­leng­ingu á raf­orku­sölu­samn­ingi milli Lands­virkj­unar og álvers­ins á Grund­ar­tanga, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans. Samn­ing­ur­inn rennur út árið 2019 en sam­kvæmt honum eiga Lands­virkjun og Cent­ury Alu­m­inum, móð­ur­fé­lag Norð­ur­áls, að hafa lokið samn­ingum um fram­leng­ingu á árinu 2015. Nú þegar rúmur mán­uður er eftir af árinu hefur samn­ingum ekki verið lok­ið. 

For­stjóri Cent­ury Alu­m­inum, Mich­ael Bless, greindi frá því í ágúst síð­ast­liðnum að við­ræður við Lands­virkjun stæðu yfir og þeim yrði haldið áfram, enda segi í skil­málum samn­ings­ins að aðil­arnir eigi að ná saman um fram­haldið á þessu ári. Bless sagði þennan samn­ing eitt af for­gangs­málum fyr­ir­tæk­is­ins nú í haust. Samn­ing­ur­inn sem um ræðir er um 30 pró­sent þeirrar orku sem álverið á Grund­ar­tanga not­ar, en samn­ingar um hin 70 pró­sentin renna út frá 2026 og til 2036. 

Lands­virkjun vill ekki tjá sig um málið við Kjarn­ann. 

Auglýsing

Grein­ingar Ket­ils Sig­ur­jóns­son­ar, sér­fræð­ings í orku­mál­um, hafa sýnt að Norð­urál greiðir lægsta raf­orku­verð allra álvera á Íslandi til Lands­virkj­un­ar. Lands­virkjun hefur und­an­farin ár gert allt öðru­vísi samn­inga við stór­kaup­endur orku, meðal ann­ars hefur verið dregið veru­lega úr teng­ingum við heims­mark­aðs­verð á áli, sem þýðir að Norð­ur­áli bjóð­ast allt aðrir skil­málar nú en þegar samn­ing­ur­inn var upp­haf­lega gerð­ur. 

Miklar þreng­ingar Cent­ury í Banda­ríkj­unum

Álver Norð­ur­áls á Grund­ar­tanga verður að óbreyttu eina álver Cent­ury Alu­m­inum í fullri fram­leiðslu á áli, frá og með ára­mót­um. Fyr­ir­tækið sendi frá sér við­var­anir í októ­ber um að álveri í Mt. Holly í Suð­ur­-Kar­ólínu verði lokað um ára­mót og að fram­leiðsla álvers fyr­ir­tæk­is­ins í Sebree í Kent­ucy verði minnkuð um þriðj­ung.

Í júní á þessu ári hafði verið til­kynnt að álveri í Ravenswood í Vest­ur­-Virg­iníu yrði end­an­lega lok­að, en fram­leiðslu þar var hætt árið 2009. Skömmu síðar var til­kynnt að vinnsla í álver­inu í Hawes­ville í Kent­ucy yrði lækkuð í um 40 pró­sent af afkasta­get­unni.

Sam­kvæmt Cent­ury er lokun álvers­ins í Mt. Holly fyrst og fremst vegna þess að núver­andi samn­ingur um orku til álvers­ins rennur út um ára­mót­in. Búið er að gera nýjan samn­ing um orku til álvers­ins, en ekki hefur tek­ist að semja um flutn­ing á orkunni, að sögn Mich­ael Bless, for­stjóra Cent­ury. Hann sagði fyr­ir­tækið hafa boð­ist til að borga fullt verð fyrir flutn­ing á orkunni, en það hafi ekki dugað til. Þetta sagði hann óásætt­an­legt og að barist verði fyrir fram­tíð álvers­ins næstu mán­uði. Þetta sagði hann annað for­gangs­mál fyr­ir­tæk­is­ins nú í haust, þegar hann ræddi um samn­inga­við­ræð­urnar við Lands­virkj­un. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stjórnmálaskoðanir haldast nokkuð í hendur við viðhorf til mismunandi fararmáta, samkvæmt nýrri könnun Maskínu.
Þverpólitískur áhugi á auknum samgönguhjólreiðum
Þeim fjölgar sem langar helst til að hjóla oftast til og frá vinnu á höfuðborgarsvæðinu. Viðhorf kjósenda mismunandi stjórnmálaafla til mismunandi ferðamáta er þó misjafnt, samkvæmt niðurbroti nýlegrar ferðavenjukönnunar frá Maskínu.
Kjarninn 19. september 2020
Brewdog hvetur viðskiptavini síðustu helgar til að fara í skimun
Einn starfsmaður veitingastaðarins Brewdog hefur greinst með kórónuveiruna, en allt starfsfólk staðarins fór í skimun í gær eftir að upplýsingar bárust um að smitaður einstaklingur hefði sótt staðinn síðustu helgi.
Kjarninn 19. september 2020
Tækifæri til að sýna að erlent vinnuafl sé „ekki bara eitthvað einnota drasl“
Formaður Eflingar hefur áhyggjur af stöðu aðflutts fólks sem komið hefur hingað til að vinna. Margir horfa nú fram á atvinnuleysi.
Kjarninn 19. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Bjartsýn spá sóttvarnalæknis rættist ekki
Kórónuveirusmitum hefur fjölgað mikið undanfarna daga og var boðað óvænt til blaðamannafundar almannavarna í dag vegna þessa. Sóttvarnalæknir segir að það muni ekki skila neinu að leita að sökudólgi.
Kjarninn 19. september 2020
Finnbogi Hermannsson
Megi sú hönd visna
Kjarninn 19. september 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Félags Þorsteins Más ekki lengur á meðal stærstu eigenda Sýnar
Í lok júlí var greint frá því að félag í eigu forstjóra Samherja væri á meðal stærstu eigenda fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækisins Sýnar. Samkvæmt nýbirtum hluthafalista hefur það breyst.
Kjarninn 19. september 2020
75 manns greindust með veiruna í gær
Und­an­farna fjóra daga hafa 128 smit greinst inn­an­lands. Nýgengi á Íslandi er nú komið yfir 41.
Kjarninn 19. september 2020
Sabine
„Umræðan fer alltaf í sama farið“
Sabine Leskopf segir það vera skyldu okkar að taka á móti flóttafólki – og þá þurfi pólitískan vilja, samstarf og róttæka kerfisbreytingu.
Kjarninn 19. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None