Spá því að farþegar um Keflavíkurflugvöll verði 6,25 milljónir árið 2016

Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia
Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia
Auglýsing

Isa­via, sem á og rekur flug­velli lands­ins, spáir því að 28,4 pró­sent fleiri far­þegar muni fara um Kefla­vík­ur­flug­völl á næsta ári en gera það árið 2015. Útlit er fyrir að heild­ar­far­þega­fjöldi verði 4,9 milljonir í ár, sem er um fjórð­ungs­aukn­ing frá árinu 2014. Isa­via spáir því að þeir verði 6,25 millj­ónir á næsta ári. Þetta kemur fram í nýrri far­þeg­a­spá Kefla­vík­ur­flug­vallar sem kynnt var í morg­un. Heild­ar­far­þega­fjöldi telur til bæði skiptifar­þega, þá erlenda ferða­menn sem sækja landið heim og þá Íslend­inga sem fljúga frá Ísland­i. 

Til að takast á við þessa miklu aukn­ingu hefur verið unnið að því að auka afkasta­getu flug­stöðv­ar­innar á Kefla­vík­ur­flug­velli. Í þeim aðgerðum felst m.a. að klára yfir­stand­andi stækk­anir flug­stöðv­ar­inn­ar, auka afköst til þess að nýta þá fer­metra sem fyrir eru bet­ur, auka sjálf­virkni á öllum stigum ferða­lags­ins um flug­stöð­ina og tryggja betri mönn­un. Næsta sumar verður flug­stöðv­ar­bygg­ingin um 16 pró­sent stærri en hún var í byrjun þessa árs, eða um 65.000 fer­metr­ar. Að auki verða opnuð þrjú ný flug­véla­stæði.

Isa­via segir að fyrir liggi að flest flug­fé­lög sem fljúgi til Íslands muni auka tíðni sína á árinu 2016 eða bæta við áfanga­stöð­um. Auk þess muni nokkur ný flug­fé­lög hefja flug hingað til lands á næsta ári. Alls munu 25 flug­fé­lög fljúga til 80 áfanga­staða frá Kefla­vík­ur­flug­velli sum­arið 2016. 

Auglýsing

Erlendum ferða­mönnum hefur fjölgað um tæp 30 pró­sent það sem af er þessu ári og búist er við að þeim fjölgi um 22,2 pró­sent á því næsta. Það þýðir að þeir verði 1.540 þús­und árið 2016, eða 75,7 pró­sent af öllum far­þegum sem fara um Kefla­vík­ur­flug­völl. Skiptifar­þegum mun fjölga hratt á næsta ári og er gert ráð fyrir því að þeir verði 35 pró­sent allra far­þega á næsta ári. Isa­via reiknar með því að íslenskum ferða­mönnum fjölgi um tíu pró­sent á árinu 2016 og að Íslend­ingar verði þá 24,3 pró­sent af heild­ar­fjöld­an­um.

Í til­kynn­ingu frá Isa­via segir að far­þeg­a­spáin sé unnin út frá gögnum flug­fé­laga um sæta­fram­boð og áætluð er ákveð­in ­sæta­nýt­ing. ­Spáin er sam­tala komu­far­þega, brott­far­arfar­þega og skiptifar­þega um flug­völl­inn. Hún telur því er­lenda og inn­lenda ferða­menn bæði við komu og brott­för auk þeirra sem ein­ungis stoppa á flug­vell­inum til þess að ferð­ast áfram til ann­ars lands.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Magnús Halldórsson
Raskaði rónni
Kjarninn 18. febrúar 2020
Maní og fjölskylda
Skora á íslensk stjórnvöld að sýna mannúð
Stjórn Solaris fordæmir yfirvofandi brottvísun á Maní, 17 ára trans drengs frá Íran, og skorar á íslensk stjórnvöld að sýna mannúð og tryggja að hann fá hér skjól og vernd.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bankasýslan vill að bankaráð dragi úr fjárhagslegri áhættu Landsbankans vegna nýrra höfuðstöðva
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur svarað skriflegri fyrirspurn þingmanns Miðflokksins um byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans, sem munu kosta að minnsta kosti um tólf milljarða. Þar er staðfest að ákvörðunin hafi ekki verið borin undir hluthafafund.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Kristján Þór Júlíusson er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Ráðherra er ekki að skoða að takmarka sölu á orkudrykkjum
Þrátt fyrir að embætti Landlæknis telji að banna eigi sölu á ákveðnum tegundum orkudrykkja er ráðherra matvælaeftirlits ekki sömu skoðunar. Til að meta neyslu ungmenna á orkudrykkjum sem innihalda koffín verður framkvæmd neyslukönnun á meðal ungmenna.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Helmingur landsmanna telur fréttir af alvarleika hlýnunar jarðar réttar
Karlar halda frekar en konur að fréttir af alvarleika hlýnunar jarðar séu almennt ýktar, en um þriðjungur karla telur þær vera það.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Lögðu fram tillögur að lausn kjaradeilu – Aftur fundað á morgun
Fundi vegna kjaradeilu félagsmanna Eflingar og Reykjavíkurborgar er lokið. „Samninganefnd Eflingar hefur fundað stíft síðustu daga ásamt starfsfólki og trúnaðarmönnum til að útfæra og ná sátt um tillögur,“ segir í tilkynningu Eflingar.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðuneytið leggur til breytingar á frumvarpi um stuðning við einkarekna fjölmiðla
Ef tillögur sérfræðingar mennta- og menningarmálaráðuneytisins verða teknar til greina mun endurgreiðsluhlutfall á ritsjórnarkostnaði einkarekinna fjölmiðla hækka og sjónarmiðum héraðsfréttamiðla mætt til að gera þá styrkjahæfa.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Nú er háð mikilvægasta kjarabaráttan um áratugaskeið.
Leslistinn 18. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None