Vegakerfið er vanfjármagnað að mati samgöngunefndar

Umhverfis- og samgöngunefnd segir samgöngumál vanfjármögnuð í drögum að þingsályktunartillögu um samgönguáætlun áranna 2015 - 2018.

Þjóðvegir eru víða slitnir og viðhaldi á þeim ábótavant.
Þjóðvegir eru víða slitnir og viðhaldi á þeim ábótavant.
Auglýsing

Sam­göngu­á­ætlun fyrir árin 2015-2018 er van­fjár­mögnuð með til­liti til þarfa sam­göngu­kerf­is­ins hér á landi. Þannig er ein­róma áliti umhverf­is- og sam­göngu­nefndar Alþingis lýst í drögum að ályktun nefnd­ar­innar um sam­göngu­á­ætl­un­ina. Þeir gestir sem komu fyrir nefnd­ina til að veita sitt álit eru einnig á sama máli.

Sam­göngu­á­ætl­unin sem gilda á frá 2015 til 2018 hefur enn ekki verið sam­þykkt en stefnt er að því að klára sam­göngu­á­ætl­un­ina þegar þing kemur saman í haust. Þingi var frestað um mán­að­ar­mótin og mun ekki koma saman aftur fyrr en 15. ágúst. Þing­nefndir störf­uðu hins vegar áfram í viku eftir að þingi var frestað. Á meðan fjög­urra ára sam­göngu­á­ætlun er ekki í gildi ræður sam­göngu­á­ætlun fyrir árin 2011 til 2022.

Höskuldur ÞórhallssonÍ drög­unum sem Hösk­uldur Þór­halls­son, for­maður umhverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar, sendi frá sér fyrir helgi segir að nefndin og gestir hennar hafi verið ein­róma um að áætl­unin væri van­fjár­mögn­uð. Varla er hægt að halda sam­göngu­kerf­inu í við­un­andi ástandi miðað við þau fjár­fram­lög sem lögð eru til. Í til­kynn­ingu Hösk­uldar segir að unnið verði að því í sumar að sam­ræma áætl­un­ina við fyr­ir­liggj­andi rík­is­fjár­mála­á­ætlun.

Nefndin hvetur stjórn­völd til að vera við­búin fyr­ir­sjá­an­legum breyt­ingum á tekju­stofnum til sam­göngu­mála. „...einnig [var] fjallað um fjár­mögnun kerf­is­ins til fram­tíðar en nokkur óvissa ríkir um fram­tíð mark­aðra tekju­stofna sem fjár­magna sam­göngu­á­ætl­un­ina,“ segir jafn­framt í drög­un­um. Er þar til dæmis vísað til áætl­ana um orku­skipti í sam­göngum og vega minni heimtur af skatt­lagn­ingu á elds­neyti þungt eða um 50 pró­sent. Með breyttri orku­notkun munu tekju­stofn­arnir að óbreyttu rýrna. „Ekki er þó ljóst hversu hratt það muni ger­ast.“

Til þess að mæta þess­ari van­fjár­mögnun er telur nefndin rétt að skoða hvort hækka eigi gjald­skrár svo mark­aðar tekjur til Vega­gerð­ar­innar rýrni ekki enn frek­ar. Gjald­skrárnar hafi ekki fylgt verð­lags­þróun sem rýrt hefur tekjur Vega­gerð­ar­innar mik­ið. „Ef gjald­skrár mark­aðra tekna hefðu fylgt verð­lagi líkt og flestar aðrar opin­berar gjald­skrár mundu tekju­stofn­arnir skila hátt í 23 millj­örðum á ári í stað 16 millj­arða nú,“ segir í drög­un­um.

Auglýsing

Eyrna­merktar tekjur Vega­gerð­ar­innar eru meðal ann­ars af sér­stöku vöru­gjaldi á bens­ín, olíu­gjaldi, þunga­skatti og af leyf­is­gjöldum flutn­inga- og leigu­bif­reiða. Þá er Vega­gerð­inni árlega ráð­stafað fram­lag úr rík­is­sjóði til við­bótar við mark­aðar tekj­ur.

Lagt er lagt til að röskum 120 millj­örðum króna verði varið í fram­kvæmdir í sam­göngu­málum á árunum 2015 til 2018. Það er mun hærri upp­hæð en lagt var til fyrir ári síðan þegar lagt var til að 103 millj­arðar yrðu ráð­stafaðir til sam­göngu­mála.

Fram­lög til sam­göngu­mála hafa á árunum eftir hrun verið lægri en almennt hefur þekkst hér á landi. Sam­kvæmt drög­unum að nýrri sam­göngu­á­ætlun er gert ráð fyrir að útgjöldin hækki örlítið og verið 1,3 pró­sent af vegri lands­fram­leiðslu næstu tvö ár. Sögu­lega séð hefur hlut­fallið verið um 1,5 pró­sent en þegar best lét á árunum fyrir hrun var hlut­fallið 2 pró­sent árið 2008. Mat nefnd­ar­innar er að stefna beri að því að fram­lögin nemi um 1,5 til 2 pró­sent af lands­fram­leiðslu.

Öryggi í fyr­ir­rúmi

Mikil áhersa er lögð á umferð­ar­ör­yggi í drögum nefnd­ar­innar að sam­göngu­á­ætl­un­inni og for­gangs­röðun verk­efna gerð með örygg­is­mál í for­grunni. „Í nýfram­kvæmdum og við­halds­verk­efnum ber þannig að horfa til þeirra vega þar sem bæta þarf umferð­ar­ör­yggi en það er á umferð­ar­mestu veg­unum og þar sem ástand vega er orðið mjög slæmt, þar sem eru hættu­legir veg­ar­kaflar og þar sem eru ein­breiðar brýr,“ segir text­an­um.

Útrýming einbreiðra brúa hefur verið markmið samgönguyfirvalda í mörg ár.

Ekki síst er það vegna auk­innar umferðar erlendra ferða­manna um landið sem nefndin telur brýnt að huga að örygg­is­málum á veg­um. Efla þarf fræðslu og for­varnir gagn­vart erlendum ferða­mönnum sem aka á bíla­leigu­bílum um land­ið. Bakslag hafi orðið á síð­ustu árum vegna fjölda alvar­legra slysa en kostn­aður sam­fé­lags­ins vegna umferð­ar­slysa er gríð­ar­leg­ur. Er þar vísað í nýlegt rann­sókn­ar­verk­efni við Háskól­ann í Reyka­vík þar sem segir að kostn­að­ur­inn vegna umferð­ar­slysa árið 2015 hafi verið 48 millj­arðar króna. Beinn kostn­aður heil­brigð­is­kerf­is­ins er um 930 millj­arð­ar, ef stuðst er við skýrslu Hag­fræði­stofn­unar Háskóla Íslands frá 2012.

„Á fundum nefnd­ar­innar kom fram að nokkur helstu umferð­ar­ör­ygg­is­mál á þjóð­vegum lands­ins væru að breyta skiltum þannig að erlendir ferða­menn skildu þau, aðskilja akst­ur­stefnur á umferð­ar­þungum vegum og vinna að því að fækka ein­breiðum brúm,“ segir í drög­unum að sam­göngu­á­ætl­un­inni. Ein­breiðar brýr eru 58 pró­sent allra brúa í þjóð­vega­kerfi lands­ins. Á hring­veg­inum er hlut­fall ein­breiðra brúa 17 pró­sent.

Þeir þjóð­vegir sem breikk­aðir verða á næst­unni eru Vest­ur­lands­vegur á Kjal­ar­nesi þar sem fram­kvæmdir hefj­ast árið 2018, áfram­hald­andi tvö­földun Reykja­nes­braut­ar, þjóð­veg­ur­inn milli Hvera­gerðis og Sel­foss verður breikk­aður og akst­ur­stefn­urnar aðskild­ar, breikkun veg­ar­ins yfir Hell­is­heiði verður lokið og vegna fyr­ir­hug­aðar upp­bygg­ingar á Mið­nes­heiði verður Reykja­nes­braut tvö­földuð alla leið að flug­stöð­inni.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“
Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Gylfi: Stjórnvöld gerðu mistök með því að opna landið
Prófessor í hagfræði, sem varaði við áhrifum af opnun landamæra Íslands í sumar, segir að stjórnvöld hafi stefnt mikilvægum almannagæðum í hættu með því að halda þeim til streitu. Hagsmunir fárra hafi verið teknir fram yfir hagsmuni þorra landsmanna.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Sumarið er tími malbikunarframkvæmda.
Nýja malbikið víða tilbúið í hefðbundinn hámarkshraða
Hámarkshraði hefur verið lækkaður á þeim vegarköflum sem eru nýmalbikaðir en nú eru þær takmarkanir brátt á enda víða á höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir hraðann ekki hækkaðan fyrr en viðnám sé orðið ásættanlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Ætlast til þess að samfélagslegir hagsmunir ráði för en ekki hagsmunir peningaaflanna
Forseti ASÍ segir fjölmörg verkefni sem stjórnvöld gáfu loforð um í tengslum við núgildandi kjarasamninga út af standa. Þá segir hún að „sumargjöf“ Icelandair til flugfreyja muni lita þau verkefni sem fram undan eru hjá verkalýðshreyfingunni.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Það eina sem er alveg öruggt“ er að meiri útbreiðsla þýðir meira af alvarlegum veikindum
Vonbrigði. Áfall. Erfið staða. „Það er aldrei hægt að leggja of mikla áherslu á það að í þessari baráttu er veiran óvinurinn,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á upplýsingafundi þar sem okkur voru fluttar þungar fréttir.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Einn sjúklingur á gjörgæslu og í öndunarvél
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir upplýsti um það á upplýsingafundi almannavarna í dag að einn sjúklingur liggur nú á gjörgæslu vegna COVID-19. Hann er á fertugsaldri og í öndunarvél.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Faraldur skollinn á að nýju
Mögulega verða einhverjir lagðir inn vegna COVID-19. Annað hópsmitið hefur verið rakið til veitingastaðar í Reykjavík. Tæplega 50 manns eru í sóttkví í Vestmannaeyjum vegna smits sem greindist hjá einstaklingum sem þar voru um verslunarmannahelgina.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Ráðherra boðar til samráðs lykilaðila vegna COVID-19
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að boða til samráðsvettvangs í formi vinnustofu þann 20. ágúst. Þar verður rætt hvernig móta megi aðgerðir og stefnu til lengri tíma litið með tilliti til faraldurs COVID-19.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None