Vegakerfið er vanfjármagnað að mati samgöngunefndar

Umhverfis- og samgöngunefnd segir samgöngumál vanfjármögnuð í drögum að þingsályktunartillögu um samgönguáætlun áranna 2015 - 2018.

Þjóðvegir eru víða slitnir og viðhaldi á þeim ábótavant.
Þjóðvegir eru víða slitnir og viðhaldi á þeim ábótavant.
Auglýsing

Sam­göngu­á­ætlun fyrir árin 2015-2018 er van­fjár­mögnuð með til­liti til þarfa sam­göngu­kerf­is­ins hér á landi. Þannig er ein­róma áliti umhverf­is- og sam­göngu­nefndar Alþingis lýst í drögum að ályktun nefnd­ar­innar um sam­göngu­á­ætl­un­ina. Þeir gestir sem komu fyrir nefnd­ina til að veita sitt álit eru einnig á sama máli.

Sam­göngu­á­ætl­unin sem gilda á frá 2015 til 2018 hefur enn ekki verið sam­þykkt en stefnt er að því að klára sam­göngu­á­ætl­un­ina þegar þing kemur saman í haust. Þingi var frestað um mán­að­ar­mótin og mun ekki koma saman aftur fyrr en 15. ágúst. Þing­nefndir störf­uðu hins vegar áfram í viku eftir að þingi var frestað. Á meðan fjög­urra ára sam­göngu­á­ætlun er ekki í gildi ræður sam­göngu­á­ætlun fyrir árin 2011 til 2022.

Höskuldur ÞórhallssonÍ drög­unum sem Hösk­uldur Þór­halls­son, for­maður umhverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar, sendi frá sér fyrir helgi segir að nefndin og gestir hennar hafi verið ein­róma um að áætl­unin væri van­fjár­mögn­uð. Varla er hægt að halda sam­göngu­kerf­inu í við­un­andi ástandi miðað við þau fjár­fram­lög sem lögð eru til. Í til­kynn­ingu Hösk­uldar segir að unnið verði að því í sumar að sam­ræma áætl­un­ina við fyr­ir­liggj­andi rík­is­fjár­mála­á­ætlun.

Nefndin hvetur stjórn­völd til að vera við­búin fyr­ir­sjá­an­legum breyt­ingum á tekju­stofnum til sam­göngu­mála. „...einnig [var] fjallað um fjár­mögnun kerf­is­ins til fram­tíðar en nokkur óvissa ríkir um fram­tíð mark­aðra tekju­stofna sem fjár­magna sam­göngu­á­ætl­un­ina,“ segir jafn­framt í drög­un­um. Er þar til dæmis vísað til áætl­ana um orku­skipti í sam­göngum og vega minni heimtur af skatt­lagn­ingu á elds­neyti þungt eða um 50 pró­sent. Með breyttri orku­notkun munu tekju­stofn­arnir að óbreyttu rýrna. „Ekki er þó ljóst hversu hratt það muni ger­ast.“

Til þess að mæta þess­ari van­fjár­mögnun er telur nefndin rétt að skoða hvort hækka eigi gjald­skrár svo mark­aðar tekjur til Vega­gerð­ar­innar rýrni ekki enn frek­ar. Gjald­skrárnar hafi ekki fylgt verð­lags­þróun sem rýrt hefur tekjur Vega­gerð­ar­innar mik­ið. „Ef gjald­skrár mark­aðra tekna hefðu fylgt verð­lagi líkt og flestar aðrar opin­berar gjald­skrár mundu tekju­stofn­arnir skila hátt í 23 millj­örðum á ári í stað 16 millj­arða nú,“ segir í drög­un­um.

Auglýsing

Eyrna­merktar tekjur Vega­gerð­ar­innar eru meðal ann­ars af sér­stöku vöru­gjaldi á bens­ín, olíu­gjaldi, þunga­skatti og af leyf­is­gjöldum flutn­inga- og leigu­bif­reiða. Þá er Vega­gerð­inni árlega ráð­stafað fram­lag úr rík­is­sjóði til við­bótar við mark­aðar tekj­ur.

Lagt er lagt til að röskum 120 millj­örðum króna verði varið í fram­kvæmdir í sam­göngu­málum á árunum 2015 til 2018. Það er mun hærri upp­hæð en lagt var til fyrir ári síðan þegar lagt var til að 103 millj­arðar yrðu ráð­stafaðir til sam­göngu­mála.

Fram­lög til sam­göngu­mála hafa á árunum eftir hrun verið lægri en almennt hefur þekkst hér á landi. Sam­kvæmt drög­unum að nýrri sam­göngu­á­ætlun er gert ráð fyrir að útgjöldin hækki örlítið og verið 1,3 pró­sent af vegri lands­fram­leiðslu næstu tvö ár. Sögu­lega séð hefur hlut­fallið verið um 1,5 pró­sent en þegar best lét á árunum fyrir hrun var hlut­fallið 2 pró­sent árið 2008. Mat nefnd­ar­innar er að stefna beri að því að fram­lögin nemi um 1,5 til 2 pró­sent af lands­fram­leiðslu.

Öryggi í fyr­ir­rúmi

Mikil áhersa er lögð á umferð­ar­ör­yggi í drögum nefnd­ar­innar að sam­göngu­á­ætl­un­inni og for­gangs­röðun verk­efna gerð með örygg­is­mál í for­grunni. „Í nýfram­kvæmdum og við­halds­verk­efnum ber þannig að horfa til þeirra vega þar sem bæta þarf umferð­ar­ör­yggi en það er á umferð­ar­mestu veg­unum og þar sem ástand vega er orðið mjög slæmt, þar sem eru hættu­legir veg­ar­kaflar og þar sem eru ein­breiðar brýr,“ segir text­an­um.

Útrýming einbreiðra brúa hefur verið markmið samgönguyfirvalda í mörg ár.

Ekki síst er það vegna auk­innar umferðar erlendra ferða­manna um landið sem nefndin telur brýnt að huga að örygg­is­málum á veg­um. Efla þarf fræðslu og for­varnir gagn­vart erlendum ferða­mönnum sem aka á bíla­leigu­bílum um land­ið. Bakslag hafi orðið á síð­ustu árum vegna fjölda alvar­legra slysa en kostn­aður sam­fé­lags­ins vegna umferð­ar­slysa er gríð­ar­leg­ur. Er þar vísað í nýlegt rann­sókn­ar­verk­efni við Háskól­ann í Reyka­vík þar sem segir að kostn­að­ur­inn vegna umferð­ar­slysa árið 2015 hafi verið 48 millj­arðar króna. Beinn kostn­aður heil­brigð­is­kerf­is­ins er um 930 millj­arð­ar, ef stuðst er við skýrslu Hag­fræði­stofn­unar Háskóla Íslands frá 2012.

„Á fundum nefnd­ar­innar kom fram að nokkur helstu umferð­ar­ör­ygg­is­mál á þjóð­vegum lands­ins væru að breyta skiltum þannig að erlendir ferða­menn skildu þau, aðskilja akst­ur­stefnur á umferð­ar­þungum vegum og vinna að því að fækka ein­breiðum brúm,“ segir í drög­unum að sam­göngu­á­ætl­un­inni. Ein­breiðar brýr eru 58 pró­sent allra brúa í þjóð­vega­kerfi lands­ins. Á hring­veg­inum er hlut­fall ein­breiðra brúa 17 pró­sent.

Þeir þjóð­vegir sem breikk­aðir verða á næst­unni eru Vest­ur­lands­vegur á Kjal­ar­nesi þar sem fram­kvæmdir hefj­ast árið 2018, áfram­hald­andi tvö­földun Reykja­nes­braut­ar, þjóð­veg­ur­inn milli Hvera­gerðis og Sel­foss verður breikk­aður og akst­ur­stefn­urnar aðskild­ar, breikkun veg­ar­ins yfir Hell­is­heiði verður lokið og vegna fyr­ir­hug­aðar upp­bygg­ingar á Mið­nes­heiði verður Reykja­nes­braut tvö­földuð alla leið að flug­stöð­inni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None