Hlutfall skulda ríkissjóðs fari niður fyrir 50% árið 2019

Bjarni Benediktsson
Auglýsing

Fjár­mála­ráð­herra hefur lagt fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um rík­is­fjár­mála­á­ætlun fyrir árin 2016 til 2019. Þetta er í fyrsta sinn sem rík­is­fjár­mála­á­ætlun er sett fram á vor­þingi til umfjöll­un­ar, en til­lög­una í heild má sjá hér.

Í áætl­un­inni er gert ráð fyrir því að rík­is­sjóður skili að minnsta kosti tíu millj­arða króna afgangi á næsta ári og afgang­ur­inn verði orð­inn nálægt 40 millj­örðum króna árið 2019, og þannig orð­inn nær 1,5% af vergri lands­fram­leiðslu.

Í álykt­un­inni kemur fram að mik­il­væg­asta við­fangs­efnið í stjórn rík­is­fjár­mála sé að vinda ofan af skuldum sem ríkið axl­aði í kjöl­far hruns­ins. ­Sam­kvæmt áætl­un­inni á hlut­fall heild­ar­skulda rík­is­sjóðs af lands­fram­leiðslu að fara lækk­andi fram til árs­ins 2019, eins og sjá má í töfl­unni hér að neð­an. Gert er ráð fyrir að hlut­fallið sé 68 pró­sent í lok þessa árs en verði komið niður fyrir 50 pró­sent í lok árs­ins 2019.

Auglýsing

Nafn­virði skuld­anna lækkar þó um innan við tíu pró­sent á þessum tíma. Í árs­lok 2016 verða skuldir rík­is­sjóðs rúm­lega 1.340 millj­arðar en árið 2019 1.323,8 millj­arð­ar.

Þá er vert að minn­ast á að skuld­bind­ingar rík­is­ins vegna líf­eyr­is­sjóða­kerf­is­ins eru ekki inni í rík­is­reikn­ingi, en í stefnu fjár­mála­ráð­herra kemur fram að skapa þurfi svig­rúm til að takast á við þessar skuld­bind­ing­ar. Eins og Kjarn­inn greindi frá fyrr í mán­uð­inum hyggst ríkið greiða inn á upp­safn­aðar líf­eyr­is­skuld­bind­ingar opin­berra starfs­manna á næsta ári, því ann­ars fellur gjald­færsla upp á 20 millj­arða á ári á ríkið eftir 10 ár. Áætlað er að halli á þessum skuld­bind­ingum nemi 700 millj­örð­um.

Áætlun stjórn­valda:

2016 2017 2018 2019
Heild­ar­tekjur 682,0 719,9 735,7 771,3
Heild­ar­gjöld 671,0 679,1 706,8 733,4
Heild­ar­jöfn­uður rík­is­sjóðs 11,0 40,8 28,9 37,9
Frum­jöfn­uður rík­is­sjóðs 71,5 100,3 87,3 93,4
Fjár­magns­jöfn­uður -60,5 -59,4 -58,4 -55,4
Heild­ar­skuldir rík­is­sjóðs 1.340,3 1.326,9 1.367,3 1.323,8


Upp­söfnuð vaxta­gjöld rík­is­sjóðs frá banka­hrun­inu eru 580 millj­arðar króna á föstu verð­lagi árs­ins 2015. Ríkið gerir ráð fyrir því að selja eign­ar­hluti sína í fjár­mála­fyr­ir­tækjum og öðrum félög­um, end­ur­fjár­magna ekki hluta af skuld­settum gjald­eyr­is­forða lands­ins en end­ur­fjár­magna önnur lán með betri kjör­um.

Í áætlun fjár­mála­ráð­herra kemur einnig fram að þrátt fyrir að jákvæð teikn séu á lofti séu líka ýmsir óvissu­þættir fyrir hendi. Einna helst sé óvissan fólgin í  út­komu kjara­samn­inga og afnámi fjár­magns­hafta. Þó séu einnig hefð­bundnir þættir eins og afla­brestur eða dræm eft­ir­spurn í við­skipta­lönd­um. „Af­nám hafta gæti einnig haft jákvæð áhrif á skulda­stöðu og vaxta­kostnað en eðli máls­ins sam­kvæmt eru slíkir óvissu­þættir ekki teknir inn í grunn­við­mið rík­is­fjár­mála­á­ætl­un­ar­inn­ar.“

Í spá Hag­stofu Íslands, sem er vinnu­spá fyrir þessa áætl­un, er gert ráð fyrir allt að þriggja pró­senta áfram­hald­andi hag­vexti og verð­bólgu við 2,5 pró­sent við­mið­un­ar­mörk.

Fasteignamarkaður á tímamótum
Uppgangstíma á fasteignamarkaði er ekki lokið, sé horft til þess að mikill fjöldi nýrra eigna er nú að koma inn á markaðinn. Ólíklegt er hins vegar að markaðurinn muni einkennast af verðhækkunum. Frekar er líklegt að lækkanir verði raunin.
Kjarninn 25. júní 2019
Benedikt Gíslason.
Benedikt Gíslason ráðinn bankastjóri Arion banka
Benedikt Gíslason, sem hefur setið í stjórn Arion banka fyrir hönd Kaupþings, hefur verið ráðinn nýr bankastjóri bankans.
Kjarninn 25. júní 2019
Launakostnaður 61 prósent af heildargjöldum Íslandspósts
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Íslandspósts kemur fram að laun og launatengd gjöld hafi hækkað verulega á síðustu árum hjá fyrirtækinu. Laun forstjóra Íslandspósts hækkuðu tvisvar í fyrra og um 43 prósent á innan við ári.
Kjarninn 25. júní 2019
Fjárfestingar Íslandspósts of miklar í fyrra
Fjárhagsvandi Íslandspósts stafar af of kostnaðarsamri dreifingu pakkasendinga frá útlöndum og samdrætti í bréfasendingum hjá fyrirtækinu. Vandi þess stafar þó einnig af of miklum fjárfestingum í fyrra miðað við greiðslugetu fyrirtækisins.
Kjarninn 25. júní 2019
Skúli Eggert Þórðarson
Ræddu framtíðarsýn Íslandspósts
Ríkisendurskoðandi fundaði með fjárlaganefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun, en fulltrúar fjármálaráðuneytisins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins voru einnig viðstaddir, sem og stjórn Íslandspósts.
Kjarninn 25. júní 2019
Ójöfn fjölskylduábyrgð hefur áhrif á stöðu kvenna í atvinnulífinu
Konur bera enn meginábyrgð á heimilinu, bæði er kemur að börnum, heimilisstörfum og umönnun aldraðra foreldra.
Kjarninn 25. júní 2019
Stuðningur við ríkisstjórnina mestur hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks
Fleiri væntanlegir kjósendur Vinstri grænna styðja ríkisstjórnina en þeir sem segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn. Stuðningur við hana á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins hefur aukist síðustu vikur.
Kjarninn 25. júní 2019
Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti
Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.
Kjarninn 25. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None