Hlutfall skulda ríkissjóðs fari niður fyrir 50% árið 2019

Bjarni Benediktsson
Auglýsing

Fjár­mála­ráð­herra hefur lagt fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um rík­is­fjár­mála­á­ætlun fyrir árin 2016 til 2019. Þetta er í fyrsta sinn sem rík­is­fjár­mála­á­ætlun er sett fram á vor­þingi til umfjöll­un­ar, en til­lög­una í heild má sjá hér.

Í áætl­un­inni er gert ráð fyrir því að rík­is­sjóður skili að minnsta kosti tíu millj­arða króna afgangi á næsta ári og afgang­ur­inn verði orð­inn nálægt 40 millj­örðum króna árið 2019, og þannig orð­inn nær 1,5% af vergri lands­fram­leiðslu.

Í álykt­un­inni kemur fram að mik­il­væg­asta við­fangs­efnið í stjórn rík­is­fjár­mála sé að vinda ofan af skuldum sem ríkið axl­aði í kjöl­far hruns­ins. ­Sam­kvæmt áætl­un­inni á hlut­fall heild­ar­skulda rík­is­sjóðs af lands­fram­leiðslu að fara lækk­andi fram til árs­ins 2019, eins og sjá má í töfl­unni hér að neð­an. Gert er ráð fyrir að hlut­fallið sé 68 pró­sent í lok þessa árs en verði komið niður fyrir 50 pró­sent í lok árs­ins 2019.

Auglýsing

Nafn­virði skuld­anna lækkar þó um innan við tíu pró­sent á þessum tíma. Í árs­lok 2016 verða skuldir rík­is­sjóðs rúm­lega 1.340 millj­arðar en árið 2019 1.323,8 millj­arð­ar.

Þá er vert að minn­ast á að skuld­bind­ingar rík­is­ins vegna líf­eyr­is­sjóða­kerf­is­ins eru ekki inni í rík­is­reikn­ingi, en í stefnu fjár­mála­ráð­herra kemur fram að skapa þurfi svig­rúm til að takast á við þessar skuld­bind­ing­ar. Eins og Kjarn­inn greindi frá fyrr í mán­uð­inum hyggst ríkið greiða inn á upp­safn­aðar líf­eyr­is­skuld­bind­ingar opin­berra starfs­manna á næsta ári, því ann­ars fellur gjald­færsla upp á 20 millj­arða á ári á ríkið eftir 10 ár. Áætlað er að halli á þessum skuld­bind­ingum nemi 700 millj­örð­um.

Áætlun stjórn­valda:

2016 2017 2018 2019
Heild­ar­tekjur 682,0 719,9 735,7 771,3
Heild­ar­gjöld 671,0 679,1 706,8 733,4
Heild­ar­jöfn­uður rík­is­sjóðs 11,0 40,8 28,9 37,9
Frum­jöfn­uður rík­is­sjóðs 71,5 100,3 87,3 93,4
Fjár­magns­jöfn­uður -60,5 -59,4 -58,4 -55,4
Heild­ar­skuldir rík­is­sjóðs 1.340,3 1.326,9 1.367,3 1.323,8


Upp­söfnuð vaxta­gjöld rík­is­sjóðs frá banka­hrun­inu eru 580 millj­arðar króna á föstu verð­lagi árs­ins 2015. Ríkið gerir ráð fyrir því að selja eign­ar­hluti sína í fjár­mála­fyr­ir­tækjum og öðrum félög­um, end­ur­fjár­magna ekki hluta af skuld­settum gjald­eyr­is­forða lands­ins en end­ur­fjár­magna önnur lán með betri kjör­um.

Í áætlun fjár­mála­ráð­herra kemur einnig fram að þrátt fyrir að jákvæð teikn séu á lofti séu líka ýmsir óvissu­þættir fyrir hendi. Einna helst sé óvissan fólgin í  út­komu kjara­samn­inga og afnámi fjár­magns­hafta. Þó séu einnig hefð­bundnir þættir eins og afla­brestur eða dræm eft­ir­spurn í við­skipta­lönd­um. „Af­nám hafta gæti einnig haft jákvæð áhrif á skulda­stöðu og vaxta­kostnað en eðli máls­ins sam­kvæmt eru slíkir óvissu­þættir ekki teknir inn í grunn­við­mið rík­is­fjár­mála­á­ætl­un­ar­inn­ar.“

Í spá Hag­stofu Íslands, sem er vinnu­spá fyrir þessa áætl­un, er gert ráð fyrir allt að þriggja pró­senta áfram­hald­andi hag­vexti og verð­bólgu við 2,5 pró­sent við­mið­un­ar­mörk.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um þessar mundir eru fáir á ferli við Brandenborgarhliðið.
Evrópa opnar á ný
Frá og með 15. júní mun stór hluti íbúa Evrópu geta ferðast til annarra landa álfunar. Útgöngubann í Bretlandi líður senn undir lok. Danir í fjarsambandi geta hitt ástvini á ný.
Kjarninn 26. maí 2020
Indriði H. Þorláksson
Veirumolar – Súkkulaði fyrir sykurfíkla
Kjarninn 26. maí 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að vera búin undir smit meðal viðskiptavina
Öll ferðaþjónustufyrirtæki verða að vera undir það búin að takast á við smit meðal viðskiptavina sinna og þess verður að krefjast að allir aðilar geri viðbragðsáætlanir. Þetta kemur fram í skýrslu um framkvæmd skimunar meðal erlendra ferðamanna.
Kjarninn 26. maí 2020
Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir
Velferðarkennsla og jákvæð sálfræði, af hverju?
Kjarninn 26. maí 2020
Sjúkrastofnanir telja „verulega áhættu“ felast í opnun landsins fyrir ferðamennsku
Bæði Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri telja áhættu felast í opnun landsins með skimunum. Farsóttarnefnd Landspítala telur skimun einkennalausra ferðamanna takmarkað úrræði og að líklegra en ekki sé að einhverjir komi hingað smitaðir.
Kjarninn 26. maí 2020
Bæta þarf aðstöðu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans, alveg óháð skimun á ferðamönnum.
Veirufræðideildin getur aðeins unnið 500 sýni á dag
Í skýrslu verkefnisstjórnar um undirbúning framkvæmdar vegna sýnatöku og greiningar á COVID-19 meðal farþega sem koma til landsins kemur fram að verkefnið sé framkvæmanlegt en að leysa þurfi úr mörgum verkþáttum áður en hægt verður að hefjast handa.
Kjarninn 26. maí 2020
Fjármálastefna, fjármálaáætlun og fjármálafrumvarp lögð fram samhliða í haust
Viðræður standa yfir milli stjórnar og stjórnarandstöðu hvernig haga skuli þingstörfum á næstunni. Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á lögum um opinber fjármál.
Kjarninn 26. maí 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Flokkun fólks eftir málfari
Kjarninn 26. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None