Hlutfall skulda ríkissjóðs fari niður fyrir 50% árið 2019

Bjarni Benediktsson
Auglýsing

Fjár­mála­ráð­herra hefur lagt fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um rík­is­fjár­mála­á­ætlun fyrir árin 2016 til 2019. Þetta er í fyrsta sinn sem rík­is­fjár­mála­á­ætlun er sett fram á vor­þingi til umfjöll­un­ar, en til­lög­una í heild má sjá hér.

Í áætl­un­inni er gert ráð fyrir því að rík­is­sjóður skili að minnsta kosti tíu millj­arða króna afgangi á næsta ári og afgang­ur­inn verði orð­inn nálægt 40 millj­örðum króna árið 2019, og þannig orð­inn nær 1,5% af vergri lands­fram­leiðslu.

Í álykt­un­inni kemur fram að mik­il­væg­asta við­fangs­efnið í stjórn rík­is­fjár­mála sé að vinda ofan af skuldum sem ríkið axl­aði í kjöl­far hruns­ins. ­Sam­kvæmt áætl­un­inni á hlut­fall heild­ar­skulda rík­is­sjóðs af lands­fram­leiðslu að fara lækk­andi fram til árs­ins 2019, eins og sjá má í töfl­unni hér að neð­an. Gert er ráð fyrir að hlut­fallið sé 68 pró­sent í lok þessa árs en verði komið niður fyrir 50 pró­sent í lok árs­ins 2019.

Auglýsing

Nafn­virði skuld­anna lækkar þó um innan við tíu pró­sent á þessum tíma. Í árs­lok 2016 verða skuldir rík­is­sjóðs rúm­lega 1.340 millj­arðar en árið 2019 1.323,8 millj­arð­ar.

Þá er vert að minn­ast á að skuld­bind­ingar rík­is­ins vegna líf­eyr­is­sjóða­kerf­is­ins eru ekki inni í rík­is­reikn­ingi, en í stefnu fjár­mála­ráð­herra kemur fram að skapa þurfi svig­rúm til að takast á við þessar skuld­bind­ing­ar. Eins og Kjarn­inn greindi frá fyrr í mán­uð­inum hyggst ríkið greiða inn á upp­safn­aðar líf­eyr­is­skuld­bind­ingar opin­berra starfs­manna á næsta ári, því ann­ars fellur gjald­færsla upp á 20 millj­arða á ári á ríkið eftir 10 ár. Áætlað er að halli á þessum skuld­bind­ingum nemi 700 millj­örð­um.

Áætlun stjórn­valda:

2016 2017 2018 2019
Heild­ar­tekjur 682,0 719,9 735,7 771,3
Heild­ar­gjöld 671,0 679,1 706,8 733,4
Heild­ar­jöfn­uður rík­is­sjóðs 11,0 40,8 28,9 37,9
Frum­jöfn­uður rík­is­sjóðs 71,5 100,3 87,3 93,4
Fjár­magns­jöfn­uður -60,5 -59,4 -58,4 -55,4
Heild­ar­skuldir rík­is­sjóðs 1.340,3 1.326,9 1.367,3 1.323,8


Upp­söfnuð vaxta­gjöld rík­is­sjóðs frá banka­hrun­inu eru 580 millj­arðar króna á föstu verð­lagi árs­ins 2015. Ríkið gerir ráð fyrir því að selja eign­ar­hluti sína í fjár­mála­fyr­ir­tækjum og öðrum félög­um, end­ur­fjár­magna ekki hluta af skuld­settum gjald­eyr­is­forða lands­ins en end­ur­fjár­magna önnur lán með betri kjör­um.

Í áætlun fjár­mála­ráð­herra kemur einnig fram að þrátt fyrir að jákvæð teikn séu á lofti séu líka ýmsir óvissu­þættir fyrir hendi. Einna helst sé óvissan fólgin í  út­komu kjara­samn­inga og afnámi fjár­magns­hafta. Þó séu einnig hefð­bundnir þættir eins og afla­brestur eða dræm eft­ir­spurn í við­skipta­lönd­um. „Af­nám hafta gæti einnig haft jákvæð áhrif á skulda­stöðu og vaxta­kostnað en eðli máls­ins sam­kvæmt eru slíkir óvissu­þættir ekki teknir inn í grunn­við­mið rík­is­fjár­mála­á­ætl­un­ar­inn­ar.“

Í spá Hag­stofu Íslands, sem er vinnu­spá fyrir þessa áætl­un, er gert ráð fyrir allt að þriggja pró­senta áfram­hald­andi hag­vexti og verð­bólgu við 2,5 pró­sent við­mið­un­ar­mörk.

WOW air gríman fallin
Skiptastjórar þrotabús WOW air telja að flugfélagið hafi í síðasta lagi verið ógjaldfært um mitt síðasta ár. Þrátt fyrir það réðist WOW air í skuldabréfaútgáfu sem byggði á upplýsingum um annað.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None