Rafbíll
Auglýsing

1. Fjöldi raf­bíla á Íslandi fimm­fald­að­ist á tæpum tveimur árum, frá jan­úar 2014 til sept­em­ber í fyrra. Þeir voru þá orðnir yfir 500 tals­ins en eru nú orðnir meira en 800. Tvinn­bíl­arnir svoköll­uðu, þeir bílar sem ganga bæði fyrir raf­magni og bens­íni, eru vin­sælli og voru síð­asta haust um 1.500 tals­ins.

2. Orka nátt­úr­unn­ar, dótt­ur­fé­lag Orku­veitu Reykja­vík­ur, á og rekur þrettán hrað­hleðslu­stöðvar á land­inu. Flestar eru á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, en einnig eru stöðvar á Akur­eyri, Borg­ar­nesi, Sel­fossi, Fitj­um, Akra­nesi og sú nýjasta er við Hell­is­heið­ar­virkj­un. Hér er hægt að sjá hvort þær séu í lagi eða ekki. 

3. Nor­egur er með hæsta hlut­fall raf­bíla í heimi, en 22,4 pró­sent bíla­flota Norð­manna eru raf­bíl­ar. Það er engin til­vilj­un, því norsk stjórn­völd ákváðu að auka hvatann fyrir not­endur raf­bíla, til dæmis með lækkun tolla á raf­bíl­um, veita gjald­frjáls bíla­stæði, búa til sér­stakar akreinar fyrir umhverf­is­væna bíla og veita ókeypis aðgang í gegn um tolla­hlið. 

Auglýsing

4. Það tekur um það bil hálf­tíma að hlaða raf­bíl um 80 pró­sent með hrað­hleðslu­stöð. Alla raf­bíla er hins vegar hægt að hlaða í venju­legri inns­tungu (220 til 240 volt) og tekur þá að jafn­aði um fjóra til átta tíma að full­hlaða bíl­inn ef raf­hlaðan er alveg tóm. 

5. Mann­virkja­stofnun mælir með því að eig­endur raf­bíla komi fyrir sér­stakri inns­tungu heima fyrir sem henti sér­stak­lega fyrir raf­bíla. Leið­bein­ingar um það má nálg­ast hér

6. Það er tölu­vert ódýr­ara að keyra raf­bíl heldur en bens­ín­bíl. Sam­kvæmt raf­bíla­reikni Orku­set­urs kostar 3,18 krónur að keyra Nissan Leaf raf­bíl. Til sam­an­burðar kostar 12,06 krónur á kíló­meter að keyra Toyota Yaris, sem eru mjög eyðslu­grannir bíl­ar. 

7. Vin­sæl­ustu raf­bíl­arnir á íslenskum mark­aði eru meðal ann­ars raf­bílar Nissan, Golf, Tesla. 

8. Einn eft­ir­sóttasti, og dýrasti, raf­magns­bíll­inn á mark­aðnum er Tesl­an. Þegar nýjasta mód­elið var kynnt opin­ber­lega í Los Ang­eles í Banda­ríkj­unum í apríl síð­ast­liðnum var búið að leggja inn um 250 þús­und pant­anir á tveimur sól­ar­hringum. Hver bíll kost­aði um 35 þús­und doll­ara, eða um 4,3 millj­ónir króna. Þetta var langódýrasta Teslan til þessa. Model 3 Tesla verður til­búin til afhend­ingar í lok árs 2017.

9. Það eru um 50 Teslur á göt­unni á Íslandi. Fyr­ir­tækið Even sér­hæfir sig í sölu á raf­bílum á Íslandi. Á heima­síðu þeirra er verð­skrá yfir Tesla Model S og kostar sá ódýr­asti 11,7 millj­ónir króna. Dýrasta týpan kostar 17,55 millj­ón­ir. Fyrstu 5 Model X, sem eru rafjepp­ar, koma til lands­ins í ágúst og sept­em­ber. Til sam­an­burðar má taka fram að ein­ungis tíu Teslur keyra um götur Ind­lands.   

10. Í raf­bílum eru mun færri hlutir sem geta bilað heldur en í venju­legum bens­ín­bíl. Í raf­bílum eru oft­ast ein­ungis þrír til fjórir hreyf­an­legir hlutir í mót­or, en oft meira en þús­und í bens­ín- eða dísel­vél og gír­kassa, er fram kemur á vef­síðu Even.

Upp­fært 25. júlí klukkan 14.45: Sjö­undi liður var upp­færður og við bætt á list­ann raf­bílum Volkswagen Golf. Tesla og Zoe voru tekin út.  

Gjaldtaka vegna fiskeldis dugar ekki fyrir kostnaði við bætta stjórnsýslu og eftirlit
Þeir fjármunir sem rekstraraðilar fiskeldis eiga að greiða fyrir afnot af hafsvæðum í íslenskri lögsögu á næsta ári eru minni en það sem ríkissjóður ætlar að setja í bætta stjórnsýslu og eftirlit með fiskeldi.
Kjarninn 19. september 2019
Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Meira eftir höfundinnSunna Valgerðardóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None