Rafbíll
Auglýsing

1. Fjöldi raf­bíla á Íslandi fimm­fald­að­ist á tæpum tveimur árum, frá jan­úar 2014 til sept­em­ber í fyrra. Þeir voru þá orðnir yfir 500 tals­ins en eru nú orðnir meira en 800. Tvinn­bíl­arnir svoköll­uðu, þeir bílar sem ganga bæði fyrir raf­magni og bens­íni, eru vin­sælli og voru síð­asta haust um 1.500 tals­ins.

2. Orka nátt­úr­unn­ar, dótt­ur­fé­lag Orku­veitu Reykja­vík­ur, á og rekur þrettán hrað­hleðslu­stöðvar á land­inu. Flestar eru á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, en einnig eru stöðvar á Akur­eyri, Borg­ar­nesi, Sel­fossi, Fitj­um, Akra­nesi og sú nýjasta er við Hell­is­heið­ar­virkj­un. Hér er hægt að sjá hvort þær séu í lagi eða ekki. 

3. Nor­egur er með hæsta hlut­fall raf­bíla í heimi, en 22,4 pró­sent bíla­flota Norð­manna eru raf­bíl­ar. Það er engin til­vilj­un, því norsk stjórn­völd ákváðu að auka hvatann fyrir not­endur raf­bíla, til dæmis með lækkun tolla á raf­bíl­um, veita gjald­frjáls bíla­stæði, búa til sér­stakar akreinar fyrir umhverf­is­væna bíla og veita ókeypis aðgang í gegn um tolla­hlið. 

Auglýsing

4. Það tekur um það bil hálf­tíma að hlaða raf­bíl um 80 pró­sent með hrað­hleðslu­stöð. Alla raf­bíla er hins vegar hægt að hlaða í venju­legri inns­tungu (220 til 240 volt) og tekur þá að jafn­aði um fjóra til átta tíma að full­hlaða bíl­inn ef raf­hlaðan er alveg tóm. 

5. Mann­virkja­stofnun mælir með því að eig­endur raf­bíla komi fyrir sér­stakri inns­tungu heima fyrir sem henti sér­stak­lega fyrir raf­bíla. Leið­bein­ingar um það má nálg­ast hér

6. Það er tölu­vert ódýr­ara að keyra raf­bíl heldur en bens­ín­bíl. Sam­kvæmt raf­bíla­reikni Orku­set­urs kostar 3,18 krónur að keyra Nissan Leaf raf­bíl. Til sam­an­burðar kostar 12,06 krónur á kíló­meter að keyra Toyota Yaris, sem eru mjög eyðslu­grannir bíl­ar. 

7. Vin­sæl­ustu raf­bíl­arnir á íslenskum mark­aði eru meðal ann­ars raf­bílar Nissan, Golf, Tesla. 

8. Einn eft­ir­sóttasti, og dýrasti, raf­magns­bíll­inn á mark­aðnum er Tesl­an. Þegar nýjasta mód­elið var kynnt opin­ber­lega í Los Ang­eles í Banda­ríkj­unum í apríl síð­ast­liðnum var búið að leggja inn um 250 þús­und pant­anir á tveimur sól­ar­hringum. Hver bíll kost­aði um 35 þús­und doll­ara, eða um 4,3 millj­ónir króna. Þetta var langódýrasta Teslan til þessa. Model 3 Tesla verður til­búin til afhend­ingar í lok árs 2017.

9. Það eru um 50 Teslur á göt­unni á Íslandi. Fyr­ir­tækið Even sér­hæfir sig í sölu á raf­bílum á Íslandi. Á heima­síðu þeirra er verð­skrá yfir Tesla Model S og kostar sá ódýr­asti 11,7 millj­ónir króna. Dýrasta týpan kostar 17,55 millj­ón­ir. Fyrstu 5 Model X, sem eru rafjepp­ar, koma til lands­ins í ágúst og sept­em­ber. Til sam­an­burðar má taka fram að ein­ungis tíu Teslur keyra um götur Ind­lands.   

10. Í raf­bílum eru mun færri hlutir sem geta bilað heldur en í venju­legum bens­ín­bíl. Í raf­bílum eru oft­ast ein­ungis þrír til fjórir hreyf­an­legir hlutir í mót­or, en oft meira en þús­und í bens­ín- eða dísel­vél og gír­kassa, er fram kemur á vef­síðu Even.

Upp­fært 25. júlí klukkan 14.45: Sjö­undi liður var upp­færður og við bætt á list­ann raf­bílum Volkswagen Golf. Tesla og Zoe voru tekin út.  

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Náttúrufegurð Færeyja er eitt helsta aðdráttarafl eyjanna.
Færeyingar opna landamærin „sérstaklega fyrir Íslendinga“
„Kæru frændur, nú er rétti tíminn til að heimsækja Færeyjar,“ stendur í skilaboðum frá færeyska flugfélaginu Atlantic Airways til íslensku þjóðarinnar.
Kjarninn 4. júní 2020
8 mínútur og 46 sekúndur leystu úr læðingi sársauka margra kynslóða
Ólgan í Bandaríkjunum snýst ekki aðeins um þær átta mínútur og 46 sekúndur sem lögreglumaður hélt hné sínu að hálsi George Floyds þar til hann lést. Hún á rætur í þjáningum margra kynslóða fólks er býr enn við misrétti sem er samgróið hugarfari valdhafa.
Kjarninn 4. júní 2020
Intenta segist í stakk búið til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður
Ingvi Þór Elliðason, ráðgjafi og framkvæmdastjóri Intenta, sem fyrrverandi starfsmenn Capacent stofnuðu skömmu fyrir gjaldþrot fyrirtækisins, segir Intenta með þekkingu og getu til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður.
Kjarninn 4. júní 2020
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur aðsetur í Húsi verslunarinnar
Tæp tíu prósent útistandandi sjóðfélagalána LIVE í greiðsluhléi
Sjóðfélagalán í greiðsluhléi nema samtals ellefu milljörðum króna. Til samanburðar námu útistandandi sjóðfélagalán Lífeyrissjóðs verzlunarmanna við lok árs 2019 rúmum 120 milljörðum. Ávöxtun sjóðsins á fyrstu fjórum mánuðum ársins er áætluð 3,5 prósent.
Kjarninn 3. júní 2020
Meira eftir höfundinnSunna Valgerðardóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None