Vandi Evrópu er líka vandamál fyrir Ísland

Sérfræðingar spá því að pundið haldi áfram að veikjast gagnvart helstu viðskiptamyntum, og að helstu bankastofnanir Evrópu þurfi á stórri endurfjármögnun að halda.

14088079625_1618443eaa_z.jpg
Auglýsing

Efna­hags­leg staða Evr­ópu hefur versnað und­an­farin miss­er­i. ­Gengi evr­unnar hefur veikst tölu­vert gagn­vart Banda­ríkja­dal, einkum og sér í lagi eftir Brexit nið­ur­stöð­una í Bret­landi. Þó evran hafi ekki veikst eins ­mikið og pundið gagn­vart Banda­ríkja­dal, þá er veik­ingin samt umtals­verð, eða um ­tíu pró­sent.

Nýlega birt­ist grein­ing frá sér­fræð­ingum Deutsche Bank og ­Gold­man Sachs, sem sögðu að veik­ing punds­ins að und­an­förnu væri bara upp­haf­ið af erf­ið­leikum. Frek­ari veik­ing gagn­vart Banda­ríkja­dal sér­stak­lega væri lík­leg, og aðlögun breska hag­kerf­is­ins að breyttum veru­leika gæti orðið sárs­auka­full. Þá væri aug­ljóst að evru­svæðið og mark­aðs­svæði Evr­ópu­sam­bands­ríkja mynd­i skað­ast. Sér­stak­lega væri staða banka­kerf­is­ins í Evr­ópu við­kvæm, eins og var raunar til umfjöll­unar á vef Kjarn­ans fyrr í dag. Spjótin bein­ast ekki síst að Deutsche Bank í þeim efn­um.

Sérfræðingar spá pundinu frekari veikingu.

Auglýsing

Miklir hags­munir

Sé litið á stöðu mála út frá hags­munum Íslands, þá hef­ur ­sam­keppn­is­staða útflutn­ings­fyr­ir­tækja versnað vegna þess­ara hreyf­inga á gjald­eyr­is­mark­aði. Ísland á mik­illa hags­muna að gæta gagn­vart Bret­landi og Evr­ópu, en um 50 til 70 pró­sent af útflutn­ingi á vörum og þjón­ustu er innan álf­unn­ar. 

Íslensk fyr­ir­tæki seldu vörur fyrir 120 millj­arða til Bret­lands í fyrra, og þá hefur ferða­þjón­ustan notið góðs af mik­illi fjölgun ferða­manna sem koma til­ Ís­lands frá Bret­landi. Þeir voru um 19 pró­sent af heild­inni í fyrra.

Á skömmum tíma hefur staðan versnað til muna, fyr­ir­ ­út­flutn­ings­fyr­ir­tæk­in. Þau hagn­ast á því að fá sem flestar krónur fyrir hverja ­evru, pund eða Banda­ríkja­dal.

Fyrir tveimur vikum kost­aði pundið 180 krónur en það kostar nú 156 krón­ur. Seðla­banki Íslands hefur beitt sér þannig að á gjald­eyr­is­mark­aði, und­an­farna mán­uði, að evran hefur verið í kringum 140 til­ 145  krón­ur. Hún kostar nú 136 krón­ur.  Banda­ríkja­dalur kostar 123 krón­ur.

Breyt­ingin gagn­vart Bret­landi er mikil sé horft yfir enn ­lengra tíma­bil. Fyrir ári síðan kost­aði pundið 212 krónur en er nú 156 krón­ur, eins og áður seg­ir.

Mikil óvissa ríkir um hvernig pólitísku sambandi Bretlands og Evrópu verður háttað, í kjölfar Brexit kosninganna, þar sem almenningur í Bretlandi kaus með því að yfirgefa sambandið.

Vöxtur í ferða­þjón­ustu en minna fyrir pundið

Þegar horft er til vöru- og þjón­ustu­við­skipta frá Íslandi til Bret­lands, á nema þau um 250 millj­örðum á ári, miðað við stöðu mála í fyrra. Veik­ing punds­ins gagn­vart krón­unni gæti dregið úr þessum við­skipt­um, í krónum talið, á þessu ári en erfitt er þó að segja til um hversu mik­ið. Vöxt­ur­inn í ferða­þjón­ust­unni hefur haldið áfram á þessu ári, og er gert ráð fyrir um 30 ­pró­sent vexti miðað við árið í fyrra, sem þýðir að heildar gjald­eyr­is­tekj­ur ­þjóð­ar­búss­ins verði yfir 400 millj­arðar króna.

Íslenskra stjórn­valda bíður nokkur flókið og krefj­and­i verk­efni, við að verja íslenska hags­muni í ljósi breytts veru­leika í kjöl­far Brex­it-­kosn­ing­anna og áhrifa í kjöl­farið á gjald­eyr­is­mark­að. Í þess­ari stöð­u ­gætu falist tæki­færi, en líka miklar ógn­an­ir. Lilja Alfreðs­dótt­ir, utan­rík­is­ráð­herra, hefur lagt áherslu á að stjórn­völd séu til­búin til sam­starfs við Breta og einnig EFTA-­rík­in, til að tryggja að við­skipta­sam­bandið sé traust til fram­tíðar lit­ið. Þessi vinna er nú í gangi, en ekk­ert liggur enn fyrir um hvernig Bret­land muni standa að því að yfir­gefa Evr­ópu­sam­band­ið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnir nýtt fjárlagafrumvarp í morgun.
Stóru breytingarnar snúast um gjöldin af bílunum og akstrinum
Fjármálaráðherra segir að það stefni að óbreyttu í óefni hvað varðar tekjuöflun hins opinbera af ökutækjum og akstri. Jafna þurfi byrðar og láta rafbílaeigendur greiða meira. Hækkun kolefnisgjalds kemur til greina, en gæta þarf að jafnræði.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, við kynningu á fjárlagafrumvarpi ársins 2022 í morgun
Afkoma ríkissjóðs batnar um 120 milljarða króna milli ára
Bjartari sviðsmyndir um afkomu ríkissjóðs eru að raungerast. Peningar verða settir í viðbótarhækkun á bótum örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega og framlög til heilbrigðismála aukast mest. Ef markaðsástæður eru góðar verður ráðist í frekari sölu á banka.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Frá gjörgæsludeildinni á Landspítalanum.
Gjörgæsluálagið vegna COVID-19 með því mesta á Norðurlöndunum
Ísland hefur færri gjörgæslurými á höfðatölu en öll hin Norðurlöndin. Vegna þess var mun hærra hlutfall þeirra undirlagt af COVID-19 sjúklingum hérlendis þegar faraldurinn var í hæstu hæðum heldur en í Noregi, Danmörku og Finnlandi.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Ísland raðgreinir mest í heimi
Í Suður-Afríku, þar sem hið nýja afbrigði kórónuveirunnar Ómíkron greindist fyrst í síðustu viku, eru innan við 1 prósent jákvæðra sýna raðgreind. Hlutfallið er langhæst á Íslandi.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Jóhanna gagnrýnir ríkisstjórn undir forystu Vinstri grænna fyrir að fjölga ráðuneytum
Fyrrverandi forsætisráðherra segir það vekja furðu að Vinstri græn ætli að „afhenda íhaldinu“ umhverfis-og loftslagsmálin. Það hafi barist kröftulega gegn rammaáætlun í áratug.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Bólusetningarvottorð gildi aðeins í níu mánuði
Stjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að bólusetningarvottorð gildi í níu mánuði í stað tólf. Örvunarskammtur framlengi svo gildistímann.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None