Vandi Evrópu er líka vandamál fyrir Ísland

Sérfræðingar spá því að pundið haldi áfram að veikjast gagnvart helstu viðskiptamyntum, og að helstu bankastofnanir Evrópu þurfi á stórri endurfjármögnun að halda.

14088079625_1618443eaa_z.jpg
Auglýsing

Efna­hags­leg staða Evr­ópu hefur versnað und­an­farin miss­er­i. ­Gengi evr­unnar hefur veikst tölu­vert gagn­vart Banda­ríkja­dal, einkum og sér í lagi eftir Brexit nið­ur­stöð­una í Bret­landi. Þó evran hafi ekki veikst eins ­mikið og pundið gagn­vart Banda­ríkja­dal, þá er veik­ingin samt umtals­verð, eða um ­tíu pró­sent.

Nýlega birt­ist grein­ing frá sér­fræð­ingum Deutsche Bank og ­Gold­man Sachs, sem sögðu að veik­ing punds­ins að und­an­förnu væri bara upp­haf­ið af erf­ið­leikum. Frek­ari veik­ing gagn­vart Banda­ríkja­dal sér­stak­lega væri lík­leg, og aðlögun breska hag­kerf­is­ins að breyttum veru­leika gæti orðið sárs­auka­full. Þá væri aug­ljóst að evru­svæðið og mark­aðs­svæði Evr­ópu­sam­bands­ríkja mynd­i skað­ast. Sér­stak­lega væri staða banka­kerf­is­ins í Evr­ópu við­kvæm, eins og var raunar til umfjöll­unar á vef Kjarn­ans fyrr í dag. Spjótin bein­ast ekki síst að Deutsche Bank í þeim efn­um.

Sérfræðingar spá pundinu frekari veikingu.

Auglýsing

Miklir hags­munir

Sé litið á stöðu mála út frá hags­munum Íslands, þá hef­ur ­sam­keppn­is­staða útflutn­ings­fyr­ir­tækja versnað vegna þess­ara hreyf­inga á gjald­eyr­is­mark­aði. Ísland á mik­illa hags­muna að gæta gagn­vart Bret­landi og Evr­ópu, en um 50 til 70 pró­sent af útflutn­ingi á vörum og þjón­ustu er innan álf­unn­ar. 

Íslensk fyr­ir­tæki seldu vörur fyrir 120 millj­arða til Bret­lands í fyrra, og þá hefur ferða­þjón­ustan notið góðs af mik­illi fjölgun ferða­manna sem koma til­ Ís­lands frá Bret­landi. Þeir voru um 19 pró­sent af heild­inni í fyrra.

Á skömmum tíma hefur staðan versnað til muna, fyr­ir­ ­út­flutn­ings­fyr­ir­tæk­in. Þau hagn­ast á því að fá sem flestar krónur fyrir hverja ­evru, pund eða Banda­ríkja­dal.

Fyrir tveimur vikum kost­aði pundið 180 krónur en það kostar nú 156 krón­ur. Seðla­banki Íslands hefur beitt sér þannig að á gjald­eyr­is­mark­aði, und­an­farna mán­uði, að evran hefur verið í kringum 140 til­ 145  krón­ur. Hún kostar nú 136 krón­ur.  Banda­ríkja­dalur kostar 123 krón­ur.

Breyt­ingin gagn­vart Bret­landi er mikil sé horft yfir enn ­lengra tíma­bil. Fyrir ári síðan kost­aði pundið 212 krónur en er nú 156 krón­ur, eins og áður seg­ir.

Mikil óvissa ríkir um hvernig pólitísku sambandi Bretlands og Evrópu verður háttað, í kjölfar Brexit kosninganna, þar sem almenningur í Bretlandi kaus með því að yfirgefa sambandið.

Vöxtur í ferða­þjón­ustu en minna fyrir pundið

Þegar horft er til vöru- og þjón­ustu­við­skipta frá Íslandi til Bret­lands, á nema þau um 250 millj­örðum á ári, miðað við stöðu mála í fyrra. Veik­ing punds­ins gagn­vart krón­unni gæti dregið úr þessum við­skipt­um, í krónum talið, á þessu ári en erfitt er þó að segja til um hversu mik­ið. Vöxt­ur­inn í ferða­þjón­ust­unni hefur haldið áfram á þessu ári, og er gert ráð fyrir um 30 ­pró­sent vexti miðað við árið í fyrra, sem þýðir að heildar gjald­eyr­is­tekj­ur ­þjóð­ar­búss­ins verði yfir 400 millj­arðar króna.

Íslenskra stjórn­valda bíður nokkur flókið og krefj­and­i verk­efni, við að verja íslenska hags­muni í ljósi breytts veru­leika í kjöl­far Brex­it-­kosn­ing­anna og áhrifa í kjöl­farið á gjald­eyr­is­mark­að. Í þess­ari stöð­u ­gætu falist tæki­færi, en líka miklar ógn­an­ir. Lilja Alfreðs­dótt­ir, utan­rík­is­ráð­herra, hefur lagt áherslu á að stjórn­völd séu til­búin til sam­starfs við Breta og einnig EFTA-­rík­in, til að tryggja að við­skipta­sam­bandið sé traust til fram­tíðar lit­ið. Þessi vinna er nú í gangi, en ekk­ert liggur enn fyrir um hvernig Bret­land muni standa að því að yfir­gefa Evr­ópu­sam­band­ið.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.
Kjarninn 4. júní 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None