Vandi Evrópu er líka vandamál fyrir Ísland

Sérfræðingar spá því að pundið haldi áfram að veikjast gagnvart helstu viðskiptamyntum, og að helstu bankastofnanir Evrópu þurfi á stórri endurfjármögnun að halda.

14088079625_1618443eaa_z.jpg
Auglýsing

Efna­hags­leg staða Evr­ópu hefur versnað und­an­farin miss­er­i. ­Gengi evr­unnar hefur veikst tölu­vert gagn­vart Banda­ríkja­dal, einkum og sér í lagi eftir Brexit nið­ur­stöð­una í Bret­landi. Þó evran hafi ekki veikst eins ­mikið og pundið gagn­vart Banda­ríkja­dal, þá er veik­ingin samt umtals­verð, eða um ­tíu pró­sent.

Nýlega birt­ist grein­ing frá sér­fræð­ingum Deutsche Bank og ­Gold­man Sachs, sem sögðu að veik­ing punds­ins að und­an­förnu væri bara upp­haf­ið af erf­ið­leikum. Frek­ari veik­ing gagn­vart Banda­ríkja­dal sér­stak­lega væri lík­leg, og aðlögun breska hag­kerf­is­ins að breyttum veru­leika gæti orðið sárs­auka­full. Þá væri aug­ljóst að evru­svæðið og mark­aðs­svæði Evr­ópu­sam­bands­ríkja mynd­i skað­ast. Sér­stak­lega væri staða banka­kerf­is­ins í Evr­ópu við­kvæm, eins og var raunar til umfjöll­unar á vef Kjarn­ans fyrr í dag. Spjótin bein­ast ekki síst að Deutsche Bank í þeim efn­um.

Sérfræðingar spá pundinu frekari veikingu.

Auglýsing

Miklir hags­munir

Sé litið á stöðu mála út frá hags­munum Íslands, þá hef­ur ­sam­keppn­is­staða útflutn­ings­fyr­ir­tækja versnað vegna þess­ara hreyf­inga á gjald­eyr­is­mark­aði. Ísland á mik­illa hags­muna að gæta gagn­vart Bret­landi og Evr­ópu, en um 50 til 70 pró­sent af útflutn­ingi á vörum og þjón­ustu er innan álf­unn­ar. 

Íslensk fyr­ir­tæki seldu vörur fyrir 120 millj­arða til Bret­lands í fyrra, og þá hefur ferða­þjón­ustan notið góðs af mik­illi fjölgun ferða­manna sem koma til­ Ís­lands frá Bret­landi. Þeir voru um 19 pró­sent af heild­inni í fyrra.

Á skömmum tíma hefur staðan versnað til muna, fyr­ir­ ­út­flutn­ings­fyr­ir­tæk­in. Þau hagn­ast á því að fá sem flestar krónur fyrir hverja ­evru, pund eða Banda­ríkja­dal.

Fyrir tveimur vikum kost­aði pundið 180 krónur en það kostar nú 156 krón­ur. Seðla­banki Íslands hefur beitt sér þannig að á gjald­eyr­is­mark­aði, und­an­farna mán­uði, að evran hefur verið í kringum 140 til­ 145  krón­ur. Hún kostar nú 136 krón­ur.  Banda­ríkja­dalur kostar 123 krón­ur.

Breyt­ingin gagn­vart Bret­landi er mikil sé horft yfir enn ­lengra tíma­bil. Fyrir ári síðan kost­aði pundið 212 krónur en er nú 156 krón­ur, eins og áður seg­ir.

Mikil óvissa ríkir um hvernig pólitísku sambandi Bretlands og Evrópu verður háttað, í kjölfar Brexit kosninganna, þar sem almenningur í Bretlandi kaus með því að yfirgefa sambandið.

Vöxtur í ferða­þjón­ustu en minna fyrir pundið

Þegar horft er til vöru- og þjón­ustu­við­skipta frá Íslandi til Bret­lands, á nema þau um 250 millj­örðum á ári, miðað við stöðu mála í fyrra. Veik­ing punds­ins gagn­vart krón­unni gæti dregið úr þessum við­skipt­um, í krónum talið, á þessu ári en erfitt er þó að segja til um hversu mik­ið. Vöxt­ur­inn í ferða­þjón­ust­unni hefur haldið áfram á þessu ári, og er gert ráð fyrir um 30 ­pró­sent vexti miðað við árið í fyrra, sem þýðir að heildar gjald­eyr­is­tekj­ur ­þjóð­ar­búss­ins verði yfir 400 millj­arðar króna.

Íslenskra stjórn­valda bíður nokkur flókið og krefj­and­i verk­efni, við að verja íslenska hags­muni í ljósi breytts veru­leika í kjöl­far Brex­it-­kosn­ing­anna og áhrifa í kjöl­farið á gjald­eyr­is­mark­að. Í þess­ari stöð­u ­gætu falist tæki­færi, en líka miklar ógn­an­ir. Lilja Alfreðs­dótt­ir, utan­rík­is­ráð­herra, hefur lagt áherslu á að stjórn­völd séu til­búin til sam­starfs við Breta og einnig EFTA-­rík­in, til að tryggja að við­skipta­sam­bandið sé traust til fram­tíðar lit­ið. Þessi vinna er nú í gangi, en ekk­ert liggur enn fyrir um hvernig Bret­land muni standa að því að yfir­gefa Evr­ópu­sam­band­ið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Örn Bárður Jónsson
Má hefta tjáningarfrelsi og var rétt að loka á Trump?
Kjarninn 16. janúar 2021
Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Keyptu hús og rústir á Bræðraborgarstíg á 270 milljónir og sækja um niðurrif eftir helgi
Loks hillir undir að brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 verði rifnar. Nýir eigendur, sem gengið hafa frá kaupsamningi, vilja gera eitthvað gott og fallegt á staðnum í kjölfar harmleiksins sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið síðasta sumar.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None