Biðja þjóðir Evrópu um að draga úr notkun jarðgass

Ekkert gas hefur verið flutt um Nord Stream gasleiðsluna í tíu daga vegna viðhalds en því verður brátt lokið. Stjórnvöld í Evrópu búa sig þann möguleika að Rússar stöðvi flutning gass um leiðsluna en það gæti heft forðasöfnun fyrir veturinn verulega.

Ursula von der Leyen er forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Ursula von der Leyen er forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Auglýsing

Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins hefur hvatt aðild­ar­ríki ESB til að draga úr notkun jarð­gass um sem nemur 15 pró­sentum fram til næsta vors. Aðild­ar­ríkjum er í sjálfs­vald sett hvort þau fylgi þessum til­mælum enn sem komið er skerð­ingin gæti orðið lög­fest ef Rússar stöðva flutn­ing á jarð­gasi í gegnum gasleiðsl­una Nord Str­eam 1. Ekk­ert gas hefur verið flutt um gasleiðsl­una í 10 daga vegna við­halds en til stendur að við­haldi verði lokið á fimmtu­dag. Ótt­ast er að Rússar muni neita að skrúfa frá gas­inu að loknu við­haldi. Frá þessu er greint á vef BBC.

Haft er eftir Ursulu von der Leyen, for­seta fram­kvæmda­stjórnar ESB, í umfjöll­un­inni að lík­legt sé að Rússar stöðvi gas­út­flutn­ing til Evr­ópu, að stjórn­völd í Kreml séu farin að beita orku­út­flutn­ingi sem vopni og kúgi þannig þjóðir Evr­ópu. „Þar af leið­andi, hvað sem af verð­ur, hvort flutn­ingur gass frá Rúss­landi verður tak­mark­aður að litlu eða öllu leyti, þá þarf Evr­ópa að vera til­bú­in,“ sagði von der Leyen um stöð­una.

Auglýsing

Frá því að Rússar réð­ust inn í Úkra­ínu í febr­úar á þessu ári hafa Rússar tak­markað afhend­ingu á gasi til fjölda landa sem neitað hafa að greiða fyrir gasið með rúblum, þar á meðal til Pól­lands, Hollands, Búlgar­íu, Dan­merkur og Finn­lands. Þá eru Rússar einnig sak­aðir um að skerða afhend­ingu gass til þess að gera Evr­ópu­þjóðum erf­ið­ara fyrir að koma sér upp gas­forða fyrir vet­ur­inn.

Vet­ur­inn gæti orðið kaldur á evr­ópskum heim­ilum

Líkt og áður segir gæti farið svo að 15 pró­senta skerð­ing á orku geti orðið lög­fest meðal sam­bands­ríkja ESB. Í umfjöllun New York Times segir að ef af því verður muni fram­kvæmda­stjórn ESB geta skikkað aðild­ar­ríki til þess að fylgja fast­mót­aðri áætlun um orku­notk­un.

Þar segir enn fremur að íbúar álf­unnar séu á báðum áttum í afstöðu sinni til þess hvort það sé þess virði að draga úr orku­notkun til stuðn­ings Úkra­ínu. Sumir séu til­búnir til að taka á sig meiri fórnir til þess að spyrna við Rússum á meðan aðrir segja að stríðið sé farið að hafa of mikil áhrif á dag­legt líf.

Í nýlegri könnun sem fram­kvæmd var í Þýska­landi sögðu 22 pró­sent aðspurðra vera fylgj­andi því að stjórn­völd drægu úr stuðn­ingi við Úkra­ínu til þess að koma í veg fyrir hækk­andi orku­verð. Aftur á móti voru 70 pró­sent fylgj­andi því að þýsk stjórn­völd héldu áfram að styðja dyggi­lega við bakið á Úkra­ínu þrátt fyrir örð­ug­leika í efna­hags­líf­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þeir skipta þúsundum, tannburstarnir í norska skóginum.
Tannburstarnir í skóginum
Jordan, tannburstaframleiðandinn þekkti, hefur auglýst eftir notuðum tannburstum sem áhugi er á að reyna að endurvinna. Í norskum skógi hafa fleiri þúsund tannburstar frá Jordan legið í áratugi og rifist er um hver beri ábyrgð á að tína þá upp.
Kjarninn 30. september 2022
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Síminn vill greiða hluthöfum 31,5 milljarða vegna sölunnar á Mílu – og svo sennilega meira
Franska fyrirtækið Ardian er búið að gera upp við Símann vegna kaupanna á Mílu. Síminn ætlar að leggja tillögu um að greiða hluthöfum 31,5 milljarða króna af söluandvirðinu fyrir hluthafafund í lok október.
Kjarninn 30. september 2022
Á fjórum stöðum streymir gas upp af leiðslunni í Eystrasalti.
„Um viljaverk var að ræða“
Götin á Nord Stream-gasleiðslunum er mjög stór og gríðarlegt magn metans streymir enn út í andrúmsloftið. Danir og Svíar ætla að gæta þess að á fundi öryggisráðs Sþ í kvöld verði fjallað um staðreyndir, „nefnilega þær að um viljaverk var að ræða“.
Kjarninn 30. september 2022
Fleiri íbúar landsbyggðarinnar en höfuðborgarsvæðisins telja sig hafa verið bitna af lúsmýi og mest er aukningin á Norðurlandi.
Lúsmýið virðist hafa náð fótfestu á Norðurlandi í sumar
Áttunda sumarið í röð herjaði lúsmýið á landann. Nærri þrefalt fleiri landsmenn telja sig hafa verið bitna af lúsmýi í sumar, tvöfalt fleiri en fyrir þremur árum. Mest var aukningin á Norðurlandi.
Kjarninn 30. september 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Deng Xiaoping - seinni hluti 邓小平 下半
Kjarninn 30. september 2022
Gatnamótin sem um ræðir eru við norðurenda stokksins og yrðu mislæg, en þó í plani við umhverfið í kring.
Borgin vill sjá útfærslu umfangsminni gatnamóta við mynni Sæbrautarstokks
Allt að sex akreinar verða á hluta Kleppsmýrarvegar samkvæmt einu tillögunni að nýjum mislægum gatnamótum við mynni Sæbrautarstokks sem lögð var fram í matsáætlun. Reykjavíkurborg vill að umfangsminni gatnamót verði skoðuð til samanburðar.
Kjarninn 30. september 2022
Gylfi Helgason
Staða menningarmála: Fornleifar
Kjarninn 30. september 2022
Vilhjálmur Árnason (t.v.) er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins er á meðal alls 22 meðflutningsmanna Vilhjálms.
Yfir tuttugu þingmenn vilja að Ísland verði leiðandi í rannsóknum á hugvíkkandi efnum
Stór hópur þingmanna úr öllum flokkum nema Vinstrihreyfingunni – grænu framboði vill sjá heilbrigðisráðherra skapa löglegan farveg fyrir rannsóknir á virka efninu í ofskynjunarsveppum hér á landi, þannig að Ísland verði „leiðandi“ í rannsóknum á efninu.
Kjarninn 30. september 2022
Meira úr sama flokkiErlent