Einn umdeildasti maður Bretlands sem reyndi að kaupa skuldir Baugs á slikk

Philip Green var líklega manna fegnastur þegar Brexit-niðurstaðan lá fyrir og sviðsljósið færðist af greiðslustöðvum BHS, fyrirtækis sem hann losaði sig við fyrir eitt pund. Green reyndi einu sinni að kaupa allar skuldir Baugs á brunaútsölu.

Philip Green þegar hann kom fyrir þingnefnd breska þingsins fyrir skemmstu.
Philip Green þegar hann kom fyrir þingnefnd breska þingsins fyrir skemmstu.
Auglýsing

Philip Green, einn rík­asti maður Bret­lands, hefur verið mikið í sviðs­ljós­inu þar í landi vegna greiðslu­stöðv­unar BHS, eða Brit­ish Home Store, versl­un­ar­keðju sem stofnuð var fyrir 88 árum síð­an. Hann hefur verið harð­lega gagn­rýndur fyrir hvernig hann hélt á þeim mál­um, grun­semdir eru uppi um að hann hafi með­vitað reynt að kom­ast hjá því að greiða áfallnar líf­eyr­is­skuld­bind­ingar starfs­manna BHS og fram­koma Green fyrir þing­nefnd þótti dóna­leg og yfir­læt­is­leg.

Þessi sami Philip Green hefði getað orðið fyr­ir­ferða­mik­ill maður í íslensku þjóð­lífi. Hann reyndi fyrir tæpum átta árum að kaupa allar skuldir Baugs Group og tengdra aðila, stærsta smá­sölu­veldis Íslands á þeim tíma, á brota­brot af virði þeirra. Sú áætlun hans tókst ekki.

Skulda 571 milljón pund í líf­eyr­is­greiðslur

BHS fór í greiðslu­stöðvun í apríl og í júní var tekin sú ákvörðun að vinda ofan af rekstri þess með því að loka versl­un­um, í ljósi þess að fyr­ir­hug­aðar björg­un­ar­að­gerðir tók­ust ekki. Nið­ur­staðan var mikið áfall fyrir ell­efu þús­und starfs­menn keðj­unn­ar, en hún rak alls 164 versl­anir víðs vegar um Bret­land.

Auglýsing

Skuldir BHS námu 1,3 millj­örðum punda þegar fyr­ir­tækið fór í greiðslu­stöðv­un. Tæpur helm­ingur þeirrar upp­hæð­ar, 571 milljón pund, var vegna líf­eyr­is­skuld­bind­inga starfs­manna BHS. Nær úti­lokað er talið að sala eigna muni ná að standa undir nema brota­broti af end­ur­greiðslu skulda og líf­eyr­is­skuld­bind­inga. Við blasa því miklar afskriftir kröfu­hafa og skertar líf­eyr­is­greiðslur til núver­andi og fyrr­ver­andi starfs­manna BHS.

Dominic Chappell er fyrrum kappakstursökumaður sem hefur farið þrisvar í gjaldþrot. Hann fékk að kaupa BHS á  eitt pund. Ári síðar var fyrirtækið farið í þrot.Það sem vakti einna mesta athygli varð­andi greiðslu­stöðvun BHS var að rúmu ári áður en hún  skall á hafði fyr­ir­tækið verið selt til fyrrum kappakst­ursöku­manns­ins Dom­inic Chapp­ell á eitt pund. Gold­man Sachs fjár­fest­inga­bank­inn var milli­liður í kaup­unum fyrir hönd selj­and­ans, Philip Green. Hann hafði keypt BHS árið 2000 og afskráð það af mark­aði. Ein ástæða þess að salan vakti mikla athygi var sú að Dom­inic Chapp­ell þótti ekki merki­legur pappír í fjár­fest­ing­ar­heim­inum og þar af leið­andi ekki lík­legur til að snúa við slöku gengi BHS. Hann hafði orðið gjald­þrota þrisvar og hafði aldrei komið að neins konar rekstri sem hafði gengið vel. Því voru grun­semdir uppi um að eitt­hvað annað hafi ráðið því að BHS hafi verið selt á þessum tíma, í mars 2015.

Á síð­ustu vikum hefur sá grunur fyrst og síð­ast snú­ist um að Green hafi verið að reyna að koma sér undan því að greiða líf­eyr­is­skuld­bind­ingar um 20 þús­und núver­andi og fyrr­ver­andi starfs­manna BHS. Þessar grund­semdir fengu vængi þegar punktar af fundi Green með Chris Mart­in, for­manni stjórnar sjóðs­ins sem hélt utan um líf­eyr­is­skuld­bind­ingar starfs­manna BHS, snemma árs 2015. Í punkt­unum kemur fram að helsta ástæða þess að Green vildi losna væri sú að áætlun um að laga stöðu líf­eyr­is­mála starfs­manna fyr­ir­tæk­is­ins væri of dýr. Green hafði þá eytt mörgum mán­uðum í að reyna að semja um hvernig hann gæti mögu­lega mætt þeim halla sem skap­ast hafði vegna van­fjár­magn­aðra líf­eyr­is­skuld­bind­inga.

Býr í Mónakó

Green var kall­aður fyrir þing­nefnd breska þings­ins vegna máls­ins þar sem þing­menn spurðu hann erf­iðra spurn­inga. Sam­kvæmt frá­sögn breskra fjöl­miðla af nefnd­ar­fund­inum sýndi Green ítrekað af sér hroka og yfir­læti í til­svörum sín­um. Hann greip ítrekað frammí fyrir þing­nefnd­ar­mönnum og sýndi óánægju sína með spurn­ingar þeirra á köflum mjög skýrt.

Á meðal þess sem Green hefur verið gagn­rýndur fyr­ir, utan þess að hafa selt manni sem virð­ist ekki hafa haft neina burði né bol­magn til að reka risa­stóra versl­un­ar­keðju, er að hann tók um 400 millj­ónir punda í arð út úr BHS á þeim tíma sem hann átti fyr­ir­tæk­ið. Green hefur á móti sagt að hann hafi sett enn hærri upp­hæð inn í fyr­ir­tækið í formi nýs hluta­fjár og lána frá Arcadia Group, smá­sölurisa sem rekur meðal ann­ars versl­anir undir merkjum Dorothy Perk­ins, Miss Sel­fridge, Evans, Burton, Wallis og Topm­an. Arcadia Group er í eigu félags sem skráð er á skatta­skjóls­eyj­unni Jers­ey. Eig­andi þess er skráð Tina Green, eig­in­kona Philip Green. Hjónin búa þó ekki á Jersey, heldur í Móna­kó, þar sem þau þurfa ekki að greiða neina skatta.

Sögðu Baugs­málið hafa hindrað yfir­töku

Það var í gegnum yfir­tök­una á Arcadia Group sem Philip Green skaut fyrst upp koll­inum í íslenskri umræðu. Árið 2002, þegar Green keypti Arcadia Group á 850 milljón pund, þá átti Baugur Group, fjár­fest­inga­fé­lag Jóns Ásgeirs Jóhann­es­sonar og fjöl­skyldu, 20 pró­sent hlut í fyr­ir­tæk­inu og hafði ætlað sér að ná fullum yfir­ráðum yfir því. Á end­anum tókst Baugi Group ekki að fjár­magna yfir­tök­una og Green keypti þess í stað nær allt hlutafé í Arcadia. Stjórn­endur Baugs Group sögðu það þó ekki hafa verið ástæð­una. 

Jón Ásgeir Jóhannesson og félag hans Baugur Group reyndu að kaupa Arcadia árið 2002. Sex árum síðar reyndi Philip Green að kaupa skuldir Baugs Group. Sama dag og þeir lögðu fram til­boð sitt í Arcadia hafi rík­is­lög­reglu­stjóri gert hús­leit í höf­uð­stöðvum Baugs á Íslandi í aðgerð sem mark­aði upp­haf Baugs­máls­ins svo­kall­aða. Jón Ásgeir hélt því ítrekað fram að hús­leitin hefði spillt kaup­unum og tveimur dögum eftir hana lýsti stjórn Arcadia því yfir að hún tæki ekki til íhug­unar neinn samn­ing sem gengi út á að selja til Baugs Group. Í við­tali við Morg­un­blaðið sagði Jón Ásgeir um Green og Arcadi­a-við­skipt­in: „Green veit hver lét hann fá lyk­il­inn að Arcadia og hann mun meta það. Við komum með hug­mynd­ina inn á borð til hans og allar upp­lýs­ingar á sínum tíma."

Mætti eftir hrunið og hót­aði að beita for­seta Íslands

Helg­ina eftir setn­ingu neyð­ar­lag­anna í októ­ber 2008 lenti einka­flug­vél á Reykja­vík­ur­flug­velli. Um borð var áður­nefndur Philip Green. Hann var kom­inn til lands­ins í einum til­gangi: Að kaupa skuldir Baugs Group á mjög lágu verði.

Í bók­inni Ísland ehf. - auð­menn og áhrif eftir hrun sem kom út 2013, er greint frá því að með þann vilja fyrir augum mætti Green á Kirkju­sand í höf­uð­stöðvar Glitn­is, sem þá hafði verið tek­inn yfir af skila­nefnd. Með honum í för voru Jón Ásgeir og eig­in­kona hans og við­skipta­fé­lagi, Ingi­björg Stef­anía Pálma­dótt­ir. Jón Ásgeir og fjöl­skylda hans voru á þessum tíma aðal­eig­endur Baugs.

Green tókst að fá fund með umsjón­ar­mönnum þrota­bús­ins. Ingi­björg fór með honum inn á fund­inn en Jón Ásgeir, sem hafði þar til skömmu áður verið stærsti eig­andi Glitn­is, bæði beint og óbeint, beið frammi á með­an. Það var ekki talið styrkja stöðu Green að hafa Jón Ásgeir með, enda hafði hann verið útmál­aður í opin­berri fjöl­miðla­um­ræðu sem einn þeirra sem settu Ísland á haus­inn.

Á fund­inum lagði Green fram til­boð um að kaupa allar skuldir Baugs og tengdra aðila við bank­ann á um fimm pró­sent af virði þeirra. Þegar til­boðið fékk litlar und­ir­tektir lét hann öllum illum látum og hót­aði að allir sem væru inni í her­berg­inu yrðu rekn­ir. Hann gæti látið það ger­ast. Hann hót­aði einnig að tala við for­seta Íslands, Ólaf Ragnar Gríms­son, ef til­boðið yrði ekki skoðað bet­ur. Hvað for­set­inn átti að gera kom ekki fram.

Green var á mik­illi hrað­ferð, enda beið einka­þotan eftir honum á vell­in­um. Hann átt enn eftir að hitta aðra banka í sömu erinda­gjörð­um, auk þess sem hann átti bók­aðan fund með Björg­vini G. Sig­urðs­syni, þáver­andi við­skipta­ráð­herra. Þess vegna gilti til­boð hans ein­ungis í nokkrar mín­út­ur.

Fund­ar­höld­in, ferðin og öll lætin voru þó til einskis. Green flaug af landi brott tóm­hentur og án þess að for­set­inn hlut­að­ist til um mál­ið. Bank­arnir voru ekki til við­ræðu um að selja skuld­irnar frá sér. Sá hluti þeirra sem Green hafði mestan áhuga á voru þær skuldir sem Baugur og tengdir aðilar höfðu stofnað til við að kaupa erlend fyr­ir­tæki, mest megnis versl­ana­keðjur í Bret­landi. Fyrir utan þær hafði Baugs-­sam­steypan einnig skuld­sett sig mikið vegna inn­lendra fjár­fest­inga.

Þess í stað fór Baugur Group í gjald­þrot á árinu 2009. Gert er ráð fyrir að sjö millj­arðar króna fáist upp í alls 240 millj­arða króna kröfur á það.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiErlent
None