vi-seljalandsfoss_14357076178_o.jpg
Auglýsing

1. Árið 1950 komu 4.400 ferða­menn til Íslands. Árið 1960 voru þeir 12.800, árið 1970 voru þeir 60.000 og tíu árum síð­ar, 1980 var fjöld­inn 65.000, en þeim hafði þá fækkað um 14 pró­sent frá árinu áður. Fjöldi ferða­manna meira en tvö­fald­að­ist á milli næstu tíu ára, sam­kvæmt tölum Ferða­mála­stofu, en árið 1990 komu yfir 140.000 ferða­menn til lands­ins. Og þannig varð þró­un­in. Árið 2000 komu yfir 300.000 ferða­menn, árið 2010 voru þeir tæp­lega 500.000 og fimm árum síð­ar, 2015, kom ein milljón og 300.000 manns til að ferð­ast um Ísland.  

2. Hver erlendur ferða­maður eyðir að með­al­tali 160.000 krónum á dvöl sinni á Íslandi. Á síð­asta ári nam eyðsla allra ferða­manna hér um 210 millj­örðum króna. Til sam­an­burðar nam eyðslan tæpum 70 millj­örðum árið 2010 og hefur hún því þre­fald­ast á fimm árum. Erlend korta­velta jókst um 72 pró­sent á milli áranna 2012 og 2015. 

3. Alls var 1.831 gisti­staður með leyfi frá sýslu­manni árið 2015 og þar af voru 480 með veit­inga­leyfi. Flest voru leyfin fyrir gisti­stöðum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og á Norð­ur­landi, eða 465 á hvoru svæði. 303 gisti­staðir voru á Vest­ur­landi og Vest­fjörð­um, 318 á Suð­ur­landi, 205 á Aust­ur­landi og 75 á Suð­ur­nesjum, sam­kvæmt tölum Ferða­mála­stofu. 

Auglýsing

Fjöldi íbúða og her­bergja á vef Air­bn­b.com á Íslandi tvö­fald­að­ist á milli áranna 2014 og 2015. Í jan­úar síð­ast­liðnum voru 3.903 aug­lýs­ingar fyrir íslensk gist­i­­rými og gera má fast­lega ráð fyrir að þau séu komin yfir 4.000 í dag. Fjöld­inn jókst um 124 pró­­sent á milli ára, en í jan­úar 2015 voru rúm­­lega 1.700 aug­lýs­ingar á Air­Bn­B. Fjöldi hót­el­her­bergja hefur ekki auk­ist jafn hratt og Air­BnB, þó að það rísi hér nú hótel nán­ast mán­að­ar­lega. Í fyrra opn­aði til dæmis stærsta hótel lands­ins, Foss­hótel í Þór­unn­­ar­­túni, með 320 her­bergi. Hilton Canopy Hotel hefur opnað í gamla Hjarta­garð­inum með 142 her­bergi. Fleiri stórar hót­­el­­bygg­ingar eru áætl­­að­­ar. Á reitnum vestan við Hörpu á til dæmis að byggja 250 her­bergja Marriot-hótel sem á að opna árið 2019.

4. Velta í virð­is­auka­­skyldri starf­­semi hefur auk­ist um 272 millj­­arða króna á síð­­­ustu tólf mán­uð­­um. Frá byrjun maí til apr­íll­oka 2015 til 2016 var hún tæpir fjórir millj­arðar króna. Ferða­þjón­usta og breyt­ingar á lögum um virð­is­auka­skatt eru meg­in­á­stæður aukn­ing­ar­inn­ar. Virð­is­auka­skatt­­skyld velta í rekstri gist­i­­staða og veit­inga­­rekstri jókst um 23 pró­­sent á milli ára, í flokknum sem far­þega­­flutn­ingar heyra undir jókst veltan um 17 pró­­sent og í flokknum sem þjón­usta ferða­­skrif­­stofa heyrir undir jókst hún um 39 pró­­sent. Fjöldi ferða­manna hefur líka marg­fald­ast. Auknar tekjur rík­­is­ins vegna þessa hlaupa á tugum millj­­arða.

5. Heild­ar­fjöldi gistin­átta hefur meira en tvö­fald­ast á síð­ustu fimm árum. Árið 2010 var fjöldi gistin­átta hjá útlend­ingum 2.144 en 2015 var hann kom­inn upp í 5.606. Fjöldi gistin­átta meðal Íslend­inga hefur að sama skapi aukist, en þó ekki eins mik­ið. Þær voru 855 árið 2010 og í fyrra voru þær 931, sem er fækkun frá árinu 2014 þegar þær voru 1.085. Rúmur helm­ingur gistinótta árið 2015 voru að sum­ar­lagi, fjórð­ungur að vori eða hausti og tæpur fjórð­ungur að vetri til. 

6. Þotur á vegum 18 erlendra flug­fé­laga flugu reglu­lega til og frá land­inu í júní. Þrátt fyrir það stóðu íslensku flug­fé­lögin WOW Air og Icelandair undir nærri átta af hverjum tíu ferð­um, er fram kemur á vef Túrista

7. Síð­asta haust voru skráðir bíla­leigu­bílar á land­inu í kring um 18.000 og hafði fjöld­inn fimm­fald­ast á síð­ustu tíu árum. Árið 2005 voru tæp­lega 3.900 bíla­leigu­bílar skráðir á land­inu. Erlendir ferða­menn greiddu 1,1 millj­arð í bíla­leigur og bensín í apríl 2014. 

8. Um 97 pró­sent erlendra ferða­manna koma hingað til lands í gegn um Leifs­stöð. Hin þrjú pró­sentin koma hingað í gegn um aðra flug­velli eða með skip­um, til dæmis Nor­rænu. Í fyrra fóru tæp­lega 1,3 milljón erlendra ferða­manna í gegn um Leifs­stöð. 

9. Sam­kvæmt tölum Ferða­mála­stofu eru lang­flestir annað hvort Bretar eða Banda­ríkja­menn. Fleiri Bretar koma hingað í jan­úar og Banda­ríkja­menn um sum­ar­ið. Ferða­mála­stofa heldur utan um 17 þjóð­erni ferða­manna og eru þau flokkuð eftir fjölda. Banda­ríkja­menn eru í fyrsta sæti, svo Bret­ar, Danir eru í þriðja sæti, svo eru það Finn­ar, Frakk­ar, Hol­lend­ing­ar, Ítal­ir, Jap­an­ir, Kana­da­bú­ar, Kín­verjar, Norð­menn, Spán­verjar, Sviss­lend­ingar og Þjóð­verj­ar. Önnur þjóð­erni eru flokkuð undir „Ann­að“ og er það langstærsti flokk­ur­inn, með um 30 pró­senta hlut­deild. 

10. 85 pró­sent Íslend­inga ferð­uð­ust inn­an­lands í fyrra og voru júlí og ágúst langstærstu ferða­mán­uð­irn­ir. Rúm­lega 70 pró­sent fóru til útlanda á árinu. Þetta eru nið­ur­stöður könn­unar sem Ferða­mála­stofa lét gera í byrjun þessa árs. Þar kom einnig fram að 90 pró­sent aðspurðra höfðu áform um ferða­lög í ár, 2016. Helm­ingur ætl­aði í sum­ar­bú­staða­ferð inn­an­lands og um 42 pró­sent í borg­ar­ferð erlend­is. Tæp 30 pró­sent ætl­uðu í sól­ar­landa­ferð. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Freyr Eyjólfsson
Neysla og úrgangur eykst á heimsvísu – Ákall um nýjar, grænar lausnir
Kjarninn 20. febrúar 2020
Ísold Uggadóttir og Auður Jónsdóttir
Himinhrópandi mistök í máli Maní
Kjarninn 20. febrúar 2020
Haraldur Johanessen var enn ríkislögreglustjóri þegar samkomulagið var gert. Hann lét af störfum skömmu síðar
Samkomulag ríkislögreglustjóra hækkaði laun yfirmanna um 48 prósent
Þeir yfirmenn hjá ríkislögreglustjóra sem skrifuðu undir samkomulag við embættið í fyrra hækkuðu samtals grunnlaun sín um 314 þúsund krónur á mánuði og sameiginlegar lífeyrisgreiðslur um 309 milljónir.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Samninganefnd starfsgreinasambandsins.
Starfsgreinasambandið nær samkomulagi við ríkið um nýjan kjarasamning
Starfsgreinasambandið og ríkið náðu í gær saman um útlínur á nýjum kjarasamningi á fundi hjá ríkissáttarsemjara.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling fordæmir Dag fyrir að vilja ekki eiga samtal við sig
Efling segir borgarstjórann í Reykjavík tala niður kjara- og réttlætisbaráttu félagsins. Framsetning hans á tilboðum Reykjavíkurborgar um launahækkanir til félagsmanna Eflingar sé í þeim „tilgangi að fegra mögur tilboð borgarinnar.“
Kjarninn 20. febrúar 2020
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Verkföll hjá BSRB hefjast að óbreyttu í byrjun mars
Verkföllin munu hafa mikil áhrif á almannaþjónustuna enda munu þau ná til starfsfólks í heilbrigðisþjónustunni, þar með talið á Landspítalanum, og í skólum, leikskólum og á frístundaheimilum.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Hillur verslana eru í dag fullar af fersku brauði.
Uppþot vegna brauðsins stormur í vatnsglasi
„Hvenær verður næst brauð viðvörun?“ „Brauð er búið í borginni, líka hvíta brauðið. Fólk ætlar greinilega að leyfa sér þessar síðustu klukkustundir á jörðu.“ Þeir voru margir brandararnir sem fuku í sprengilægðinni í síðustu viku.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Traust almennings á dómstólum
Auður Jónsdóttir rithöfundur hitti gamalreyndan lögmann, Ragnar Aðalsteinsson, til að ræða hið svokallaða Landsréttarmál en það vekur upp áleitnar spurningar.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Meira eftir höfundinnSunna Valgerðardóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None