Er Deutsche Bank hættulegasti banki veraldar?

Áhyggjur af slæmri stöðu evrópskra banka magnast nú með hverjum deginum. Þar beinast spjótin ekki síst að Deutsche Bank.

Deutsche Bank
Auglýsing

Það sem af er ári hefur gengi hluta­bréfa í þýska bank­an­um Deutsche Bank, fallið um tæp­lega 60 pró­sent. Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn og ­Seðla­banki Banda­ríkj­anna hafa sagt að bank­inn sé í „áhættu­samri“ stöðu, og hafa ­meðal ann­ars vitnað til þess að bank­inn hafi ekki stað­ist strangt próf ­banda­ríska yfir­valda um fjár­hags­legan styrk banka. Tveir af 33 stórum bönkum í Banda­ríkj­un­um, stóð­ust ekki próf yfir­valda, og var Deutsche Bank í Banda­ríkj­unum annar þeirra.

Heild­ar­staðan erfið

En það eru ekki aðeins ein­staka starfs­stöðvar bank­ans sem ­valda áhyggjum heldur er það heild­ar­efna­hags­staða bank­ans. Í pistli sem Simon Jack, rit­stjóri efna­hags­frétta hjá breska rík­is­út­varp­inu BBC, skrif­aði á vef BBC 6. júlí síð­ast­lið­inn, þá er Deutsche Bank með ein­kenni­legan verð­miða í augna­blik­inu. Í síð­ustu viku var heild­ar­virði bank­ans 20 millj­arðar evra (Evran = 136 ISK), sem er innan við þriðj­ungur af bók­færðu hans. Fjár­festar virð­ast því hafa afar litla ­trú á því í augna­blik­inu, að bank­inn geti haldið áfram rekstri nema með veru­legri ­upp­stokkun eða breyt­ing­um, þar sem eigna­hlið bank­ans þykir óstöðug og að lít­ið þurfi til þess að þurrka út allt eigið fé bank­ans.

Aðal­grein­and­inn opin­berar áhyggjur

Í við­tali við Welt am Sonntag í gær segir David Fol­kerts-Landau, aðal­hag­fræð­ingur Deutsche Bank, að ­evr­ópska banka vanti í það minnsta 150 millj­arða evra, til að end­ur­fjár­magna skuldir og rétta af slæma stöðu. Hann tal­aði ekki sér­tækt um Deutsche Bank en í ljósi þess að bank­inn hefur ára­tugum saman verið hryggjar­stykki í evr­ópska ­banka­kerf­inu, þá er óhjá­kvæmi­legt að spjótin bein­ist að hon­um. Upp­hæðin sem hann nefnir er líka há, eða sem nemur marg­földu mark­aðsvirði bank­ans miðað við ­stöðu mála í síð­ustu viku. „Ég sé fram á langa, hæga og djúp­stæða ­nið­ur­sveiflu,“ sagði Fol­kerts-Landau í við­tal­inu. Hann sagði efna­hags­lega stöð­u ­Evr­ópu vera veika. Ekki væru komnar upp sömu aðstæður og í aðdrag­anda hremm­ing­ana 2007 og 2008, en til lengri tíma litið þá benti fátt til ann­ars en erf­ið­leika í Evr­ópu. En hann ítrek­aði að taf­ar­lausra aðgerða væri þörf, til að bæta slæmt ástand í evr­ópska banka­kerf­inu.

AuglýsingDeutsche Bank og Ís­land

Óhætt er að segja að þýski risa­bank­inn hafi verið með mikla teng­ingu við Íslands og íslenska fjár­festa fyrir hrunið hér landi, í októ­ber 2008. Þá hefur bank­inn oft ver­ið nærri ýmsum málum sem tengj­ast kröfu­höf­unum eftir hrun­ið.

Eftir hrunið hefur bank­inn ver­ið ­með putt­ana í ýmsum stærstu hags­muna­málum hag­kerf­is­ins og aug­ljós­lega verið að ­gæta hags­muna sinna. Þar má nefna ýmis atriði til sög­unn­ar.

Bank­inn bauðst til að taka yfir Ices­a­ve-skuld­ina, og eignir á móti, þegar deilur um inn­stæð­urnar stóðu sem hæst milli íslenskra stjórn­valda, ­þrota­bús Lands­bank­ans og yfir­valda í Hollandi og Bret­landi.

Þá hefur bank­inn komið að skulda­bréfa­út­gáfu fyr­ir­ ­ís­lensk fyr­ir­tæki í tölu­vert miklu mæli eftir hrun­ið, meðal ann­ars sem milli­göngu­að­ili fyrir Lands­virkjun árið 2010, þegar flest sund voruð lok­uð er­lendis fyrir íslensk fyr­ir­tæki. Sam­tals var útgáfan upp á 180 millj­ónir evra í það skipt­ið, eða tæp­lega 30 millj­arða króna. Hún var mik­il­væg fyr­ir­ Lands­virkjun og eig­and­ann íslenska rík­ið, þó vext­irnir hafa sögu­lega ver­ið ó­hag­stæð­ir.

Deutsche Bank fékk einnig greidda 35 millj­arða frá Peru, dótt­ur­fé­lagi Lýs­ing­ar, innan úr hafta­hag­kerf­inu í mars 2012 en Pera var veð­sett bank­anum til­ ­trygg­ingar fyrir lán­veit­ingum til Lýs­ing­ar­sam­stæð­unnar á þessum tíma.

Stærsta ein­staka skuld­bind­ing Deutsche Bank gagn­vart Ís­landi fyrir hrunið var ríf­lega fjög­urra millj­arða evra lán sem bank­inn beitt ­Björgólfi Thor Björg­ólfs­syni, til að yfir­taka Act­a­v­is. Eftir hrunið var bank­inn svo stærsti kröfu­haf­inn í end­ur­skipu­lagn­ingu á öllu eigna­safni Björg­ólfs Thor­s, en með sam­ein­ingu við önnur lyfja­fyr­ir­tæki, og mikla end­ur­skipu­lagn­ingu í rekstri, hefur bank­inn fengið þessa skuld til baka.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kjarninn 17. janúar 2022
Það að skipa stjórn yfir Landspítala var á meðal mála sem stjórnarflokkarnir náðu saman um í nýjum stjórnarsáttmála.
Sjö manna stjórn yfir Landspítala verði skipuð til tveggja ára í senn
Skipunartími stjórnarmanna í nýrri stjórn Landspítala verður einungis tvö ár, samkvæmt nýjum frumvarpsdrögum. Talið er mikilvægt að hægt verði að skipa ört í stjórnina fólk sem hefur sérþekkingu á þeim verkefnum sem Landspítali tekst á við hverju sinni.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None