Er Deutsche Bank hættulegasti banki veraldar?

Áhyggjur af slæmri stöðu evrópskra banka magnast nú með hverjum deginum. Þar beinast spjótin ekki síst að Deutsche Bank.

Deutsche Bank
Auglýsing

Það sem af er ári hefur gengi hluta­bréfa í þýska bank­an­um Deutsche Bank, fallið um tæp­lega 60 pró­sent. Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn og ­Seðla­banki Banda­ríkj­anna hafa sagt að bank­inn sé í „áhættu­samri“ stöðu, og hafa ­meðal ann­ars vitnað til þess að bank­inn hafi ekki stað­ist strangt próf ­banda­ríska yfir­valda um fjár­hags­legan styrk banka. Tveir af 33 stórum bönkum í Banda­ríkj­un­um, stóð­ust ekki próf yfir­valda, og var Deutsche Bank í Banda­ríkj­unum annar þeirra.

Heild­ar­staðan erfið

En það eru ekki aðeins ein­staka starfs­stöðvar bank­ans sem ­valda áhyggjum heldur er það heild­ar­efna­hags­staða bank­ans. Í pistli sem Simon Jack, rit­stjóri efna­hags­frétta hjá breska rík­is­út­varp­inu BBC, skrif­aði á vef BBC 6. júlí síð­ast­lið­inn, þá er Deutsche Bank með ein­kenni­legan verð­miða í augna­blik­inu. Í síð­ustu viku var heild­ar­virði bank­ans 20 millj­arðar evra (Evran = 136 ISK), sem er innan við þriðj­ungur af bók­færðu hans. Fjár­festar virð­ast því hafa afar litla ­trú á því í augna­blik­inu, að bank­inn geti haldið áfram rekstri nema með veru­legri ­upp­stokkun eða breyt­ing­um, þar sem eigna­hlið bank­ans þykir óstöðug og að lít­ið þurfi til þess að þurrka út allt eigið fé bank­ans.

Aðal­grein­and­inn opin­berar áhyggjur

Í við­tali við Welt am Sonntag í gær segir David Fol­kerts-Landau, aðal­hag­fræð­ingur Deutsche Bank, að ­evr­ópska banka vanti í það minnsta 150 millj­arða evra, til að end­ur­fjár­magna skuldir og rétta af slæma stöðu. Hann tal­aði ekki sér­tækt um Deutsche Bank en í ljósi þess að bank­inn hefur ára­tugum saman verið hryggjar­stykki í evr­ópska ­banka­kerf­inu, þá er óhjá­kvæmi­legt að spjótin bein­ist að hon­um. Upp­hæðin sem hann nefnir er líka há, eða sem nemur marg­földu mark­aðsvirði bank­ans miðað við ­stöðu mála í síð­ustu viku. „Ég sé fram á langa, hæga og djúp­stæða ­nið­ur­sveiflu,“ sagði Fol­kerts-Landau í við­tal­inu. Hann sagði efna­hags­lega stöð­u ­Evr­ópu vera veika. Ekki væru komnar upp sömu aðstæður og í aðdrag­anda hremm­ing­ana 2007 og 2008, en til lengri tíma litið þá benti fátt til ann­ars en erf­ið­leika í Evr­ópu. En hann ítrek­aði að taf­ar­lausra aðgerða væri þörf, til að bæta slæmt ástand í evr­ópska banka­kerf­inu.

AuglýsingDeutsche Bank og Ís­land

Óhætt er að segja að þýski risa­bank­inn hafi verið með mikla teng­ingu við Íslands og íslenska fjár­festa fyrir hrunið hér landi, í októ­ber 2008. Þá hefur bank­inn oft ver­ið nærri ýmsum málum sem tengj­ast kröfu­höf­unum eftir hrun­ið.

Eftir hrunið hefur bank­inn ver­ið ­með putt­ana í ýmsum stærstu hags­muna­málum hag­kerf­is­ins og aug­ljós­lega verið að ­gæta hags­muna sinna. Þar má nefna ýmis atriði til sög­unn­ar.

Bank­inn bauðst til að taka yfir Ices­a­ve-skuld­ina, og eignir á móti, þegar deilur um inn­stæð­urnar stóðu sem hæst milli íslenskra stjórn­valda, ­þrota­bús Lands­bank­ans og yfir­valda í Hollandi og Bret­landi.

Þá hefur bank­inn komið að skulda­bréfa­út­gáfu fyr­ir­ ­ís­lensk fyr­ir­tæki í tölu­vert miklu mæli eftir hrun­ið, meðal ann­ars sem milli­göngu­að­ili fyrir Lands­virkjun árið 2010, þegar flest sund voruð lok­uð er­lendis fyrir íslensk fyr­ir­tæki. Sam­tals var útgáfan upp á 180 millj­ónir evra í það skipt­ið, eða tæp­lega 30 millj­arða króna. Hún var mik­il­væg fyr­ir­ Lands­virkjun og eig­and­ann íslenska rík­ið, þó vext­irnir hafa sögu­lega ver­ið ó­hag­stæð­ir.

Deutsche Bank fékk einnig greidda 35 millj­arða frá Peru, dótt­ur­fé­lagi Lýs­ing­ar, innan úr hafta­hag­kerf­inu í mars 2012 en Pera var veð­sett bank­anum til­ ­trygg­ingar fyrir lán­veit­ingum til Lýs­ing­ar­sam­stæð­unnar á þessum tíma.

Stærsta ein­staka skuld­bind­ing Deutsche Bank gagn­vart Ís­landi fyrir hrunið var ríf­lega fjög­urra millj­arða evra lán sem bank­inn beitt ­Björgólfi Thor Björg­ólfs­syni, til að yfir­taka Act­a­v­is. Eftir hrunið var bank­inn svo stærsti kröfu­haf­inn í end­ur­skipu­lagn­ingu á öllu eigna­safni Björg­ólfs Thor­s, en með sam­ein­ingu við önnur lyfja­fyr­ir­tæki, og mikla end­ur­skipu­lagn­ingu í rekstri, hefur bank­inn fengið þessa skuld til baka.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None