„Neyðarbrautinni“ svokölluðu hefur verið lokað í takti við dóm Hæstaréttar sem féll á dögunum. Reykjavík hefur þegar hafið uppbyggingu íbúðahverfis við nyrðri enda brautarinnar.
Mynd: Birgir Þór
#stjórnsýsla #loftslagsmál

Grænar áherslur skyldaðar í rekstri Reykjavíkur í árslok

Ný loftslagsstefna Reykjavíkurborgar hveður á um að borgin verði kolefnahlutlaus árið 2040. Grænar áherslur eiga að ríkja í öllum rekstri borgarinnar og hefst það átak í ár.

lofts­lags­stefna Reykja­vík­ur­borgar hefur verið sam­þykkt í borg­ar­ráði Reykja­vík­ur­borg­ar. Stefnt er að því að borgin verði kolefna­hlut­laus fyrir árið 2040 og að grænar áherslur ráði för í allri ákvörð­un­ar­töku borg­ar­inn­ar. Reykja­vík er fyrsta opin­bera sam­fé­lagið á Íslandi til að lýsa yfir slíkum mark­mið­um. Loft­lags­á­ætl­unin verður svo end­ur­skoðuð á fimm ára fresti í takti við Par­ís­ar­sátt­mál­ann sem Ísland hefur und­ir­rit­að. 

Björn Blön­dal, for­maður Borg­ar­ráðs, segir að um stefn­una sé sátt í öllum flokk­um. Einn fyr­ir­vari hefur þó verið gerður við stefn­una í borg­ar­ráði; Sjálf­stæð­is­menn áskilja sér rétt til að fylgja eftir sér­stökum áherslum sem ekki eru nefndar í stefn­unni og lúta að sam­göngu­mál­um, mengun og flæði umferð­ar.

Til að vega upp á móti þeirri losun sem óhjá­kvæmi­lega verður til á vegum borg­ar­innar og íbúa hennar verður mögu­leg kolefn­is­bind­ing með skóg­rækt og end­ur­heimt vot­lendis innan borg­ar­markanna kort­lögð.

Dagur B. Egg­erts­son hefur sagt í sam­tali við Kjarn­ann að þétt­ing byggðar telj­ist til helm­ings þeirra aðgerða sem borgin getur gripið til í lofts­lags­mál­um. „Ef við fylgjum ekki þétt­ingu byggðar eft­ir, þá munum við ekki ná þeim árangri sem við þurfum í [lofts­lags­mál­u­m],“ sagði Dagur í sam­tali við hlað­varps­þátt­inn Þukl 2. des­em­ber síð­ast­lið­inn. Hann sagð­ist einnig vona að borg og ríki gætu unnið vel saman í lofts­lags­mál­un­um. „Þar þurfa allir að vinna sam­an,“ segir hann.

Íslenska ríkið miðar við að minnka nettólosun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda um 50 til 75 pró­sent árið 2050 miðað við árið 1990. Sú stefnu­mörkun var sett árið 2007 og gildir enn, en víst er að þegar ný stefnu­mótun verður kláruð í kjöl­far inn­leið­ingar Par­ís­ar­sátt­mál­ans. Sig­rún Magn­ús­dóttir umhverf­is­ráð­herra hygg­ist mæla fyrir þings­á­lykt­un­ar­til­lögu í upp­hafi þings í ágúst um sátt­mál­ann og full­gild­ingu þeirra skuld­bind­inga sem Ísland mun gang­ast við. Enn á eftir að semja við Evr­ópu­sam­bandið um „sann­gjarna hlut­deild“ Íslands í sam­eig­in­legu lofts­lags­mark­miði Íslands og ESB.

„Borgin skiptir miklu máli þegar kemur að því að hafa frum­kvæði í aðgerðum til að sporna gegn lofts­lags­breyt­ing­um,“ skrifar Björn Blön­dal í tölvu­pósti til Kjarn­ans. „Borgir um allan heim hafa í raun farið fram úr rík­is­valdi í lofts­lags­mál­um. Þar skiptir miklu að hafa frum­kvæði að því að vekja almenn­ing til vit­undar um breytt neyslu­mynst­ur.“

„Borgir um allan heim hafa í raun farið fram úr ríkisvaldi í loftslagsmálum. Þar skiptir miklu að hafa frumkvæði að því að vekja almenning til vitundar um breytt neyslumynstur.“

Sam­kvæmt lofts­lags­stefn­unni hygg­ist borgin ætla að virkja borg­ar­búa til að lifa með lofts­lagsvænni hætti. Til þess verður opnað vef­svæði þar sem almenn­ingi gefst kostur á að kynna sér leiðir til að minnka úrgang frá heim­ilum og stunda vist­vænni lifn­að­ar­hætti. Um leið ætlar borgin að fjölga grend­ar­gámum og stuðla að frek­ari flokkun úrgangs.

Björn segir mik­il­vægt að sveit­ar­fé­lögin standi öll saman að þessum mark­miðum og hjálpi íbúum að lifa á vist­vænni hátt. Rík­is­valdið verði einnig að ganga í takt við þró­un­ina, „þó ekki sé með öðru en að lög og reglur styðji við aðgerðir til að sporna gegn lofts­lags­breyt­ingum frekar en að hindra þær,“ skrifar Björn og áréttar að borgin hafi átt í góðu sam­starfi við ríkið í aðdrag­anda lofts­lags­ráð­stefn­unnar í Par­ís.

Grænt í for­gang

Lofts­lags­stefna Reykja­vík­ur­borgar er í tveimur hlut­um. Annar hlut­inn fjallar um mark­mið í rekstri borg­ar­inn­ar. Í meg­in­at­riðum er mark­miðið að vera kolefn­is­hlut­laust fyrir árið 2040 og að allar ákvarð­anir í rekstri borg­ar­innar verði byggðar á grænum áhersl­um; um það verði ekk­ert val. Öll svið borg­ar­innar og starf­staðir hennar eiga að taka þátt í grænum skref­um, sér­stöku lofts­lags­verk­efni stjórn­sýsl­unnar í borg­inni, eigi síðar en í árs­lok 2016.

Eitt lyk­il­at­rið­anna í aðgerðum gegn lofts­lags­breyt­ingum er að auka mæl­ingar á þeim þáttum sem tengj­ast losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Það er mik­il­vægt til að hafa yfir­sýn hvar megi gera betur og einnig til að auka skil­virni og hag­ræða í rekstri. Þess vegna verður gert grænt bók­hald yfir notkun jarð­efna­elds­neyt­is, orku­notk­un, úrgangs­magn og losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Bók­haldið verður svo birt árlega á vef­síðu Grænna skrefa.

Lyk­il­hug­tök sam­fé­laga um allan heim þegar kemur að lofts­lags­að­gerðum eru tvö: aðgerðir og aðlög­un. Aðgerð­irnar eiga að miða að því að sporna við þeim breyt­ingum sem þegar eiga eftir að verða en aðlög­unin er mik­il­væg til að sam­fé­lög geti þrif­ist í breyttum veru­leika sem fylgir þeim lofts­lags­breyt­ingum sem eru óhjá­kvæmi­leg­ar. Borgin ætlar þess vegna að ráð­ast í frekara mat á flóða­hættu og öðrum þáttum sem okkur þykja sjálf­sagðir í dag eins og aðgengi að hreinu vatni.

Íslenskt for­skot

Sam­göngur eru helsti meng­un­ar­valdur á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Reykja­vík­ur­borg hefur raun­veru­lega for­skot á aðrar borgir í heim­inum vegna þessa, enda þurfa stærstu borgir í heimi að stuðla að orku­skiptum við hús­hitun og raf­magns­notkun á heim­il­um. Í Reykja­vík veldur hús­hitun og raf­magns­notkun nær engri losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Raf­magnið fáum við úr vist­vænum vatns­afls­virkj­unum og við notum jarð­hita til hús­hit­un­ar.

Með þéttingu byggðar í borginni verða til auknir hvatar fyrir fólk til að ferðast um á tveimur jafnfljótum, á hjóli eða með almenningssamgöngum frekar en að eiga bíl.
Mynd: Birgir Þór

Mark­mið borg­ar­innar miða þess vegna helst að því að draga úr losun í sam­göng­um. Í drög­unum er mark­miðið að hlut­deild bíla­um­ferðar verði 58 pró­sent árið 2030, almenn­ings­sam­göngur telji 12 pró­sent og gang­andi og hjólandi umferð verði 30 pró­sent. Búið er að gera ráð fyrir þessu í aðal­skipu­lagi Reykja­víkur og borg­ar­búar eru þegar farnir að taka eftir breyt­ingum á umferð­ar­æðum og göngu­stígum sem eiga að stuðla að þessu. Árið 2040 er mark­miðið svo að bíla­um­ferð og almenn­ings­sam­göngur muni ekki menga neitt.

Til að ná þessu mark­miði er einnig ætl­unin að efla almenn­ings­sam­göngur veru­lega með hrað­vögnum eða létt­lest­um. Sveit­ar­fé­lögin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafa þegar fall­ist á til­lögur um svo­kall­aða Borg­ar­línu sem á að vera hryggjar­stykkið í sam­göngu­kerfi svæð­is­ins. Ljóst er að þessi áform munu kosta gríð­ar­lega fjár­muni en að sam­fé­lags­legur ávinn­ingur sé mun meiri, eins og dæmi sýna í borg­ar­sam­fé­lögum sem farið hafa þessa leið.

„Þessi vinna mætti að mínu mati vera komin lengra,“ við­ur­kennir Björn þegar hann er spurður hversu langt sam­starfið um borg­ar­lín­una er kom­ið. „Það er þó svo að öll sveit­ar­fé­lögin hafi sam­þykkt svæð­is­skipu­lag sem gerir ráð fyrir borg­ar­línu og í raun breyttum sam­göngu­hátt­um. Það er risa­skref. Næsta skref er að ráð­ast í beinar aðgerðir til að byggja undir borg­ar­lín­una.“

„Það er þó svo að öll sveitarfélögin hafi samþykkt svæðisskipulag sem gerir ráð fyrir borgarlínu og í raun breyttum samgönguháttum. Það er risaskref.“

Þessi efl­ing almenn­ings­sam­gangna á að fara fram í nokkrum skref­um. Að sögn Björns er fyrst á dag­skrá að koma upp for­gangs­reinum fyrir strætó. Þannig munu vagn­arnir geta gengið oftar og hraðar um stofn­leiðir og um leið gera strætó að fýsi­legri kosti fyrir marga. „Ég vil meina að það þurfi að ganga hratt í það mál, helst þannig að fram­kvæmdir hefj­ist strax í ár og á næsta ári. Sveit­ar­fé­lög þurfa að sjá um að greiða fyrir þessu í deiliskipu­lagi hvert á sínum stað.“

Fleiri raf­hleðslu­stöðvar á kostnað bens­ín­stöðva

Auk þess að efla vist­vænar almenn­ings­sam­göngur þá verða settir upp hvatar fyrir almenn­ing til að stuðla að orku­skiptum í umferð­inni. Í sam­starfi við Orku­veitu Reykja­víkur verða settar upp raf­hleðslu­stöðvar víða, enda er reiknað með að raf­væð­ing bíla­flot­ans sé far­sælasta og fljót­leg­asta leiðin í orku­skiptum í sam­göngum á Íslandi. Enn vegur hreina raf­orkan þungt og gefur Reykja­vík for­skot á aðrar borg­ir.

Til að mæta auk­inni raf­orku­notkunn Reyk­vík­inga þarf hins vegar að fram­leiða meira raf­magn og þess vegna er gert ráð fyrir að kann­aður verði fýsi­leiki þess að reisa vind­myllu­garð innan borg­ar­markanna í sam­vinnu við Orku­veit­una.

Um leið verður jarð­efna­elds­neyt­is­stöðvum fækkað á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Kjarn­inn greindi frá því í des­em­ber í fyrra að bens­ín­stöðvum hafi fjölgað mikið hér á landi und­an­farin ár, þvert á þróun víða ann­ars­staðar í Evr­ópu. Sam­kvæmt Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu er þetta vegna þess að sam­keppn­is­mark­aður með elds­neyti á Íslandi er ekki nægi­lega virk­ur. Væri eðli­legt ástand hér þar ætti bens­ín­stöðvum að fækka um allt að 30 pró­sent. Ætla má að með auk­inni raf­væð­ingu bíla­flot­ans verði eft­ir­spurn eftir elds­neyti minni eins og þörfin fyrir bens­ín­stöðv­ar.

Ef eðlilegt samkeppnisumhverfi væri á eldsneytismarkaði á Íslandi myndi eldsneytisstöðvum fækka um 30% að mati Samkeppniseftirlitsins.
Mynd: Anton Brink

Í áætl­un­inni verða hvatar skil­greindir sem miða að fækkun bens­ín­stöðva. „Mark­miðið verði að dælur fyrir jarð­efna­elds­neyti innan borg­ar­markanna verði 50% færri árið 2030 og að mestu horfnar árið 2040,“ segir í stefn­unni.

Ein þeirra aðgerða sem þarf að ráð­ast í til að þessi áætlun verði að veru­leika er að rýna í allt reglu­verk borg­ar­innar með það að mark­miði að ryðja úr vegi hindr­unum þar. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er eini flokk­ur­inn sem gerði athuga­semd við lofts­lags­stefn­una og áskildi sér rétt til að þrýsta á stýri­hóp um aðgerð­irnar um sér­stakar áherslur í sam­göngu­mál­um, um mengun og flæði umferð­ar.

Skipa­flot­inn raf­tengdur

Einn mesti meng­un­ar­valdur á Íslandi er skipa­flot­inn. Sjáv­ar­út­veg­ur­inn hefur grið­ar­legra hags­muna að gæta í lofts­lags­málum enda reiða fyr­ir­tækin sig á auð­lindir sem gætu hugs­an­lega yfir­gefið lög­sög­una ef hita­stig sjávar hækkar og hafið súrn­ar, eins og rann­sóknir benda til að þegar sé farið að ger­ast. Stærsta höfn lands­ins er í Reykja­vík og þess vegna er mik­il­vægt að byggja upp vist­væna inn­viði fyrir sjáv­ar­út­veg­inn þar. Í áætl­unum borg­ar­innar er stefnt að raf­vægð­ingu Faxa­flóa­hafnar með sam­starfi við rík­ið, orku­sölu­fyr­ir­tæki og aðrar hafn­ir.

Ekki hefur verið hægt að tengja stærri togara við rafmagn úr landi í Reykjavíkurhöfn. Áætlunin gerir ráð fyrir að á því verði ráðin bót.
Mynd: Birgir Þór

Í höfn­inni ganga stærstu tog­arar og kranar fyrir olíu við löndun enda hefur ekki verið unnt að tryggja tog­ur­unum nægt rafafl til að knýja frysti­kerfi og kana. „Hafn­irnar hafa ekki fjár­hags­legt bol­magn til að koma þessum bún­aði upp og því [er] lagt til að það verði gert með fjár­stuðn­ingi rík­is­ins,“ segir í minn­is­blaði Gísla Gísla­son­ar, hafn­ar­stjóra í Reykja­vík, sem vitnað er í í áætlun borg­ar­inn­ar.

Land­nýt­ingin enn lyk­il­at­riði

Í öllum áformum borg­ar­yf­ir­valda er þétt­ing byggðar for­senda þess að fram­tíð­ar­sýnin verði að veru­leika. Land­nýt­ing borg­ar­lands­ins þarf að verða betri til þess að hámarka ábata af borg­ar­lín­unni og bættu almenn­ings­sam­göngu­kerfi; til þess að stytta ferðir borg­ar­búa og búa til hvata fyrir þá til að nota síður meng­andi einka­bíla.

Þessi sýn er kort­lögð og útfærð ítar­lega í Aðal­skipu­lagi Reykja­víkur sem sam­þykkt var árið 2010. Þar hefur verið lögð áhersla á upp­bygg­ingu borg­ar­innar á auðum eða illa nýttum svæðum nærri kjarna borg­ar­inn­ar, í stað þess að þenja borg­ar­landið út. Einnig er þar kort­lagt hvernig hjóla­stígar eiga að verða til á kostnað bíla­um­ferðar í borg­inni.

Landnýting skiptir höfuðmáli í borgarlandinu þegar kemur að loftslagsmálum.
Mynd: Birgir Þór

Skipu­lagið sem unnið er eftir núna hefur ekki verið óum­deilt. Ber þar helst að nefna lokun Reykja­vík­ur­flug­vallar í Vatns­mýr­inni þar sem fyr­ir­hugað er að reisa nýtt íbúða­hverfi og þjón­ustu­kjarna. Fjölgun hjól­reiða­stíga hefur einnig verið gagn­rýnd, sér­stak­lega þar sem bíla­um­ferð­ar­götur hafa verið þrengdar til að koma fyrir umferð hjólandi og gang­andi veg­far­enda.

Þegar kemur að land­nýt­ingu má heldur ekki gleyma að mik­il­væg aðgerð til þess að ná kolefna­hlut­leysi borg­ar­innar er jarð­rækt. Skóg­rækt og end­ur­heimt vot­lendis er við­ur­kennd mót­væg­is­að­gerð gegn útblæstri gróð­ur­húsa­loft­teg­unda.

Lofts­lagstefna borg­ar­innar er nokkuð rót­tæk í íslenskum veru­leika. Hvorki ríki eða önnur sveit­ar­fé­lög hafa lagt fram svo rót­tæka áætlun í lofts­lags­málum en er þeim til eft­ir­breytni ef póli­tískur vilji er til þess að standa við mark­miðin sem Ísland und­ir­rit­aði í New York í apr­íl, sjálfan lofts­lags­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna. Sig­rún Magn­ús­dóttir umhverf­is­ráð­herra hygg­ist leggja fyrir alþingi þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um að sátt­mál­inn verði færður í lög hér á landi og Ísland standi við þær skuld­bind­ingar sem enn á eftir að semja um við Evr­ópu­sam­band­ið.

Tengt efni

Sam­tal við Dag B. Egg­erts­son borg­ar­stjóra í aðdrag­anda lofts­lags­ráð­stefn­unnar í Par­ís, 2. des­em­ber 2016.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar