Séð & Heyrt skandallinn í Danmörku

Átta einstaklingar hafa verið ákærðir í máli sem Danir kalla mesta fjölmiðlahneyksli í sögu landsins. Útgáfufyrirtækið Aller sætir einnig ákæru.

PF-Se-og-Hør-290414.jpg
Auglýsing

Í apríl 2014 sendi Ken B. Rasmus­sen, fyrr­ver­andi blaða­maður á viku­blað­inu Se & Hør, frá sér bók­ina „Li­vet, det for­band­ede”. Kvis­ast hafði að í bók­inni væri „eld­fimt efni” eins og það var orð­að. Dag­blaðið BT kynti undir þessum orðrómi í nokkrar vikur fyrir útkomu bók­ar­innar með því að fjalla um inni­hald henn­ar, sem blaðið sagði „safa­ríkt”.

 Þegar bókin „Li­vet, det for­band­ede” kom í versl­anir í lok apríl (2014) kom í ljós að BT hafði síður en svo ýkt í lýs­ingum sín­um. Inni­haldið var safa­ríkt í meira lag­i. 

Ken B. Rasmussen.Höf­und­ur­inn kallar bók­ina skáld­sögu. Í henni er lýst líf­inu og vinnu­brögð­unum á slúð­ur­blað­inu Set & Hørt. Engum sem til þekkja dylst að þrátt fyrir að bókin sé kölluð skáld­saga fjallar hún um fyrr­ver­andi vinnu­stað höf­und­ar, viku­blaðið Se & Hör. Því sem lýst hafði verið sem „eld­fimu” efni í bók­inni reynd­ust vera frá­sagnir af því að fyrr­ver­andi starfs­maður greiðslu­þjón­ustu­fyr­ir­tækis í Dan­mörku hefði látið blaða­mönnum Set & Hørt í té, gegn greiðslu, upp­lýs­ingar um greiðslu­korta­notkun fjöl­margra þekktra Dana, á árunum 2008 – 2011. Trún­að­ar­upp­lýs­ingar sem starfs­mað­ur­inn (sem ætíð er nefndur tys-tys kild­en, sus­s-suss heim­ild­in) hafði aðgang að vegna vinnu sinn­ar. 

Auglýsing

Lög­reglu­rann­sókn 

Skemmst er frá því að segja að bókin vakti strax geysi­mikla athygli. Lög­reglan hafði frá því að dag­blaðið BT greindi fyrst frá inni­haldi bók­ar­innar fylgst grannt með og þar á bæ hófst rann­sókn strax dag­inn eftir útkomu bók­ar­inn­ar. Útgáfu­fyr­ir­tækið All­er, eig­andi Se & Hør, hóf sama dag inn­an­húss­rann­sókn vegna máls­ins. Dönsk dag­blöð full­yrtu að mjög væri tekið að hitna undir nokkrum starfs­mönnum Se & Hør og all­margir fyrr­ver­andi starfs­menn blaðs­ins væru ekki alveg í rónni. Á dag­inn kom að þessar full­yrð­ingar reynd­ust rétt­ar.

Heim­send­ing­ar­þjón­usta Aller

Um mán­aða­mótin apríl – maí 2014 var mikið að gera í því sem nokkrir danskir miðlar kusu að kalla ”Heim­send­ing­ar­þjón­ustu All­er”. Útgáfu­fyr­ir­tækið sendi all­marga starfs­menn heim, í ótíma­bundið leyfi eins og for­stjóri útgáf­unnar orð­aði það í við­tali við DR, danska sjón­varp­ið. Útgáfa blaðs­ins stöðv­að­ist um tíma.

Bókin umdeilda.En það fækk­aði ekki ein­ungis starfs­fólk­inu á kontórnum hjá Se & Hør, lög­reglan lagði hald á fjöl­margar tölv­ur, síma og margs konar gögn hjá blað­inu. Úgáfu­fyr­ir­tækið vildi ekki una því að lög­regla legði hald á, og not­aði, gögn í eigu blaðs­ins og málið end­aði fyrir Hæsta­rétti Dan­merkur sem heim­il­aði notkun gagn­anna. 

Nokkrir fyrr­ver­andi stjórn­endur Se & Hør grun­aðir

Það reynd­ist ekki orðum aukið að margir fyrr­ver­andi stjórn­endur og starfs­menn Se & Hør hefðu ástæðu til að vera óró­leg­ir. 

Meðal þeirrar var Hen­rik Qvor­tr­up, sem á þessum tíma var helsti stjórn­mála­skýr­andi sjón­varps­stöðv­ar­innar TV2 og einn þekkt­asti frétta­haukur lands­ins, sagði upp strax eftir útkomu bók­ar­innar en hann var rit­stjóri Se & Hør á árunum 2001 – 2008. Það var í rit­stjóra­tíð hans sem kaup á hinum leyni­legu greiðslu­korta­upp­lýs­ingum hófust. Hen­rik Qvor­trup var strax eftir að bókin kom út settur á skrá grun­aðra hjá lög­regl­unni. Það gilti líka um Kim Henn­ingsen sem var rit­stjóri blaðs­ins á árunum 2009 – 2012 og sjö eða átta aðra sem unnið höfðu á blað­inu. Athygli vakti að meðal grun­aðra var Ken B. Rasmus­sen, höf­undur bók­ar­innar sem varð til þess að málið komst upp.

Tys-tys kild­en 

Lög­reglan vildi í upp­hafi ekki stað­festa að sus­s-suss heim­ildin sem svo er nefnd í bók­inni, væri í raun til. Ekki voru þó liðnir margir dagar af maí­mán­uði 2014 þegar tals­maður lög­reglu greindi frá því að sus­s-suss heim­ildin hefði gefið sig fram við lög­reglu. Um væri að ræða 45 ára karl­mann sem starfað hafði hjá greiðslu­þjón­ustu­fyr­ir­tæk­inu PBS (heitir núna NETS) og hafði selt Se & Hør upp­lýs­ingar um korta­notkun þekktra Dana. Slíkar upp­lýs­ingar gerðu blað­inu kleift að fylgj­ast með (kort­leggja!) ferðir þessa fólks og senda blaða­menn til að elta fólk uppi og birta svo fréttir og myndir í blað­inu. Sus­s-suss heim­ildin hafði í að minnsta kosti 662 skipti, kannski miklu oft­ar, látið blað­inu í té slíkar upp­lýs­ing­ar. Fyrir þetta hafði hann fengið greiddar að minnsta kosti 430 þús­und krónur (tæpar 9 millj­ónir íslenskar) en hugs­an­lega mun meira.

Flókin rann­sókn sem teygir anga sína víða

Eins og áður sagði hófst rann­sókn máls­ins í byrjun maí fyrir rúmum tveimur árum. Hún reynd­ist mjög umfangs­mikil og ein­skorð­ast ekki við sus­s-suss heim­ild­ina og upp­lýs­ingar sem þaðan komu. Gögn sem lög­reglan hefur undir höndum benda til að Se & Hør hafi borgað starfs­manni SAS, starfs­fólki á Rík­is­spít­al­an­um, á Amali­en­borg (kon­ungs­höll­inn­i), starfs­fólki á Kastrup flug­velli og síð­ast en ekki síst ein­hverjum innan lög­regl­unnar fyrir upp­lýs­ingar af ýmsu tagi. Í jan­úar 2015 til­kynnti lög­reglan að rann­sókn yrði að mestu lokið í maí á þessu ári og þá hæfust mála­ferli. Þá voru tólf ein­stak­lingar á lista grun­aðra ásamt útgáfu­fyr­ir­tæk­inu Aller Media, eig­anda Se & Hør. 

Átta ein­stak­lingar ákærðir auk útgáfu­fyr­ir­tæk­is­ins

Fyrir nokkrum dög­um, nánar til­tekið 6. júlí, voru ákær­urnar gefnar út. Alls eru átta ein­stak­lingar ákærð­ir, meðal þeirra rit­stjór­arnir fyrr­ver­andi, Hen­rik Qvor­trup og Kim Henn­ings­en, bók­ar­höf­und­ur­inn Ken B. Rasmus­sen og sus­s-suss heim­ildin (nafnið hefur ekki verið gefið upp). Auk ein­stak­ling­anna átta, sem allir nema tveir hafa verið nafn­greind­ir, sætir útgáfu­fyr­ir­tækið Aller Media ákæru. Rétt­ar­höldin hefj­ast í sept­em­ber næst­kom­and­i. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðni Bergsson er formaður KSÍ.
Íslandsmótið í knattspyrnu flautað af – efstu liðin krýnd Íslandsmeistarar
Valur er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna.
Kjarninn 30. október 2020
Þríeykið og aðrir sérfróðir viðbragðsaðilar njóta yfirburðatrausts hjá Íslendingum – en á bilinu 94-96 prósenst segjast treysta því að fá áreiðanlegar upplýsingar um veirufjárann þaðan.
Íslendingar treysta sérfróðum yfirvöldum og fjölmiðlum vel í tengslum við COVID-19
Vinnuhópur þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hefur skilað af sér skýrslu. Þar kemur m.a. fram að traust til þríeykisins og annarra sérfróðra yfirvalda er afgerandi og traust til innlendra fjölmiðla sömuleiðis mjög mikið.
Kjarninn 30. október 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti hertar aðgerðir vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á blaðamannafundi fyrr í dag. Efnahagsaðgerðirnar eru afleiðing af þeirri stöðu.
Tekjufallsstyrkir útvíkkaðir, viðspyrnustyrkir kynntir og rætt um áframhald hlutabótaleiðar
Ríkisstjórn Íslands boðar enn einn efnahagspakkann. Sá nýjasti er sniðinn að mestu að þeim minni fyrirtækjum og einyrkjum sem þurfa að loka vegna kórónuveirufaraldursins.
Kjarninn 30. október 2020
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni
Segir umfram eigið fé ekki hafa tengingu við úrræði stjórnvalda
Bankastjóri Arion banka segir viðskiptavini sína hafið notið góðs af minni álagningum stjórnvalda á bankakerfið og litla tengingu vera á milli þess og umfram eigin fé bankans.
Kjarninn 30. október 2020
Frá aðalmeðferð málanna í Héraðsdómi Reykjavíkur í haust.
Seðlabankinn sýknaður af kröfum Samherja en þarf að borga Þorsteini Má persónulega
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í dag upp dóm í skaðabótamálum Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra fyrirtækisins á hendur bankanum. Seðlabankinn var sýknaður af kröfu fyrirtækisins, en þarf að borga forstjóranum skaðabætur.
Kjarninn 30. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þetta eru áhyggjur Þórólfs
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tínir til margvísleg áhyggjuefni sín í minnisblaðinu sem liggur til grundvallar hertum samkomutakmörkunum sem eru þær ströngustu í faraldrinum hingað til.
Kjarninn 30. október 2020
Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag.
Tíu manna fjöldatakmarkanir næstu vikur
Hertar sóttvarnaráðstafanir taka gildi strax á miðnætti og eiga að gilda til 17. nóvember. Einungis 10 mega koma saman, nema í útförum, matvöruverslunum, apótekum og almenningssamgöngum. Skólar verða áfram opnir.
Kjarninn 30. október 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – AMD svarar NVidia og Airpods-lekar
Kjarninn 30. október 2020
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None