Enn hefur ekki verið samið um hlutdeild Íslands í loftlsagsmarkmiðum

Fyrsta skrefið í fullgildingu loftslagssamningsins verður stígið þegar þing kemur saman í ágúst. Aðeins óformlegar viðræður hafa átt sér stað milli Íslands og ESB um hlutdeild Íslands í sameiginlegum loftslagsmarkmiðum.

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherra, mun mæla fyrir þingsályktunartillögu um fullgildingu loftslagssáttmála þegar Alþingi kemur saman á ný í ágúst.
Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherra, mun mæla fyrir þingsályktunartillögu um fullgildingu loftslagssáttmála þegar Alþingi kemur saman á ný í ágúst.
Auglýsing

Stefnt er að því að leggja fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um full­gild­ingu lofts­lags­sátt­mála þegar Alþingi kemur aftur saman í ágúst. Nú er unnið að gerð til­lög­unnar í umhverf­is­ráðu­neyt­inu en Sig­rún Magn­ús­dótt­ir, umhverf­is­ráð­herra, und­ir­rit­aði Par­ís­ar­samn­ing­inn fyrir hönd Íslands í höf­uð­stöðvum Sam­ein­uðu þjóð­anna 22. apr­íl. Þing kemur saman á ný 15. ágúst.

Full­trúar 160 ríkja hafa und­ir­ritað samn­ing­inn sem gerður var í París í des­em­ber á stærstu ráð­stefnu Sam­ein­uðu þjóð­anna frá upp­hafi. Um er að ræða laga­lega bind­andi alþjóða­samn­ing undir Ramma­samn­ingi Sam­ein­uðu þjóð­anna um lofts­lags­mál sem stuðlar að því að ríki heims dragi úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda út í and­rúms­loftið og býr til hvata fyrir ríki til að binda meira af kolefni. Með­al­hiti jarðar má ekki fara yfir tvær gráð­ur, miðað við með­al­hita jarðar fyrir iðn­bylt­ingu, sam­kvæmt samn­ingnum án þess að illa fari fyrir mann­kyn­ið.

Í svari umhverf­is­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans segir að nú sé unnið að þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni sem lögð verður fyrir Alþingi í sum­ar­lok. Þar verði fyrsta skrefið tekið að full­gild­ingu samn­ings­ins hér á landi. Sam­fara vinnu við gerð þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unnar vinnur Þýð­ing­ar­mið­stöð að íslenskri þýð­ingu á samn­ingn­um, en þýð­ing þarf að liggja fyrir áður en leggja má skjölin fyrir þing­ið.

Auglýsing

Ísland setti sér lofts­lags­mark­mið fyrir lofts­lags­ráð­stefn­una í París með Evr­ópu­sam­bands­ríkj­unum auk Nor­egs. Áður en Par­ís­ar­samn­ing­ur­inn verður leiddur í lög hér á landi þarf Ísland að ljúka samn­ingum við Evr­ópu­sam­bandið um sína „rétt­látu hlut­deild“ í lofts­lags­mark­miði Evr­ópu­sam­bands­ins, eins lýst var yfir í fyrra. Mark­mið ESB í lofts­lags­málum er að losa 40 pró­sent minna af gróð­ur­húsa­loft­teg­undum árið 2030 miðað við árið 1990. Ísland hefur skuld­bundið sig til að minnka losun á sínum „rétt­láta hluta“ í þessu mark­miði, sem enn hefur ekki verið samið um.

Aðeins hafa óform­legar við­ræður farið fram við ESB og Norð­menn en póli­tísk ákvörðun liggur fyrir um að stefnt skuli að sama mark­miði. Form­legri við­ræður geta haf­ist þegar drög að nýjum lofts­lags­reglum ESB verða kynntar í sum­ar. Stefnt er að því að ljúka við­ræðum við ESB og Norð­menn á næsta ári.

Par­ísa­samn­ing­ur­inn er ekki ósvip­aður Kyoto-­bók­un­inni svoköll­uðu sem sam­þykkt var árið 1997 og tók gildi árið 2005. Skuld­bind­ingar aðild­ar­ríkja að Kyoto-­bók­un­inni renna út árið 2020 og þá er Par­ís­ar­samn­ingnum ætlað að taka við. Mun fleiri þjóðir hafa skuld­bundið sig til að inn­leiða Par­ís­ar­sam­komu­lagið en inn­leiddu Kyoto-­bók­un­ina, þar eru á meðal stærstu meng­un­ar­þjóðir heims.

Frakkar urðu á dög­unum fyrsta stór­þjóðin til að full­gilda Par­ís­ar­samn­ing­inn. Stjórn Francois Hollande, for­seta Frakk­lands, hefur lagt mikla áherslu á að sam­komu­lagið verði full­gilt sem víð­ast um heim­inn. Samn­ing­ur­inn mun ekki verða gildur nema þær þjóðir sem bera ábyrgð á sam­tals 55% útblást­urs í heim­inum full­gilda samn­ing­inn. Hollande hvatti í ræðu sinni í Élysée-höll á dög­unum aðrar Evr­ópu­þjóðir að fylgja for­dæmi Frakk­lands áður en árið væri úti. Þegar hafa 17 minni ríki full­gilt samn­ing­inn, aðal­lega eyþjóðir sem eru sér­stak­lega við­kvæmar fyrir hækk­andi yfir­borði sjáv­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – Fall Soga-ættarinnar
Kjarninn 10. júlí 2020
Faraldurinn í faraldrinum
Ef hægt er að líkja heimsfaraldri COVID-19 við hvirfilbyl má líkja faraldri ópíóðafíknar við loftslagsbreytingar: Þær gerast hægt og bítandi en stundum í stökkum og eru stórhættulegar.
Kjarninn 10. júlí 2020
Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
„Loftslagsváin fer ekki í sumarfrí“
Ungmenni á Íslandi halda áfram að fara í verkfall fyrir loftslagið þrátt fyrir COVID-19 faraldur og sumarfrí. Greta Thunberg hvetur jafnframt áfram til mótmæla.
Kjarninn 9. júlí 2020
Afkoma ríkissjóðs jákvæð um 42 milljarða í fyrra
Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum króna í fyrra en rekstrargjöld voru 809 milljarðar. Fjármagnsgjöld voru neikvæð um 57 milljarða en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 78 milljarða.
Kjarninn 9. júlí 2020
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Menntamálaráðherra gleymdi meðalhófsreglunni
Kjarninn 9. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
„Þetta verður í fínu lagi“
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að starfsfólk fyrirtækisins muni rjúka til og hjálpa við skimun ef Landspítalinn þurfi á því að halda. Spítalinn sé þó „ágætlega í stakk búinn“ til þess að takast á við verkefnið.
Kjarninn 9. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Erum að beita öllum ráðum í bókinni
Sóttvarnalæknir segist ekki áforma að mæla með rýmkuðum reglum um fjöldatakmörk á samkomum á næstunni. Líklega muni núverandi takmarkanir, sem miða við 500 manns, gilda út ágúst.
Kjarninn 9. júlí 2020
Opnað fyrir umsóknir um stuðningslán
Stuðningslán til smærri og meðalstórra fyrirtækja geta að hámarki numið 40 milljónum króna. Þó geta þau ekki orðið hærri en sem nemur tíu prósentum af tekjum fyrirtækis á síðasta rekstrarári.
Kjarninn 9. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None