Landsvirkjun og Grundartangi ekki búin að semja um framlengingu

Samningur um orku rennur út árið 2019 en viðræðum um framlengingu á að ljúka á þessu ári, samkvæmt forstjóra Century Aluminum.

Álverið á Grundartanga fær um 30 prósent orkunnar í gegnum samninginn við Landsvirkjun.
Álverið á Grundartanga fær um 30 prósent orkunnar í gegnum samninginn við Landsvirkjun.
Auglýsing

Ekki er búið að semja um fram­leng­ingu á raf­orku­sölu­samn­ingi milli Lands­virkj­unar og álvers­ins á Grund­ar­tanga, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans. Samn­ing­ur­inn rennur út árið 2019 en sam­kvæmt honum eiga Lands­virkjun og Cent­ury Alu­m­inum, móð­ur­fé­lag Norð­ur­áls, að hafa lokið samn­ingum um fram­leng­ingu á árinu 2015. Nú þegar rúmur mán­uður er eftir af árinu hefur samn­ingum ekki verið lok­ið. 

For­stjóri Cent­ury Alu­m­inum, Mich­ael Bless, greindi frá því í ágúst síð­ast­liðnum að við­ræður við Lands­virkjun stæðu yfir og þeim yrði haldið áfram, enda segi í skil­málum samn­ings­ins að aðil­arnir eigi að ná saman um fram­haldið á þessu ári. Bless sagði þennan samn­ing eitt af for­gangs­málum fyr­ir­tæk­is­ins nú í haust. Samn­ing­ur­inn sem um ræðir er um 30 pró­sent þeirrar orku sem álverið á Grund­ar­tanga not­ar, en samn­ingar um hin 70 pró­sentin renna út frá 2026 og til 2036. 

Lands­virkjun vill ekki tjá sig um málið við Kjarn­ann. 

Auglýsing

Grein­ingar Ket­ils Sig­ur­jóns­son­ar, sér­fræð­ings í orku­mál­um, hafa sýnt að Norð­urál greiðir lægsta raf­orku­verð allra álvera á Íslandi til Lands­virkj­un­ar. Lands­virkjun hefur und­an­farin ár gert allt öðru­vísi samn­inga við stór­kaup­endur orku, meðal ann­ars hefur verið dregið veru­lega úr teng­ingum við heims­mark­aðs­verð á áli, sem þýðir að Norð­ur­áli bjóð­ast allt aðrir skil­málar nú en þegar samn­ing­ur­inn var upp­haf­lega gerð­ur. 

Miklar þreng­ingar Cent­ury í Banda­ríkj­unum

Álver Norð­ur­áls á Grund­ar­tanga verður að óbreyttu eina álver Cent­ury Alu­m­inum í fullri fram­leiðslu á áli, frá og með ára­mót­um. Fyr­ir­tækið sendi frá sér við­var­anir í októ­ber um að álveri í Mt. Holly í Suð­ur­-Kar­ólínu verði lokað um ára­mót og að fram­leiðsla álvers fyr­ir­tæk­is­ins í Sebree í Kent­ucy verði minnkuð um þriðj­ung.

Í júní á þessu ári hafði verið til­kynnt að álveri í Ravenswood í Vest­ur­-Virg­iníu yrði end­an­lega lok­að, en fram­leiðslu þar var hætt árið 2009. Skömmu síðar var til­kynnt að vinnsla í álver­inu í Hawes­ville í Kent­ucy yrði lækkuð í um 40 pró­sent af afkasta­get­unni.

Sam­kvæmt Cent­ury er lokun álvers­ins í Mt. Holly fyrst og fremst vegna þess að núver­andi samn­ingur um orku til álvers­ins rennur út um ára­mót­in. Búið er að gera nýjan samn­ing um orku til álvers­ins, en ekki hefur tek­ist að semja um flutn­ing á orkunni, að sögn Mich­ael Bless, for­stjóra Cent­ury. Hann sagði fyr­ir­tækið hafa boð­ist til að borga fullt verð fyrir flutn­ing á orkunni, en það hafi ekki dugað til. Þetta sagði hann óásætt­an­legt og að barist verði fyrir fram­tíð álvers­ins næstu mán­uði. Þetta sagði hann annað for­gangs­mál fyr­ir­tæk­is­ins nú í haust, þegar hann ræddi um samn­inga­við­ræð­urnar við Lands­virkj­un. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Magnús Halldórsson
Raskaði rónni
Kjarninn 18. febrúar 2020
Maní og fjölskylda
Skora á íslensk stjórnvöld að sýna mannúð
Stjórn Solaris fordæmir yfirvofandi brottvísun á Maní, 17 ára trans drengs frá Íran, og skorar á íslensk stjórnvöld að sýna mannúð og tryggja að hann fá hér skjól og vernd.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bankasýslan vill að bankaráð dragi úr fjárhagslegri áhættu Landsbankans vegna nýrra höfuðstöðva
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur svarað skriflegri fyrirspurn þingmanns Miðflokksins um byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans, sem munu kosta að minnsta kosti um tólf milljarða. Þar er staðfest að ákvörðunin hafi ekki verið borin undir hluthafafund.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Kristján Þór Júlíusson er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Ráðherra er ekki að skoða að takmarka sölu á orkudrykkjum
Þrátt fyrir að embætti Landlæknis telji að banna eigi sölu á ákveðnum tegundum orkudrykkja er ráðherra matvælaeftirlits ekki sömu skoðunar. Til að meta neyslu ungmenna á orkudrykkjum sem innihalda koffín verður framkvæmd neyslukönnun á meðal ungmenna.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Helmingur landsmanna telur fréttir af alvarleika hlýnunar jarðar réttar
Karlar halda frekar en konur að fréttir af alvarleika hlýnunar jarðar séu almennt ýktar, en um þriðjungur karla telur þær vera það.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Lögðu fram tillögur að lausn kjaradeilu – Aftur fundað á morgun
Fundi vegna kjaradeilu félagsmanna Eflingar og Reykjavíkurborgar er lokið. „Samninganefnd Eflingar hefur fundað stíft síðustu daga ásamt starfsfólki og trúnaðarmönnum til að útfæra og ná sátt um tillögur,“ segir í tilkynningu Eflingar.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðuneytið leggur til breytingar á frumvarpi um stuðning við einkarekna fjölmiðla
Ef tillögur sérfræðingar mennta- og menningarmálaráðuneytisins verða teknar til greina mun endurgreiðsluhlutfall á ritsjórnarkostnaði einkarekinna fjölmiðla hækka og sjónarmiðum héraðsfréttamiðla mætt til að gera þá styrkjahæfa.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Nú er háð mikilvægasta kjarabaráttan um áratugaskeið.
Leslistinn 18. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None