Formaður VM: Rio Tinto „alþjóðlegur auðhringur sem á sér viðbjóðslega sögu um allan heim“

Ál
Auglýsing

Rio Tinto er alþjóð­legur auð­hringur sem á sér við­bjóðs­lega sögu um allan heim, þar sem manns­líf hafa litlu skipt í leit þeirra að auknum hagn­aði. Þetta segir Guð­mundur Ragn­ars­son, for­maður félags vél­stjóra og málm­tækni­manna, í nýjum pistli. Guð­mundur fer hörðum orðum um Rio Tinto Alcan og fram­göngu fyr­ir­tæk­is­ins í kjara­deilu fyr­ir­tæk­is­ins og starfs­mann­anna í álver­inu í Straums­vík. Verk­fall hefst í álver­inu í næstu viku ef ekki hefur samist fyrir þann tíma. 

„Um hvað snýst deilan í ÍSAL í raun? Hún snýst um alþjóða­væð­ingu auð­hringa sem beita öllum ráðum til að sjúga eins og þeir geta út úr þeim hag­kerfum sem þeir starfa í, með því að greiða lág laun, helst enga skatta né aðrar skyld­ur,“ skrifar Guð­mundur í pistl­in­um. Hann segir að sam­fé­lagið verði að átta sig á því að deilan snú­ist ekki um þessi störf sem Rio Tinto vilji fá í verk­töku, en um það hefur verið deilt í kjara­deil­unni. Það skili fyr­ir­tæk­inu engu í þeirri miklu veltu og litla launa­kost­aði sem það hafi. 

„Við höfum látið þessi fyr­ir­tæki hafa orku á hag­kvæmu verði til að fá þau hing­að. Þau hafa óhindr­aða mögu­leika á að lána sjálfum sér á okur­vöxtum og kom­ast þannig hjá að greiða eðli­lega skatta af hagn­að­i,“ segir Guð­mund­ur. Ef láta eigi þeim eftir að fá vinn­una gef­ins líka, „þá er lítið fyrir okkur að hafa, sem sam­fé­lag, af veru þeirra hér. Það verður að stoppa þetta í fæð­ing­u.“ Ef það verði ekki gert muni hin stór­iðju­fyr­ir­tækin fara sömu leið til þess að skera niður launa­kostn­að, eflaust með hót­unum um að loka og fara ef þau fái ekki sitt fram. 

Auglýsing

Guð­mundur segir það vera Sam­tökum atvinnu­lífs­ins til ævar­andi skammar að „vera farin að ganga erinda auð­hringa til að skaða íslenskt sam­fé­lag.“ Hann gagn­rýnir líka Lands­virkjun fyrir að veita ekki upp­lýs­ingar um ákvæði raf­orku­samn­ings­ins við Rio Tinto. 

Hann skorar á þing­menn að styðja kröfu starfs­manna í álver­inu og taka slag­inn við auð­hring­inn. „Látum hann finna fyrir að við ætlum ekki að láta vaða yfir okk­ur.“ 

Hann segir fyr­ir­tækið spila ljótan leik ef það er að nota starfs­fólkið til að fá hag­kvæm­ari raf­orku­samn­ing sýni það skít­legt eðli eig­end­anna. Ef ætl­unin sé að loka eigi að hafa kjark til að gera það á réttum for­send­um. Lokun sé mikið áhyggju­efni og afkoma margra sé í húfi. „Al­þjóð­legir auð­hringir skeyta hvorki um manns­líf, ein­stak­linga, fjöl­skyld­ur, sam­fé­lög eða annað til að hámarka gróða sinn,“ segir Guð­mundur að lok­um. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kórónuveirufaraldurinn leiddi af sér gríðarlega aukningu á atvinnuleysi.
Um ellefu þúsund manns hafa verið atvinnulaus í hálft ár eða lengur
26.437 manns eru atvinnulaus að öllu leyti eða hluta. Langtímaatvinnuleysi hefur stóraukist og þeir sem hafa verið án atvinnu í eitt ár eða lengur eru nú 156 prósent fleiri en fyrir ári.
Kjarninn 17. janúar 2021
Kjartan Sveinn Guðmundsson
Nýtt ár, ný hugmyndafræði: kynning á veisluhyggju
Kjarninn 17. janúar 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
„Þverpólitísk sátt“ um fjölmiðlafrumvarp í kortunum eftir að Stöð 2 boðaði læstar fréttir
Eftir að Sýn boðaði að fréttum Stöðvar 2 yrði læst virðist hreyfing að komast á frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Mennta- og menningarmálaráðherra telur að „þverpólitísk sátt“ sé að nást um styrkjakerfi, sem sjálfstæðismenn hafa lagst gegn.
Kjarninn 17. janúar 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Óttast að „tveggja flokka kerfi“ myndist ef flokkar útiloki samstarf við aðra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson eru sammála um að kjósendur eigi að hafa skýra sýn á hverskonar ríkisstjórnir flokkar vilji mynda eftir kosningar. Sigmundur vill þó ekki útiloka samvinnu með neinum og kallar Samfylkingu „útilokunarflokk.“
Kjarninn 17. janúar 2021
Frá dómssalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti 'Ndrangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómssal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None