Formaður VM: Rio Tinto „alþjóðlegur auðhringur sem á sér viðbjóðslega sögu um allan heim“

Ál
Auglýsing

Rio Tinto er alþjóð­legur auð­hringur sem á sér við­bjóðs­lega sögu um allan heim, þar sem manns­líf hafa litlu skipt í leit þeirra að auknum hagn­aði. Þetta segir Guð­mundur Ragn­ars­son, for­maður félags vél­stjóra og málm­tækni­manna, í nýjum pistli. Guð­mundur fer hörðum orðum um Rio Tinto Alcan og fram­göngu fyr­ir­tæk­is­ins í kjara­deilu fyr­ir­tæk­is­ins og starfs­mann­anna í álver­inu í Straums­vík. Verk­fall hefst í álver­inu í næstu viku ef ekki hefur samist fyrir þann tíma. 

„Um hvað snýst deilan í ÍSAL í raun? Hún snýst um alþjóða­væð­ingu auð­hringa sem beita öllum ráðum til að sjúga eins og þeir geta út úr þeim hag­kerfum sem þeir starfa í, með því að greiða lág laun, helst enga skatta né aðrar skyld­ur,“ skrifar Guð­mundur í pistl­in­um. Hann segir að sam­fé­lagið verði að átta sig á því að deilan snú­ist ekki um þessi störf sem Rio Tinto vilji fá í verk­töku, en um það hefur verið deilt í kjara­deil­unni. Það skili fyr­ir­tæk­inu engu í þeirri miklu veltu og litla launa­kost­aði sem það hafi. 

„Við höfum látið þessi fyr­ir­tæki hafa orku á hag­kvæmu verði til að fá þau hing­að. Þau hafa óhindr­aða mögu­leika á að lána sjálfum sér á okur­vöxtum og kom­ast þannig hjá að greiða eðli­lega skatta af hagn­að­i,“ segir Guð­mund­ur. Ef láta eigi þeim eftir að fá vinn­una gef­ins líka, „þá er lítið fyrir okkur að hafa, sem sam­fé­lag, af veru þeirra hér. Það verður að stoppa þetta í fæð­ing­u.“ Ef það verði ekki gert muni hin stór­iðju­fyr­ir­tækin fara sömu leið til þess að skera niður launa­kostn­að, eflaust með hót­unum um að loka og fara ef þau fái ekki sitt fram. 

Auglýsing

Guð­mundur segir það vera Sam­tökum atvinnu­lífs­ins til ævar­andi skammar að „vera farin að ganga erinda auð­hringa til að skaða íslenskt sam­fé­lag.“ Hann gagn­rýnir líka Lands­virkjun fyrir að veita ekki upp­lýs­ingar um ákvæði raf­orku­samn­ings­ins við Rio Tinto. 

Hann skorar á þing­menn að styðja kröfu starfs­manna í álver­inu og taka slag­inn við auð­hring­inn. „Látum hann finna fyrir að við ætlum ekki að láta vaða yfir okk­ur.“ 

Hann segir fyr­ir­tækið spila ljótan leik ef það er að nota starfs­fólkið til að fá hag­kvæm­ari raf­orku­samn­ing sýni það skít­legt eðli eig­end­anna. Ef ætl­unin sé að loka eigi að hafa kjark til að gera það á réttum for­send­um. Lokun sé mikið áhyggju­efni og afkoma margra sé í húfi. „Al­þjóð­legir auð­hringir skeyta hvorki um manns­líf, ein­stak­linga, fjöl­skyld­ur, sam­fé­lög eða annað til að hámarka gróða sinn,“ segir Guð­mundur að lok­um. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stríðsleikurinn sem fór úr böndunum
Nýlega voru birt leyniskjöl um atburði sem tengjast heræfingum NATO og Bandaríkjanna árið 1983, þar sem munaði litlu að stigmögnun hefði geta leitt til kjarnorkustríðs.
Kjarninn 7. mars 2021
Svona á gangnamunnurinn að líta út frá Rødby
Gullöld á pönnukökueyjunni
Eftir mörg erfiðleikaár, og fólksflótta, sjá íbúar dönsku eyjunnar Lálands nú fram á betri tíð með þúsundum nýrra starfa. Ástæðan er Femern tengingin svonefnda milli Danmerkur og Þýskalands.
Kjarninn 7. mars 2021
Jörð hefur skolfið í grennd við Keili frá því í síðustu viku.
Vefur Veðurstofunnar tilbúinn í slaginn
Álagið á vef Veðurstofunnar hefur verið mikið frá því að jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga í síðustu viku. Einu sinni datt vefurinn alveg niður en nú er búið að efla þol hans til muna.
Kjarninn 6. mars 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Stefnuskráin
Kjarninn 6. mars 2021
Heimir Snorrason
Til varnar algóritmanum
Kjarninn 6. mars 2021
Mjólkurvörur frá MS
Segir yfirlýsingar MS „í besta falli hlægilegar“
Forsvarsmenn Mjólku gefa lítið fyrir yfirlýsingar Mjólkursamsölunnar, sem dæmd var fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína, um að aðgerðir hennar hefðu verið gerðar í góðri trú.
Kjarninn 6. mars 2021
Brugghúsafrumvarp Áslaugar Örnu vekur litla kátínu hjá Landlæknisembættinu og ÁTVR
Embætti landlæknis telur „góða sátt“ um núverandi fyrirkomulag áfengissölu, en lítil merki eru um það í þeim fjölmörgu umsögnum sem borist hafa Alþingi undanfarna daga vegna frumvarps dómsmálaráðherra um sölu bjórs beint frá brugghúsum.
Kjarninn 6. mars 2021
Tíu staðreyndir um Ásmundarsalsmálið og eftirmála þess
Ráðherra varð uppvís að því að vera viðstaddur viðburð/samkvæmi/listaverkasölu á Þorláksmessu, þegar strangar sóttvarnarreglur voru við lýði. Grunur var um brot á þeim. Síðan þá hefur málið tekið marga pólitíska snúninga. Hér eru helstu staðreyndir þess.
Kjarninn 6. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None