Ekkert bendir til þess að unnið sé að fullu afnámi verðtryggingar

Bjarni Benediktsson
Auglýsing

Í svari Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, við fyr­ir­spurn Björg­vins G. Sig­urðs­sonar, þing­manns ­Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, um afnám verð­trygg­ingar er ekk­ert sem gefur til kynna að unnið sé að fullu afnámi verð­trygg­ingar innan ráðu­neytis hans.

Björg­vin spurði hvort fyrir liggi, eða unnið sé eft­ir, ­tíma­settri áætlun um afnám verð­trygg­ing­ar, til hvaða lána­flokka verð­trygg­inga­flokka slíkt bann ætti að ná til, hvort að lagt verði til að þak á upp­hæð breyti­legra verð­tryggðra vaxta og ef svo væri hvert vaxta­þakið yrði.

Auglýsing

Bjarni svarar engri spurn­ing­anna beint en segir að sú vinna ­sem standi yfir lúti „að því að draga úr vægi verð­trygg­ing­ar“ og að hún bygg­is­t á til­lögum sem sér­fræði­hópur um afnám verð­trygg­ingar skil­aði af sér í jan­ú­ar 2014. Í nið­ur­stöðum hóps­ins var lagt til að óheim­ilt yrði að bjóða neyt­end­um verð­tryggð lán með jöfnum greiðslum til lengri tíma en 25 ára, að lág­marks­tím­i nýrra verð­tryggðra neyt­enda­lána yrði lengdur í allt að tíu ár, að tak­mark­an­ir yrðu gerðar á veð­setn­ingu verð­tryggðra íbúða­lána og að hvati yrði auk­inn til­ ­töku og veit­ingar óverð­tryggðra lána.

Hóp­ur­inn lagið hins vegar ekki til fullt afnám verð­trygg­ing­ar.

Í svari Bjarna við fyr­ir­spurn Björg­vins seg­ir: „ Unnið er að áhrifa­mati til­lagn­anna og hefur í því skyni verið óskað eftir grein­ingum og álitum frá­ ­eft­ir­lits­stofn­un­um. Þá hefur ráðu­neytið lagt áherslu á að meta þær aðgerðir sem ­mögu­legar eru til að koma til móts við tekju­lægri ein­stak­linga og fyrstu kaup­end­ur fast­eigna“.

Eng­inn sam­hljómur milli rík­is­stjórn­ar­flokka

Bjarni hef­ur raunar áður sagt að ekki standi til að afnema verð­trygg­ingu. Það ­gerði hann m.a. í apríl síð­ast­liðn­um.

Þing­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins, sem situr í rík­is­stjórn með­ ­Sjálf­stæð­is­flokki Bjarna Bene­dikts­son­ar, hafa hins vegar haldið uppi þrýst­ing­i á að rík­is­stjórnin vinni að afnámi verð­trygg­ing­ar, enda kom skýrt fram í stefnu­skrá flokks­ins í fyrir kosn­ing­arnar árið 2013 að hann ætl­aði sér að af­nema verð­trygg­ingu á neyt­enda­lán­um. Þar sagði: „Fyrsta skrefið verði að setja þak á hækkun verð­trygg­ing­ar ­neyt­enda­lána. Skip­aður verði starfs­hópur sér­fræð­inga til að und­ir­búa breyt­ing­ar á stjórn efna­hags­mála sam­hliða afnámi verð­trygg­ing­ar­inn­ar, meðal ann­ars til að ­tryggja hags­muni lán­þega gagn­vart of miklum sveiflum á vaxta­stigi óverð­tryggðra lána. Starfs­hóp­ur­inn skili nið­ur­stöðum fyrir árs­lok 2013.“

Í októ­ber sagð­i ­Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra í við­tali á á Útvarpi Sögu að rík­is­stjórnin ætl­aði að afnema verð­trygg­ing­u. Willum Þór Þórs­son, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sagði í út­varps­þætti skömmu síðar að ef rík­is­stjórnin færi ekki að koma þessu máli á dag­skrá þá yrðu þing­menn að taka málið upp. Þann 6. októ­ber flutti Elsa Lára ­Arn­ar­dóttir ræðu í þing­inu þar sem hún hvatti til þess að verð­trygg­ingin yrði „tek­in úr sam­band­i“.

Sagði að vinna við afnám verð­trygg­ingar sé komin aftur á skrið

Elsa Lára lagð­i ­síðan inn fyr­ir­spurn til Bjarna um hversu stór hluti verð­tryggðra eigna ­ís­lenskra við­skipta­banka væru verðr­tyggð hús­næð­is­lán. Í svari Bjarna, sem var birt í gær, kom fram að 57,3 pró­sent þeirra eigna væru slik lán. 

Elsa Lára ­sagði í kjöl­farið við Vísi að það væri farið að þynn­ast í þol­in­mæð­inni gagn­vart verk­leysi rík­is­stjórn­ar­innar í afnámi verð­trygg­ing­ar. „Við erum ekki búin að gef­ast upp og við vitum það, eins og Sig­mundur sagði, á mið­stjórn­ar­fundi okkar um helg­ina, að loks­ins væri vinna við afnám verð­trygg­ingar komin á skrið aftur og ég veit að það er unnið núna inni í ráðu­neyt­un­um.“ Elsa Lára gekkst við því að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefði „sett ­spurn­inga­merki við“ afnám verð­trygg­ing­ar. „Þeir eru ekki jafn ákveðnir og við í því að gera þetta en það er samt kom­inn sam­hljómur núna,“ sagði Elsa Lára við Vísi í dag.

Drónaárás í Sádí-Arabíu ýtir olíuverðinu upp á við
Aldrei í sögunni hefur olíuverð hækkað jafnt mikið á jafn skömmum tíma, eins og gerðist í kjölfar drónaárásar á olíuframleiðslusvæði Aramco í Sádí-Arabíu.
Kjarninn 16. september 2019
Segir ríkislögreglustjóra bera skyldu til að tilkynna um spillingu
Verðandi formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir að Haraldur Johannessen eigi að tilkynna um spillingu sem hann viti af. Í viðtali í gær lét hann í það skína að slík væri til staðar.
Kjarninn 15. september 2019
Íslendingurinn Reynir ætlar að taka upp Flamenco plötu
Reynir Hauksson hefur lært hjá einum helsta gítarkennara Granada. Nú safnar hann fyrir gerð Flamenco plötu á Karolina Fund.
Kjarninn 15. september 2019
Fosfatnáma
Upplýsingaskortur ógnar matvælaöryggi
Samkvæmt nýrri rannsókn íslenskra og erlendra fræðimanna ógnar skortur á fullnægjandi upplýsingum um birgðir fosfórs matvælaöryggi í heiminum.
Kjarninn 15. september 2019
Besta platan með Metallica – Master of Puppets
Gefin út af Elektra þann 3. mars 1986, 8 lög á 54 mínútum og 47 sekúndum.
Kjarninn 15. september 2019
Guðmundur Kristjánsson er stærsti eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur sem er stærsti eigandi Brim.
Útgerðarfélag Reykjavíkur hagnaðist um 1,5 milljarð í fyrra
Stærsti eigandi Brim, sem hét áður HB Grandi, bókfærði eignarhlut sinn í félaginu á rúmlega 15 prósent hærra verði en skráð markaðsverð hlutarins var á reikningsskiladegi. Eignir Brim voru metnar á um 60 milljarða króna um síðustu áramót.
Kjarninn 15. september 2019
Eiríkur Ragnarsson
RÚV á kannski heima á auglýsingamarkaði eftir allt saman
Kjarninn 15. september 2019
Vinningstillaga Henning Larsen arkitektastofunnar að því hvernig Vinge ætti að líta út. Veruleikinn í dag er allt annar.
Danska skýjaborgin Vinge
Það er ekki nóg að fá háleitar hugmyndir, það þarf líka einhvern til að framkvæma þær. Þessu hafa bæjaryfirvöld í Frederikssund á Sjálandi fengið að kynnast, þar sem draumsýn hefur breyst í hálfgerða martröð.
Kjarninn 15. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None