Ekkert bendir til þess að unnið sé að fullu afnámi verðtryggingar

Bjarni Benediktsson
Auglýsing

Í svari Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, við fyr­ir­spurn Björg­vins G. Sig­urðs­sonar, þing­manns ­Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, um afnám verð­trygg­ingar er ekk­ert sem gefur til kynna að unnið sé að fullu afnámi verð­trygg­ingar innan ráðu­neytis hans.

Björg­vin spurði hvort fyrir liggi, eða unnið sé eft­ir, ­tíma­settri áætlun um afnám verð­trygg­ing­ar, til hvaða lána­flokka verð­trygg­inga­flokka slíkt bann ætti að ná til, hvort að lagt verði til að þak á upp­hæð breyti­legra verð­tryggðra vaxta og ef svo væri hvert vaxta­þakið yrði.

Auglýsing

Bjarni svarar engri spurn­ing­anna beint en segir að sú vinna ­sem standi yfir lúti „að því að draga úr vægi verð­trygg­ing­ar“ og að hún bygg­is­t á til­lögum sem sér­fræði­hópur um afnám verð­trygg­ingar skil­aði af sér í jan­ú­ar 2014. Í nið­ur­stöðum hóps­ins var lagt til að óheim­ilt yrði að bjóða neyt­end­um verð­tryggð lán með jöfnum greiðslum til lengri tíma en 25 ára, að lág­marks­tím­i nýrra verð­tryggðra neyt­enda­lána yrði lengdur í allt að tíu ár, að tak­mark­an­ir yrðu gerðar á veð­setn­ingu verð­tryggðra íbúða­lána og að hvati yrði auk­inn til­ ­töku og veit­ingar óverð­tryggðra lána.

Hóp­ur­inn lagið hins vegar ekki til fullt afnám verð­trygg­ing­ar.

Í svari Bjarna við fyr­ir­spurn Björg­vins seg­ir: „ Unnið er að áhrifa­mati til­lagn­anna og hefur í því skyni verið óskað eftir grein­ingum og álitum frá­ ­eft­ir­lits­stofn­un­um. Þá hefur ráðu­neytið lagt áherslu á að meta þær aðgerðir sem ­mögu­legar eru til að koma til móts við tekju­lægri ein­stak­linga og fyrstu kaup­end­ur fast­eigna“.

Eng­inn sam­hljómur milli rík­is­stjórn­ar­flokka

Bjarni hef­ur raunar áður sagt að ekki standi til að afnema verð­trygg­ingu. Það ­gerði hann m.a. í apríl síð­ast­liðn­um.

Þing­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins, sem situr í rík­is­stjórn með­ ­Sjálf­stæð­is­flokki Bjarna Bene­dikts­son­ar, hafa hins vegar haldið uppi þrýst­ing­i á að rík­is­stjórnin vinni að afnámi verð­trygg­ing­ar, enda kom skýrt fram í stefnu­skrá flokks­ins í fyrir kosn­ing­arnar árið 2013 að hann ætl­aði sér að af­nema verð­trygg­ingu á neyt­enda­lán­um. Þar sagði: „Fyrsta skrefið verði að setja þak á hækkun verð­trygg­ing­ar ­neyt­enda­lána. Skip­aður verði starfs­hópur sér­fræð­inga til að und­ir­búa breyt­ing­ar á stjórn efna­hags­mála sam­hliða afnámi verð­trygg­ing­ar­inn­ar, meðal ann­ars til að ­tryggja hags­muni lán­þega gagn­vart of miklum sveiflum á vaxta­stigi óverð­tryggðra lána. Starfs­hóp­ur­inn skili nið­ur­stöðum fyrir árs­lok 2013.“

Í októ­ber sagð­i ­Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra í við­tali á á Útvarpi Sögu að rík­is­stjórnin ætl­aði að afnema verð­trygg­ing­u. Willum Þór Þórs­son, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sagði í út­varps­þætti skömmu síðar að ef rík­is­stjórnin færi ekki að koma þessu máli á dag­skrá þá yrðu þing­menn að taka málið upp. Þann 6. októ­ber flutti Elsa Lára ­Arn­ar­dóttir ræðu í þing­inu þar sem hún hvatti til þess að verð­trygg­ingin yrði „tek­in úr sam­band­i“.

Sagði að vinna við afnám verð­trygg­ingar sé komin aftur á skrið

Elsa Lára lagð­i ­síðan inn fyr­ir­spurn til Bjarna um hversu stór hluti verð­tryggðra eigna ­ís­lenskra við­skipta­banka væru verðr­tyggð hús­næð­is­lán. Í svari Bjarna, sem var birt í gær, kom fram að 57,3 pró­sent þeirra eigna væru slik lán. 

Elsa Lára ­sagði í kjöl­farið við Vísi að það væri farið að þynn­ast í þol­in­mæð­inni gagn­vart verk­leysi rík­is­stjórn­ar­innar í afnámi verð­trygg­ing­ar. „Við erum ekki búin að gef­ast upp og við vitum það, eins og Sig­mundur sagði, á mið­stjórn­ar­fundi okkar um helg­ina, að loks­ins væri vinna við afnám verð­trygg­ingar komin á skrið aftur og ég veit að það er unnið núna inni í ráðu­neyt­un­um.“ Elsa Lára gekkst við því að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefði „sett ­spurn­inga­merki við“ afnám verð­trygg­ing­ar. „Þeir eru ekki jafn ákveðnir og við í því að gera þetta en það er samt kom­inn sam­hljómur núna,“ sagði Elsa Lára við Vísi í dag.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óðinn Jónsson
Níræða Ríkisútvarpið
Kjarninn 5. desember 2020
Af þeim 2.333 íbúðum sem byggingaraðilarnir hyggjast reisa eru 1.368 á höfuðborgarsvæðinu og 965 á landsbyggðinni.
78 aðilar vilja byggja 2.333 íbúðir
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir áhyggjur af því að kröfur hlutdeildarlána kæmu í veg fyrir að sótt yrði um þau og hagkvæmt húsnæði byggt, virðast hafa verið óþarfar.
Kjarninn 5. desember 2020
Rannsókn á undanskotum vegna fjárfestingarleiðarinnar stutt á veg komin
Mál tengt einstaklingi sem grunaður er um að hafa skotið undan fjármagnstekjum með því að nýta sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands fór frá skattrannsóknarstjóra til héraðssaksóknara í maí. Þar er rannsókn þess stutt á veg komin.
Kjarninn 5. desember 2020
Verksmiðjutogarinn Heinaste er búinn að fara í slipp og heitir nú Tutungeni.
Árs kyrrsetningu lokið og togari seldur en andvirðinu haldið eftir í Namibíu
Samherji sagði frá því í vikunni að togarinn Heinaste væri laus úr vörslu namibískra yfirvalda og hefði verið seldur í þokkabót. Ekki fylgdi þó fréttatilkynningu fyrirtækisins að söluandvirðinu yrði haldið sem tryggingu á bankareikningi í Namibíu.
Kjarninn 5. desember 2020
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu í kórónuveirufaraldri
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None