Ekkert bendir til þess að unnið sé að fullu afnámi verðtryggingar

Bjarni Benediktsson
Auglýsing

Í svari Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, við fyr­ir­spurn Björg­vins G. Sig­urðs­sonar, þing­manns ­Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, um afnám verð­trygg­ingar er ekk­ert sem gefur til kynna að unnið sé að fullu afnámi verð­trygg­ingar innan ráðu­neytis hans.

Björg­vin spurði hvort fyrir liggi, eða unnið sé eft­ir, ­tíma­settri áætlun um afnám verð­trygg­ing­ar, til hvaða lána­flokka verð­trygg­inga­flokka slíkt bann ætti að ná til, hvort að lagt verði til að þak á upp­hæð breyti­legra verð­tryggðra vaxta og ef svo væri hvert vaxta­þakið yrði.

Auglýsing

Bjarni svarar engri spurn­ing­anna beint en segir að sú vinna ­sem standi yfir lúti „að því að draga úr vægi verð­trygg­ing­ar“ og að hún bygg­is­t á til­lögum sem sér­fræði­hópur um afnám verð­trygg­ingar skil­aði af sér í jan­ú­ar 2014. Í nið­ur­stöðum hóps­ins var lagt til að óheim­ilt yrði að bjóða neyt­end­um verð­tryggð lán með jöfnum greiðslum til lengri tíma en 25 ára, að lág­marks­tím­i nýrra verð­tryggðra neyt­enda­lána yrði lengdur í allt að tíu ár, að tak­mark­an­ir yrðu gerðar á veð­setn­ingu verð­tryggðra íbúða­lána og að hvati yrði auk­inn til­ ­töku og veit­ingar óverð­tryggðra lána.

Hóp­ur­inn lagið hins vegar ekki til fullt afnám verð­trygg­ing­ar.

Í svari Bjarna við fyr­ir­spurn Björg­vins seg­ir: „ Unnið er að áhrifa­mati til­lagn­anna og hefur í því skyni verið óskað eftir grein­ingum og álitum frá­ ­eft­ir­lits­stofn­un­um. Þá hefur ráðu­neytið lagt áherslu á að meta þær aðgerðir sem ­mögu­legar eru til að koma til móts við tekju­lægri ein­stak­linga og fyrstu kaup­end­ur fast­eigna“.

Eng­inn sam­hljómur milli rík­is­stjórn­ar­flokka

Bjarni hef­ur raunar áður sagt að ekki standi til að afnema verð­trygg­ingu. Það ­gerði hann m.a. í apríl síð­ast­liðn­um.

Þing­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins, sem situr í rík­is­stjórn með­ ­Sjálf­stæð­is­flokki Bjarna Bene­dikts­son­ar, hafa hins vegar haldið uppi þrýst­ing­i á að rík­is­stjórnin vinni að afnámi verð­trygg­ing­ar, enda kom skýrt fram í stefnu­skrá flokks­ins í fyrir kosn­ing­arnar árið 2013 að hann ætl­aði sér að af­nema verð­trygg­ingu á neyt­enda­lán­um. Þar sagði: „Fyrsta skrefið verði að setja þak á hækkun verð­trygg­ing­ar ­neyt­enda­lána. Skip­aður verði starfs­hópur sér­fræð­inga til að und­ir­búa breyt­ing­ar á stjórn efna­hags­mála sam­hliða afnámi verð­trygg­ing­ar­inn­ar, meðal ann­ars til að ­tryggja hags­muni lán­þega gagn­vart of miklum sveiflum á vaxta­stigi óverð­tryggðra lána. Starfs­hóp­ur­inn skili nið­ur­stöðum fyrir árs­lok 2013.“

Í októ­ber sagð­i ­Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra í við­tali á á Útvarpi Sögu að rík­is­stjórnin ætl­aði að afnema verð­trygg­ing­u. Willum Þór Þórs­son, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sagði í út­varps­þætti skömmu síðar að ef rík­is­stjórnin færi ekki að koma þessu máli á dag­skrá þá yrðu þing­menn að taka málið upp. Þann 6. októ­ber flutti Elsa Lára ­Arn­ar­dóttir ræðu í þing­inu þar sem hún hvatti til þess að verð­trygg­ingin yrði „tek­in úr sam­band­i“.

Sagði að vinna við afnám verð­trygg­ingar sé komin aftur á skrið

Elsa Lára lagð­i ­síðan inn fyr­ir­spurn til Bjarna um hversu stór hluti verð­tryggðra eigna ­ís­lenskra við­skipta­banka væru verðr­tyggð hús­næð­is­lán. Í svari Bjarna, sem var birt í gær, kom fram að 57,3 pró­sent þeirra eigna væru slik lán. 

Elsa Lára ­sagði í kjöl­farið við Vísi að það væri farið að þynn­ast í þol­in­mæð­inni gagn­vart verk­leysi rík­is­stjórn­ar­innar í afnámi verð­trygg­ing­ar. „Við erum ekki búin að gef­ast upp og við vitum það, eins og Sig­mundur sagði, á mið­stjórn­ar­fundi okkar um helg­ina, að loks­ins væri vinna við afnám verð­trygg­ingar komin á skrið aftur og ég veit að það er unnið núna inni í ráðu­neyt­un­um.“ Elsa Lára gekkst við því að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefði „sett ­spurn­inga­merki við“ afnám verð­trygg­ing­ar. „Þeir eru ekki jafn ákveðnir og við í því að gera þetta en það er samt kom­inn sam­hljómur núna,“ sagði Elsa Lára við Vísi í dag.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Erlendum ríkisborgurum gæti fjölgað um einn Garðabæ út 2023
Útlendingum sem fluttu til Íslands fjölgaði um rúmlega fimm þúsund í fyrra þrátt fyrir efnahagssamdrátt. Þeir hefur fjölgað um 128 prósent frá byrjun árs 2011 og spár gera ráð fyrir að þeim haldi áfram að fjölga á allra næstu árum.
Kjarninn 25. janúar 2020
Kristbjörn Árnason
Hrunadans nútímans
Leslistinn 25. janúar 2020
Kórónaveiran: Heimshorna á milli á innan við 30 dögum
Það var ekkert leyndarmál að á fiskmarkaðinum í Wuhan var hægt að kaupa margt annað en fisk. 41 hefur látist vegna veirusýkingar sem rakin er til markaðarins.
Kjarninn 25. janúar 2020
Stefán Ólafsson
Nýfrjálshyggju Miltons Friedman hafnað í Bandaríkjunum og Davos
Kjarninn 25. janúar 2020
Samdráttur í flugi lagar losunarstöðuna
Losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi dróst verulega mikið saman í fyrra. Það er ein hliðin á miklum efnahagslegum og umhverfislegum áhrifum af minni flugumferð eftir fall WOW Air og kyrrsetninguna á 737 Max vélum Boeing.
Kjarninn 24. janúar 2020
Teitur Björn Einarsson
Teitur Björn leiðir starfshóp um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri
Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hafa ákveðið að skipa starfshóp til að móta tillögur um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri í kjölfar snjóflóðsins þann 14. janúar síðastliðinn.
Kjarninn 24. janúar 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 28. þáttur: Ástir, örlög og Quidditch
Kjarninn 24. janúar 2020
Verðmiðinn á Valitor og verksmiðjunni í Helguvík lækkað um nálægt tíu milljarða á einu ári
Arion banki átti sitt langversta rekstrarár í sögu sinni í fyrra, þegar hagnaðurinn var einn milljarður króna. Mestur var tæplega 50 milljarðar króna árið 2014. Erfiðleikar síðasta árs eru fyrst og síðast vegna tveggja eigna.
Kjarninn 24. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None