Ekkert bendir til þess að unnið sé að fullu afnámi verðtryggingar

Bjarni Benediktsson
Auglýsing

Í svari Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, við fyr­ir­spurn Björg­vins G. Sig­urðs­sonar, þing­manns ­Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, um afnám verð­trygg­ingar er ekk­ert sem gefur til kynna að unnið sé að fullu afnámi verð­trygg­ingar innan ráðu­neytis hans.

Björg­vin spurði hvort fyrir liggi, eða unnið sé eft­ir, ­tíma­settri áætlun um afnám verð­trygg­ing­ar, til hvaða lána­flokka verð­trygg­inga­flokka slíkt bann ætti að ná til, hvort að lagt verði til að þak á upp­hæð breyti­legra verð­tryggðra vaxta og ef svo væri hvert vaxta­þakið yrði.

Auglýsing

Bjarni svarar engri spurn­ing­anna beint en segir að sú vinna ­sem standi yfir lúti „að því að draga úr vægi verð­trygg­ing­ar“ og að hún bygg­is­t á til­lögum sem sér­fræði­hópur um afnám verð­trygg­ingar skil­aði af sér í jan­ú­ar 2014. Í nið­ur­stöðum hóps­ins var lagt til að óheim­ilt yrði að bjóða neyt­end­um verð­tryggð lán með jöfnum greiðslum til lengri tíma en 25 ára, að lág­marks­tím­i nýrra verð­tryggðra neyt­enda­lána yrði lengdur í allt að tíu ár, að tak­mark­an­ir yrðu gerðar á veð­setn­ingu verð­tryggðra íbúða­lána og að hvati yrði auk­inn til­ ­töku og veit­ingar óverð­tryggðra lána.

Hóp­ur­inn lagið hins vegar ekki til fullt afnám verð­trygg­ing­ar.

Í svari Bjarna við fyr­ir­spurn Björg­vins seg­ir: „ Unnið er að áhrifa­mati til­lagn­anna og hefur í því skyni verið óskað eftir grein­ingum og álitum frá­ ­eft­ir­lits­stofn­un­um. Þá hefur ráðu­neytið lagt áherslu á að meta þær aðgerðir sem ­mögu­legar eru til að koma til móts við tekju­lægri ein­stak­linga og fyrstu kaup­end­ur fast­eigna“.

Eng­inn sam­hljómur milli rík­is­stjórn­ar­flokka

Bjarni hef­ur raunar áður sagt að ekki standi til að afnema verð­trygg­ingu. Það ­gerði hann m.a. í apríl síð­ast­liðn­um.

Þing­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins, sem situr í rík­is­stjórn með­ ­Sjálf­stæð­is­flokki Bjarna Bene­dikts­son­ar, hafa hins vegar haldið uppi þrýst­ing­i á að rík­is­stjórnin vinni að afnámi verð­trygg­ing­ar, enda kom skýrt fram í stefnu­skrá flokks­ins í fyrir kosn­ing­arnar árið 2013 að hann ætl­aði sér að af­nema verð­trygg­ingu á neyt­enda­lán­um. Þar sagði: „Fyrsta skrefið verði að setja þak á hækkun verð­trygg­ing­ar ­neyt­enda­lána. Skip­aður verði starfs­hópur sér­fræð­inga til að und­ir­búa breyt­ing­ar á stjórn efna­hags­mála sam­hliða afnámi verð­trygg­ing­ar­inn­ar, meðal ann­ars til að ­tryggja hags­muni lán­þega gagn­vart of miklum sveiflum á vaxta­stigi óverð­tryggðra lána. Starfs­hóp­ur­inn skili nið­ur­stöðum fyrir árs­lok 2013.“

Í októ­ber sagð­i ­Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra í við­tali á á Útvarpi Sögu að rík­is­stjórnin ætl­aði að afnema verð­trygg­ing­u. Willum Þór Þórs­son, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sagði í út­varps­þætti skömmu síðar að ef rík­is­stjórnin færi ekki að koma þessu máli á dag­skrá þá yrðu þing­menn að taka málið upp. Þann 6. októ­ber flutti Elsa Lára ­Arn­ar­dóttir ræðu í þing­inu þar sem hún hvatti til þess að verð­trygg­ingin yrði „tek­in úr sam­band­i“.

Sagði að vinna við afnám verð­trygg­ingar sé komin aftur á skrið

Elsa Lára lagð­i ­síðan inn fyr­ir­spurn til Bjarna um hversu stór hluti verð­tryggðra eigna ­ís­lenskra við­skipta­banka væru verðr­tyggð hús­næð­is­lán. Í svari Bjarna, sem var birt í gær, kom fram að 57,3 pró­sent þeirra eigna væru slik lán. 

Elsa Lára ­sagði í kjöl­farið við Vísi að það væri farið að þynn­ast í þol­in­mæð­inni gagn­vart verk­leysi rík­is­stjórn­ar­innar í afnámi verð­trygg­ing­ar. „Við erum ekki búin að gef­ast upp og við vitum það, eins og Sig­mundur sagði, á mið­stjórn­ar­fundi okkar um helg­ina, að loks­ins væri vinna við afnám verð­trygg­ingar komin á skrið aftur og ég veit að það er unnið núna inni í ráðu­neyt­un­um.“ Elsa Lára gekkst við því að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefði „sett ­spurn­inga­merki við“ afnám verð­trygg­ing­ar. „Þeir eru ekki jafn ákveðnir og við í því að gera þetta en það er samt kom­inn sam­hljómur núna,“ sagði Elsa Lára við Vísi í dag.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðuneytin byrjuðu á föstudag að birta upplýsingar úr málaskrám sínum, eins og þeim ber að gera samkvæmt breytingum á upplýsingalögum.
Óvart of mikið gagnsæi hjá heilbrigðisráðuneytinu
Persónuverndarfulltrúi stjórnarráðsins tilkynnti í gær öryggisbrest til Persónuverndar vegna mistaka sem urðu við birtingu á upplýsingum úr málaskrá heilbrigðisráðuneytisins. Rangt skjal með of miklum upplýsingum fór á vefinn í skamma stund.
Kjarninn 3. mars 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Leitaði svara hjá lögreglustjóra en ákvað síðan að svara ekki fjölmiðlum
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir í svari við fyrirspurn Kjarnans að hún hafi ekki talið við hæfi að veita fjölmiðlum upplýsingar um samkomuna í Ásmundarsal á Þorláksmessu, eftir að ljóst var hvers eðlis málið var.
Kjarninn 3. mars 2021
Þjónustuútflutningur jókst hratt í desember, þrátt fyrir að ferðaþjónustan hafi enn verið í lamasessi.
Útflutningur þjónustu stórjókst í desember
Þrátt fyrir hrun í stærstu útflutningsgreinnni flytjum við enn meira út af þjónustu en við kaupum frá öðrum löndum. Þjónustuafgangurinn var mikill á síðasta ársfjórðungi, sér í lagi vegna mikils útflutnings í desember.
Kjarninn 3. mars 2021
Vinnustundir voru fleiri í fyrra en Seðlabankinn gerði ráð fyrir
Laun á hverja vinnustund héldust nær óbreytt í fyrra
Á meðan launavísitalan hækkaði umtalsvert á síðasta ári voru laun og launatengd gjöld á hverja unna vinnustund nánast óbreytt. Þetta er minnsta hækkun launa á vinnustund frá upphafi mælinga árið 2003.
Kjarninn 3. mars 2021
Dauði geisladisksins, tilkoma Spotify og upprisa vínylplötunnar
Áætlað er að Spotify hafi haft um 700 milljónir króna í tekjur af íslenskum notendum á árinu 2019, og að 90 prósent allra tekna vegna sölu á tónlist hafi verið vegna streymisveitna. Sala á vínylplötum hefur þó líka tekið kipp, og átjánfaldast á fáum árum.
Kjarninn 2. mars 2021
Halldór Gunnarsson
Samtök eldri borgara ráðalaus eða hvað?
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar.
Neitar að hafa brotið trúnað og segir „kostulegt“ að ráðuneytið geri athugasemdir
Helga Vala Helgadóttir telur sig ekki hafa brotið trúnað með því að ræða um efnisatriði sem komu fram á lokuðum nefndarfundi í sjónvarpsviðtali. Hún segir stöðu hjúkrunarheimila of alvarlega fyrir „pólitíska leiki.“
Kjarninn 2. mars 2021
Áréttar að það sé „salur til rannsóknar en ekki ráðherra“
Símtöl dómsmálaráðherra til lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins voru rædd í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Áslaug sagði símtölin ekki skráningarskyld þar sem hún hefði hringt til að afla sér upplýsinga en ekki í formlegum erindagjörðum.
Kjarninn 2. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None