Forsætisráðuneytið hefur ráðið Unu Maríu Óskarsdóttur sem verkefnastjóra í ráðuneytinu til þess að starfa með ráðherranefnd um lýðheilsu.
Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu kemur fram að Una María sé með BA próf í uppeldis- og menntunarfræðum og meistarapróf í lýðheilsuvísindum. Hún hafi meðal annars verið verkefnisstjóri ráðherranefndar um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum í félagsmálaráðuneytinu, verkefnisstjóri forvarna í heilbrigðisráðuneytinu og aðstoðarmaður umhverfisráðherra. Hún hafi lengi unnið að félagsmálum, en hún var lengi forseti Kvenfélagasambands Íslands.
Una María var lengi bæjarfulltrúi fyrir Framsóknarflokkinn í Kópavogi. Hún var einnig varaþingmaður fyrir Framsóknarflokkinn, hefur verið formaður Landssambands framsóknarkvenna og formaður félags framsóknarkvenna í Kópavogi.