Hagstofan: Ungt fólk er ekki að flytja burt í meira mæli en áður

fólk mótmæli kennarar kennari
Auglýsing

Engar mark­verðar breyt­ingar hafa átt sér stað á hlut­fall­i ­ís­lenskra rík­is­borg­ara sem fluttu til og frá land­inu á mis­mun­andi ald­urs­bil­i árið 2015 borið saman við sam­bæri­legt hlut­fall áranna 1986 til 2014. Auk­in ­fjöldi brott­fluttra er ekki umfram það sem telja má eðli­lega sveiflu miðað við ­fyrri ár. „Þessi nið­ur­staða á við hvort sem horft er til búferla­flutn­inga hjá ein­stak­lingum eða kjarna­fjöl­skyld­um." Þetta kemur fram í nýrri útgáfu Hag­stofu Ís­lands sem mælir breyt­ingar í flutn­ings­jöfn­uði fyrstu þrjá árs­fjórð­unga 2015.

Morg­un­blaðið greindi frá því 11. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn að alls hafi 3.210 íslenskir rík­is­borg­ar­ar frá Íslandi á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2015, eða um 1.130 fleiri en fluttu til­ þess. Brott­fluttir íslenskir rík­is­borg­ara umfram heim­komna hefðu ein­ungis fimm sinnum verið fleiri sam­kvæmt gagna­grunni Hag­stofu Íslands, sem nær til 1961. Það voru árin 1970, 1995, 2009, 2010 og 2011. Öll þau ár komu hins vegar í kjöl­far kreppu­ára, þ.e. ára þar sem sam­dráttur ríkti í íslensku hag­kerfi. Það er ekki raunin nú, þar sem hag­vöxtur hefur verið hér­lendis frá árinu 2011. Því er ekki um kreppu­flutn­inga að ræða.

Þar var einnig rætt við Ásgeir Jóns­son, dós­ent í hag­fræði við Háskóla Íslands. Hann segir að það virð­ist eitt­hvað djúp­stæð­ara á ferð­inni og að vís­bend­ingar séu um að marg­t há­skóla­fólk flytji úr landi. Bat­inn á vinnu­mark­aði, sem átt hefur sér stað á und­an­förnum árum, hefði ekki skilað sér til mennt­aðs fólks nema að tak­mörk­uð­u ­leyti.

Auglýsing

Ásgeir sagði rann­sókn­ir ­sýna að það sé einkum ungt fólk sem hleypi heim­drag­anum og leiti betri kjara er­lend­is. Því sé mögu­legt að of mik­ill launa­jöfn­uður sé orð­inn vanda­mál þeg­ar komi að því að halda ungu fólki í land­inu.

Hag­stofan getur ekki greint ástæður þess að ­fólk flytur

Þessu hafn­ar Hag­stofan í nýrri útgáfu sinni. Þar segir hún að ekki sjá­ist neinn munur sé horft til þeirra sem eru yngri en 40 ann­ars vegar og eldri en 45 hins veg­ar. Þess þá heldur sjást engar vís­bend­ingar um breytta búferla­flutn­inga þeirra sem eru 20-24 ára eða 25-29 ára. Einu mark­tæku nið­ur­stöð­urnar taka til ald­urs­hóps­ins 40-44 ára sem eru hreyf­an­legri síð­ustu ár (2009-2015) en áður hefur sést. Árið 2015 fluttu mark­tækt fleiri í þessum ald­urs­hópi til Íslands en áður og ­lít­il­lega fleiri fluttu brott. Eftir hrunið 2008, einkum frá árinu 2010, má al­mennt greina meiri hreyf­an­leika fólks á aldr­inum 40-60 ára bæði í brott­flutn­ingi og aðflutn­ing­i.“

Breyti­leiki flutn­ings­jöfn­uðar hjá ein­stak­ling­um og fjöl­skyld­um, milli tveggja sam­liggj­andi ára, sýni því ekki mark­tækar breyt­ing­ar sé horft til tólf mán­aða, frá 1. októ­ber til 30. sept­em­ber, árin 1971–2015. „Í því sam­hengi eru árin 1989 og 2009 frá­brugðin sé horft til ein­stak­linga en að­eins 2009 sé horft til fjöl­skyldna. Þar eru greini­leg áhrif efna­hags­hruns­ins 2008.

Í úttekt Hag­stof­unnar segir að gögn um brott­flutta og aðflutta íslenska rík­is­borg­ara sýni sterka fylgni við líkan sem inni­haldi fjölda útskrif­aðra stúd­enta, þróun vergrar lands­fram­leiðslu og at­vinnu­leys­is­stig. Líkan Hag­stof­unnar sýni þó ein­ungis fylgni en getur ekki ­gefið upp­lýs­ingar um orsöku né er það tæm­andi. „Aðrir þættir gætu hugs­an­lega varpað frekara ljósi á flutn­ings­jöfn­uð, t.d. menntun og starf, en þau gögn eru ekki til­tæk í dag.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans á blaðamannafundi í dag.
Stór hópsýking tengd Landakoti – 77 greinst með COVID-19
Það sem óttast var mest, að veiran kæmist inn í viðkvæma hópa, er orðið að veruleika. Umfangsmikil hópsýking er rakin til Landakots og 49 sjúklingar hafa sýkst af COVID-19.
Kjarninn 25. október 2020
Matthías Aron Ólafsson
Saltnámur, gagnsiðbót og orkudrykkir
Kjarninn 25. október 2020
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Segir málið hafa skaðað samskipti sjómanna og útgerðarmanna
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir í yfirlýsingu að Hraðfrysthúsið-Gunnvör hafi ekki farið að leiðbeiningum um mögulegt smit á sjó. Heiðrún er sögð skráður höfundur skjals sem HG sendi fjölmiðlum í dag.
Kjarninn 25. október 2020
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðhera.
Áhöfnin lokuð „inni í stálkassa“
Sjávarútvegsráðherra segist sleginn yfir því sem gerðist um borð í frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni. Hann segir augljóst að farið hafi verið freklega á svig við þau grundvallaratriði sem snúast um öryggi og velferð áhafnar.
Kjarninn 25. október 2020
Þarf að gera Bandaríkin frábær á ný eða þarf að byggja betur upp aftur?
Atvinnuleysi í Bandaríkjunum er umtalsvert og störfum í landinu hefur fækkað á síðustu árum. Gripið hefur verið til mjög kostnaðarsamra efnahagspakka sem hafa gert það að verkum að hallinn á ríkissjóði landsins er nú meiri en hann hefur verið í áratugi.
Kjarninn 25. október 2020
Júlíus Geirmundsson ÍS 270, er gerður út frá Ísafirði.
Útgerðin biðst „einlæglega afsökunar“
Framkvæmdastjóra Hraðfrystihússins-Gunnvarar, sem gerir út Júlíus Geirmundsson, þykir „þungbært að sitja undir ásökunum um að ekki sé hugað nógu vel að heilsu og öryggi starfsmanna“.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None