Ólafur Ragnar: Það þarf að vera forseti sem haggast ekki í róti umræðu, bloggs og hita

21093513079_7919eee943_b.jpg
Auglýsing

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, svarar því ekki beint hvort hann ætli að bjóða sig aftur fram í forsetakosningunum á næsta ári og segir að slík niðurstaða fáist ekki á einhverri einni stundu. „Eitt af því sem skapar mér vanda í þessum efnum er að ég er sífellt að hitta fólk sem hvetur mig áfram. Það er óneitanlega umhugsunarefni hvers vegna hugarástand hjá þjóðinni sé með þeim hætti að það sé ekki yfirgnæfandi skoðun þorra þjóðarinnar, ef ekki allrar, að það sé í fínu lagi að ég hætti.“ Þetta kemur fram í viðtali við Ólaf Ragnar í DV í dag.

Þar segist forsetinn horfa á samfélagið og forsetaembættið að nokkru leyti með augum greindands og reyni að taka sjálfan sig út úr myndinni. „Þá er það visst áhyggjuefni að það skuli enn vera svo ríkt í hugum manna að það þurfi að vera á Bessastöðum einstaklingur sem ekki haggast í róti umræðunnar, bloggsins og hitans sem fylgir átökum dagsins. Þar með er ég ekki að segja að að ég sé eini maðurinn sem geti gegnt því hlutverki. Ég hef sagt við marga að það sé ekki hægt að gera þá kröfu á mig að ég sé alltaf þessi kjölfesta. Ég er búinn að vera lengi í þessu embætti og það felur í sér margvíslegar takmarkanir á einkalífi, sem ég ætla ekkert að tíunda, en eru hluti af þeirri upplifun og skyldum sem felast í embættinu.“

Segir það misskilning að um klækjastjórnmál hafi verið að ræða

Auglýsing

Ólaur Ragnar tilkynnti í áramótaávarpi sínu fyrir fjórum árum að hann ætlaði ekki að bjóða sig aftur fram í forsetakosningunum 2012. Honum snérist síðan hugur eftir að stór hópur skoraði á hann en áskildi sér rétt til að hætta áður en kjörtímabilið væri á enda. Í yfirlýsingu sem Ólafur Ragnar sendi frá sér þá sagði: „Í rök­stuðningi er vísað til vax­andi óvissu varðandi stjórn­skip­an lands­ins og stöðu for­seta í stjórn­ar­skrá, umróts á vett­vangi þjóðmála og flokka­kerf­is, sem og átaka um full­veldi Íslands. Þá er einnig áréttað mik­il­vægi þess að standa vörð um málstað þjóðar­inn­ar á alþjóðavett­vangi.“ 

Ólafur Ragnar hefur, líkt og við blasir, ekki hætt á miðju kjörtímabili. Hann segir að ekki hafi verið um klækjastjórnmál að ræða af sinni hálfu. „Eins og ég fjallaði um í síðasta áramótaávarpi, þá taldi ég rétt að láta af embætti fyrir fjórum árum; það var einlæg skoðun og niðurstaða okkar Dorritar. Síðan hófst atburðarrás sem allir þekkja. Sumir hafa túlkað það þannig að þarna hafi verið á ferð klækjastjórnmál af minni hálfu en það er algjör misskilningur.

Í þessu embætti læra menn að bera virðingu fyrir embættinu og að bera virðingu fyrir þjóðinni. Menn átta sig fljótlega á því þegar þeir eru kosnir til þessa trúnaðar að það er vilji þjóðarinnar sem ræður. Það er sú skylda sem sérhver, sem gegnir þessu embætti, verður að meta mest. Lærdómurinn er sá að þjóðin ræður“.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None