Arion banki braut lög með sölu á hlutabréfum í Högum

Arion.Banki_.4.jpg
Auglýsing

Fjár­mála­eft­ir­litið hefur sektað Arion banka um 30 millj­ónir króna fyrir að hafa brotið gegn lögum um verð­bréfa­við­skipti. Það gerði bank­inn með því að selja hluta­bréf sín í Högum hf. á sama tíma og bank­inn bjó yfir inn­herj­a­upp­lýs­ingum um Haga. Arion banki seg­ist sann­færður um að hafa farið að lög­um. 

Í ákvörðun Fjár­mála­eft­ir­lits­ins kemur fram að hlut­hafi í Högum hafi óskað eftir því við Arion í febr­úar í fyrra að bank­inn leit­aði að kaup­endum fyrir 3 til 6 pró­senta hlut í félag­inu. Hlut­haf­inn var fjár­hags­lega tengdur frum­inn­herjum í fyr­ir­tæk­inu. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans var þarna um að ræða félagið Haga­melur ehf., félag í eigu fjár­fest­anna Árna Hauks­son­ar, Hall­björns Karls­sonar og Sig­ur­björns Þor­kels­son­ar. Þeir seldu 6,6 pró­senta hlut í Högum á þessum tíma. Með söl­unni inn­leystu þeir 2,3 millj­arða króna hreinan hagnað á fjár­fest­ingu sinni í félag­inu, sem var mesti hagn­aður sem einka­fjár­festir hafði inn­leyst frá hruni vegna hluta­bréfa­við­skipta. Kjarn­inn greindi ítar­lega frá við­skipt­unum þegar þau áttu sér stað. 

Bank­inn hafði sam­band við líf­eyr­is­sjóði og í ljós kom að tals­verð eft­ir­spurn var eftir hluta­bréfum og bank­inn ákvað í kjöl­far þess að bjóða öðrum hlut­höfum að selja hluti í Högum á sama gengi og sömu­leiðis bank­anum sjálf­um. Bank­inn seldi hlut í Högum fjórum dögum eftir að hlut­haf­inn kom til bank­ans. 

Auglýsing

Fjár­mála­eft­ir­litið telur að upp­lýs­ingar um fyr­ir­hug­aða sölu fjár­hags­lega tengds aðila á stórum hlut í Högum hafi verið inn­herj­a­upp­lýs­ing­ar, sem hafi verið nægj­an­lega til­greindar og lík­legar til að hafa mark­tæk áhrif á mark­aðs­verð hluta­bréf­anna ef þær væru opin­ber­ar. 

Í fyrsta lagi hafi umtals­verður hlutur verið seldur í einu lagi á skömmum tíma og því hafi mynd­ast skyndi­lega mikið fram­boð af bréf­um, sem líkur stóðu til að myndi leiða til lækk­unar á verði. „Slíkar verð­breyt­ingar eru þó alla jafn­a ­skamm­vinnar ef ekki eru fólgnar frek­ari upp­lýs­ingar í við­skipt­un­um, enda fælu­st ­for­sendur verð­lækk­un­ar­innar þá ekki í und­ir­liggj­andi rekstri eða fram­tíð­ar­vænt­ing­um um gang félags­ins. Engu að síður hefði verið unnt að hagn­ast á verð­hreyf­ing­unn­i.“ 

Og í öðru lagi hafi verið fólgnar ákveðnar upp­lýs­ingar í við­skipt­un­um, stór og leið­andi hlut­hafi var að selja stærstan hlut sinn í félag­inu. „Almennt hefur brott­hvarf kjöl­festu­fjár­festis úr hlut­hafa­hópi nei­kvæð áhrif á hluta­bréfa­verð við­kom­andi félags, í það minnsta til­ ­skemmri tíma. Það sem veldur hinum nei­kvæðu áhrifum er að þegar þeir aðilar sem al­mennt eru taldir búa yfir mestu yfir­sýn­inni og bestu upp­lýs­ing­unum um rekst­ur ­fé­lags­ins sjá ekki lengur hag sinn í því að binda fjár­muni í félag­inu gefa þeir með­ ­söl­unni vís­bend­ingu um að verð bréf­anna sé orðið of hátt metið og því ættu aðr­ir fjár­festar að fylgja í kjöl­farið og reyna að selja sín bréf. Því mátti fyr­ir­fram draga þá á­lyktun að salan kynni að hafa mark­tæk áhrif á skráð hluta­bréfa­verð Haga hf.“ 

Við­skiptin fóru fram í gegnum óhljóð­rit­aða síma 

Arion banki and­mælti ekki því mati Fjár­mála­eft­ir­lits­ins á að um inn­herj­a­upp­lýs­ingar hafi verið að ræða, sam­kvæmt því sem fram kemur í ákvörðun eft­ir­lits­ins. Bank­inn við­ur­kennir í yfir­lýs­ingu í dag að ágallar hafi verið á fram­kvæmd­inni við sölu bréfanna, en seg­ist sann­færður um að hafa farið að lögum í umræddum við­skipt­um. Ágall­arnir hafi verið þeir að ekki hafi verið farið að verk­lags­reglum hvað varðar rekj­an­leika sam­skipta og þess vegna hafi bank­inn ekki getað fært fullar sönnur á að rétt hafi verið staðið að mál­u­m. 

Bank­inn segir að það sé miður að fram­kvæmdin hafi ekki verið eins og best verði á kos­ið. Til að mynda hafi við­skiptin að mestu farið fram í gegnum óhljóð­rit­aða síma. Fram kemur í ákvörðun Fjár­mála­eft­ir­lits­ins að haft hafi verið sam­band við fjár­festa eftir lokun mark­aða og yfir helg­i. 

„Arion banki telur að í umræddum við­skipt­um, þegar bank­inn undir lok febr­úar 2014 seldi um 1% í Hög­um, hafi verið farið að lögum þar sem allir aðilar við­skipt­anna hafi búið yfir sömu upp­lýs­ing­um. Upp­lýs­ing­arnar sem um ræðir snúa að því að hlut­hafi sem var fjár­hags­lega tengdur frum­inn­herjum í Högum hafði, fyrir milli­göngu mark­aðsvið­skipta bank­ans, selt hluta­bréf í félag­inu. Afstaða bank­ans er að ekki geti verið um brot á inn­herja­reglum að ræða þegar aðilar við­skipta hafa sömu upp­lýs­ingar og bygg­ist sú afstaða á Evr­óputil­skip­un­inni sem íslensku verð­bréfa­við­skipta­lögin grund­vall­ast á, lög­skýr­ing­ar­gögn­um, lög­fræði­á­litum og dómafor­dæmum frá Evr­ópu­dóm­stóln­um. Um þetta hefur ágrein­ingur bank­ans við Fjár­mála­eft­ir­litið snú­ist,“ segir bank­inn í til­kynn­ing­u. 

Í kjöl­far við­skipt­anna hefur verk­lag innan bank­ans verið skerpt þannig að alltaf verði unnt að færa sönnur á fram­kvæmd við­skipta. Arion banki hefur engu að síður þá stað­föstu trú að aðilar þess­ara til­teknu við­skipta hafi verið jafn­settir og að lög um verð­bréfa­við­skipti hafi ekki verið brot­in.“ Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands fá myndarlega launahækkun.
Laun þingmanna og ráðherra hækkuðu um 6,3 prósent í byrjun árs 2020
Launahækkun sem þingmenn, ráðherrar og aðrir háttsettir embættismenn frestuðu í fyrra í tengslum við gerð Lífskjarasamninganna tók gildi 1. janúar. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson.
Þorsteinn Víglundsson segir af sér þingmennsku
Varaformaður Viðreisnar hefur tilkynnt forseta Alþingis að hann segi af sér þingmennsku frá 14. apríl næstkomandi til taka að sér „spennandi verkefni á vettvangi atvinnulífsins“.
Kjarninn 8. apríl 2020
Grímur Atlason
To be or not to be inspired by Iceland
Kjarninn 8. apríl 2020
Eyrún Magnúsdóttir
Af fréttum og klósettpappír – má lýðræðið bíða?
Kjarninn 7. apríl 2020
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Viðtal við Héðinn Unnsteinsson
Kjarninn 7. apríl 2020
Snjólaug Ólafsdóttir
Hvað getum við lært af COVID-19 um sjálfbærni og loftslagslausnir?
Kjarninn 7. apríl 2020
Dagur án dauðsfalls af völdum COVID-19
Samkvæmt opinberum tölum hafa ríflega 83.600 manns greinst með veiruna í Kína og að minnsta kosti 3.330 hafa látist úr sjúkdómnum sem hún veldur.
Kjarninn 7. apríl 2020
Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins
Aukin hætta á heimilisofbeldi við aðstæður eins og nú eru
Tvö andlát kvenna undanfarna rúma viku má sennilega rekja til ofbeldis inni á heimilum. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins minnti þjóðina á að úrræði fyrir bæði gerendur og þolendur eru í boði, á daglegum upplýsingafundi almannavarna.
Kjarninn 7. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None