Skúli Mogensen gefur Bjarna og Vigdísi verðbólgueyðandi undrasmyrsl

Vigdis Hauksdóttir
Auglýsing

Skúli Mog­en­sen, for­stjóri og eig­andi flug­fé­lags­ins WOW, gaf í morgun Bjarna Bene­dikts­syni, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, og Vig­dísi Hauks­dótt­ur, for­manni fjár­laga­nefnd­ar, verð­bólgu­eyð­andi undra­smyrsl sem að hans sögn á að slá hratt og vel á óþarfa verð­bólg­u. 

Ástæða þess að Skúli færði Bjarna og Vig­dísi umrætt smyrsl, sem hefur aug­ljós­lega ekki ofan­greind áhrif, er sú að WOW air vildi minna opin­bera aðila á að fara vel með skatt­pen­ingua lands­manna, meðal ann­ars með því að bjóða út flug­miða­kaup. Skúli full­yrðir að ríkið getið sparað sér hund­ruðir millj­óna króna á ári með því að kaupa flug­miða víðar en hjá Icelanda­ir. Félag atvinnu­rek­enda hefur ítrekað bent á und­an­farið að það hvíli ótví­ræð skylda á rík­inu að bjóða út far­miða­kaup­in, sem stað­fest hafi verið með úrskurði kæru­nefndar útboðs­mála frá því í apríl síð­ast­liðn­um. Ríkt hafi ólög­mætt ástand í þessum málum allt frá hausti 2012, eða í meira en þrjú ár. Útboðum Rík­is­kaupa á flug­miðum hefur hins vegar ítrekað verið frestað.

Bjarni Benediktsson tekur við smyrsli.

Auglýsing

Í frétta­til­kynn­ingu frá WOW vegna smyrsl-af­hend­ing­ar­innar segir að þótt slegið hafi verið á létta strengi sé um háal­var­legt mál að ræða. WOW air vildi minna opin­bera aðila á að fara vel með skatt­pen­inga lands­manna og ákvað því að bjóða þeim sem stýra inn­kaup­unum verð­bólgu­eyð­andi áminn­ingu.

Í apríl sl. féll úrskurður kæru­nefndar útboðs­mála þar sem fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu var gert að bjóða út inn­kaup rík­is­ins á flug­miðum til og frá Íslandi. Íslenska ríkið eyðir á ári hverju yfir 900 millj­ónum króna í ferða­þjón­ustu á milli landa og gera má ráð fyrir að tölu­verður hluti þessa kostn­aðar sé vegna flug­miða­kaupa. Ríkið hefur nær ein­göngu keypt flug­miða af einu íslensku flug­fé­lagi þó að sam­an­burður og verðkann­anir sýna að íslenska ríkið gæti náð fram umtals­verðum sparn­aði ef leitað er eftir lægra verði hjá öðrum flug­fé­lög­um. Þrátt fyrir að úrskurður hafi fallið fyrir átta mán­uðum síðan hefur útboð ekki farið fram. Nú hefur ein­göngu verið talað um að flug­ferðir starfs­manna stjórn­ar­ráðs­ins verði boðnar út og þá á eftir að bjóða út flug­ferðir starfs­manna um 200 und­ir­stofn­ana rík­is­ins.

WOW air þykir einnig var­huga­vert að starfs­menn rík­is­ins geti safnað punktum til per­sónu­legra nota og að þau fríð­indi séu ekki skatt­skyld.

WOW air bíður enn þá eftir að útboð fari fram til að lækka kostnað rík­is­ins og á sama tíma að vinna gegn verð­bólgu. Flug­fé­lagið hefur náð að lækka flug­verð á sínum áfanga­stöðum um allt að 30% og vill að sjálf­sögðu leggja sitt að mörkum til að lækka útgjöld ríks­ins um álíka pró­sentu“ segir Skúli Mog­en­sen for­stjóri og stofn­andi WOW air. Flug­liðar WOW air munu svo einn­ing dreifa verð­bólgu­eyð­andi undra­smyrsl­inu til þing­manna og for­svars­manna Rík­is­kaupa."

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Togarinn Júlíus Geirmundsson.
Skipstjórnarmenn hjá Samherja segjast „án málsvara og stéttarfélags“
Sautján skipstjórar og stýrimenn hjá Samherja gagnrýna eigið stéttarfélag harðlega fyrir að hafa staðið að lögreglukæru á hendur skipstjóra Júlíusar Geirmundssonar og segja umfjöllun um málið gefa ranga mynd af lífinu til sjós.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Spurði Katrínu af hverju hún væri „að mylja undir þá ríku“
Þingmaður Pírata og forsætisráðherra voru aldeilis ekki sammála á þingi í dag um það hvort stjórnvöld væru að „mylja undir þá ríku“ með aðgerðum vegna COVID-19 faraldursins.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Stöndum á krossgötum
Sóttvarnalæknir segir að á sama tíma og að mikið ákall sé í samfélaginu um að aflétta takmörkunum megi sjá merki um að faraldurinn gæti verið að fara af stað enn á ný.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ekki fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Kjarninn 26. nóvember 2020
Borgin gefur ríkinu út næstu viku til að borga 8,7 milljarða króna, annars mun hún höfða mál
Reykjavíkurborg telur að hún hafi verið útilokuð frá því að hljóta framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árum saman og að sú útilokun sé bæði andstæð lögum og stjórnarskrá. Hún fer fram á 8,7 milljarða króna auk vaxta og dráttarvaxta.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Kannanir sýna að langflestir landsmenn hafi fulla trú á þeirri stefnu sem almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld reka í baráttunni gegn COVID-19.
Lítill hljómgrunnur fyrir andstöðu við sóttvarnaraðgerðir yfirvalda
Landsmenn treysta yfirvöldum til að takast á við COVID-19 og bara tíu prósent telja að of mikið sé gert úr heilsufarslegri hættu sem starfi af faraldrinum. Gagnrýnendur finna helst hljómgrunn á meðal lítils hluta kjósenda Miðflokks og Sjálfstæðisflokks.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Spítalinn var næstum því kominn á hliðina í þessum litla faraldri“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður beinskeyttra spurninga um gagnrýni sem fram hefur komið á opinberar sóttvarnaraðgerðir, meðal annars frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í hlaðvarpsþætti á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
„Þessi ofbeldishrina er ekkert annað en skuggafaraldur“
Formaður Viðreisnar vill sérstakan aðgerðapakka til að koma í veg fyrir langtímaafleiðingar líkamlegs eða kynferðislegs ofbeldis. Hún segir stöðuna grafalvarlega – sem verði ekki hunsuð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None