Skúli Mogensen gefur Bjarna og Vigdísi verðbólgueyðandi undrasmyrsl

Vigdis Hauksdóttir
Auglýsing

Skúli Mog­en­sen, for­stjóri og eig­andi flug­fé­lags­ins WOW, gaf í morgun Bjarna Bene­dikts­syni, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, og Vig­dísi Hauks­dótt­ur, for­manni fjár­laga­nefnd­ar, verð­bólgu­eyð­andi undra­smyrsl sem að hans sögn á að slá hratt og vel á óþarfa verð­bólg­u. 

Ástæða þess að Skúli færði Bjarna og Vig­dísi umrætt smyrsl, sem hefur aug­ljós­lega ekki ofan­greind áhrif, er sú að WOW air vildi minna opin­bera aðila á að fara vel með skatt­pen­ingua lands­manna, meðal ann­ars með því að bjóða út flug­miða­kaup. Skúli full­yrðir að ríkið getið sparað sér hund­ruðir millj­óna króna á ári með því að kaupa flug­miða víðar en hjá Icelanda­ir. Félag atvinnu­rek­enda hefur ítrekað bent á und­an­farið að það hvíli ótví­ræð skylda á rík­inu að bjóða út far­miða­kaup­in, sem stað­fest hafi verið með úrskurði kæru­nefndar útboðs­mála frá því í apríl síð­ast­liðn­um. Ríkt hafi ólög­mætt ástand í þessum málum allt frá hausti 2012, eða í meira en þrjú ár. Útboðum Rík­is­kaupa á flug­miðum hefur hins vegar ítrekað verið frestað.

Bjarni Benediktsson tekur við smyrsli.

Auglýsing

Í frétta­til­kynn­ingu frá WOW vegna smyrsl-af­hend­ing­ar­innar segir að þótt slegið hafi verið á létta strengi sé um háal­var­legt mál að ræða. WOW air vildi minna opin­bera aðila á að fara vel með skatt­pen­inga lands­manna og ákvað því að bjóða þeim sem stýra inn­kaup­unum verð­bólgu­eyð­andi áminn­ingu.

Í apríl sl. féll úrskurður kæru­nefndar útboðs­mála þar sem fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu var gert að bjóða út inn­kaup rík­is­ins á flug­miðum til og frá Íslandi. Íslenska ríkið eyðir á ári hverju yfir 900 millj­ónum króna í ferða­þjón­ustu á milli landa og gera má ráð fyrir að tölu­verður hluti þessa kostn­aðar sé vegna flug­miða­kaupa. Ríkið hefur nær ein­göngu keypt flug­miða af einu íslensku flug­fé­lagi þó að sam­an­burður og verðkann­anir sýna að íslenska ríkið gæti náð fram umtals­verðum sparn­aði ef leitað er eftir lægra verði hjá öðrum flug­fé­lög­um. Þrátt fyrir að úrskurður hafi fallið fyrir átta mán­uðum síðan hefur útboð ekki farið fram. Nú hefur ein­göngu verið talað um að flug­ferðir starfs­manna stjórn­ar­ráðs­ins verði boðnar út og þá á eftir að bjóða út flug­ferðir starfs­manna um 200 und­ir­stofn­ana rík­is­ins.

WOW air þykir einnig var­huga­vert að starfs­menn rík­is­ins geti safnað punktum til per­sónu­legra nota og að þau fríð­indi séu ekki skatt­skyld.

WOW air bíður enn þá eftir að útboð fari fram til að lækka kostnað rík­is­ins og á sama tíma að vinna gegn verð­bólgu. Flug­fé­lagið hefur náð að lækka flug­verð á sínum áfanga­stöðum um allt að 30% og vill að sjálf­sögðu leggja sitt að mörkum til að lækka útgjöld ríks­ins um álíka pró­sentu“ segir Skúli Mog­en­sen for­stjóri og stofn­andi WOW air. Flug­liðar WOW air munu svo einn­ing dreifa verð­bólgu­eyð­andi undra­smyrsl­inu til þing­manna og for­svars­manna Rík­is­kaupa."

Kristbjörn Árnason
Sóun
Leslistinn 19. ágúst 2019
Sigursteinn Másson
Hver á að gera hvað?
Kjarninn 19. ágúst 2019
Skúli segist ekki hafa fengið milljarða greiðslur út úr WOW air
Skúli Mogensen segist aldrei fallast á að hann og hans fólk hafi ekki unnið að heilindum við uppbyggingu WOW air og neitar því að hafa fengið háar greiðslur út úr félaginu en sjálfur hafi hann tapað átta milljörðum.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Nýtt biðskýli við Kringlumýrarbraut
Stafræn strætóskýli tekin í gagnið
Vinna við að setja LED skjái í 210 biðskýli Strætó er hafin í Reykjavík. Í nýju skýlunum verður hægt að nálgast rauntímaupplýsingar um komutíma næstu strætóvagna.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Boeing 737 MAX vélar Icelandair hafa ekki flogið frá því í mars.
MAX-vélar Icelandair fljúga ekki á þessu ári
Icelandair reiknar ekki lengur með MAX-vélunum í flugáætlun sinni á þessu ári. Þær áttu að fljúga 27 prósent allra ferða sem félagið myndi fljúga 2019. Icelandair tapaði ellefu milljörðum á fyrri hluta árs.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Upphafið - Árstíðaljóð
Safnað fyrir fimmtu ljóðarbók Gunnhildar Þórðardóttur.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson
Rúmar 16 milljónir í aðkeypta ráðgjöf og álit vegna þriðja orkupakkans
Kostnaður vegna innlendrar ráðgjafar og álita nemur rúmlega 7,6 milljónum króna og erlends tæpum 8,5 milljónum króna.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Sex ríkisforstjórar með hærri laun en forsætisráðherra
Laun bankastjóra Landsbankans hafa hækkað mest allra ríkisforstjóra, eða um 82 prósent, frá því að bankaráð bankans tók yfir ákvörðun um launakjör hans. Átta ríkisforstjórar eru með hærri laun en flestir ráðherrar.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None