Skúli Mogensen gefur Bjarna og Vigdísi verðbólgueyðandi undrasmyrsl

Vigdis Hauksdóttir
Auglýsing

Skúli Mog­en­sen, for­stjóri og eig­andi flug­fé­lags­ins WOW, gaf í morgun Bjarna Bene­dikts­syni, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, og Vig­dísi Hauks­dótt­ur, for­manni fjár­laga­nefnd­ar, verð­bólgu­eyð­andi undra­smyrsl sem að hans sögn á að slá hratt og vel á óþarfa verð­bólg­u. 

Ástæða þess að Skúli færði Bjarna og Vig­dísi umrætt smyrsl, sem hefur aug­ljós­lega ekki ofan­greind áhrif, er sú að WOW air vildi minna opin­bera aðila á að fara vel með skatt­pen­ingua lands­manna, meðal ann­ars með því að bjóða út flug­miða­kaup. Skúli full­yrðir að ríkið getið sparað sér hund­ruðir millj­óna króna á ári með því að kaupa flug­miða víðar en hjá Icelanda­ir. Félag atvinnu­rek­enda hefur ítrekað bent á und­an­farið að það hvíli ótví­ræð skylda á rík­inu að bjóða út far­miða­kaup­in, sem stað­fest hafi verið með úrskurði kæru­nefndar útboðs­mála frá því í apríl síð­ast­liðn­um. Ríkt hafi ólög­mætt ástand í þessum málum allt frá hausti 2012, eða í meira en þrjú ár. Útboðum Rík­is­kaupa á flug­miðum hefur hins vegar ítrekað verið frestað.

Bjarni Benediktsson tekur við smyrsli.

Auglýsing

Í frétta­til­kynn­ingu frá WOW vegna smyrsl-af­hend­ing­ar­innar segir að þótt slegið hafi verið á létta strengi sé um háal­var­legt mál að ræða. WOW air vildi minna opin­bera aðila á að fara vel með skatt­pen­inga lands­manna og ákvað því að bjóða þeim sem stýra inn­kaup­unum verð­bólgu­eyð­andi áminn­ingu.

Í apríl sl. féll úrskurður kæru­nefndar útboðs­mála þar sem fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu var gert að bjóða út inn­kaup rík­is­ins á flug­miðum til og frá Íslandi. Íslenska ríkið eyðir á ári hverju yfir 900 millj­ónum króna í ferða­þjón­ustu á milli landa og gera má ráð fyrir að tölu­verður hluti þessa kostn­aðar sé vegna flug­miða­kaupa. Ríkið hefur nær ein­göngu keypt flug­miða af einu íslensku flug­fé­lagi þó að sam­an­burður og verðkann­anir sýna að íslenska ríkið gæti náð fram umtals­verðum sparn­aði ef leitað er eftir lægra verði hjá öðrum flug­fé­lög­um. Þrátt fyrir að úrskurður hafi fallið fyrir átta mán­uðum síðan hefur útboð ekki farið fram. Nú hefur ein­göngu verið talað um að flug­ferðir starfs­manna stjórn­ar­ráðs­ins verði boðnar út og þá á eftir að bjóða út flug­ferðir starfs­manna um 200 und­ir­stofn­ana rík­is­ins.

WOW air þykir einnig var­huga­vert að starfs­menn rík­is­ins geti safnað punktum til per­sónu­legra nota og að þau fríð­indi séu ekki skatt­skyld.

WOW air bíður enn þá eftir að útboð fari fram til að lækka kostnað rík­is­ins og á sama tíma að vinna gegn verð­bólgu. Flug­fé­lagið hefur náð að lækka flug­verð á sínum áfanga­stöðum um allt að 30% og vill að sjálf­sögðu leggja sitt að mörkum til að lækka útgjöld ríks­ins um álíka pró­sentu“ segir Skúli Mog­en­sen for­stjóri og stofn­andi WOW air. Flug­liðar WOW air munu svo einn­ing dreifa verð­bólgu­eyð­andi undra­smyrsl­inu til þing­manna og for­svars­manna Rík­is­kaupa."

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Börnin
Kjarninn 10. júlí 2020
Félag leikskólakennara skrifar undir nýjan kjarasamning
Þrjú aðildarfélög KÍ hafa skrifað undir kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga: Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða á bilinu 50 til 60 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá umboðsaðila Boreal
Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None