Fjármálaráðuneytið stendur við gagnrýni á húsnæðisbætur

eygl.jpg
Auglýsing

Gagn­rýni fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins á hús­næð­is­bóta­frum­varp félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra stendur að miklu leyti óbreytt, þrátt fyrir breyt­ingar sem gerð­ar­ hafa verið á frum­varp­inu frá því að það var lagt fram fyrst á síð­asta þingi. Breyt­ing­arnar sem hafa verið gerðar eru þess eðlis að þær hafa ekki telj­andi áhrif á áætl­aða ­út­gjalda­aukn­ingu og ekki heldur telj­andi áhrif á rétt­ind­i ein­stakra bóta­þega, segir fjár­mála­ráðu­neytið í umsögn sinn­i um frum­varpið.

Frum­varp Eyglóar Harð­ar­dóttur um hús­næð­is­bæt­ur, sem hefur verið lagt fram í annað sinn, bygg­ist að hluta til á til­lög­um verk­efn­is­stjórnar um fram­tíð­ar­skipan hús­næð­is­mála og einnig á til­lögum vinnu­hóps um hús­næð­is­bæt­ur. Því er ætlað að ver­a liður í því að jafna hús­næð­is­stuðn­ing hins opin­bera við ó­lík búsetu­form og stuðla að raun­veru­legu vali um búsetu­for­m. Það á líka að koma til móts við þau heim­ili sem hafa lægstar ­tekjur og auka stuðn­ing við efna­minni leigj­end­ur. Gert er ráð ­fyrir því í frum­varp­inu að grunn­bæt­urnar hækki í 31 þús­und krónur á mán­uði. Frum­varpið hefur eðli máls­ins sam­kvæmt verið afgreitt úr rík­is­stjórn­inni, og hefur þá vænt­an­lega verið sam­þykkt af fjár­mála­ráð­herra. 

Hagn­ast efna­miklum meira, öryrkj­um, öldruðum og tekju­lágum minna 

Fjár­mála­ráðu­neytið hefur engu að síður sett fram ýmsar efa­semdir um frum­varp­ið. Sam­kvæmt frum­varp­inu mun ríkið taka yfir greiðslur almennra hús­næð­is­bóta en sveit­ar­fé­lögin verða áfram með sér­stakar húsa­leigu­bæt­ur. Þetta segir ráðu­neytið flækja ferlið fyrir þá sem fá báðar teg­undir bóta, enda þarf þá að sækja um og fara í gegnum ferlið á tveimur stöð­um. Þá er sagt í umsögn ráðu­neyt­is­ins að það sé veiga­mik­ill ágalli í frum­varp­inu að ekki liggi fyrir verka­skipta­sam­komu­lag á milli rík­is­ins og sveit­ar­fé­laga um fjár­hags­leg sam­skipti um þessi mál. 

Auglýsing

Einnig bendir fjár­mála­ráðu­neytið á það að með breyt­ing­unum mun líf­eyrir aldr­aðra og öryrkja koma til skerð­inga á bót­um, en þessar greiðslur eru núna und­an­þegnar skerð­ingum á húsa­leigu­bót­um. Þá mun hækkun á hús­næð­is­bótum hlut­falls­lega hagn­ast þessum hópum minna en þeim sem eru vinn­andi eða í námi. Ástæðan er sú að húsa­leigu­bóta­kerfið verður gert lík­ara vaxta­bóta­kerf­inu með breyt­ing­un­um, og allar skatt­skyldar tekjur þannig taldar til skerð­inga, til þess að gæta meira jafn­ræðis og sam­ræmis í tekju­tilliti kerf­is­ins. 

Þá segir fjár­mála­ráðu­neytið áfram að breyt­ing­arnar muni leiða til „miklu meiri hlut­falls­legrar hækk­un­ar“ með­al­bóta hjá þeim efna­meiri en þeim efna­minni. Með­al­hækkun bóta hjá ein­stak­lingum og ein­stæðum for­eldrum með minna en fimm millj­ónir í árs­tekjur verður 28% en hjá þeim sem hafa meira en fimm millj­ónir verður hækk­unin 78%. Þetta sam­rým­ist ekki mark­mið­inu um að auka stuðn­ing við efna­minni leigj­end­ur. Hvati til leigu­sala að hækka verð

Fjár­mála­ráðu­neytið segir einnig að auk­inn stuðn­ingur með hækkun hús­næð­is­bóta myndi hvata fyrir leigu­sala til þess að hækka leigu­verðið með hlið­sjón af auk­inni eft­ir­spurn eða greiðslu­getu. Þegar ástandið sé eins og nú er á leigu­mark­aði „eru allar líkur á að stór­auk­inn rík­is­stuðn­ingur í formi nið­ur­greiddr­ar ­leigu muni fljót­lega leiða til hækk­unar á leigu­verði. Þannig má leiða líkur að því að þessi aukni hús­næð­is­stuðn­ingur muni skila ábata í meiri mæli til leigu­sala en til leigj­enda og að hætt verði við því að staða leigj­enda batni ekki að því marki sem gert er ráð fyrir í frum­varp­inu, a.m.k. ekki til skemmri tíma lit­ið,“ segir fjár­mála­ráðu­neyt­ið. 

Ekki ákveðið hvaða stofnun sér um bæt­urnar

Fjár­mála­ráðu­neytið vekur sér­stak­lega athygli á nokkrum breyt­ingum sem gerðar hafa verið á frum­varp­inu á milli ára. Fyrir það fyrsta liggur ekki fyrir hvaða stofn­un á að ann­ast fram­kvæmd hús­næð­is­bóta fyrir hönd rík­is­ins þrátt ­fyrir að frum­varp­inu sé ætlað að taka gildi á næsta ári. Í fyrri útgáfu frum­varps­ins var gert ráð fyrir því að ­Trygg­inga­stofnun myndi sjá um fram­kvæmd­ina á þessu.

Önnur breyt­ing sem gerð hefur ver­ið er að lagt er til að ráð­herra geti breytt skerð­ing­ar­hlut­fall­i ­vegna tekna og eigna með reglu­gerð, en þetta tel­ur fjár­mála­ráðu­neytið afar óheppi­legt. Þannig væri komið á fyr­ir­komu­lagi þar sem fram­kvæmd­ar­vald­inu væri heim­ilt með­ ­reglu­gerð að gera veiga­miklar breyt­ingar á húsa­leigu­bóta­kerf­in­u ­sem gætu hvort sem er falið í sér veru­lega aukin eða minnkuð til­færslu­fram­lög til ein­stak­linga og heim­ila úr rík­is­sjóði án þess að það komi til ákvörð­unar á Alþingi. Slík­ar breyt­ingar eigi ein­ungis að vera hægt að gera með laga­breyt­ing­u ­með sama hætti og öll önnur bóta­kerfi, eins og vaxta­bæt­ur, ­barna­bætur og elli- og örorku­líf­eyri.  

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Maður með andlitsgrímu á hóteli í Austurríki þar sem kona sem smituð er af kórónuveirunni dvelur.
Dæmi um að fólk smitist aftur af veirunni
Nú, þegar nýja kórónuveiran hefur breiðst út til tæplega fimmtíu landa, er enn margt á huldu um hvernig hún hegðar sér. Um 14% þeirra sem sýktust, náðu heilsu og voru útskrifaðir af sjúkrahúsum í Kína hafa sýkst aftur.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Útilokar ekki vorkosningar á næsta ári
Forsætisráðherra segist ekki útiloka þann möguleika að kosið verði til Alþingis að vori 2021 í staðinn fyrir í lok október en þá lýkur yfirstandandi kjörtímabili.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Tveir stærstu lífeyrissjóðir landsins framkvæmdu ólögmæta breytingu á útreikningum á vöxtum á breytilegum verðtryggðum lánum í fyrra.
Sumir lántakar hjá sjóði verzlunarmanna að greiða vexti sem hafa ekki sést áður
Hópur lántakenda hjá næst stærsta lífeyrissjóði landsins, sem varð fyrir vaxtabreytingu, sem reyndist síðar óheimili fær brátt ofgreiddar greiðslur endurgreiddar. Vextir á lánum þeirra munu reiknast eftir fyrri reglu, og eru undir tveimur prósentum.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Erfitt getur verið fyrir eldri innflytjendur að finna upplýsingar um réttindi aldraðra og þjónustu við þá.
Eldri konur af erlendum uppruna „ósýnilegar“ í umræðunni og oft einangraðar
Eldri konur af erlendum uppruna hér á landi eru oft einangraðar og því lítið vitað um ofbeldi eða áreitni sem þær gætu hafa orðið fyrir. Sjaldgæft er að þær leiti sér aðstoðar vegna heimilisofbeldis.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Sýn krefur Jón Ásgeir og Ingibjörgu, 365 miðla og Torg um meira en milljarð
Kaup Sýnar á 365 hafa dregið dilk á eftir sér. Deilur eru nú komin inn á borð dómstóla.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sýn tapaði 1,7 milljörðum í fyrra
Rekstrarafkoma Sýnar versnaði mikið milli ára. Niðurfærsla á viðskiptavild litaði afkomu ársins í fyrra.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Samherji er grunaður um að hafa greitt mútur fyrir aðgang að ódýrari kvóta í Namibíu.
Skattrannsóknarstjóri fékk gögn um Samherja fyrir Kveiksþáttinn
Yfirvöld í Namibíu höfðu sent skattrannsóknarstjóra gögn um Samherja áður en viðskiptahættir fyrirtækisins í Namibíu voru opinberaðir í fjölmiðlum. Embættið fundaði með háttsettum aðilum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu 18. nóvember 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Þurfa að afhenda minnisblöð skattayfirvalda um Samherja
Fjármála- og efnagagsráðuneytið mátti ekki synja fréttamanni um aðgang að gögnum sem það fékk frá skattayfirvöldum vegna rannsóknar á Samherjamálinu.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None