Fjármálaráðuneytið stendur við gagnrýni á húsnæðisbætur

eygl.jpg
Auglýsing

Gagn­rýni fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins á hús­næð­is­bóta­frum­varp félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra stendur að miklu leyti óbreytt, þrátt fyrir breyt­ingar sem gerð­ar­ hafa verið á frum­varp­inu frá því að það var lagt fram fyrst á síð­asta þingi. Breyt­ing­arnar sem hafa verið gerðar eru þess eðlis að þær hafa ekki telj­andi áhrif á áætl­aða ­út­gjalda­aukn­ingu og ekki heldur telj­andi áhrif á rétt­ind­i ein­stakra bóta­þega, segir fjár­mála­ráðu­neytið í umsögn sinn­i um frum­varpið.

Frum­varp Eyglóar Harð­ar­dóttur um hús­næð­is­bæt­ur, sem hefur verið lagt fram í annað sinn, bygg­ist að hluta til á til­lög­um verk­efn­is­stjórnar um fram­tíð­ar­skipan hús­næð­is­mála og einnig á til­lögum vinnu­hóps um hús­næð­is­bæt­ur. Því er ætlað að ver­a liður í því að jafna hús­næð­is­stuðn­ing hins opin­bera við ó­lík búsetu­form og stuðla að raun­veru­legu vali um búsetu­for­m. Það á líka að koma til móts við þau heim­ili sem hafa lægstar ­tekjur og auka stuðn­ing við efna­minni leigj­end­ur. Gert er ráð ­fyrir því í frum­varp­inu að grunn­bæt­urnar hækki í 31 þús­und krónur á mán­uði. Frum­varpið hefur eðli máls­ins sam­kvæmt verið afgreitt úr rík­is­stjórn­inni, og hefur þá vænt­an­lega verið sam­þykkt af fjár­mála­ráð­herra. 

Hagn­ast efna­miklum meira, öryrkj­um, öldruðum og tekju­lágum minna 

Fjár­mála­ráðu­neytið hefur engu að síður sett fram ýmsar efa­semdir um frum­varp­ið. Sam­kvæmt frum­varp­inu mun ríkið taka yfir greiðslur almennra hús­næð­is­bóta en sveit­ar­fé­lögin verða áfram með sér­stakar húsa­leigu­bæt­ur. Þetta segir ráðu­neytið flækja ferlið fyrir þá sem fá báðar teg­undir bóta, enda þarf þá að sækja um og fara í gegnum ferlið á tveimur stöð­um. Þá er sagt í umsögn ráðu­neyt­is­ins að það sé veiga­mik­ill ágalli í frum­varp­inu að ekki liggi fyrir verka­skipta­sam­komu­lag á milli rík­is­ins og sveit­ar­fé­laga um fjár­hags­leg sam­skipti um þessi mál. 

Auglýsing

Einnig bendir fjár­mála­ráðu­neytið á það að með breyt­ing­unum mun líf­eyrir aldr­aðra og öryrkja koma til skerð­inga á bót­um, en þessar greiðslur eru núna und­an­þegnar skerð­ingum á húsa­leigu­bót­um. Þá mun hækkun á hús­næð­is­bótum hlut­falls­lega hagn­ast þessum hópum minna en þeim sem eru vinn­andi eða í námi. Ástæðan er sú að húsa­leigu­bóta­kerfið verður gert lík­ara vaxta­bóta­kerf­inu með breyt­ing­un­um, og allar skatt­skyldar tekjur þannig taldar til skerð­inga, til þess að gæta meira jafn­ræðis og sam­ræmis í tekju­tilliti kerf­is­ins. 

Þá segir fjár­mála­ráðu­neytið áfram að breyt­ing­arnar muni leiða til „miklu meiri hlut­falls­legrar hækk­un­ar“ með­al­bóta hjá þeim efna­meiri en þeim efna­minni. Með­al­hækkun bóta hjá ein­stak­lingum og ein­stæðum for­eldrum með minna en fimm millj­ónir í árs­tekjur verður 28% en hjá þeim sem hafa meira en fimm millj­ónir verður hækk­unin 78%. Þetta sam­rým­ist ekki mark­mið­inu um að auka stuðn­ing við efna­minni leigj­end­ur. Hvati til leigu­sala að hækka verð

Fjár­mála­ráðu­neytið segir einnig að auk­inn stuðn­ingur með hækkun hús­næð­is­bóta myndi hvata fyrir leigu­sala til þess að hækka leigu­verðið með hlið­sjón af auk­inni eft­ir­spurn eða greiðslu­getu. Þegar ástandið sé eins og nú er á leigu­mark­aði „eru allar líkur á að stór­auk­inn rík­is­stuðn­ingur í formi nið­ur­greiddr­ar ­leigu muni fljót­lega leiða til hækk­unar á leigu­verði. Þannig má leiða líkur að því að þessi aukni hús­næð­is­stuðn­ingur muni skila ábata í meiri mæli til leigu­sala en til leigj­enda og að hætt verði við því að staða leigj­enda batni ekki að því marki sem gert er ráð fyrir í frum­varp­inu, a.m.k. ekki til skemmri tíma lit­ið,“ segir fjár­mála­ráðu­neyt­ið. 

Ekki ákveðið hvaða stofnun sér um bæt­urnar

Fjár­mála­ráðu­neytið vekur sér­stak­lega athygli á nokkrum breyt­ingum sem gerðar hafa verið á frum­varp­inu á milli ára. Fyrir það fyrsta liggur ekki fyrir hvaða stofn­un á að ann­ast fram­kvæmd hús­næð­is­bóta fyrir hönd rík­is­ins þrátt ­fyrir að frum­varp­inu sé ætlað að taka gildi á næsta ári. Í fyrri útgáfu frum­varps­ins var gert ráð fyrir því að ­Trygg­inga­stofnun myndi sjá um fram­kvæmd­ina á þessu.

Önnur breyt­ing sem gerð hefur ver­ið er að lagt er til að ráð­herra geti breytt skerð­ing­ar­hlut­fall­i ­vegna tekna og eigna með reglu­gerð, en þetta tel­ur fjár­mála­ráðu­neytið afar óheppi­legt. Þannig væri komið á fyr­ir­komu­lagi þar sem fram­kvæmd­ar­vald­inu væri heim­ilt með­ ­reglu­gerð að gera veiga­miklar breyt­ingar á húsa­leigu­bóta­kerf­in­u ­sem gætu hvort sem er falið í sér veru­lega aukin eða minnkuð til­færslu­fram­lög til ein­stak­linga og heim­ila úr rík­is­sjóði án þess að það komi til ákvörð­unar á Alþingi. Slík­ar breyt­ingar eigi ein­ungis að vera hægt að gera með laga­breyt­ing­u ­með sama hætti og öll önnur bóta­kerfi, eins og vaxta­bæt­ur, ­barna­bætur og elli- og örorku­líf­eyri.  

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Börnin
Kjarninn 10. júlí 2020
Félag leikskólakennara skrifar undir nýjan kjarasamning
Þrjú aðildarfélög KÍ hafa skrifað undir kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga: Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða á bilinu 50 til 60 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá umboðsaðila Boreal
Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None