Fjármálaráðuneytið stendur við gagnrýni á húsnæðisbætur

eygl.jpg
Auglýsing

Gagn­rýni fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins á hús­næð­is­bóta­frum­varp félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra stendur að miklu leyti óbreytt, þrátt fyrir breyt­ingar sem gerð­ar­ hafa verið á frum­varp­inu frá því að það var lagt fram fyrst á síð­asta þingi. Breyt­ing­arnar sem hafa verið gerðar eru þess eðlis að þær hafa ekki telj­andi áhrif á áætl­aða ­út­gjalda­aukn­ingu og ekki heldur telj­andi áhrif á rétt­ind­i ein­stakra bóta­þega, segir fjár­mála­ráðu­neytið í umsögn sinn­i um frum­varpið.

Frum­varp Eyglóar Harð­ar­dóttur um hús­næð­is­bæt­ur, sem hefur verið lagt fram í annað sinn, bygg­ist að hluta til á til­lög­um verk­efn­is­stjórnar um fram­tíð­ar­skipan hús­næð­is­mála og einnig á til­lögum vinnu­hóps um hús­næð­is­bæt­ur. Því er ætlað að ver­a liður í því að jafna hús­næð­is­stuðn­ing hins opin­bera við ó­lík búsetu­form og stuðla að raun­veru­legu vali um búsetu­for­m. Það á líka að koma til móts við þau heim­ili sem hafa lægstar ­tekjur og auka stuðn­ing við efna­minni leigj­end­ur. Gert er ráð ­fyrir því í frum­varp­inu að grunn­bæt­urnar hækki í 31 þús­und krónur á mán­uði. Frum­varpið hefur eðli máls­ins sam­kvæmt verið afgreitt úr rík­is­stjórn­inni, og hefur þá vænt­an­lega verið sam­þykkt af fjár­mála­ráð­herra. 

Hagn­ast efna­miklum meira, öryrkj­um, öldruðum og tekju­lágum minna 

Fjár­mála­ráðu­neytið hefur engu að síður sett fram ýmsar efa­semdir um frum­varp­ið. Sam­kvæmt frum­varp­inu mun ríkið taka yfir greiðslur almennra hús­næð­is­bóta en sveit­ar­fé­lögin verða áfram með sér­stakar húsa­leigu­bæt­ur. Þetta segir ráðu­neytið flækja ferlið fyrir þá sem fá báðar teg­undir bóta, enda þarf þá að sækja um og fara í gegnum ferlið á tveimur stöð­um. Þá er sagt í umsögn ráðu­neyt­is­ins að það sé veiga­mik­ill ágalli í frum­varp­inu að ekki liggi fyrir verka­skipta­sam­komu­lag á milli rík­is­ins og sveit­ar­fé­laga um fjár­hags­leg sam­skipti um þessi mál. 

Auglýsing

Einnig bendir fjár­mála­ráðu­neytið á það að með breyt­ing­unum mun líf­eyrir aldr­aðra og öryrkja koma til skerð­inga á bót­um, en þessar greiðslur eru núna und­an­þegnar skerð­ingum á húsa­leigu­bót­um. Þá mun hækkun á hús­næð­is­bótum hlut­falls­lega hagn­ast þessum hópum minna en þeim sem eru vinn­andi eða í námi. Ástæðan er sú að húsa­leigu­bóta­kerfið verður gert lík­ara vaxta­bóta­kerf­inu með breyt­ing­un­um, og allar skatt­skyldar tekjur þannig taldar til skerð­inga, til þess að gæta meira jafn­ræðis og sam­ræmis í tekju­tilliti kerf­is­ins. 

Þá segir fjár­mála­ráðu­neytið áfram að breyt­ing­arnar muni leiða til „miklu meiri hlut­falls­legrar hækk­un­ar“ með­al­bóta hjá þeim efna­meiri en þeim efna­minni. Með­al­hækkun bóta hjá ein­stak­lingum og ein­stæðum for­eldrum með minna en fimm millj­ónir í árs­tekjur verður 28% en hjá þeim sem hafa meira en fimm millj­ónir verður hækk­unin 78%. Þetta sam­rým­ist ekki mark­mið­inu um að auka stuðn­ing við efna­minni leigj­end­ur. Hvati til leigu­sala að hækka verð

Fjár­mála­ráðu­neytið segir einnig að auk­inn stuðn­ingur með hækkun hús­næð­is­bóta myndi hvata fyrir leigu­sala til þess að hækka leigu­verðið með hlið­sjón af auk­inni eft­ir­spurn eða greiðslu­getu. Þegar ástandið sé eins og nú er á leigu­mark­aði „eru allar líkur á að stór­auk­inn rík­is­stuðn­ingur í formi nið­ur­greiddr­ar ­leigu muni fljót­lega leiða til hækk­unar á leigu­verði. Þannig má leiða líkur að því að þessi aukni hús­næð­is­stuðn­ingur muni skila ábata í meiri mæli til leigu­sala en til leigj­enda og að hætt verði við því að staða leigj­enda batni ekki að því marki sem gert er ráð fyrir í frum­varp­inu, a.m.k. ekki til skemmri tíma lit­ið,“ segir fjár­mála­ráðu­neyt­ið. 

Ekki ákveðið hvaða stofnun sér um bæt­urnar

Fjár­mála­ráðu­neytið vekur sér­stak­lega athygli á nokkrum breyt­ingum sem gerðar hafa verið á frum­varp­inu á milli ára. Fyrir það fyrsta liggur ekki fyrir hvaða stofn­un á að ann­ast fram­kvæmd hús­næð­is­bóta fyrir hönd rík­is­ins þrátt ­fyrir að frum­varp­inu sé ætlað að taka gildi á næsta ári. Í fyrri útgáfu frum­varps­ins var gert ráð fyrir því að ­Trygg­inga­stofnun myndi sjá um fram­kvæmd­ina á þessu.

Önnur breyt­ing sem gerð hefur ver­ið er að lagt er til að ráð­herra geti breytt skerð­ing­ar­hlut­fall­i ­vegna tekna og eigna með reglu­gerð, en þetta tel­ur fjár­mála­ráðu­neytið afar óheppi­legt. Þannig væri komið á fyr­ir­komu­lagi þar sem fram­kvæmd­ar­vald­inu væri heim­ilt með­ ­reglu­gerð að gera veiga­miklar breyt­ingar á húsa­leigu­bóta­kerf­in­u ­sem gætu hvort sem er falið í sér veru­lega aukin eða minnkuð til­færslu­fram­lög til ein­stak­linga og heim­ila úr rík­is­sjóði án þess að það komi til ákvörð­unar á Alþingi. Slík­ar breyt­ingar eigi ein­ungis að vera hægt að gera með laga­breyt­ing­u ­með sama hætti og öll önnur bóta­kerfi, eins og vaxta­bæt­ur, ­barna­bætur og elli- og örorku­líf­eyri.  

Fasteignaverð hækkað lítið eitt á undanförnu ári
Fasteignamarkurðinn hefur kólnað umtalsvert, undanfarin misseri.
Kjarninn 17. september 2019
Fjögur samtök hlutu viðurkenningu Íslandsdeidlar Amnesty.
Skipuleggjendur loftslagsverkfallanna hlutu viðurkenningu Amnesty
Fjögur samtök hlutu viðurkenningu Íslandsdeildar Amnesty International fyrir forystu hérlendis í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Allsherjarverkfallsvika fyrir loftslagið hefst núna á föstudaginn.
Kjarninn 17. september 2019
Skeljungur kaupir Basko á 30 milljónir og yfirtöku skulda
Basko, fyrirtæki sem var áður stýrt af nýráðnum forstjóra Skeljungs, hefur verið selt til Skeljungs. Hlutur í Eldum Rétt verður undanskilin kaupunum.
Kjarninn 17. september 2019
Telja Jónas Jóhannsson lögmann og fyrrverandi héraðsdómara hæfastan
Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skilað umsögn sinni um umsækjendur um embætti dómara sem mun hafa starfsstöð við Héraðsdóm Reykjaness en sinna störfum við alla héraðsdómstóla.
Kjarninn 17. september 2019
Þórarinn Hjaltason
Áhrif Borgarlínu og breyttra ferðavenja á bílaumferð
Kjarninn 17. september 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Katrín: Kynjamisrétti er eitt stærsta og þrálátasta böl okkar tíma
Alþjóðleg #Metoo ráðstefna hefst í Hörpu í dag og hafa yfir 800 manns skráð sig á hana. Forsætisráðherra telur að löggjöf og forvarnarstarf sé ekki nóg heldur þurfi róttækar, menningarlegar breytingar.
Kjarninn 17. september 2019
Efling vísar kjaradeilu við Reykjavíkurborg til ríkissáttasemjara
Efling hefur vísað kjaradeilu félagsins við Reykjavíkurborg til ríkissáttasemjara. „Okkur þykir miður að hafa ekki skynjað raunverulegan samningsvilja frá borginni í þessum viðræðum,“ segir formaður Eflingar.
Kjarninn 17. september 2019
Kvikan
Kvikan
Farsi í lögreglunni, doði í stjórnmálunum og meint glimrandi góð lífskjör
Kjarninn 17. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None