ARK Technology nær sér í 300 milljóna fjármögnun

Jón Ágúst Þorsteinsson, stjórnarformaður Ark Technology
Jón Ágúst Þorsteinsson, stjórnarformaður Ark Technology
Auglýsing

Brunnur Vaxta­sjóður slhf., fjög­urra millj­arða króna fag­fjár­festa­sjóður í rekstri Lands­bréfa og SA Fram­taks GP, hefur keypt hlut í Ark Technology ehf. Sam­hliða kaup­unum verður hlutafé auk­ið. Stofn­endur ARK munu einnig taka þátt í hluta­fjár­aukn­ing­unni og verða áfram stærstu hlut­haf­ar, en þeir eru Jón Ágúst Þor­steins­son og fjöl­skylda hans. Fjár­fest­inga­fé­lag þeirra á einnig hlut í Mar­orku, en Jón Þor­steinn er stofn­andi Mar­orku og stjórn­ar­for­maður þess.

Alls nemur fjár­mögnun félags­ins nú 300 millj­ónum króna. Fjár­fest­ing­unni er ætlað að styðja við frek­ari vöru­þró­un, sölu- og mark­aðs­setn­ingu á vöru ARK.

Brunnur er í eigu íslenskra líf­eyr­is­sjóða, Lands­bank­ans og nokk­urra fag­fjár­festa. Sjóð­ur­inn fjár­festir í íslenskum nýsköp­un­ar- og vaxta­fyr­ir­tækj­u­m ­sem selja eða stefna á að selja vörur eða þjón­ustu á erlenda mark­aði.

Auglýsing

ARK Technology fram­leiðir og selur umhverf­is­stjórn­un­ar­hug­bún­að­inn ARK Enter­prise og aðstoð­ar­ ­fyr­ir­tæki við inn­leið­ingu hans. Hug­bún­að­ur­inn mælir alla þætti meng­unar í virð­is­keðju fyr­ir­tækis og styð­ur­ við árang­urstengda mark­miða­setn­ingu í umhverf­is­mál­um. Umhverf­is­frammi­staða ­rekstr­ar­ein­inga er reiknuð á grund­velli þeirra gagna sem ARK Enter­prise safn­ar úr virð­is­keðj­unni og geta stjórn­endur nálg­ast lykil­upp­lýs­ingar á not­enda­við­mót­i þess. 

Í frétta­til­kynn­ingu frá ARK seg­ir: ARK Enter­prise styður því stjórn­endur við að fylgja eftir umhverf­is­mark­miðum fyr­ir­tæk­is­ins, hafa eft­ir­lit með meng­un, nýta orku og aðföng bet­ur, draga úr rekstr­ar­kostn­aði, auð­velda úrgangs­stjórnun og upp­fylla reglu­gerðir um ­meng­un­ar­mál á ein­faldan og skil­virkan hátt. ARK Enter­prise nýt­ist einnig hafn­ar­yf­ir­völd­um, sveit­ar­fé­lögum og þjóð­ríkjum til að sporna við sívax­andi mengun lands og sjáv­ar.  

Við­skipta­vinir ARK leggja mik­inn metnað í að bæta sí­fellt umhverf­is­frammi­stöðu sína og nota til þess ARK Enter­prise. Einnig býr ­ARK að öfl­ugum stuðn­ingi Tækni­þró­un­ar­sjóðs, Rannís og NORA."

Jón Ágúst, stofn­andi og stjórn­ar­for­maður ARK Technology, seg­ist vera ánægður með að Brunnur Vaxta­sjóður hafi ákveðið að vinna með þeim að því að þróa fyr­ir­tækið áfram. Nauð­syn­legt er að fyr­ir­tæki í grænni tækni vaxi og dafni svo hægt sé að takast á við þau mik­il­vægu verk­efni sem mann­kynið stend­ur frammi fyrir sökum lofts­lags­breyt­inga.“ 

Sig­urður Arn­ljóts­son, fjár­fest­inga­stjóri Brunns Vaxta­sjóðs, er ekki síður ánægður með sam­starf­ið. „Fyr­ir­tæki á öllum sviðum leggja nú sífellt meiri áherslu á að lág­marka umhverf­is­á­hrif og hug­bún­aður ARK Tehcnology nýt­ist sér­stak­lega vel við það mik­il­væga verk­efni. Jón Ágúst Þor­steins­son stjórn­ar­for­maður ARK býr að ára­tuga reynslu, þekk­ingu og sam­böndum í þessum iðn­aði eftir að hafa byggt upp Mar­orku. Við hlökkum til að taka þátt í því með honum og ARK teym­inu í að byggja upp­ öflugt hug­bún­að­ar­fyr­ir­tæki.“Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Börnin
Kjarninn 10. júlí 2020
Félag leikskólakennara skrifar undir nýjan kjarasamning
Þrjú aðildarfélög KÍ hafa skrifað undir kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga: Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða á bilinu 50 til 60 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá umboðsaðila Boreal
Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None