Sögulegt samkomulag samþykkt með dynjandi lófaklappi í París

cop21
Auglýsing

Sam­komu­lag nærri 200 ríkja um lofts­lags­mál er í höfn. Það var sam­þykkt rétt fyrir klukkan 18:30 að íslenskum tíma, í lok tveggja vikna ráð­stefnu í Par­ís. 

Sam­komu­lagið er sögu­legt og er í fyrsta sinn sem ríki um allan heim koma sér saman um minnkun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og reyna þannig að kom­ast hjá verstu afleið­ingum lofts­lags­breyt­inga á heim­inn. 

Auglýsing
Kjarn­inn hefur haldið úti umfjöllun um fund­inn alla vik­una, en Birgir Þór Harð­ar­son blaða­maður var í París á fund­in­um. Umfjöllun hans má lesa hér

Halda á hlýnun heims­ins vel undir tveimur gráðum og miða við að ná henni í 1,5 gráð­ur. Sam­komu­lag þess efnis verður laga­lega bind­andi. Rík ríki munu heita 100 millj­örðum dala fyrir árið 2020 til að hjálpa fátækum ríkj­um. Rík­is­stjórnin og stór­fyr­ir­tæki hafa sagt að sam­komu­lagið sendi sterk skila­boð um að tími jarð­efna­elds­neytis sé að verða búinn. 

Fyrr í dag sagði Laurent Fabi­us, utan­rík­is­ráð­herra Frakk­lands, að ef sam­komu­lagið yrði sam­þykkt yrði dag­ur­inn í dag sögu­leg­ur. Hann greindi frá nokkrum atriðum og upp­skar fagn­að­ar­læti úr sal þegar hann sagði að unnið yrði að því að hlýnun jarðar verði nær 1,5 gráð­um. „Við þurfum að sýna heim­inum að sam­eig­in­legt átak er meira virði heldur en aðgerðir hvers og eins,“ sagði hann. 

Ban Ki-Moon, fram­kvæmda­stjóri Sam­ein­uðu þjóð­anna, tal­aði einnig á fund­inum fyrr í dag og sagði sam­komu­lags­drögin vera sögu­leg. „Sam­komu­lagið lofar að færa heim­inn inn á nýja braut. […] Klárum nú mál­ið. Allur heim­ur­inn fylgist með­.“ 

Meðal þess sem er nýtt í sam­komu­lags­drög­unum sem voru kynnt í dag er við­miðið um 1,5 gráðu hlýn­un, sem er mun metn­að­ar­fyllra og erf­ið­ara mark­mið en tveggja gráðu hlýn­un. Þá er kveðið á um að á fimm ára fresti verði kannað hvernig ríkj­unum gengur með lofts­lags­á­ætl­anir sína. Hins vegar er búið að taka út tíma­línu yfir það hvernig eigi að skipta út jarð­efna­elds­neyti á seinni hluta ald­ar­inn­ar. 

Fjöl­mörg félaga­sam­tök hafa strax sent frá sér álit á sam­komu­lags­drög­unum og við­brögðin eru að mestu leyti jákvæð. Green­peace segir hjólin snú­ast hægt í lofts­lags­að­gerð­um, en þau hafi snú­ist í Par­ís. 

Sam­komu­lagið hefur hins vegar líka verið gagn­rýnd harð­lega, en í við­tali við Guar­dian segir James Han­sen, sem vann hjá NASA og er álit­inn sá maður sem kom lofts­lags­á­hyggjum hvað mest á kort­ið, að sam­komu­lagið séu svik. „Það er bara kjaftæði að þau segi: „Við ætlum að hafa tveggja gráðu hlýn­un­ar­tak­mark og svo reyna að gera aðeins betur á fimm ára frest­i.“ Þetta eru bara inn­an­tóm orð. Það eru engar aðgerð­ir, bara lof­orð. Á meðan jarð­efna­elds­neyti virð­ast vera það ódýrasta sem eru í boði, þá verður haldið áfram að brenna því.“ Hann segir að útblástur er ekki skatt­lagður þvert á alla verði eng­inn árang­ur. Slíkt muni bara koma í veg fyrir allra verstu afleið­ingar lofts­lags­breyt­inga. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðjón Sigurbjartsson
Fæðuöryggi – Hvað á að gera við afa?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tæplega 30 prósent aðspurðra í nýlegri könnun vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Íslendingarnir sem vilja helst ganga í ESB
Lítil hreyfing er á afstöðu Íslendinga til inngöngu í Evrópusambandið á milli ára og enn eru fleiri andvígir en hlynntir þeirri vegferð, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. En hvaða kjósendahópar á Íslandi vilja ganga í ESB? Kjarninn kíkti á það.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis lætur af störfum í lok apríl.
Tryggvi hættir sem umboðsmaður Alþingis eftir rúm 22 ár í starfi
Tryggvi Gunnarsson, sem skipaður var umboðsmaður Alþingis árið 1998, hefur beðist lausnar og forsætisnefnd Alþingis samþykkt beiðni hans. Nýr umboðsmaður verður kjörinn af Alþingi fyrir lok aprílmánaðar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Niðurstaðan ýmist sögð staðfesta „tilefnislausa aðför“ eða „kerfislægt misrétti“
Formaður stéttarfélagsins Eflingar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru ekki sammála um hvernig túlka skuli niðurstöðu héraðsdóms í máli rúmenskra verkamanna gegn starfsmannaleigu og Eldum rétt. Frávísun málsins verður áfrýjað til Landsréttar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með bóluefni AstraZeneca
Sóttvarnalæknir telur enga ástæðu fyrir fólk til að afþakka eitt bóluefni umfram önnur líkt og talsverður hópur fólks hefur gert undanfarið.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Heiðar Guðjónsson er forstjóri Sýnar og einn stærsti hluthafi félagsins með 9,2 prósent eignarhlut.
Sýn tapaði 405 milljónum króna í fyrra og nær allir tekjustofnar drógust saman
Tekjur Sýnar jukust milli áranna 2019 og 2020 vegna þess að dótturfélagið Endor kom inn í samstæðureikninginn. Aðrir tekjustofnar Sýnar drógust saman. Tekjur fjölmiðlahlutans hafa minnkað um milljarð króna á tveimur árum, en jákvæð teikn eru á lofti þar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Daði Rafnsson
Talent þarf tráma! Eða hvað?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélags Íslands.
„Er sátt útgerðarfyrirtækjanna mikilvægari en sátt yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar?“
Stjórnarskrárfélag Íslands segir frumvarp forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskrá ganga þvert gegn niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu og sé alvarleg aðför að grundvallarstoðum lýðræðis og fullveldi íslensku þjóðarinnar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None