Albanska fjölskyldan sækir um ríkisborgararétt og verður vel tekið

ólöf nordal olof nordal
Auglýsing

Vilji er til þess innan alls­herj­ar- og mennta­mála­nefndar Alþingis að veita albanskri fjöl­skyldu, sem var flutt úr landi fyrir helgi, rík­is­borg­ara­rétt hér á landi. Þetta kom fram í fréttum RÚV í hádeg­inu. RÚV segir að búist sé við því að umsókn frá fjöl­skyld­unni til nefnd­ar­innar ber­ist í dag. 

Þriggja ára drengur í fjöl­skyld­unni er hald­inn slím­s­eigju­sjúk­dómi, sem getur dregið fólk til dauða. Lögmaður fjöl­skyld­unnar hefur sagt að það hefði átt að veita fjöl­skyld­unni dval­ar­leyfi af mann­úð­ar­á­stæð­um. Fjöl­skyldan fór hins vegar úr landi á fimmtu­dag eftir að hafa dregið til baka kæru hjá kæru­nefnd útlend­inga­mála. 

Alþingi veitir árlega hópi fólks rík­is­borg­ara­rétt vegna sér­stakra aðstæðna, og það er venju­lega gert fyrir jól­in. Umsókn­ar­frestur er löngu runn­inn út en sagt er að fjöl­skyld­unni verði vel tekið af nefnd­inni og vilji sé til þess að taka umsókn­ina til skoð­un­ar. Það þurfi þó að fá gögn frá Útlend­inga­stofnun og skoða umsókn­ina með sama hætti og aðrar umsókn­ir. RÚV segir að með þessu verði hægt að veita fjöl­skyld­unni rík­is­borg­ara­rétt án þess að sett sé for­dæmi í hæl­is­kerf­inu, sem ekki sé talið stætt á að setj­a. 

Auglýsing

Önnur fjöl­skylda með ungan lang­veikan dreng var einnig send úr landi fyrir helgi. RÚV segir að ef sú fjöl­skylda sækti um rík­is­borg­ara­rétt með þessum hætti yrði umsókn hennar líka vel tekið af nefnd­inn­i. 

Var líka rætt á Alþingi

Ólöf Nor­dal inn­an­rík­is­ráð­herra sagði frá því í þing­inu fyrr í dag að hún skrif­aði Útlend­inga­stofnun og Rauða kross­inum bréf á föstu­dag­inn þar sem hún óskaði eftir því að farið yrði yfir það hvernig að brott­flutn­ingi hæl­is­leit­enda er stað­ið, sér­stak­lega þegar kemur að börn­um. Þetta kom fram í máli hennar í óund­ir­búnum fyr­ir­spurn­ar­tíma, Katrín Jak­obs­dótt­ir, Birgitta Jóns­dóttir og Helgi Hjörvar spurðu hann öll um mál­efni útlend­inga í fyr­ir­spurn­ar­tím­anum í dag. 

Ólöf greindi einnig frá því að hún hefði óskað eftir því að fá að flytja Alþingi munn­lega skýrslu í þess­ari viku um útlend­inga­mál, enda væri mik­il­vægt að þing­heimur væri upp­lýstur um þau. Hún sagði það vera mjög miður að mál albönsku fjöl­skyldn­anna tveggja, sem voru með veik börn og voru sendar úr landi í síð­ustu viku, hafi ekki ratað fyrir kæru­nefnd útlend­inga­mála. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None