„Í mínum haus er þetta orð yfir fólk sem sér sinn þjóðflokk betri en aðra,“ skrifar Björk Guðmundsdóttir tónlistarmaður um merkingu orðsins redneck, sem hún sagði Bjarna Benediktsson og Sigmund Davíð Gunnlaugsson vera í erlendum fjölmiðlum fyrir helgi. Hún sagði redneck jafnframt vera þá sem séu sannfærðir um að þeir geti lifað án heildarinnar og séu oft hlynntir vopnaburði. „Finnast þeir æðri náttúrunni og að þeir eigi að stjórna henni. Fyrir mig hefur þetta orð aldrei tengst strjálbýli neitt endilega.“ Svona fólk sé alls staðar í öllum löndum.
„Og bara svo það sé alveg á hreinu: ég elska af öllu hjarta Ísland og sérstaklega náttúruna og strjálbýlið.“
Í lok færslunnar segir Björk „p.s. já ég borga skatta á Íslandi.“