Sepp Blatter og Michel Platini báðir úrskurðaðir í átta ára bann

Platini Blatter
Auglýsing

Sepp Blatt­er, frá­far­andi for­seti Alþjóða­knatt­spyrnu­sam­bands­ins FIFA, og Michel Plat­ini, for­seti knatt­spyrnu­sam­bands Evr­ópu (UEFA), hafa báðir verið úrskurð­aðir í átta ára bann frá knatt­spyrnu af siða­nefnd FIFA. Blatter til­kynnti í sumar að hann myndi hætta sem for­seti FIFA snemma á næsta ári. Afsögn hans kom í kjöl­far röð hneyksl­is­mála innan sam­bands­ins og ákæru banda­rískra yfir­valda gegn níu hátt­settum aðilum innan þess í maí síð­ast­liðn­um. Plat­ini var tal­inn lík­leg­astur til þess að taka við af Blatter og naut stuðn­ings flestra evr­ópskra ríkja til þess.

Í sept­em­ber var hins vegar greitt frá því að Blatter hefði greitt Plat­ini um 1,3 millj­ónir punda nokkrum vikum áður en Plat­ini dró fram­boð sitt til baka í for­seta­kosn­ingum FIFA árið 2011. Sak­sókn­arar töldu að Blatter hefði per­sónu­lega veitt heim­ild fyrir milli­færsl­unni af reikn­ingum FIFA til Plat­ini. Upp­hæðin jafn­gildir rúm­lega 250 millj­ónum króna. Plat­ini sagði í yfir­lýs­ingu að greiðslan hafi komið til vegna ráð­gjafa­starfa hans fyrir FIFA á árunum 1999 til 2002. Óljóst er hvers vegna greiðslan barst níu árum síð­ar, árið 2011. Hvor­ugur mann­anna hefur getað sýnt fram á til­veru skrif­legs samn­ings sem útskýrir greiðsl­una en báðir neit­uðu sök.

Blatter mætti sjálfur fyrir siða­nefnd FIFA á fimmtu­dag til að verja sig og í bréfi sem hann sendi til allra 209 með­lima FIFA líkti hann ferl­inu við spænska rann­sókn­ar­rétt­inn. Plat­ini neit­aði hins vegar að koma fyrir nefnd­ina í eigin per­sónu og lét lög­menn sína um það. Hann hefur ásakað siða­nefnd­ina um að taka þátt í póli­tískum hvötum sem hafi það eina mark­mið að koma í veg fyrir að hann verði næsti for­seti FIFA.

Auglýsing

Nið­ur­staða siða­nefnd­ar­innar gerir það að verkum að tíma Blatter sem leið­andi afls í alþjóða­knatt­spyrnu­heim­inum er lok­ið, en hann er 79 ára gam­all. Ljóst er að fall Plat­ini er einnig mikið og í besta falli langt þangað til að hann lætur aftur að sér kveða á þess­um. vett­vangi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Daníelsson
Ósvífinn endurupptökudómur
Kjarninn 5. október 2022
Samkeppniseftirlitinu falið að kortleggja stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi
Matvælaráðuneytið mun fá skýrslu um stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi afhenta fyrir lok næsta árs. Þar verða eignatengsl sjávarútvegsfyrirtækja sem hafa fengið ákveðið umfang aflaheimilda úthlutað, og áhrifavald eigenda þeirra, kortlögð.
Kjarninn 5. október 2022
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og formaður Sósíaldemókrataflokksins.
Kosið til þings í Danmörku 1. nóvember – Frederiksen vill mynda breiða ríkisstjórn
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti á blaðamannafundi í morgun að þingkosningar yrðu haldnar í landinu 1. nóvember, eða eftir tæpar fjórar vikur.
Kjarninn 5. október 2022
Heiðrún Jónsdóttir.
Heiðrún ráðin framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja
Katrín Júlíusdóttir hætti skyndilega sem framkvæmdastjóri SFF um síðustu mánaðamót. Nú hefur nýr framkvæmdastjóri verið ráðinn og hún hefur þegar hafið störf.
Kjarninn 5. október 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 30. þáttur: „Hnattræni þróunariðnaðurinn er mjög yfirgrípandi hugtak yfir mjög fjölbreytilegan geira“
Kjarninn 5. október 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar.
Stýrivextir hækka í níunda skiptið í röð – Nú upp í 5,75 prósent
Stýrivextir hafa verið hækkaðir upp í 5,75 prósent. Greiðslubyrði margra heimila mun fyrir vikið þyngjast. Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um þróun vaxta á næstu misserum, að sögn peningastefnunefndar.
Kjarninn 5. október 2022
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn ríkissjórnarflokkanna, sendu frá sér yfirlýsingu í apríl þar sem segir að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkissin í Íslandsbanka að sinni. Sú yfirlýsing stendur enn.
Standa enn við að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum í Íslandsbanka
Fjármálaráðherra sagði mikilvægt að halda áfram að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka við kynningu fjárlagafrumvarpsins. Í yfirlýsingu stjórnarflokkanna frá því í vor segir að ekki verði ráðist í sölu á frekari hlutum bankans að sinni. Hún gildir enn.
Kjarninn 5. október 2022
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None