Verð á olíu hefur hrunið á heimsmörkuðum í dag, en á Bandaríkjamarkaði hefur verðfallið á hráolíu verið 5,81 prósent. Tunnan kostar nú rúmlega 33 Bandaríkjadali. Fyrir aðeins fimmtán mánuðum var verðið í kringum 110 Bandaríkjadali.
Samkvæmt fréttum Wall Street Journal eru ástæður verðhrunsins í dag raktar til þess að áhyggjur af gangi mála í Kína séu nú orðnar útbreiddar hjá fjárfestum. Þeir óttist að eftirspurn muni dragast enn meira meira saman, sem getur haft mikil áhrif á gang efnahagsmála um allan heim.
Orkufyrirtæki í S&P 500 vísitöluna í Bandaríkjunum lækkuðu um 4,3 prósent í viðskiptum dagsins, og Nasdaq vísitalan féll um 1,7 prósent.
Auglýsing