Anonymous ræðst aftur á íslenskar vefsíður - tók niður allar ráðuneytissíður

Anonymous
Auglýsing

Með­limir í Anonymous gerðu árás á vef­síður stjórn­ar­ráðs­ins í dag og tókst að loka heima­síðum allra ráðu­neyta um stund. Enn eru trufl­anir á síð­un­um. For­sæt­is­ráðu­neytið hefur stað­fest við Kjarn­ann að árás var gerð og á Twitter kemur fram að árásin var hluti af svo­kall­aði #OpWhales her­ferð, sem með­limir í Anonymous standa á bak við. Her­ferðin gengur út á að mót­mæla hval­veiðum Íslend­inga. 

Árásin er sams­konar og tvær tölvu­árásir sem gerðar voru í nóv­em­ber. Í annarri þeirra var vef­síðum fimm ráðu­neyta lokað og í hinni var ráð­ist á vef­síðu for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins, Sím­ans og Morg­un­blaðsins, meðal ann­ar­s. 

Auglýsing


Á Twitt­er-­reikn­ingnum fyrir aðgerð­ina er í dag mikið fjallað um Ísland og hval­veið­ar. Þar má meðal ann­ars sjá mynd af Krist­jáni Lofts­syni, eig­anda Hvals ehf., og hann sagður and­lit skammar­innar á Íslandi. Þá eru birtar upp­lýs­ingar um fyr­ir­tækið Hval og fólk er hvatt til að senda því lín­u. 

Einnig má sjá mynd frá HB Granda þar sem meðal ann­arra má sjá Krist­ján og Sig­urð Inga Jóhanns­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra. Fyrsta atlagan hjá Anonymous olli miklum töfum á net­þjón­ustu og þjón­ustu­að­ilar til­kynntu við­skipta­vinum sínum um þær. Á meðal þeirra síðna sem með­limir tengdir Anonymous hreyktu sér af á Twitter að hafa náð að loka tíma­bundið fyrir erlendri umferð voru síða for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins, Mbl.is, Sím­ans, Menn.is, Iceland.is og Visit­iceland.­is. Í annað skiptið var aðeins ráð­ist að fimm vef­síðum stjórn­ar­ráðs­ins. Þá sendu stjórn­völd frá sér yfir­lýs­ingu til að taka fram að engin gögn hafi verið í hættu. Vef­irnir voru lok­aðir fyrir umferð og heim­sóknum þar til ljóst var að ástandið var komið aftur í eðli­legt horf. Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Markaðsvirði veðsettra hlutabréfa í Kauphöll Íslands 183 milljarðar króna
Tölur um veðsetningu hlutabréfa benda til þess að veðköll hafi verið framkvæmd á síðasta ári þegar markaðurinn tók dýfu. Hann jafnaði sig hins vegar þegar leið á árið og markaðsvirði veðsettra hlutabréfa hefur hlutfallslega ekki verið lægra frá júlí 2018.
Kjarninn 25. janúar 2021
Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
„Hvar varst þú um helgina? Er það eitthvað sem við erum stolt af?“
Þrátt fyrir að vel gangi innanlands í baráttunni gegn kórónuveirunni telur sóttvarnalæknir ekki ástæðu til að slaka frekar á aðgerðum. Ekki megi gleyma að smit á landamærum hafa einnig áhrif innanlands.
Kjarninn 25. janúar 2021
Tíu staðreyndir um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka
Til stendur að selja allt að 35 prósent hlut í ríkisbanka í sumar. Upphaf þessa ferils má rekja til bankahrunsins. Hér er allt sem þú þarft að vita um ætlaða bankasölu, álitamál henni tengt og þá sögu sem leiddi til þeirrar stöðu sem nú er uppi.
Kjarninn 25. janúar 2021
Seðlabankinn telur enn mikilvægt að hafa samráðsvettvang á borð við þann sem greiðsluráð bankans er.
Hlutverk svokallaðs greiðsluráðs Seðlabankans til skoðunar
Seðlabankinn skoðar nú hlutverk greiðsluráðs bankans sem sett var á fót með ákvörðun Más Guðmundssonar fyrrverandi seðlabankastjóra í upphafi árs 2019. Ráðið hefur einungis komið einu sinni saman til fundar.
Kjarninn 25. janúar 2021
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Yellen sýnir á spilin
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vill þrepaskiptara skattkerfi og auka fjárútlát ríkissjóðs til að aðstoða launþega í kreppunni. Hún er líka harðorð í garð efnahagsstefnu kínverskra stjórnvalda og vill takmarka notkun rafmynta.
Kjarninn 24. janúar 2021
Magga Stína syngur Megas ... á vínyl
Til stendur að gefa út tónleika Möggu Stínu í Eldborg, þar sem hún syngur lög Megasar, út á tvöfaldri vínylplötu. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Dögg Sverrisdóttir
Bætum kynfræðsluna en látum lestrargetu drengja eiga sig
Kjarninn 24. janúar 2021
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None