Anonymous ræðst aftur á íslenskar vefsíður - tók niður allar ráðuneytissíður

Anonymous
Auglýsing

Með­limir í Anonymous gerðu árás á vef­síður stjórn­ar­ráðs­ins í dag og tókst að loka heima­síðum allra ráðu­neyta um stund. Enn eru trufl­anir á síð­un­um. For­sæt­is­ráðu­neytið hefur stað­fest við Kjarn­ann að árás var gerð og á Twitter kemur fram að árásin var hluti af svo­kall­aði #OpWhales her­ferð, sem með­limir í Anonymous standa á bak við. Her­ferðin gengur út á að mót­mæla hval­veiðum Íslend­inga. 

Árásin er sams­konar og tvær tölvu­árásir sem gerðar voru í nóv­em­ber. Í annarri þeirra var vef­síðum fimm ráðu­neyta lokað og í hinni var ráð­ist á vef­síðu for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins, Sím­ans og Morg­un­blaðsins, meðal ann­ar­s. 

Auglýsing


Á Twitt­er-­reikn­ingnum fyrir aðgerð­ina er í dag mikið fjallað um Ísland og hval­veið­ar. Þar má meðal ann­ars sjá mynd af Krist­jáni Lofts­syni, eig­anda Hvals ehf., og hann sagður and­lit skammar­innar á Íslandi. Þá eru birtar upp­lýs­ingar um fyr­ir­tækið Hval og fólk er hvatt til að senda því lín­u. 

Einnig má sjá mynd frá HB Granda þar sem meðal ann­arra má sjá Krist­ján og Sig­urð Inga Jóhanns­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra. Fyrsta atlagan hjá Anonymous olli miklum töfum á net­þjón­ustu og þjón­ustu­að­ilar til­kynntu við­skipta­vinum sínum um þær. Á meðal þeirra síðna sem með­limir tengdir Anonymous hreyktu sér af á Twitter að hafa náð að loka tíma­bundið fyrir erlendri umferð voru síða for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins, Mbl.is, Sím­ans, Menn.is, Iceland.is og Visit­iceland.­is. Í annað skiptið var aðeins ráð­ist að fimm vef­síðum stjórn­ar­ráðs­ins. Þá sendu stjórn­völd frá sér yfir­lýs­ingu til að taka fram að engin gögn hafi verið í hættu. Vef­irnir voru lok­aðir fyrir umferð og heim­sóknum þar til ljóst var að ástandið var komið aftur í eðli­legt horf. Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Molar
Molar
Molar – Mikilvægt að koma vel fram við innflytjendur
Kjarninn 20. september 2019
Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Jafnframt vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða alls 18 prósent landsmanna.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None