Utanríkisráðuneytið: ítrekaðar rangfærslur í málflutningi sjávarútvegsins

gunnar bragi
Auglýsing

Utan­rík­is­ráðu­neytið setur fram harða gagn­rýni á Jens Garðar Helga­son, for­mann Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, í til­kynn­ingu sem það sendi frá sér rétt í þessu. Ráðu­neytið fer yfir mál­flutn­ing Jens í Viku­lok­unum á Rás 1 um helg­ina og hrekur 13 stað­hæf­ingar sem hann setti þar fram um við­skipta­þving­anir gegn Rússum og inn­flutn­ings­bann þeirra á móti.

Ráðu­neytið segir ýmsar stað­hæf­ingar hans ekki standast, þær séu órök­studdar og hann haldi áfram að fara með rang­færslur þrátt fyrir að þær hafi verið leið­rétt­ar. 

Meðal ann­ars hafi Jens sagt að íslenska þjóð­ar­búið sé að taka á sig hlut­falls­lega tutt­ugu­falt stærri skell en hin hart­nær 40 ríkin sem standa að þving­un­ar­að­gerð­un­um. Það er órök­stutt, segir utan­rík­is­ráðu­neyt­ið, og vert „að benda á að afkoma sjáv­ar­út­vegs árið 2015 er meðal þess besta í lýð­veld­is­sög­unni auk þess sem útflutn­ings­verð­mæt­i ­upp­sjáv­ar­af­urða á árinu 2015 er litlu minna en árið 2014.“ 

Auglýsing

Þá stand­ist ekki sú stað­hæf­ing hans að utan Rúss­lands finn­ist eng­inn mark­aður fyrir frystar loðnu­af­urð­ir. „Fyrst­u 11 mán­uði árs­ins 2015 var seld fryst loðna og loðnu­hrogn til­ Kína fyrir um 1,3 millj­arða króna. Á árunum 2012 og 2013 var fryst loðna seld til Úkra­ínu fyrir hátt í 4 millj­arða. Á ár­unum 2014 og 2015 var sama vara seld á Úkra­ínu­markað fyrir um hálfan millj­arð króna.“ 

Jens sagði einnig að helm­ingur mak­ríl­sölu Íslands hafi verið til Rúss­lands, og Íslend­ingar verið stærsti útflytj­andi mak­ríls til Rúss­lands. Í því sam­hengi segir utan­rík­is­ráðu­neytið að rétt sé að benda á það að Íslend­ingar sátu nán­ast einir að mak­ríl­mark­aðnum í Rúss­landi frá ágúst 2014 til ágúst 2015, en á þeim tíma hafði Ísland ekki verið sett á inn­flutn­ings­banns­lista Rússa á meðan flest önnur ríki voru það. „Íslenskir ­út­flytj­end­ur, auk fær­eyskra og græn­lenskra, sátu því einir að Rúss­lands­mark­aði í tólf mán­uði áður en inn­flutn­ings­bann Rússa var útvíkkað og Ísland sett á bann­lista og juku veru­lega ­út­flutn­ing sinn til Rúss­lands­.“ 

Aðgerðir ekki vopna­sölu­bann og víst sam­staða

„Ít­rek­að kemur fram í máli for­manns SFS að þving­un­ar­að­gerð­irnar gagn­vart Rúss­land séu vopna­sölu­bann. Aðgerð­irn­ar ­sem studdar eru af nærri 40 ríkjum eru mun víð­tækari,“ segir ráðu­neytið og nefnir að framan af hafi þær einkum snú­ist um tak­mark­anir á ferða­frelsi og fryst­ingu fjár­muna ákveð­inna ein­stak­linga og fyr­ir­tækja. Eftir að far­þega­flug­vél var skotin niður yfir Úkra­ínu var hert á aðgerð­unum og fleirum var bætt á bann­lista auk þess sem „aðgang­ur rúss­neskra aðila að lána­mörk­uðum tak­mark­að­ur, við­skipti með­ her­gögn bönn­uð, við­skipti bönnuð með vörur sem hafa tví­þætt nota­gildi og við­skipti tak­mörkuð varð­andi þýð­ing­ar­mikla tækn­i, m.a. í olíu- og orku­geir­an­um.“ 

Einnig hafi Jens Garðar haldið því fram að engin sam­staða sé um aðgerð­irnar meðal Evr­ópu­ríkja og ein­stök ríki eigi blóm­leg við­skipti við Rúss­land þrátt fyrir aðgerð­irn­ar. Um það segir utan­rík­is­ráðu­neytið að „Evr­ópu­sam­band­ið hefur ein­róma sam­þykkt allar aðgerðir sem farið hefur verið í, nú síð­ast með fram­leng­ingu aðgerð­anna í des­em­ber 2015. Öll ­Evr­ópu­ríki eiga áfram í veru­legum við­skiptum við Rúss­land enda bein­ist inn­flutn­ings­bann Rússa að mat­væl­um. Aðgerðir Rússa ná ekki til fjölda vara, t.a.m. til þjón­ustu nema að tak­mörk­uð­u ­leyti. Þetta á líka við um Ísland sem á áfram í nokkrum við­skiptum við Rúss­land eins og sjá má t.d. í þess­ari frétt.“ 

Þá sé það ekki rétt að hags­muna­að­ilar og Alþingi hafi ekki frétt af stuðn­ingi Íslands við þving­un­ar­að­gerð­irnar fyrr en löngu síð­ar. Tveir fundir hafi verið haldnir með hags­muna­að­ilum á fyrri stigum um þróun mála. Þá hafi síðar verið haldnir fleiri fundir í kjöl­far frétta­flutn­ings. 

Grund­vall­armis­skiln­ingur um NATO og rang­færslur um Banda­ríkin

„For­mað­ur­ SFS stað­hæfir að þving­un­ar­að­gerð­irnar gagn­vart Rúss­land­i ­séu ekki aðgerð Atl­ants­hafs­banda­lags­ins og að það sé t.a.m. á­stæða þess að Tyrkir séu ekki í hópi þeirra ríkja sem beita Rúss­land aðgerð­um. Þá standi Sam­ein­uðu þjóð­irnar ekki að aðgerð­un­um,“ segir ráðu­neytið og telur þetta byggj­ast á grund­vall­armis­skiln­ingi. „Atlands­hafs­banda­lag­ið (NATO) getur ekki beitt efna­hags­legum þving­un­ar­að­gerðum enda varn­ar­banda­lag. Það ­getur hins vegar stutt þving­un­ar­að­gerðir ESB, Banda­ríkj­anna og ann­arra ríkja.“ Það hafi verið gert. „Örygg­is­ráð ­Sam­ein­uðu þjóð­anna stendur ekki að þving­un­ar­að­gerð­un­um, enda er Rúss­land með neit­un­ar­vald í ráð­in­u.“ 

Þá hafi því verið haldið fram af Jens að Banda­ríkja­stjórn hafi gefið út und­an­þágu á þving­un­ar­að­gerð­irnar vegna sölu á vara­hlutum í rúss­neskar her­þyrl­ur. „Þetta er ekki rétt. Sól­ar­hring áður en þætt­in­um Í viku­lokin var út­varpað leið­rétti sendi­herra Banda­ríkj­anna á Ísland­i rang­færslur SFS sem birt­ust í blaða­grein varð­andi sölu vara­hluta í þyrlur til Afghanist­an. Í grein sendi­herr­ans kemur skýrt fram að það hafi ekki haft neitt með þving­an­ir  ­gegn Rússum að gera. Samt heldur for­maður SFS áfram að fara með rang­færsl­ur.“ 

Það sé líka rangt að eng­inn hátt­settur banda­rískur ráða­maður hafi komið til Íslands í mörg ár, eins og Jens hafi haldið fram. „Síð­ast í sept­em­ber heim­sótti Robert Work, vara­varn­ar­mála­ráð­herra ­Banda­ríkj­anna, Ísland og í októ­ber var Benja­min Ziff, að­stoð­ar­ráð­herra úr utan­rík­is­ráðu­neyti Banda­ríkj­anna stadd­ur hér á landi í til­efni af Hring­borði norð­ur­slóða,“ segir ráðu­neyt­ið, og að hring­borðið hafi dregið ráða­menn að ítrek­að. „Einnig má nefna að Condo­leezza Rice, þáver­andi utan­rík­is­ráð­herra ­Banda­ríkj­anna heim­sótti Ísland árið 2008 og Colin Powell, þá­ver­andi utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna, árið 2002 í tengslum við utan­rík­is­ráð­herra­fund NATO. Hins ­vegar er ljóst að ein­staka stefnu­mál Íslands, líkt og hval­veið­ar, hafa haft áhrif á tíðni heim­sókna banda­rískra ráða­manna. Ísland rekur hins vegar sjálf­stæða utan­rík­is­stefn­u og lætur ekki undan þess konar þrýst­ingi, enda grund­vallast ­ís­lensk utan­rík­is­stefna á virð­ingu fyrir alþjóða­lög­um. Það á við um bæði rétt til hval­veiða sem og fram­ferði rúss­neskra ­yf­ir­valda í Úkra­ín­u.“ 

Yfir­lýs­ingin frá utan­rík­is­ráðu­neyt­inu er hér að neðan í heild sinn­i. 

Utan­rík­is­ráðu­neytið telur ástæðu til að minna á nokkrar stað­reyndir um þving­un­ar­að­gerðir og Rúss­land vegna full­yrð­inga for­manns Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) í umræðu­þætt­inum  Í viku­lok­in á RÚV laug­ar­dag­inn 9. jan­úar sl.

Fram kemur í máli for­manns SFS að hags­muna­að­ilar og Alþingi hafi ekki frétt að Ísland styddi þving­un­ar­að­gerðir gegn Rúss­landi vorið 2014 fyrr en 4-5 mán­uðum síð­ar. Einnig að Alþingi og hags­muna­að­ilar í sjáv­ar­út­vegi hafi fyrst heyrt af því í rúss­neskum fjöl­miðlum í ágúst 2015 að Ísland hafi fram­lengt þving­un­ar­að­gerðir gagn­vart Rúss­landi.

Dag­ana 6., 17. og 20. mars 2014 til­kynntu Banda­ríkin um þving­un­ar­að­gerðir gegn Rúss­landi vegna Úkra­ínu­deil­unn­ar. Hinn 12. mars 2014 átti utan­rík­is­ráðu­neytið sam­ráðs­fund með fram­kvæmda­stjóra SFS og 14. mars 2014 var fjallað um málið í rík­is­stjórn. Hinn 17. mars 2014 gaf utan­rík­is­ráðu­neytið út frétta­til­kynn­ingu þar sem lýst er stuðn­ingi við þving­un­ar­að­gerðir Banda­ríkj­anna og Evr­ópu­sam­bands­ins gegn Rúss­landi vegna Úkra­ínu­deil­unnar og til­kynnt að Ísland muni einnig beita slíkum þving­un­ar­að­gerðum að höfðu sam­ráð við utan­rík­is­mála­nefnd. Það sam­ráð fór fram næsta dag, 18. mars. Hinn 21. mars 2014 voru fyrstu þving­un­ar­að­gerðir Íslands vegna Úkra­ínu­deil­unnar birtar í Stjórn­ar­tíð­ind­um.

Auk fund­ar­ins 18. mars 2014 hefur ráðu­neytið upp­lýst utan­rík­is­mála­nefnd Alþingis reglu­lega um fram­vindu mála í Úkra­ínu. Þátt­taka í alþjóð­legum þving­un­ar­að­gerðum hefur verið rædd á fjöl­mörgum fundum með nefnd­inni og ein­dreg­inn stuðn­ingur verið í utan­rík­is­mála­nefnd við stefnu stjórn­valda. Til­kynnt var opin­ber­lega um stuðn­ing við aðgerð­irnar í mars 2014, auk þess sem fjallað var um hann á þingi og í fjöl­miðl­um, t.d. í tengslum við ferð ráð­herra til Úkra­ínu í sama mán­uði.

Hags­muna­að­ilar í sjáv­ar­út­vegi voru upp­lýstir á fyrri stigum um þróun mála, stefnu Íslands og ákvarð­an­ir, m.a. átti utan­rík­is­ráð­herra sér­staka fundi með þeim. Haldnir voru tveir fundir með hags­muna­að­ilum og Íslands­stofu um mögu­legar aðgerðir ef mark­aðir í Rúss­landi skyldu lok­ast. Í  jan­úar 2015 varð frétta­flutn­ingur í Rúss­landi t.d. til að auka áhyggjur um að Ísland kynni að verða fyrir barð­inu á við­skipta­banni Rússa líkt og Nor­egur og var þá fundað með útflytj­end­um. Sam­svar­andi fundur var hald­inn 5. ágúst 2015 þar stjórn­völd ítrek­uðu vilja sinn til að aðstoða við að leita uppi nýja mark­aði og greiða fyrir við­skipt­um.

Ítrekað kemur fram í máli for­manns SFS að þving­un­ar­að­gerð­irnar gagn­vart Rúss­land séu vopna­sölu­bann.

Aðgerð­irnar sem studdar eru af nærri 40 ríkjum eru mun víð­tæk­ari. Framan af sner­ust þær einkum um tak­mark­anir á ferða­frelsi til­tek­inna ein­stak­linga og fryst­ingu fjár­muna þeirra og til­tek­inna fyr­ir­tækja, en eftir að far­þega­vélin var skotin niður yfir Úkra­ínu var hert á aðgerð­un­um. Ein­stak­lingum og fyr­ir­tækjum var bætt á bann­lista, aðgangur rúss­neskra aðila að lána­mörk­uðum tak­mark­að­ur, við­skipti með her­gögn bönn­uð, við­skipti bönnuð með vörur sem hafa tví­þætt nota­gildi og við­skipti tak­mörkuð varð­andi þýð­ing­ar­mikla tækni, m.a. í olíu- og orku­geir­an­um.

Ítrekað kemur fram í máli for­manns SFS að engin sam­staða sé um þving­un­ar­að­gerð­irnar meðal Evr­ópu­ríkja og ein­stök ríki eigi blóm­leg við­skipti við Rúss­land þrátt fyrir þving­un­ar­að­gerðir og gagn­að­gerðir Rússa í formi inn­flutn­ings­bann.

Evr­ópu­sam­bandið hefur ein­róma sam­þykkt allar aðgerðir sem farið hefur verið í, nú síð­ast með fram­leng­ingu aðgerð­anna í des­em­ber 2015. Öll Evr­ópu­ríki eiga áfram í veru­legum við­skiptum við Rúss­land enda bein­ist inn­flutn­ings­bann Rússa að mat­væl­um. Aðgerðir Rússa ná ekki til fjölda vara, t.a.m. til þjón­ustu nema að tak­mörk­uðu leyti. Þetta á líka við um Ísland sem á áfram í nokkrum við­skiptum við Rúss­land eins og sjá má t.d. í þess­ari frétt.

Í máli for­manns SFS kemur fram að Banda­ríkja­stjórn hafi gefið út und­an­þágu á þving­un­ar­að­gerð­irnar vegna sölu á vara­hlutum í rúss­neskar her­þyrl­ur.

Þetta er ekki rétt.  Sól­ar­hring áður en þætt­in­um Í viku­lok­in var útvarpað leið­rétti sendi­herra Banda­ríkj­anna á Íslandi rang­færslur SFS sem birt­ust í blaða­grein varð­andi sölu vara­hluta í þyrlur til Afghanist­an. Í grein sendi­herr­ans kemur skýrt fram að það hafi ekki haft neitt með þving­anir  gegn Rússum að gera. Samt heldur for­maður SFS áfram að fara með rang­færsl­ur.

For­maður SFS full­yrðir að auk inn­flutn­ings­banns Rússa muni Tolla­banda­lag Rúss­lands, Belarus og Kákasus (vænt­an­lega er átt við Kasakstan) loka á inn­flutn­ing frá Íslandi.

Ekki liggur fyrir að svo muni að fara auk þess sem slík lokun sem vísað var til myndi bein­ast að til­teknum fyr­ir­tækjum en ekki þjóð­ríkj­um. Fjöldi ann­arra fyr­ir­tækja geta haldið áfram að eiga við­skipti við Belarus og Kasakstan líkt og þau eiga við Rúss­land í dag.  Dæmið sem vísað er til í við­tal­inu sýnir þó greini­lega hversu ótraustur mark­að­ur­inn er á þessu svæði og hve mjög mark­aðs­að­gangur er háður duttl­ungum emb­ætt­is­manna.

For­maður SFS  stað­hæfir að þving­un­ar­að­gerð­irnar gagn­vart Rúss­landi séu ekki aðgerð Atl­ants­hafs­banda­lags­ins og að það sé t.a.m. ástæða þess að Tyrkir séu ekki í hópi þeirra ríkja sem beita Rúss­land aðgerð­um. Þá standi Sam­ein­uðu þjóð­irnar ekki að aðgerð­un­um.

Um grund­vall­armis­skiln­ing er að ræða. Atlands­hafs­banda­lagið (NATO) getur ekki beitt efna­hags­legum þving­un­ar­að­gerðum enda varn­ar­banda­lag. Það getur hins vegar stutt þving­un­ar­að­gerðir ESB, Banda­ríkj­anna og ann­arra ríkja.  Allir þjóð­ar­leið­togar Atl­ants­hafs­banda­lags­ins, þ.m.t. Tyrk­lands, sam­þykktu t.a.m. ein­róma loka­yf­ir­lýs­ingu síð­asta leið­toga­fundar NATO, haustið 2014, þar sem lýst er yfir stuðn­ingi við allar þving­un­ar­að­gerðir gegn Rúss­landi.

Banda­ríkin urðu fyrst til þess að beita Rúss­land þving­un­ar­að­gerðum vegna Úkra­ínu­deil­unnar í mars 2014, og hafa Banda­rík­in, ESB og fleiri ríki átt náið sam­ráð um umfang og tíma­setn­ingu þess­ara aðgerða. Í mars 2014 til­kynntu Banda­rík­in, ESB og Kanada öll hlið­stæðar þving­un­ar­að­gerðir gegn Rúss­landi en áður hafði verið gripið til ákveð­inna aðgerða gagn­vart ein­stak­lingum í Úkra­ínu. Alls standa nú tæp­lega fjör­tíu ríki að aðgerðum gegn Rúss­landi. Banda­rík­in, Kana­da,  28 ríki Evr­ópu­sam­bands­ins, Ísland, Nor­eg­ur,  Jap­an, Ástr­al­ía, Liechten­stein og Svart­fjalla­land. Sviss inn­leiðir sömu aðgerðir og Tyrk­land sætir nú einnig gagn­að­gerðum Rúss­lands.

Örygg­is­ráð Sam­ein­uðu þjóð­anna stendur ekki að þving­un­ar­að­gerð­un­um, enda er Rúss­land með neit­un­ar­vald í ráð­inu.

Í máli for­manns SFS kemur fram íslensk stjórn­völd haldi því fram að aðild Íslands að Atl­ants­hafs­banda­lag­inu kynni að vera í upp­námi ef landið styddi ekki þving­un­ar­að­gerð­ir.

Þetta er ekki rétt, stjórn­öld hafa ekki haldið slíku fram.

Það að rjúfa sam­stöðu vest­rænna ríkja hlyti hins vegar að telj­ast meiri­háttar frá­vik frá utan­rík­is­stefnu Íslands. Það væri ábyrgð­ar­hluti sem kall­aði, í besta falli, á gagn­rýnar spurn­ingar nán­ustu sam­starfs­þjóða um veg­ferð íslenskra stjórn­valda í alþjóða­sam­skiptum og  trú­verð­ug­leika sem banda­manns. Slíkt hefði vafa­laust nei­kvæð áhrif á sam­skipti við okkar helstu banda­menn, þ.e. þær þjóðir sem Ísland á mesta sam­leið með og sam­eig­in­lega hags­muni. Við­brögð sam­starfs­ríkja gætu einnig verið harð­ari. Það liggur t.a.m. fyrir að Banda­ríkin hafa víð­tækar laga­heim­ildir til að þess að beita fyr­ir­tæki sem eru í sam­skiptum við rúss­nesk fyr­ir­tæki á bann­lista Banda­ríkj­anna við­ur­lögum og úti­loka þau frá við­skiptum við banda­rísk fyr­ir­tæki. Kunn­ugt er um dæmi þess að sænsk og finnsk fyr­ir­tæki hafi verið sett bann­lista í Banda­ríkj­unum og allar eigur þeirra í Banda­ríkj­unum fryst­ar. Eng­inn banda­rískur aðili getur átt við­skipti við þessi fyr­ir­tæki. Ekki er hægt að úti­loka að slíkt gæti einnig beðið íslenskra fyr­ir­tækja ef horfið er frá þátt­töku í þving­un­un­um.

Í máli for­manns SFS er dregið í efa að Ísland hafi sjálf­stæða utan­rík­is­stefnu og að ákvarð­anir stjórn­valda séu byggðar á hags­munum Íslands

Slíkur mál­flutn­ingur dæmir sig sjálf­ur. Ísland hefur sann­ar­lega sjálf­stæða utan­rík­is­stefnu og á henni bygg­ist einmitt sú ákvörðun að styðja þving­un­ar­að­gerðir gegn Rúss­landi vegna fram­ferðis Rúss­lands­stjórnar gagn­vart Úkra­ínu.

Á sömu sjálf­stæðu utan­rík­is­stefnu hafa byggst ótal ákvarð­anir allt frá stofnun lýð­veld­is­ins sem snerta alþjóða­mál og sam­starf við vest­rænar þjóð­ir, t.d. útfærslur land­helg­inn­ar, aðild að við­skipta­samn­ing­um, veiðar á alþjóð­legum hafs­svæðum og svo mætti lengi telja. Þessi dæmi hafa verið grund­völlur íslensks sjáv­ar­út­vegs til lengri og skemmri tíma.

Í máli for­manns SFS kemur fram að 50% af mak­ríl­sölu Íslands hafi verið til Rúss­lands og að Íslend­ingar hafi verið stærsti útflytj­andi af mak­ríl til Rúss­lands í heim­in­um.

Rétt er að benda á að á tólf mán­aða tíma­bili, frá ágúst 2014 til ágúst 2015 beittu Rússar gagn­að­gerðum í formi inn­flutn­ings­banns á mat­væli gegn hart­nær öllum þeim tæp­lega 40 ríkjum sem í ríkja­hópnum eru, nema Íslandi. Íslenskir útflytj­end­ur, auk fær­eyskra og græn­lenskra, sátu því einir að Rúss­lands­mark­aði í tólf mán­uði áður en inn­flutn­ings­bann Rússa var útvíkkað og Ísland sett á bann­lista og juku veru­lega útflutn­ing sinn til Rúss­lands.

Í máli for­manns SFS kemur fram að utan Rúss­lands finn­ist eng­inn mark­aður fyrir frystar loðnu­af­urð­ir.

Þessi stað­hæf­ing stenst ekki. Fyrstu 11 mán­uði árs­ins 2015 var seld fryst loðna og loðnu­hrogn til Kína fyrir um 1,3 millj­arða króna. Á árunum 2012 og 2013 var fryst loðna seld til Úkra­ínu fyrir hátt í 4 millj­arða. Á árunum 2014 og 2015 var sama vara seld á Úkra­ínu­markað fyrir um hálfan millj­arð króna.

For­maður SFS stað­hæfir að Norð­menn hafi fengið nið­ur­fell­ingu á tollum inn í Evr­ópu­sam­bandið fyrir mak­ríl­af­urðir en að Ísland hafi ekki fengið slíka nið­ur­fell­ingu þrátt fyrir umleit­anir þar um.

Þetta er ekki rétt.  Evr­ópu­sam­bandið féllst á að skipta á toll­kvótum Nor­egs í síld gegn auknum kvóta í mak­ríl. Á sama tíma var samið um aukna kvóta í öðrum teg­undum fyrir Ísland sem m.a. mun styðja við land­vinnslu á karfa.

For­maður SFS segir íslenska þjóð­ar­búið vera að taka á sig hlut­falls­lega tutt­ugu­falt stærri skell en hin hart­nær 40 ríkin sem standa að þving­un­ar­að­gerðir gagn­vart Rúss­landi.

Aldrei hefur verið dregið í efa að við­skipta­bann Rúss­lands gegn Íslandi hafi nei­kvæðar afleið­ingar hér á landi. Að þær afleið­ingar séu tutt­ugu­falt stærri en áhrifin á önnur ríki er órök­stutt. Vert er að benda á að afkoma sjáv­ar­út­vegs árið 2015 er meðal þess besta í lýð­veld­is­sög­unni auk þess sem útflutn­ings­verð­mæti upp­sjáv­ar­af­urða á árinu 2015 er litlu minna en árið 2014.

For­maður SFS segir að til Íslands hafi eng­inn hátt­settur banda­rískur ráða­maður komið í mörg ár.

Hér er ekki rétt með far­ið. Síð­ast í sept­em­ber heim­sótti Robert Work, vara­varn­ar­mála­ráð­herra Banda­ríkj­anna, Ísland og í októ­ber var Benja­min Ziff, aðstoð­ar­ráð­herra úr utan­rík­is­ráðu­neyti Banda­ríkj­anna staddur hér á landi í til­efni af Hring­borði norð­ur­slóða. Það hefur raunar ítrekað dregið að banda­ríska ráða­menn áður, t.d. öld­ung­ar­deild­ar­þing­mann­inn Lisu Murkowski og Papp aðmírál, sér­stakan full­trúa Banda­ríkja­for­seta í mál­efnum norð­ur­slóða. Orku­nefnd banda­rísku öld­ung­ar­deild­ar­innar heim­sótti  Ís­land á síð­asta ári og Vict­oria Nuland, varaut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna sömu­leið­is.

Einnig má nefna að Condo­leezza Rice, þáver­andi utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna heim­sótti Ísland árið 2008 og Colin Powell, þáver­andi utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna, árið 2002 í tengslum við utan­rík­is­ráð­herra­fund NATO.

Hins vegar er ljóst að ein­staka stefnu­mál Íslands, líkt og hval­veið­ar, hafa haft áhrif á tíðni heim­sókna banda­rískra ráða­manna. Ísland rekur hins vegar sjálf­stæða utan­rík­is­stefnu og lætur ekki undan þess konar þrýst­ingi, enda grund­vall­ast íslensk utan­rík­is­stefna á virð­ingu fyrir alþjóða­lög­um. Það á við um bæði rétt til hval­veiða sem og fram­ferði rúss­neskra yfir­valda í Úkra­ínu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None