Sá einstaki fallinn frá

David Bowie er einn allra áhrifamesti listamaður sögunnar og hreyfði við fólki með hugrekki sínu og hæfileikum. Hans er minnst sem „snillings“ sem hafi rutt brautina fyrir aðra.

David Bowie
Auglýsing

Breski tónlistarmaðurinn David Bowie féll frá í gær, 69 ára að aldri, en banameinið var krabbamein. Hann veiktist fyrir átján mánuðum. Nýjasta plata hans, Blackstar, kom út á afmælisdaginn hans, 8.janúar síðastliðinn. Hann sendi frá sér um 30 hljóðversplötur á ferlinum.

Bowie er í dag minnst sem eins áhrifamesta listamanns sem komið hefur fram. Hann er einn fárra listamanna sem á tæplega 50 ára löngum ferli tókst á við ólíka strauma og stefnur í tónlistinni, og sagði sögur með lögum sínum sem hreyfðu við fólki á öllum aldri.

Listamenn minnast hans með miklum hlýhug. Madonna lýsir honum sem „einstökum snillingi“ sem hafi breytt sögunni með list sinni. Sama er uppi á teningnum hjá fjölmörgum öðrum, sem segja Bowie hafa þrifist á áskorunum og rutt brautina fyrir aðra með hugmyndaauðgi og nýsköpun sem ekki eigi sér neina hliðstæðu í tónlistarsögunni.

Auglýsing


Bandaríski tónlistarmaðurinn Kanye West segir Bowie hafa verið leiðarljós fyrir aðra með „óttaleysi“ og frumleigheitum, og ýmsir svartir tónlistarmenn, þar á meðal rapparinn MC Hammer, þakka honum fyrir að standa með svörtum tónlistarmönnum í gegnum tíðina, þegar þeir hafa mætt misrétti af einhverju tagi. Það gerði Bowie meðal annars á áttunda áratugnum þegar MTV sjónvarpsstöðin þótti sniðganga áhrifamikla svarta tónlistarmenn.


Enginn mun stíga í sporin sem Bowie skilur eftir sig, en lög hans lifa og halda áfram að gleðja fólk og veita því innblástur um ókomna tíð.


Það er táknrænt fyrir hans miklu áhrif á ótrúlegum og litríkum ferli, að þegar hann féll frá, þá hljómuðu lög hans í nær öllum búðum í Suður-London, við Brixton, þar sem hann var fæddur og uppalinn. Það sama átti við um mörg önnur hverfi í ýmsum borgum og bæjum Bretlands. Í Brighton hefur tónlist hans verið sérstaklega áberandi í allan dag, þar sem fallin „hetja“ er hyllt.


Allt frá því að hann fangaði heiminn með fyrsta vinsæla lagi sínu, meistaraverkinu Space Oddity, var ljóst að þarna voru nýir straumar á ferðinni sem tónlistarheimurinn hafði ekki fundið fyrir áður. Það reyndist bara byrjunin á einstökum ferli. Bowie lést umkringdur vinum og fjölskyldu á Manhattan í New York, þar sem hann bjó.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None