Sá einstaki fallinn frá

David Bowie er einn allra áhrifamesti listamaður sögunnar og hreyfði við fólki með hugrekki sínu og hæfileikum. Hans er minnst sem „snillings“ sem hafi rutt brautina fyrir aðra.

David Bowie
Auglýsing

Breski tón­list­ar­mað­ur­inn David Bowie féll frá í gær, 69 ára að aldri, en bana­mein­ið var krabba­mein. Hann veikt­ist fyrir átján mán­uð­um. Nýjasta plata hans, Blackstar, kom út á afmæl­is­dag­inn hans, 8.jan­úar síð­ast­lið­inn. Hann sendi frá sér um 30 hljóð­vers­plötur á ferl­in­um.

Bowie er í dag minnst sem eins áhrifa­mesta lista­manns sem komið hefur fram. Hann er einn fárra lista­manna sem á tæp­lega 50 ára löng­um ­ferli tókst á við ólíka strauma og stefnur í tón­list­inni, og sagði sögur með­ lögum sínum sem hreyfðu við fólki á öllum aldri.

Lista­menn minn­ast hans með miklum hlý­hug. Madonna lýs­ir honum sem „ein­stökum snill­ingi“ sem hafi breytt sög­unni með list sinni. Sama er ­uppi á ten­ingnum hjá fjöl­mörgum öðrum, sem segja Bowie hafa þrif­ist á áskor­un­um og rutt braut­ina fyrir aðra með hug­mynda­auðgi og nýsköpun sem ekki eigi sér­ ­neina hlið­stæðu í tón­list­ar­sög­unni.

AuglýsingBanda­ríski tón­list­ar­mað­ur­inn Kanye West segir Bowie hafa ver­ið ­leið­ar­ljós fyrir aðra með „ótta­leysi“ og frum­leig­heit­um, og ýmsir svartir tón­list­ar­menn, þar á meðal rapp­ar­inn MC Hammer, ­þakka honum fyrir að standa með svörtum tón­list­ar­mönnum í gegnum tíð­ina, þeg­ar þeir hafa mætt mis­rétti af ein­hverju tagi. Það gerði Bowie meðal ann­ars á átt­unda ára­tugnum þegar MTV sjón­varps­stöðin þótti snið­ganga áhrifa­mikla svarta tón­list­ar­menn.Eng­inn mun stíga í sporin sem Bowie skilur eftir sig, en lög­ hans lifa og halda áfram að gleðja fólk og veita því inn­blástur um ókomna tíð.Það er tákn­rænt fyrir hans miklu áhrif á ótrú­legum og lit­ríkum ferli, að þegar hann féll frá, þá hljóm­uðu lög hans í nær öllum búð­u­m í Suð­ur­-London, við Brixton, þar sem hann var fæddur og upp­al­inn. Það sama átt­i við um mörg önnur hverfi í ýmsum borgum og bæjum Bret­lands. Í Brighton hefur tón­list hans verið sér­stak­lega áber­andi í allan dag, þar sem fallin „hetja“ er hyllt.Allt frá því að hann fang­aði heim­inn með fyrsta vin­sæla lagi sínu, meist­ara­verk­inu Space Oddity, var ljóst að þarna voru nýir ­straumar á ferð­inni sem tón­list­ar­heim­ur­inn hafði ekki fundið fyrir áður. Það reynd­ist bara byrj­unin á ein­stökum ferli. 

Bowie lést umkringdur vinum og fjöl­skyldu á Man­hattan í New York, þar sem hann bjó.Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tap TM á þriðja ársfjórðungi nam 251 milljón króna
TM tapaði 251 millj­ón krón­a á þriðja árs­fjórðungi þessa árs. Forstjórinn segir að tapið megi að öllu leyti rekja til fjárfestingastarfsemi.
Kjarninn 23. október 2019
Sigurgeir Finnsson
Leikhús fáránleikans: Um opinn aðgang og útgáfu fræðigreina
Kjarninn 23. október 2019
Rusl og blautþurrkur í skólphreinsistöð í Klettagörðum
Mikið magn af rusli og blautklútum í skólphreinsistöð í Klettagörðum
Umhverfisstofnun minnir fólk enn og aftur á að henda ekki öðru en pappír í klósettin.
Kjarninn 23. október 2019
Már Guðmundsson
Fjárfestingarleiðin og peningaþvætti
Kjarninn 23. október 2019
Vilhjálmur Birgisson, for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness.
Hafna ásökunum Vilhjálms um að Landsvirkjun sé að „slátra“ Elkem
Landvirkjun hafnar því að sýna stóriðjufyrirtækjum óbilgirni með því að selja raforku á hærra verði til þeirra en áður. Vilhjálmur Birgisson vill að Landsvirkjun dragi úr arðsemi sinni til að bæta rekstrarskilyrði Elkem og Norðuráls á Grundartanga.
Kjarninn 23. október 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Helmingur þjóðar hefur litlar áhyggjur af orkupakkanum
Mun fleiri Íslendingar hafa litlar eða engar áhyggjur af áhrifum þriðja orkupakka ESB á hagsmuni þjóðarinnar en þeir sem áhyggjur hafa. Miðflokkurinn sker sig úr en 90 prósent stuðningsmanna flokksins hafa áhyggjur af áhrifum orkupakkans.
Kjarninn 23. október 2019
Bjarni Ármannsson er forstjóri Iceland Seafood.
Bréf í Iceland Seafood skráð á markað á þriðjudag
Iceland Seafood verður tuttugasta félagið á Aðalmarkaði Kauphallar Íslands þegar bréf í félaginu verða tekin til viðskipta eftir helgi.
Kjarninn 23. október 2019
Dagur Hjartarson
Samtök atvinnu, lífs og dauða
Kjarninn 23. október 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None