Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur hafið baráttu við krabbamein á ný. Hún byrjaði aftur í lyfjameðferð í byrjun þessa árs, en hún greinir frá þessu á Facebooksíðu sinni.
Ólöf háði erfiða baráttu við krabbamein árið 2014, en hún tók við embætti innanríkisráðherra í lok þess árs. Þá hafði hún sigrast á veikindunum.
Í Facebook-færslu sinni segir Ólöf að við reglubundið eftirlit í lok síðasta árs hafi komið í ljós að hækkun hafði orðið á æxlisvísum í blóði og við nánari skoðun hafi smávægilegar breytingar í kviðarholi komið í ljós sem nauðsynlegt var að bregðast við.
Auglýsing
Hún ætlar að halda áfram störfum sem innanríkisráðherra.
Post by olof.nordal.1.