Jón Gnarr tekur yfir Ísland í dag í kvöld - boðar tíðindi

Ísland í dag fellur niður í kvöld og í staðinn verður Jón Gnarr, dagskrárstjóri 365, með þátt sem ber heitið Iceland Today. Jón mun væntanlega tilkynna þar hvort hann ætli að reyna að verða forseti.

gnarr3.jpg
Auglýsing

Jón Gnarr, dag­skrár­stjóri 365 og fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri, verður með nýjan þátt á Stöð 2 í kvöld sem ber heitið Iceland Today. Þátt­ur­inn verður sýndur á sama tíma og Ísland í dag, sem fellur niður í stað­inn.

Jón hefur ekki viljað svara því und­an­farna daga hvort hann ætli sér að bjóða sig fram til for­seta í næstu kosn­ing­um, en sagt að hann muni til­kynna það í dag. 

Auglýsing

Í aðdrag­anda síð­ustu sveita­stjórn­ar­kosn­inga bjó Jón til það við­tals­þátt sem hann kall­aði Ísland Today. Þar ræddi hann á heldur sér­stakan máta við helstu fram­bjóð­endur Bjartrar fram­tíð­ar, þess fram­boðs sem hluti fyrrum með­lima Besta flokks­ins gekk til liðs við eftir að Jón lagði Besta flokk­inn nið­ur. Í prúfu­þætt­inum ræddi Jón við Björn Blön­dal, fyrrum aðstoð­ar­mann sinn og odd­vita Bjartrar fram­tíð­ar.

Jón segir í stöðu­upp­færslu á Face­book að „ým­is­legt áhuga­vert" muni koma í ljós í þætt­inum í kvöld og vísar hann vænt­an­lega til for­seta­fram­boðstil­kynn­ing­ar.  

Jón sagði í Jóla­vöku RÚV, 20. des­em­ber síð­ast­lið­inn, að honum þætti verk­efnið spenn­andi og hann „væri alveg til í að vera for­set­i." Margir hafi rætt um það við hann, en hann væri þó ekki alveg viss hvort hann væri til­bú­inn í það á þessum tíma­punkt­i. 

Í mars síð­ast­liðnum skrif­aði Jón pistil í Frétta­blaðið þar sem hann sagð­ist hins vegar ekki ætla að bjóða sig fram til for­seta. Þá hafði könnun sem blaðið birti nokkrum mán­uðum áður sýnt að 47 pró­sent aðspurðra vildu Jón í emb­ætt­ið. Í pistl­inum sagð­ist Jóni óa við þeirri til­hugsun að verða hluti af þeim „öm­ur­lega og hall­æris­lega kúlt­úr" sem íslensk stjórn­mála­menn­ing sé. Hann sagð­ist þá ekki ætla að gera fjöl­skyld­unni sinni það að „standa aftur and­spænis freka kall­in­um", sem hafi til­einkað sér til­ætl­un­ar­semi, frekju og dóna­skap í dag­legum sam­skipt­u­m. 

Lars Larsen
„Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“
Danski milljónamæringurinn Lars Lar­sen lést á heim­ili sínu í síðustu viku, 71 árs að aldri. Hann var á meðal auðugustu manna í Danmörku og jafnframt þeirra þekktustu. Kjarninn rifjar hér upp sögu hans.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Árni Már Jensson
Að lesa milli línanna
Kjarninn 25. ágúst 2019
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
„Að hanna er eins og að anda með heilanum“
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Matthildur Björnsdóttir
Af hverju eru goðsagnir takmarkandi?
Kjarninn 25. ágúst 2019
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja
Kjarninn 25. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump um Trump frá Trump til Trump
Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None