Öll HIV tilvik greind 2014 smituðust eftir kynlíf

Öll ný HIV smit í fyrra smituðust með kynlífi en ekkert þeirra var tengt fíkniefnaneyslu. 13 fíkniefnatengd smit komu upp 2011. Sóttvarnarlæknir segir ljóst að HIV faraldurinn hafi dáið út meðal fíkniefnaneytenda.

15416922713-1ded9deb5a-z.jpg
Auglýsing

Öll ný HIV smit í fyrra smit­uð­ust með kyn­lífi en ekk­ert þeirra var tengt fíkni­efna­neyslu. 13 fíkni­efna­tengd smit komu upp 2011. Sótt­varn­ar­læknir segir ljóst að HIV far­ald­ur­inn hafi dáið út meðal fíkni­efna­neyt­enda.   

Til­kynnt var um 13 ný HIV smit árið 2015 og tengd­ust áhættu­þættir kyn­lífi í öllum til­vik­um. Fram kemur í síð­asta Frétta­bréfi sótt­varn­ar­læknis að sjö ein­stak­lingar sem greindust með veiruna höfðu stundað gagn­kyn­hneigt kyn­líf og sex höfðu stundað kyn­líf með ein­stak­lingi sama kyni. Af þessum 13 eru 11 karlar og tvær kon­ur. Ekk­ert til­vikanna mátti rekja til fíkni­efna­neyslu. 

Árin 2010 og 2011 kom sprengja í HIV smitum hér á landi, sem mátti rekja til hóps fíkni­efna­neyt­enda. Tekið var á mál­inu og gera má ráð fyrir því að það hafi skilað árangri. 

Auglýsing

Þórólfur Guðna­son sótt­varn­ar­læknir segir að hér hafi í raun aldrei verið mikið um HIV smit meðal fíkni­efna­neyt­enda, þó að far­ald­ur­inn hafi komið upp á þessum tveimur árum. 

„Menn voru mjög hræddir að HIV væri komið til að vera innan þessa hóps,” segir hann. „En tölur síð­ustu ára sýna okkur að svo er ekki, sem betur fer.”

                                                                                     Heim­ild: Land­læknir

Mik­ill meiri­hluti þeirra sem greindust með HIV veiruna í fyrra er af erlendu bergi brot­inn, eða 10 af þessum 13. 

Þórólfur segir að erfitt sé að segja til um þró­un­ina hvað varðar smit meðal útlend­inga. 

„Við vitum of lítið um þessa ein­stak­linga. Við vinnum bara töl­urnar út frá til­kynn­ingum sem við fáum. Það þarf að skoða töl­urnar betur í stærra sam­hengi til þess að hægt sé að túlka þær á réttan hátt,” segir hann. 

Nokkuð hefur færst í vöxt að ein­stak­lingar sem flytj­ast til lands­ins hafi greinst með sjúk­dóm­inn erlendis og hafi þegar hafið með­ferð fyrir komu til lands­ins. Af þeim 13 sem greindust í fyrra á Íslandi reynd­ust tveir vera með alnæmi, loka­stig sjúk­dóms­ins, en eng­inn lést af völdum hans.

Fáðu veitingastaðinn heim
Safnað fyrir gerð bókar sem inniheldur uppskriftir frá vinsælustu veitingastöðum landsins.
Kjarninn 22. september 2019
Kristbjörn Árnason
Áhrif járnkrossins vara enn
Leslistinn 22. september 2019
Matthildur Björnsdóttir
Lífsferli í gegnum skólagöngu
Kjarninn 22. september 2019
Líkur á fasteignakaupum hjá leigjendum ekki mælst lægri í tvö ár
Um 92 prósent leigjenda telja það öruggt eða að minnsta kosti líklegt að þau muni ekki kaupa fasteign á næstu sex mánuðum. Það er hæsta hlutfall sem mælst hefur í könnun Íbúðalánasjóðs frá september 2017.
Kjarninn 22. september 2019
Ómögulegt að fá heildstæða mynd af gjaldeyriskaupum útlendings
Sami útlendingurinn getur átt í umtalsverðum viðskiptum með gjaldeyri á Íslandi án þess að slíkt flaggist. Ástæðan er sú að allir erlendir kaupendur á gjaldeyri eru skráðir undir sömu kennitölunni hjá fjármálastofnunum. Kennitölu „ótilgreinds útlendings“.
Kjarninn 22. september 2019
Basil hassan
Drónar og skattsvik
Í fyrsta skipti í sögunni eru danskir ríkisborgarar ákærðir fyrir að taka beinan þátt í hryðjuverkum. Fimm menn eru taldir hafa útvegað dróna sem notaðir voru í árásum á herstöð í Sýrlandi árið 2014. Ennfremur tengjast málinu umfangsmikil skattsvik.
Kjarninn 22. september 2019
Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None