365 kannar réttarstöðu sína gagnvart Netflix

365 er nú að láta kanna réttarstöðu fyrirtækisins gagnvart Netflix. Dagskrárstjóri vísar í íslensk lög sem efnisveitan þarf ekki að fara eftir. House of Cards verður áfram sýnt á RÚV og verður ekki aðgengilegt á íslenska Netflix.

Netflix ruv og 365
Auglýsing

Lög­fræð­ingar 365 kanna nú rétt­ar­stöðu fyr­ir­tæk­is­ins gagn­vart erlendu efn­isveit­unni Net­fl­ix. Jón Gnarr, dag­skrár­stjóri 365, segir umhugs­un­ar­vert að íslensk fjöl­miðla­fyr­ir­tæki, sem séu bundin íslenskum fjöl­miðla­lög­um, séu í sam­keppni við erlend fyr­ir­tæki sem þurfa ekki að lúta sömu lög­mál­um.  

„Fjöl­miðla­lög á Íslandi setja okkur skorð­ur,” segir Jón. „Við erum í sam­keppni við aðila sem eru ekki bundnir af fjöl­miðla­lög­um, eins og Net­fl­ix, sem eru skráðir í Lux­emburg, og það er margt óljóst í þeim efn­um. Við erum að skoða heild­ræna stöðu okkar gagn­vart þeim.”

Jón tekur dæmi varð­andi textun á efni.

Auglýsing

„Við erum til dæmis skuld­bundin til að texta allt efni sem frá okkur kem­ur,” segir hann. „Lög­fræð­ingar okkar eru að skoða rétt­ar­stöð­una til að fá þetta allt saman á hrein­t.”

Engar drastískar breyt­ingar á dag­skrá

Net­fl­ix-þátta­röðin Orange is the New Black hefur verið sýnd á Stöð 2 und­an­farin ár og seg­ist Jón ekki eiga von á að drastískar breyt­ingar verði gerðar á efn­isvali Stöðvar 2 með til­komu Net­flix .

„En í fram­tíð­inni munum við kannski taka til­lit til þess til að vera ekki að sýna sama efnið og aðrir eru að sýna,” segir hann. Ekki liggi fyrir hvort þátt­ur­inn verði sýndur á íslenska Net­fl­ix, en mun minna efn­is­val verður í boði þar heldur en í því amer­íska.

House of Cards á RÚV en ekki á Net­flix

Fleiri þáttarraðir sem Net­flix hefur sýnt hafa verið til sýn­inga hér á landi, eins og hin sívin­sæla House of Cards sem sýnd hefur verið á RÚV. Net­flix hefur ekki sýn­ing­ar­rétt á House of Cards á Íslandi og verða þætt­irnir ekki aðgengi­legir á íslensku útgáf­unni. RÚV hefur sýnt allar þrjár þátt­arað­irnar og verður eins með þá fjórðu, að sögn Skarp­héð­ins Guð­munds­son­ar, dag­skrár­stjóra RÚV. 

RÚV verður með einka­rétt á sýn­ingu þáttarað­anna þar til hætt verður að fram­leiða þá. Samn­ingar sem gerðir eru ná yfir­leitt yfir allar ser­íur sem eru fram­leiddar af við­kom­andi þátta­röð­um, það er að segja stöðin sem kaupir rétt­inn hefur hann fastan í hendi á meðan þætt­irnir eru fram­leidd­ir. Af því leiðir að Net­flix getur ekki boðið upp á House of Cards hér á landi.

„House of Cards var ekki fram­leitt fyrir Net­flix á sínum tíma, heldur fram­leiddi Sony þætt­ina og seldi Net­flix sýn­ing­ar­rétt­inn í öllum þeim löndum Net­flix þegar fyrsta ser­ían fór í loft­ið,” útskýrir Skarp­héð­inn. „Ís­land var þá eitt Norð­ur­land­anna án Net­flix og því stóð sjón­varps­stöðvum hér til boða að kaupa þætt­ina, sem RÚV gerð­i.”

Skarp­héð­inn segir það velta á Net­flix hvort þeir muni sjá sér hag í því að kaupa aftur rétt­inn á ser­í­unum sem nú þegar eru laus­ar, það er fyrsta og önnur ser­ía, en það liggur enn ekki fyr­ir.

Sýn­ingar á fjórðu þátt­ar­röð­inni af House of Cards hefj­ast á RÚV mánu­dag­inn 7. mars og fer inn á banda­ríska Net­flix 4. mar­s. RÚV hefur ekki rétt á að setja alla þætt­ina inn í einu og mun því sýna þá viku­lega og verða þeir aðgengi­legir í Sarpi og VOD.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áfram munu fjöldamörk miðast við tíu manns - að minnsta kosti í viku í viðbót.
Óbreyttar sóttvarnaaðgerðir í viku í viðbót
Ákveðið hefur verið að framlengja gildandi sóttvarnaráðstafanir til 9. desember. Til stóð að gera tilslakanir en vegna þróunar faraldursins síðustu daga var ákveðið að halda gildandi aðgerðum áfram.
Kjarninn 1. desember 2020
„Í þrjú ár hafa þau þrjóskast við og tekið flokkshollustu og valdastóla fram yfir hagsmuni þjóðarinnar“
Píratar hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu.
Kjarninn 1. desember 2020
Yfirdeild MDE kvað upp niðurstöðu í málinu í morgun.
Íslenska ríkið tapaði málinu fyrir yfirdeildinni
Yfirdeild Mannréttindadómstól Evrópu staðfesti í dag fyrri dóm réttarins í Landsréttarmálinu.
Kjarninn 1. desember 2020
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Rithöfundaspjall: Sagnaheimur og „neðanmittisvesen“
Kjarninn 1. desember 2020
Frumvarp Páls breytir litlu um samþjöppun í íslenskum sjávarútvegi
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram frumvarp takmarkanir á úthlutaðri aflahlutdeild. Það gengur mun skemur en aðrar tillögur sem lagðar hafa verið fram til að draga úr samþjöppun í sjávarútvegi.
Kjarninn 1. desember 2020
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur.
Hefði verið gott að „átta sig fyrr á því að þessi bruni væri öðruvísi en aðrir“
Dagur B. Eggertsson segir að borgaryfirvöld verði að taka til sín þá gagnrýni sem eftirlifendur brunans á Bræðraborgarstíg hafa sett fram á þann stuðning og aðstoð sem þeir fengu.
Kjarninn 1. desember 2020
Barist við elda í Ástralíu.
Eldar helgarinnar slæmur fyrirboði
„Svarta sumarið“ er öllum Áströlum enn í fersku minni. Nú, ári seinna, hafa gróðureldar kviknað á ný og þó að slökkvistarf hafi gengið vel um helgina er óttast að framundan sé óvenju heit þurrkatíð.
Kjarninn 30. nóvember 2020
Húsarústirnar standa enn.
Dómstjóri synjar beiðni um lokað þinghald í manndrápsmálinu á Bræðraborgarstíg
Dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur hefur synjað beiðni um lokað þinghald í máli mannsins sem er ákærður fyrir brennu og manndráp á Bræðraborgarstíg 1 í sumar. Þrír fórust í eldsvoðanum og tveir slösuðust alvarlega.
Kjarninn 30. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None