365 kannar réttarstöðu sína gagnvart Netflix

365 er nú að láta kanna réttarstöðu fyrirtækisins gagnvart Netflix. Dagskrárstjóri vísar í íslensk lög sem efnisveitan þarf ekki að fara eftir. House of Cards verður áfram sýnt á RÚV og verður ekki aðgengilegt á íslenska Netflix.

Netflix ruv og 365
Auglýsing

Lög­fræð­ingar 365 kanna nú rétt­ar­stöðu fyr­ir­tæk­is­ins gagn­vart erlendu efn­isveit­unni Net­fl­ix. Jón Gnarr, dag­skrár­stjóri 365, segir umhugs­un­ar­vert að íslensk fjöl­miðla­fyr­ir­tæki, sem séu bundin íslenskum fjöl­miðla­lög­um, séu í sam­keppni við erlend fyr­ir­tæki sem þurfa ekki að lúta sömu lög­mál­um.  

„Fjöl­miðla­lög á Íslandi setja okkur skorð­ur,” segir Jón. „Við erum í sam­keppni við aðila sem eru ekki bundnir af fjöl­miðla­lög­um, eins og Net­fl­ix, sem eru skráðir í Lux­emburg, og það er margt óljóst í þeim efn­um. Við erum að skoða heild­ræna stöðu okkar gagn­vart þeim.”

Jón tekur dæmi varð­andi textun á efni.

Auglýsing

„Við erum til dæmis skuld­bundin til að texta allt efni sem frá okkur kem­ur,” segir hann. „Lög­fræð­ingar okkar eru að skoða rétt­ar­stöð­una til að fá þetta allt saman á hrein­t.”

Engar drastískar breyt­ingar á dag­skrá

Net­fl­ix-þátta­röðin Orange is the New Black hefur verið sýnd á Stöð 2 und­an­farin ár og seg­ist Jón ekki eiga von á að drastískar breyt­ingar verði gerðar á efn­isvali Stöðvar 2 með til­komu Net­flix .

„En í fram­tíð­inni munum við kannski taka til­lit til þess til að vera ekki að sýna sama efnið og aðrir eru að sýna,” segir hann. Ekki liggi fyrir hvort þátt­ur­inn verði sýndur á íslenska Net­fl­ix, en mun minna efn­is­val verður í boði þar heldur en í því amer­íska.

House of Cards á RÚV en ekki á Net­flix

Fleiri þáttarraðir sem Net­flix hefur sýnt hafa verið til sýn­inga hér á landi, eins og hin sívin­sæla House of Cards sem sýnd hefur verið á RÚV. Net­flix hefur ekki sýn­ing­ar­rétt á House of Cards á Íslandi og verða þætt­irnir ekki aðgengi­legir á íslensku útgáf­unni. RÚV hefur sýnt allar þrjár þátt­arað­irnar og verður eins með þá fjórðu, að sögn Skarp­héð­ins Guð­munds­son­ar, dag­skrár­stjóra RÚV. 

RÚV verður með einka­rétt á sýn­ingu þáttarað­anna þar til hætt verður að fram­leiða þá. Samn­ingar sem gerðir eru ná yfir­leitt yfir allar ser­íur sem eru fram­leiddar af við­kom­andi þátta­röð­um, það er að segja stöðin sem kaupir rétt­inn hefur hann fastan í hendi á meðan þætt­irnir eru fram­leidd­ir. Af því leiðir að Net­flix getur ekki boðið upp á House of Cards hér á landi.

„House of Cards var ekki fram­leitt fyrir Net­flix á sínum tíma, heldur fram­leiddi Sony þætt­ina og seldi Net­flix sýn­ing­ar­rétt­inn í öllum þeim löndum Net­flix þegar fyrsta ser­ían fór í loft­ið,” útskýrir Skarp­héð­inn. „Ís­land var þá eitt Norð­ur­land­anna án Net­flix og því stóð sjón­varps­stöðvum hér til boða að kaupa þætt­ina, sem RÚV gerð­i.”

Skarp­héð­inn segir það velta á Net­flix hvort þeir muni sjá sér hag í því að kaupa aftur rétt­inn á ser­í­unum sem nú þegar eru laus­ar, það er fyrsta og önnur ser­ía, en það liggur enn ekki fyr­ir.

Sýn­ingar á fjórðu þátt­ar­röð­inni af House of Cards hefj­ast á RÚV mánu­dag­inn 7. mars og fer inn á banda­ríska Net­flix 4. mar­s. RÚV hefur ekki rétt á að setja alla þætt­ina inn í einu og mun því sýna þá viku­lega og verða þeir aðgengi­legir í Sarpi og VOD.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, á kynningarfundi á uppgjöri félagsins í gær.
Hluthafafundur Síldarvinnslunnar samþykkti kaupin á Vísi
Hlutabréf í Síldarvinnslunni hafa rokið upp á síðustu vikum. Sá hlutur sem systkinin úr Grindavík sem eiga Vísi í dag munu fá fyrir að selja útgerðina til Síldarvinnslunnar hefur hækkað um 3,7 milljarða króna í virði á rúmum mánuði.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir tilkynnti um formannsframboð sitt í Iðnó í dag.
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None