365 kannar réttarstöðu sína gagnvart Netflix

365 er nú að láta kanna réttarstöðu fyrirtækisins gagnvart Netflix. Dagskrárstjóri vísar í íslensk lög sem efnisveitan þarf ekki að fara eftir. House of Cards verður áfram sýnt á RÚV og verður ekki aðgengilegt á íslenska Netflix.

Netflix ruv og 365
Auglýsing

Lög­fræð­ingar 365 kanna nú rétt­ar­stöðu fyr­ir­tæk­is­ins gagn­vart erlendu efn­isveit­unni Net­fl­ix. Jón Gnarr, dag­skrár­stjóri 365, segir umhugs­un­ar­vert að íslensk fjöl­miðla­fyr­ir­tæki, sem séu bundin íslenskum fjöl­miðla­lög­um, séu í sam­keppni við erlend fyr­ir­tæki sem þurfa ekki að lúta sömu lög­mál­um.  

„Fjöl­miðla­lög á Íslandi setja okkur skorð­ur,” segir Jón. „Við erum í sam­keppni við aðila sem eru ekki bundnir af fjöl­miðla­lög­um, eins og Net­fl­ix, sem eru skráðir í Lux­emburg, og það er margt óljóst í þeim efn­um. Við erum að skoða heild­ræna stöðu okkar gagn­vart þeim.”

Jón tekur dæmi varð­andi textun á efni.

Auglýsing

„Við erum til dæmis skuld­bundin til að texta allt efni sem frá okkur kem­ur,” segir hann. „Lög­fræð­ingar okkar eru að skoða rétt­ar­stöð­una til að fá þetta allt saman á hrein­t.”

Engar drastískar breyt­ingar á dag­skrá

Net­fl­ix-þátta­röðin Orange is the New Black hefur verið sýnd á Stöð 2 und­an­farin ár og seg­ist Jón ekki eiga von á að drastískar breyt­ingar verði gerðar á efn­isvali Stöðvar 2 með til­komu Net­flix .

„En í fram­tíð­inni munum við kannski taka til­lit til þess til að vera ekki að sýna sama efnið og aðrir eru að sýna,” segir hann. Ekki liggi fyrir hvort þátt­ur­inn verði sýndur á íslenska Net­fl­ix, en mun minna efn­is­val verður í boði þar heldur en í því amer­íska.

House of Cards á RÚV en ekki á Net­flix

Fleiri þáttarraðir sem Net­flix hefur sýnt hafa verið til sýn­inga hér á landi, eins og hin sívin­sæla House of Cards sem sýnd hefur verið á RÚV. Net­flix hefur ekki sýn­ing­ar­rétt á House of Cards á Íslandi og verða þætt­irnir ekki aðgengi­legir á íslensku útgáf­unni. RÚV hefur sýnt allar þrjár þátt­arað­irnar og verður eins með þá fjórðu, að sögn Skarp­héð­ins Guð­munds­son­ar, dag­skrár­stjóra RÚV. 

RÚV verður með einka­rétt á sýn­ingu þáttarað­anna þar til hætt verður að fram­leiða þá. Samn­ingar sem gerðir eru ná yfir­leitt yfir allar ser­íur sem eru fram­leiddar af við­kom­andi þátta­röð­um, það er að segja stöðin sem kaupir rétt­inn hefur hann fastan í hendi á meðan þætt­irnir eru fram­leidd­ir. Af því leiðir að Net­flix getur ekki boðið upp á House of Cards hér á landi.

„House of Cards var ekki fram­leitt fyrir Net­flix á sínum tíma, heldur fram­leiddi Sony þætt­ina og seldi Net­flix sýn­ing­ar­rétt­inn í öllum þeim löndum Net­flix þegar fyrsta ser­ían fór í loft­ið,” útskýrir Skarp­héð­inn. „Ís­land var þá eitt Norð­ur­land­anna án Net­flix og því stóð sjón­varps­stöðvum hér til boða að kaupa þætt­ina, sem RÚV gerð­i.”

Skarp­héð­inn segir það velta á Net­flix hvort þeir muni sjá sér hag í því að kaupa aftur rétt­inn á ser­í­unum sem nú þegar eru laus­ar, það er fyrsta og önnur ser­ía, en það liggur enn ekki fyr­ir.

Sýn­ingar á fjórðu þátt­ar­röð­inni af House of Cards hefj­ast á RÚV mánu­dag­inn 7. mars og fer inn á banda­ríska Net­flix 4. mar­s. RÚV hefur ekki rétt á að setja alla þætt­ina inn í einu og mun því sýna þá viku­lega og verða þeir aðgengi­legir í Sarpi og VOD.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“
Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Gylfi: Stjórnvöld gerðu mistök með því að opna landið
Prófessor í hagfræði, sem varaði við áhrifum af opnun landamæra Íslands í sumar, segir að stjórnvöld hafi stefnt mikilvægum almannagæðum í hættu með því að halda þeim til streitu. Hagsmunir fárra hafi verið teknir fram yfir hagsmuni þorra landsmanna.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Sumarið er tími malbikunarframkvæmda.
Nýja malbikið víða tilbúið í hefðbundinn hámarkshraða
Hámarkshraði hefur verið lækkaður á þeim vegarköflum sem eru nýmalbikaðir en nú eru þær takmarkanir brátt á enda víða á höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir hraðann ekki hækkaðan fyrr en viðnám sé orðið ásættanlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Ætlast til þess að samfélagslegir hagsmunir ráði för en ekki hagsmunir peningaaflanna
Forseti ASÍ segir fjölmörg verkefni sem stjórnvöld gáfu loforð um í tengslum við núgildandi kjarasamninga út af standa. Þá segir hún að „sumargjöf“ Icelandair til flugfreyja muni lita þau verkefni sem fram undan eru hjá verkalýðshreyfingunni.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Það eina sem er alveg öruggt“ er að meiri útbreiðsla þýðir meira af alvarlegum veikindum
Vonbrigði. Áfall. Erfið staða. „Það er aldrei hægt að leggja of mikla áherslu á það að í þessari baráttu er veiran óvinurinn,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á upplýsingafundi þar sem okkur voru fluttar þungar fréttir.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Einn sjúklingur á gjörgæslu og í öndunarvél
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir upplýsti um það á upplýsingafundi almannavarna í dag að einn sjúklingur liggur nú á gjörgæslu vegna COVID-19. Hann er á fertugsaldri og í öndunarvél.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Faraldur skollinn á að nýju
Mögulega verða einhverjir lagðir inn vegna COVID-19. Annað hópsmitið hefur verið rakið til veitingastaðar í Reykjavík. Tæplega 50 manns eru í sóttkví í Vestmannaeyjum vegna smits sem greindist hjá einstaklingum sem þar voru um verslunarmannahelgina.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Ráðherra boðar til samráðs lykilaðila vegna COVID-19
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að boða til samráðsvettvangs í formi vinnustofu þann 20. ágúst. Þar verður rætt hvernig móta megi aðgerðir og stefnu til lengri tíma litið með tilliti til faraldurs COVID-19.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None