Landsbankinn ætlar að afhenda Alþingi samantekt um sölu á hlut í Borgun

VISA Borgun
Auglýsing

Landsbankinn ætlar að eigin frumkvæði að afhenda Alþingi samantekt um sölu bankans á 31,2 prósent hlut sínum í Borgun í nóvember 2014. Bankinn segir að hann hafi ekki haft neinar upplýsingar um að Borgun myndi fá greiðslur vegna yfirtöku Visa Inc. á Visa Europe en að umsvif Borgunar í Visa-viðskiptum hafi margfaldast eftir sölu Landsbankans á hlut sínum vegna vaxtar í færsluhirðing í netviðskiptum erlendis. Landsbankinn taldi áætlanir um vöxt vera verulega áhættusamar. 

Þetta kemur fram í tilkynningu sem Landsbankinn hefur sent frá sér. Þar segir einni að vegna umræðu um sölu á eignarhlutnum í Borgun hafi bankinn tekið saman ítarlegar og aðgengilegar upplýsingar og birt þær á vefsíðu sínni. 

Í tilkynningunni segir að á vef Landsbankans komi m.a. fram: 

Auglýsing

að bankinn hafði ekki upplýsingar um að valréttur vegna hugsanlegrar yfirtöku Visa Inc. á Visa Europe myndi leiða til greiðslna til Borgunar. Þetta hafði heldur ekki komið fram í tengslum við önnur viðskipti með hluti í Borgun á árunum 2009-2014.

Landsbankinn var í viðræðum um sölu á eignarhlutum sínum í Valitor og Borgun á svipuðu tímabili á árinu 2014, þótt viðskiptunum með hluti í Borgun hafi lokið fyrr.

Í viðræðum Landsbankans við meirihlutaeiganda Valitor, Arion banka, lágu fyrir upplýsingar um réttindi Valitor í tengslum við valréttinn, þótt útilokað hafi verið að leggja áreiðanlegt mat á verðmætin á þeim tímapunkti.

Borgun gerir upp samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum (IFRS) og ber því að færa slík réttindi á gangvirði á hverjum tíma. Það að Borgun hafi ekki metið slík réttindi til eignar og/eða gert grein fyrir þeim í sínum ársreikningum eða í upplýsingagjöf til Landsbankans, bendir til þess að Borgun hafi á þeim tíma ekki átt tilkall til réttindanna, þau hafi ekki verið til staðar eða þau væru það óljós að ekki væri hægt að reikna þau til verðmætis.

Í viðræðum við stjórnendur Borgunar komu heldur ekki fram neinar upplýsingar um að Borgun hefði rétt á hlutdeild í verðmætum valréttarins, hvað þá að vegna hans hefðu skapast verðmæti hjá Borgun.

Landsbankinn hefur enga ástæðu til að ætla að stjórnendur Borgunar hafi verið meðvitaðir um tilvist slíkra réttinda.

Landsbankanum var kunnugt um að Borgun hugðist auka verulega færsluhirðingu fyrir seljendur í erlendum netviðskiptum. Að mati bankans fylgdi þeirri starfsemi veruleg áhætta og líkur voru taldar á að hún gæti leitt til tjóns hjá félaginu og skaðað orðspor Landsbankans.

Samkvæmt upplýsingum Landsbankans margfölduðust erlend Visa-umsvif Borgunar á árinu 2015 miðað við það sem áður var.  Langstærstur hluti fjárhæðarinnar sem Borgun á von á mun vera vegna viðskipta sem urðu eftir að Landsbankinn seldi hlut sinn í félaginu.

Íslandsbanki keypti undir árslok 2011 fjármálafyrirtækið Byr hf. af slitastjórn Byrs sparisjóðs. Um 20% hlutur í Borgun fylgdi með í kaupunum.  Seljendur Byrs voru annars vegar slitastjórnin með um 88% hlut og hins vegar ríkissjóður með um 12% hlut, en ríkissjóður hafði lagt til fjármuni við stofnun BYR.  Meðal kröfuhafa sem áttu mikilla hagsmuna að gæta voru lífeyrissjóðir. Óháð fjármálafyrirtæki var til ráðgjafar í söluferlinu. Landsbankinn gerði einnig tilboð í Byr. Engar upplýsingar komu þá fram um að Borgun gæti átt rétt á greiðslum vegna samruna Visa Inc. og Visa Europe.

Fleiri viðskipti áttu sér stað með hluti í Borgun á árunum 2009-2014 en Landsbankinn veit ekki til þess að fyrirvarar um greiðslur vegna samruna Visa Inc. og Visa Europe hafi verið gerðir í þeim viðskiptum, enda lágu ekki fyrir upplýsingar um þessi verðmæti.

Við söluna lá ekki fyrir að hvaða marki áformin um aukin erlend viðskipti yrðu í samstarfi við Visa, Mastercard eða aðrar kortasamstæður."

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjókvíaeldi hefur aukist hratt á síðustu árum
Sjókvíaeldi hefur 13-faldast á sex árum
Umfang laxeldis hefur margfaldast á síðustu árum og útlit er fyrir að það muni vaxa enn frekar í náinni framtíð. Gangi spár eftir mun sjókvíaeldi á laxi árið 2023 verða tæplega helmingi meira en það var samanlagt á árunum 2010-2018.
Kjarninn 7. maí 2021
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None