Landsbankinn ætlar að afhenda Alþingi samantekt um sölu á hlut í Borgun

VISA Borgun
Auglýsing

Landsbankinn ætlar að eigin frumkvæði að afhenda Alþingi samantekt um sölu bankans á 31,2 prósent hlut sínum í Borgun í nóvember 2014. Bankinn segir að hann hafi ekki haft neinar upplýsingar um að Borgun myndi fá greiðslur vegna yfirtöku Visa Inc. á Visa Europe en að umsvif Borgunar í Visa-viðskiptum hafi margfaldast eftir sölu Landsbankans á hlut sínum vegna vaxtar í færsluhirðing í netviðskiptum erlendis. Landsbankinn taldi áætlanir um vöxt vera verulega áhættusamar. 

Þetta kemur fram í tilkynningu sem Landsbankinn hefur sent frá sér. Þar segir einni að vegna umræðu um sölu á eignarhlutnum í Borgun hafi bankinn tekið saman ítarlegar og aðgengilegar upplýsingar og birt þær á vefsíðu sínni. 

Í tilkynningunni segir að á vef Landsbankans komi m.a. fram: 

Auglýsing

að bankinn hafði ekki upplýsingar um að valréttur vegna hugsanlegrar yfirtöku Visa Inc. á Visa Europe myndi leiða til greiðslna til Borgunar. Þetta hafði heldur ekki komið fram í tengslum við önnur viðskipti með hluti í Borgun á árunum 2009-2014.

Landsbankinn var í viðræðum um sölu á eignarhlutum sínum í Valitor og Borgun á svipuðu tímabili á árinu 2014, þótt viðskiptunum með hluti í Borgun hafi lokið fyrr.

Í viðræðum Landsbankans við meirihlutaeiganda Valitor, Arion banka, lágu fyrir upplýsingar um réttindi Valitor í tengslum við valréttinn, þótt útilokað hafi verið að leggja áreiðanlegt mat á verðmætin á þeim tímapunkti.

Borgun gerir upp samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum (IFRS) og ber því að færa slík réttindi á gangvirði á hverjum tíma. Það að Borgun hafi ekki metið slík réttindi til eignar og/eða gert grein fyrir þeim í sínum ársreikningum eða í upplýsingagjöf til Landsbankans, bendir til þess að Borgun hafi á þeim tíma ekki átt tilkall til réttindanna, þau hafi ekki verið til staðar eða þau væru það óljós að ekki væri hægt að reikna þau til verðmætis.

Í viðræðum við stjórnendur Borgunar komu heldur ekki fram neinar upplýsingar um að Borgun hefði rétt á hlutdeild í verðmætum valréttarins, hvað þá að vegna hans hefðu skapast verðmæti hjá Borgun.

Landsbankinn hefur enga ástæðu til að ætla að stjórnendur Borgunar hafi verið meðvitaðir um tilvist slíkra réttinda.

Landsbankanum var kunnugt um að Borgun hugðist auka verulega færsluhirðingu fyrir seljendur í erlendum netviðskiptum. Að mati bankans fylgdi þeirri starfsemi veruleg áhætta og líkur voru taldar á að hún gæti leitt til tjóns hjá félaginu og skaðað orðspor Landsbankans.

Samkvæmt upplýsingum Landsbankans margfölduðust erlend Visa-umsvif Borgunar á árinu 2015 miðað við það sem áður var.  Langstærstur hluti fjárhæðarinnar sem Borgun á von á mun vera vegna viðskipta sem urðu eftir að Landsbankinn seldi hlut sinn í félaginu.

Íslandsbanki keypti undir árslok 2011 fjármálafyrirtækið Byr hf. af slitastjórn Byrs sparisjóðs. Um 20% hlutur í Borgun fylgdi með í kaupunum.  Seljendur Byrs voru annars vegar slitastjórnin með um 88% hlut og hins vegar ríkissjóður með um 12% hlut, en ríkissjóður hafði lagt til fjármuni við stofnun BYR.  Meðal kröfuhafa sem áttu mikilla hagsmuna að gæta voru lífeyrissjóðir. Óháð fjármálafyrirtæki var til ráðgjafar í söluferlinu. Landsbankinn gerði einnig tilboð í Byr. Engar upplýsingar komu þá fram um að Borgun gæti átt rétt á greiðslum vegna samruna Visa Inc. og Visa Europe.

Fleiri viðskipti áttu sér stað með hluti í Borgun á árunum 2009-2014 en Landsbankinn veit ekki til þess að fyrirvarar um greiðslur vegna samruna Visa Inc. og Visa Europe hafi verið gerðir í þeim viðskiptum, enda lágu ekki fyrir upplýsingar um þessi verðmæti.

Við söluna lá ekki fyrir að hvaða marki áformin um aukin erlend viðskipti yrðu í samstarfi við Visa, Mastercard eða aðrar kortasamstæður."

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherra sveitarstjórnarmála mun ekki hafa frumkvæði að sameiningum sveitarfélaga með færri en 1.000 íbúa eins og upphaflega var lagt til í frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Hagræn áhrif fækkunar sveitarfélaga geti orðið fimm milljarðar
Nýlega voru breytingar á sveitarstjórnarlögum samþykktar en ein meginbreytingin felur í sér að stefnt skuli að því að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði ekki undir 1.000 manns. Upphaflega stóð til að lögfesta lágmarksíbúafjölda.
Kjarninn 20. júní 2021
Ferli Rauða barónsins lauk á sama stað og hann hófst, á Stokkseyrarvelli sumarið 2016, er hann dæmdi leik heimamanna gegn Afríku.
Saga Rauða barónsins gefin út á bók
Rauði baróninn - Saga umdeildasta knattspyrnudómara Íslandssögunnar er ný bók eftir fyrrverandi knattspyrnudómarann Garðar Örn Hinriksson. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 20. júní 2021
Helga Björg segist óska þess að það væri meiri skilningur hjá fjölmiðlum á valdatengslum og á stöðu fólks í umfjöllunum.
„Framan af var aldrei hringt í mig, enginn hafði samband“
Fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara gagnrýnir fjölmiðlaumfjöllun um eineltismál í ráðhúsinu en hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa í langan tíma.
Kjarninn 20. júní 2021
Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans.
Segir mikla verðbólgu bitna verst á tekjulágum
Varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans segir áhrif mikillar verðbólgu vera sambærileg skattlagningu sem herji mest á lágtekjufólk. Samkvæmt henni er peningastefnan jafnvægislist.
Kjarninn 20. júní 2021
Tveir fossar, Faxi og Lambhagafoss, yrðu fyrir áhrifum af hinni fyrirhuguðu virkjun í Hverfisfljóti.
Auglýsa skipulagsbreytingar þrátt fyrir ítrekuð varnaðarorð Skipulagsstofnunar
Skipulagsstofnun ítrekaði í vor þá afstöðu sína að vísa ætti ákvörðun um virkjun í Hverfisfljóti til endurskoðunar aðalskipulags Skaftárhrepps sem nú stendur yfir. Við því var ekki orðið og skipulagsbreytingar vegna áformanna nú verið auglýstar.
Kjarninn 20. júní 2021
Christian Eriksen var borinn af velli eftir að hann hneig niður í leik Dana gegn Finnum um síðustu helgi.
Eriksen og hjartastuðið
Umdeildar vítaspyrnur, rangstöðumörk, brottvísanir eða óvænt úrslit voru ekki það sem þótti fréttnæmast í fyrstu umferð Evrópukeppninnar í fótbolta. Nafn Danans Christian Eriksen var á allra vörum en skjót viðbrögð björguðu lífi hans.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún hafði betur í oddvitaslagnum í Norðvesturkjördæmi.
Þórdís Kolbrún sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi
Öll atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hafa verið talin. Haraldur Benediktsson, sem leiddi listann í síðustu kosningum, lenti í öðru sæti en hann sagði nýverið að hann hygðist ekki þiggja annað sætið ef það yrði niðurstaðan.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún tilkynnti það síðasta haust að hún myndi fara fram í Norðvesturkjördæmi og sækjast eftir oddvitasætinu.
Þórdís Kolbrún leiðir eftir fyrstu tölur í Norðvesturkjördæmi – Haraldur þriðji
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Talin hafa verið 798 atkvæði úr flestum en ekki öllum kjördeildum af um 2200 greiddum atkvæðum Teitur Björn Einarsson er sem stendur í öðru sæti.
Kjarninn 19. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None