0,41 prósent hlutur í Borgun seldur á 30 milljónir

Landsbankinn hefur birt söluandvirði 0,41 prósent hlutar í Borgun, sem seldur var eftir opið söluferli.

Landsbankinn
Auglýsing

Lands­bank­inn, sem er 98 pró­sent í eigu íslenska rík­is­ins, seldi 0,41 pró­sent hlut í Borg­un, sem hann aug­lýsti til sölu í maí í fyrra, á 30 millj­ónir króna, stað­greitt, til Fast­eigna­fé­lagsin Auð­brekka 17 ehf., sem Guð­mundur Hjalta­son er í for­svari fyr­ir, sam­kvæmt gögnum Rík­is­skatt­stjóra. Þetta þýðir að heild­ar­virði hluta­fjár Borg­unar í við­skipt­unum var tæp­lega 7,3 millj­arðar króna. Í við­skipt­unum þegar 31,2 pró­sent hlut­ur­inn var seldur á 2,2 millj­arða var heild­ar­virði hluta­fjár um sjö millj­arð­ar.

Þrír aðilar sýndu því áhuga að eign­ast hlut­inn og komu þrjú til­boð í hann. Hlut­ur­inn var að lokum seldur hæst­bjóð­anda, sem var fyrr­nefnt félag. Þetta kemur fram í sam­an­tekt Lands­bank­ans um sölu bank­ans á eign­ar­hlutum í Borg­un.

Bank­inn hafði áður neitað að gefa upp verðið, eins og greint var frá á vef Kjarn­ans. Svar Lands­bank­ans við fyr­ir­spurn Kjarn­ans var þá, svohljóð­andi: „Hluta­bréfin voru seld hæst­bjóð­anda. Verðið var í sam­ræmi við verð í sölu Lands­bank­ans á hluta­bréfum í Borgun árið 2014, að teknu til­liti til arð­greiðslu og ávöxt­unar á hluta­bréfa­mark­aði í milli­tíð­inn­i.“ 

Auglýsing

Í ítar­legri sam­an­tekt Lands­bank­ans um málið kemur fram að sölu­verðið sé sam­bæri­legt og í við­skipt­unum þegar 31,2 pró­sent hlutur var seldur á 2,2 millj­arða króna, með hlið­sjón af þróun hluta­bréfa­verðs á þeim stutta tíma sem leið á milli við­skipt­anna. Um hálft ár leið á milli þess að hlut­irnir voru seld­ir, og greiddu hlut­hafar Borg­unar sér um 800 millj­ónir króna í arð í milli­tíð­inni.

Þann 29. mars 2015 var Spari­sjóður Vest­manna­eyja ses. sam­ein­aður Lands­bank­anum hf. Við sam­ein­ing­una eign­að­ist bank­inn 1.806.611 hluti í Borgun hf. Eign­ar­hlut­ur­inn nam um 0,41 pró­sent af heild­ar­hluta­fjár í félag­inu.

Í lok árs 2014, í nóv­em­ber­mán­uði, seldi Lands­bank­inn Íslands 31,2 pró­sent hlut sinn í Borgun fyrir 2,2 millj­arða króna til Eign­ar­halds­fé­lags­ins Borg­unar slf., sem stofnað var skömmum fyrir kaupin á hlutn­um. Ákveðið var að greiða hlut­höfum Borg­unar hf. 800 millj­ónir króna í arð vegna rekst­urs fyr­ir­tæk­is­ins í fyrra á aðal­fundi fyr­ir­tæk­is­ins, en hann fór fram í febr­ú­ar. Þetta var fyrsta arð­greiðslan úr félag­inu frá árinu 2007 og komu tæp­lega 250 millj­ónir króna koma í hlut nýrra hlut­hafa.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Velferðarnefnd Alþingis hefur verið að funda stíft um breytingar á sóttvarnalögum undanfarna daga.
Vonast til að hægt verði að klára sóttvarnalögin í næstu viku
„Ég hef væntingar til þess að klára málið í næstu viku,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður VG og varaformaður velferðarnefndar. Helga Vala Helgadóttir formaður nefndarinnar segist ekki skilja ákvörðun ríkisstjórnarinnar um skylduskimun á landamærum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Tvöföld landamæraskimun verður skylda strax í dag
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að afnema möguleikann á því að þeir sem til landsins koma fari í sóttkví í stað tvöfaldrar skimunar með 5 daga sóttkvi. „Neyðarúrræði“ sem tekur gildi strax í dag, segir heilbrigðisráðherra.
Kjarninn 15. janúar 2021
Auður Jónsdóttir
Góðborgarablindan
Kjarninn 15. janúar 2021
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir
Hey Siri, talarðu íslensku? En þú Embla?
Kjarninn 15. janúar 2021
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Hefur ekki áhyggjur af sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Forseti Alþingis neitar því að sporin hræði – og að sala Íslandsbanka sé sambærileg einkavæðingunni fyrir hrun. Lagaumhverfið sé gjörbreytt og aðstæður allt aðrar. Þó sé ekki óeðlilegt að velta upp spurningum og það eigi fólk einmitt að gera.
Kjarninn 15. janúar 2021
Drög að nýrri loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar hafa verið kynnt.
Boða að malbiki verði flett upp í Reykjavík í nýrri loftslagsstefnu
Á meðal aðgerða sem lagðar eru fram í drögum að nýrri loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar er að malbiki verði flett upp og bílastæðum í borgarlandi fækkað um 2 prósent á ári. Samgöngur eru langveigamesti þátturinn í kolefnislosun borgarinnar.
Kjarninn 14. janúar 2021
Gylfi Magnússon, prófessor við viðskiptafræðideild HÍ og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra.
Þyrfti róttækar breytingar til að fá almenning aftur að hlutabréfamarkaðnum
Stjórnvöld gætu leyft launþegum að fjárfesta beint í verðbréfum fyrir viðbótarlífeyrissparnað til að laða almenning að hlutabréfamarkaðnum, samkvæmt grein fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 14. janúar 2021
Logi Einarsson formaður Samfylkingar hefur óskað eftir því að þing komi saman á morgun til að gera breytingar á sóttvarnalögum.
Samfylkingin vill að Alþingi komi saman og styrki sóttvarnalög
Formaður Samfylkingarinnar hefur óskað eftir því að boðað verði til aukaþingfundar á morgun til þess að gera breytingar á sóttvarnalögum, sem renna myndum lagastoðum undir þær aðgerðir sem sóttvarnalæknir hefur lagt til á landamærunum.
Kjarninn 14. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None