Sendir gögn um Borgunarsölu til Alþingis - Segist ekkert hafa að fela

Landsbankinn
Auglýsing

Lands­bank­inn sendi í dag sam­an­tekt vegna sölu á 31,2 pró­sent hlut bank­ans í greiðslu­korta­fyr­ir­tæk­inu Borgun til Alþing­is. Í sam­an­tekt­inni er að finna upp­lýs­ingar um sölu­ferlið og þau álita­mál sem tengj­ast því. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Lands­bank­anum sem send var út í dag. Bank­inn hafnar þar ásök­unum um að banka­ráð eða starfs­menn Lands­bank­ans hafi unnið að sölu á hlut bank­ans í Borgun að óheil­indum og seg­ist ekk­ert hafa að fela í mál­inu.

Þar segir einnig að Lands­bank­inn hafi afhent Fjár­mála­eft­ir­lit­inu öll umbeðin gögn um söl­una á hlut bank­ans í Borgun í des­em­ber 2014 og að í sama mán­uði hafi stjórn­endur bank­ans farið á fund efna­hags- og við­skipta­nefndar Alþingis til að fjalla um málið og svara spurn­ingum nefnd­ar­manna. Í til­kynn­ing­unni kemur fram að banka­ráð Lands­bank­ans hafi fylgst með sölu­ferli Borg­unar frá upp­hafi og ítrekað fjallað um það á fundum sín­um. Banka­ráðið hafi í umfjöllun og ákvörð­unum sínum um mál­ið ávallt haft hags­muni bank­ans og eig­enda hans að leið­ar­ljósi. Bank­inn dró lær­dóm af gagn­rýni á sölu­ferli Borg­unar og breytti árið 2015 stefnu sinni um sölu eigna. Stefna sem áður gilti ein­göngu um sölu á fulln­ustu­eignum gildir nú einnig um sölu á öðrum eignum bank­ans. Banka­ráð hafnar ásök­unum um að banka­ráð eða starfs­menn Lands­bank­ans hafi unnið að sölu hlutar bank­ans í Borgun af óheil­ind­um. Lands­bank­inn hefur birt ítar­legar upp­lýs­ingar um sölu­ferlið enda hefur bank­inn ekk­ert að fela."

Hópur fólks mót­mælti sölu Lands­bank­ans í Borgun í höf­uð­stöðvum hans í Aust­ur­stræti í dag. Mót­mæl­endur afhentu Stein­þóri Páls­syni, banka­stjóra Lands­bank­ans, meðal ann­ars bréf þar sem farið var fram á afsögn hans. Stein­þór ræddi við mót­mæl­endur á meðan að á aðgerð­inni stóð, líkt og sjá má í mynd­andi sem fjöl­mið­ill­inn Reykja­vik Grapevine birti á Youtube fyrr í dag. 

AuglýsingErt þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hikaði ekki „eina mínútu“ við að skrá sig í bakvarðasveitina
Þrátt fyrir að hafa glímt við flókin veikindi í nokkur ár skráði hjúkrunarfræðingurinn Kristín Bára Bryndísardóttir sig í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. Þrátt fyrir að álagið á Landspítalanum sé gríðarlegt í augnablikinu óttast hún ekki bakslag.
Kjarninn 10. apríl 2020
Forstjórar í Kauphöll voru með 4,7 milljónir á mánuði að meðaltali
Í Kauphöll Íslands ráða 20 karlar 20 félögum. Meðallaun þeirra í fyrra voru rúmlega sjö sinnum hærri en miðgildi heildarlauna landsmanna á árinu 2018.
Kjarninn 10. apríl 2020
Berglind Rós Magnúsdóttir
Umhyggjuhagkerfið og arðrán ástarkraftsins
Kjarninn 9. apríl 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Engin ákvörðun verið tekin um að halda Íslandi lokuðu þar til að bóluefni finnst
Ummæli Lilju D. Alfreðsdóttur, um að bóluefni við kórónuveirunni sé forsenda þess að hægt sé að opna Ísland að nýju fyrir ferðamönnum, hafa vakið athygli. Nú hefur ráðherra ferðamála stigið fram og sagt enga ákvörðun hafa verið tekna um málið.
Kjarninn 9. apríl 2020
Kristín Ólafsdóttir og Vilborg Oddsdóttir
Ekki gleyma þeim!
Kjarninn 9. apríl 2020
Landspítalinn fékk 17 öndunarvélar frá 14 íslenskum fyrirtækjum
Nokkur íslensk fyrirtæki, sem vilja ekki láta nafns síns getið, hafa gefið Landspítalanum fullkomnar öndunarvélar og ýmsan annan búnað. Með því vilja þau leggja sitt að mörkum við að styðja við íslenskt heilbrigðiskerfi á erfiðum tímum.
Kjarninn 9. apríl 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Kvikmyndagerð í skugga COVID-19
Kjarninn 9. apríl 2020
Fleiri náðu bata í gær en greindust með virk COVID-smit
Þeim sem eru með virk COVID-smit á Íslandi fækkaði um 23 á milli daga. Það fækkaði einnig um tvo á gjörgæslu.
Kjarninn 9. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None