Sendir gögn um Borgunarsölu til Alþingis - Segist ekkert hafa að fela

Landsbankinn
Auglýsing

Lands­bank­inn sendi í dag sam­an­tekt vegna sölu á 31,2 pró­sent hlut bank­ans í greiðslu­korta­fyr­ir­tæk­inu Borgun til Alþing­is. Í sam­an­tekt­inni er að finna upp­lýs­ingar um sölu­ferlið og þau álita­mál sem tengj­ast því. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Lands­bank­anum sem send var út í dag. Bank­inn hafnar þar ásök­unum um að banka­ráð eða starfs­menn Lands­bank­ans hafi unnið að sölu á hlut bank­ans í Borgun að óheil­indum og seg­ist ekk­ert hafa að fela í mál­inu.

Þar segir einnig að Lands­bank­inn hafi afhent Fjár­mála­eft­ir­lit­inu öll umbeðin gögn um söl­una á hlut bank­ans í Borgun í des­em­ber 2014 og að í sama mán­uði hafi stjórn­endur bank­ans farið á fund efna­hags- og við­skipta­nefndar Alþingis til að fjalla um málið og svara spurn­ingum nefnd­ar­manna. Í til­kynn­ing­unni kemur fram að banka­ráð Lands­bank­ans hafi fylgst með sölu­ferli Borg­unar frá upp­hafi og ítrekað fjallað um það á fundum sín­um. Banka­ráðið hafi í umfjöllun og ákvörð­unum sínum um mál­ið ávallt haft hags­muni bank­ans og eig­enda hans að leið­ar­ljósi. Bank­inn dró lær­dóm af gagn­rýni á sölu­ferli Borg­unar og breytti árið 2015 stefnu sinni um sölu eigna. Stefna sem áður gilti ein­göngu um sölu á fulln­ustu­eignum gildir nú einnig um sölu á öðrum eignum bank­ans. Banka­ráð hafnar ásök­unum um að banka­ráð eða starfs­menn Lands­bank­ans hafi unnið að sölu hlutar bank­ans í Borgun af óheil­ind­um. Lands­bank­inn hefur birt ítar­legar upp­lýs­ingar um sölu­ferlið enda hefur bank­inn ekk­ert að fela."

Hópur fólks mót­mælti sölu Lands­bank­ans í Borgun í höf­uð­stöðvum hans í Aust­ur­stræti í dag. Mót­mæl­endur afhentu Stein­þóri Páls­syni, banka­stjóra Lands­bank­ans, meðal ann­ars bréf þar sem farið var fram á afsögn hans. Stein­þór ræddi við mót­mæl­endur á meðan að á aðgerð­inni stóð, líkt og sjá má í mynd­andi sem fjöl­mið­ill­inn Reykja­vik Grapevine birti á Youtube fyrr í dag. 

AuglýsingMeira úr sama flokkiInnlent
None