Sendir gögn um Borgunarsölu til Alþingis - Segist ekkert hafa að fela

Landsbankinn
Auglýsing

Lands­bank­inn sendi í dag sam­an­tekt vegna sölu á 31,2 pró­sent hlut bank­ans í greiðslu­korta­fyr­ir­tæk­inu Borgun til Alþing­is. Í sam­an­tekt­inni er að finna upp­lýs­ingar um sölu­ferlið og þau álita­mál sem tengj­ast því. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Lands­bank­anum sem send var út í dag. Bank­inn hafnar þar ásök­unum um að banka­ráð eða starfs­menn Lands­bank­ans hafi unnið að sölu á hlut bank­ans í Borgun að óheil­indum og seg­ist ekk­ert hafa að fela í mál­inu.

Þar segir einnig að Lands­bank­inn hafi afhent Fjár­mála­eft­ir­lit­inu öll umbeðin gögn um söl­una á hlut bank­ans í Borgun í des­em­ber 2014 og að í sama mán­uði hafi stjórn­endur bank­ans farið á fund efna­hags- og við­skipta­nefndar Alþingis til að fjalla um málið og svara spurn­ingum nefnd­ar­manna. Í til­kynn­ing­unni kemur fram að banka­ráð Lands­bank­ans hafi fylgst með sölu­ferli Borg­unar frá upp­hafi og ítrekað fjallað um það á fundum sín­um. Banka­ráðið hafi í umfjöllun og ákvörð­unum sínum um mál­ið ávallt haft hags­muni bank­ans og eig­enda hans að leið­ar­ljósi. Bank­inn dró lær­dóm af gagn­rýni á sölu­ferli Borg­unar og breytti árið 2015 stefnu sinni um sölu eigna. Stefna sem áður gilti ein­göngu um sölu á fulln­ustu­eignum gildir nú einnig um sölu á öðrum eignum bank­ans. Banka­ráð hafnar ásök­unum um að banka­ráð eða starfs­menn Lands­bank­ans hafi unnið að sölu hlutar bank­ans í Borgun af óheil­ind­um. Lands­bank­inn hefur birt ítar­legar upp­lýs­ingar um sölu­ferlið enda hefur bank­inn ekk­ert að fela."

Hópur fólks mót­mælti sölu Lands­bank­ans í Borgun í höf­uð­stöðvum hans í Aust­ur­stræti í dag. Mót­mæl­endur afhentu Stein­þóri Páls­syni, banka­stjóra Lands­bank­ans, meðal ann­ars bréf þar sem farið var fram á afsögn hans. Stein­þór ræddi við mót­mæl­endur á meðan að á aðgerð­inni stóð, líkt og sjá má í mynd­andi sem fjöl­mið­ill­inn Reykja­vik Grapevine birti á Youtube fyrr í dag. 

AuglýsingVilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ögmundur Jónasson
Segir að allir þurfi aðhald – líka dómarar í Strassborg
Fyrrverandi innanríkisráðherra segir að fjöldi augljósra mannréttindabrota sé látinn sitja á hakanum hjá MDE. Hins vegar sé legið yfir því að koma höggi á íslensk stjórnvöld vegna máls sem sé svo smávægilegt í hinu stærra samhengi að undrum sæti.
Kjarninn 3. desember 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 28. þáttur: Hlaupið fyrir Búdda
Kjarninn 3. desember 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóra Samherja.
Samherji segir namibísku lögregluna ekki leita sinna manna
Í yfirlýsingu frá Samherja segir að namibísk yfirvöld hafi ekki reynt að hafa afskipti af núverandi né fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins. Hvorki fyrrverandi stjórnendur félagsins í Namibíu né aðrir séu á flótta undan réttvísinni.
Kjarninn 3. desember 2020
Halldór Gunnarsson
Mismunun og ranglæti gagnvart lífeyrisþegum
Kjarninn 3. desember 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Misnotkun á valdi og bolabrögð hafa verið einkenni Sjálfstæðisflokksins í langan tíma“
Þingmaður Pírata segir að koma þurfi í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn fái að koma nálægt völdum en hann fjallaði um landsréttarmálið á þingi í morgun. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að horfa verði á málið í ákveðnu samhengi.
Kjarninn 3. desember 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Öryrkjabandalagið fagnar hugmynd Brynjars um rannsókn á bótasvikum
Þingmaður Sjálfstæðisflokks vill láta rannsaka hvor öryrkjar og bótaþegar sigli undir fölsku flaggi. ÖBÍ fagnar þeirri hugmynd en segja rannsókn ekki nauðsynlega til að staðfesta ríkjandi fordóma og andúð gegn fötluðu fólki í samfélaginu.
Kjarninn 3. desember 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Stjórnvöld vona að hjarðónæmi verði náð á fyrsta ársfjórðungi
Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að vonir standi til þess að markmiðum bólusetningar verði náð á fyrsta ársfjórðungi. Búið er að ná samkomulagi um bóluefni fyrir 200.000 manns, en ólíklegt er að það komi allt til landsins á sama tíma.
Kjarninn 3. desember 2020
Þórólfur: Ekki hægt að ganga að því vísu að bólusetning hefjist fljótlega eftir áramót
Sóttvarnalæknir hvetur til raunhæfrar bjartsýni þegar kemur að tímasetningu bólusetningar við COVID-19 á Íslandi. Það megi ekki láta jákvæðar fréttir leiða til þess að landsmenn passi sig ekki í sóttvörnum.
Kjarninn 3. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None