Plain Vanilla segir upp 14 starfsmönnum

Plain Vanilla segir upp 14 starfsmönnum í kjölfar endurskipulagningar fyrirtækisins vegna kaupa Glu Mobile á stórum hlut í fyrirtækinu. Fyrirtækin verða sameinuð og á Plain Vanilla að skila hagnaði innan 6 mánaða samkvæmt nýrri stefnu.

Þorsteinn Friðriksson
Auglýsing

Íslenska tölvu­leikja­fyr­ir­tækið Plain Vanilla hefur sagt upp 14 starfs­mönnum í vegna end­ur­skipu­lagn­ingar fyr­ir­tæk­is­ins. Þetta er gert í kjöl­far kaupa banda­ríska leikj­aris­ans Glu Mobile á stórum hlut í fyr­ir­tæk­inu. Stefnt er að sam­ein­ingu Plain Vanilla og Glu Mobile á næstu 15 mán­uð­um, er fram kemur í til­kynn­ing­u. Starfs­menn Plain Vanilla hér á landi hafa verið á bil­inu 70-80. Meg­in­þróun QuizUp verður áfram hér á landi.

Verður að skila hagn­aði

Glu og Plain Vanilla ætla í sam­ein­ingu að ein­blína á þróun QuizUp spurn­inga­þátt­ar­ins, en frum­sýn­ing hans verður í Banda­ríkj­unum og Bret­landi næsta haust og talið er að spil­urum leiks­ins muni enn fjölga í kjöl­far­ið. Hingað til hefur áhersla fyr­ir­tæk­is­ins verið á að fjölga not­endum óháð tekjum og var tekin með­vituð ákvörðun um að forð­ast beinar aug­lýs­ingar innan leiks­ins. Þeirri stefnu hefur nú verið breytt og áhersla er lögð á að fyr­ir­tækið skili hagn­aði í aðdrag­anda vænt­an­legrar sam­ein­ingar Plain Vanilla við Glu Mobile, innan sex mán­aða.

Þátt­ur­inn sýndur á besta tíma

Fram kemur í til­kynn­ing­unni að til umræðu sé hjá sjón­varps­stöð­inni NBC að þátt­ur­inn verði á dag­skrá beint á eftir „Sunday Night Foot­ball“, einu vin­sælasta sjón­varps­efni í Banda­ríkj­unum með allt að 40 milljón áhorf­end­ur.

Auglýsing

Haft er eftir Þor­steini B. Frið­riks­syni, for­stjóra Plain Vanilla, í til­kynn­ing­unni að Glu Mobile búi yfir mik­illi þekk­ingu á öflun tekna af vin­sælum net­leikj­u­m. 

„Fyr­ir­tækið fram­leiðir fjöl­marga slíka, þ.á.m. þekktan leik sem byggir á lífi raun­veru­leika­stjörn­unnar Kim Kar­dashi­an. Við höfum nú þegar byrjað að prófa að birta aug­lýs­ingar gagn­vart smærri hópi QuizUp not­enda og við­brögðin hafa verið jákvæð sem gefur okkur til­efni til að ætla að það tak­ist að Plain Vanilla skili hagn­aði í ár. Þessi er stefnu­breyt­ing er hluti af sam­starfi okkar við Glu Mobile og ef allt gengur vel munu fyr­ir­tækin tvö hugs­an­lega sam­ein­ast. Ég tel að sam­ein­ing­in, ef af yrði, væri mjög jákvæð, bæði fyrir fram­tíð­ar­þróun Plain Vanilla en einnig fyrir þá mörgu fjár­festa sem lagt hafa okkur til fé í þessa upp­bygg­ingu. Það eru ríf­lega 4 millj­arðar króna sem komið hafa frá fjár­festum frá stofnun fyr­ir­tæk­is­ins og sem nýttir hafa verið til að ráða margt hæf­asta tækni­fólk á Íslandi. Þetta er öfl­ugt fólk sem öðl­ast hefur mikla reynslu á skömmum tíma. Til lengri tíma litið styrkjum við hins vegar stöðu fyr­ir­tæk­is­ins, og áfram­hald­andi veru þess hér á landi, með því að leggja áherslu á þau svið þar sem við stöndum Glu Mobile fram­ar.“

Lars Larsen
„Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“
Danski milljónamæringurinn Lars Lar­sen lést á heim­ili sínu í síðustu viku, 71 árs að aldri. Hann var á meðal auðugustu manna í Danmörku og jafnframt þeirra þekktustu. Kjarninn rifjar hér upp sögu hans.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Árni Már Jensson
Að lesa milli línanna
Kjarninn 25. ágúst 2019
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
„Að hanna er eins og að anda með heilanum“
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Matthildur Björnsdóttir
Af hverju eru goðsagnir takmarkandi?
Kjarninn 25. ágúst 2019
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja
Kjarninn 25. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump um Trump frá Trump til Trump
Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None