Ýmislegt spilaði inn í starfslok Halldórs Bjarkars hjá Arion banka

Halldór Bjarkar Lúðvígsson.
Halldór Bjarkar Lúðvígsson.
Auglýsing

Samið hefur verið um starfs­lok Hall­dór ­Bjark­ars Lúð­vígs­son­ar, fram­kvæmda­stjóra fjár­fest­inga­banka­sviðs ­Arion banka. Hall­dór Bjarkar segir að þetta hafi verið ákvörðun sem hafi verið að gerj­ast í nokkurn tíma. Þegar að úrslausn á aðkomu Arion banka að Bakka­vör, verk­efni sem hann hafði unnið að árum sam­an, lauk í byrjun viku hafi Hall­dór Bjarkar talið að það væri góður tími til að skipta um vett­vang. „Stærst­u úr­lausn­ar­verk­efnin sem ég hef leitt fyrir bank­ann er að mestu lok­ið.“ Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um söl­una á hlut Arion banka og íslenskra líf­eyr­is­sjóða í frétta­skýr­ingu í gær.

Har­aldur Guðni Eiðs­son, ­upp­lýs­inga­full­trúi Arion banka, segir að starfs­lok Hall­dórs Bjarkar hafi ver­ið til umræðu í nokkurn tíma. Ýmis­legt hafi spilað inn í þau en bank­inn vill ekki tjá sig um ein­stök atriði þess. Hall­dór Bjarkar mun láta af störfum á næst­u ­dög­um. Hann segir það eiga eftir að koma í ljós hvað taki við og að starfs­lokin hafi verið sam­komu­lag milli hans og banka­stjóra Arion banka.

Ekki hefur ver­ið á­kveðið hver tekur við starfi hans. 

Auglýsing

Arion braut lög með sölu á bréfum í Högum

Hall­dór Bjarkar hefur síður en svo verið óum­deildur í störfum sín­um, en hann hefur leitt end­ur­skipu­lagn­ingu og ­sölu á þeim fyr­ir­tækjum og eign­ar­hlutum sem Arion banki fékk í vöggu­gjöf eft­ir hrun­ið. Á meðal þeirra eru smá­söluris­inn Hag­ar, Sím­inn, Klakki (áður Exista), N1 og Bakka­vör. Auk þess átti bank­inn stóran hlut í HB Granda og gríð­ar­leg­t ­magn fast­eigna, svo fátt eitt sé nefnt.

Í byrjun des­em­ber var greint frá­ því að Fjár­mála­eft­ir­litið hefði sektað ­Arion banka um 30 millj­ónir króna fyrir að hafa brotið gegn lögum um verð­bréfa­við­skipti. Það gerði bank­inn með því að selja hluta­bréf sín í Hög­um hf. árið 2011 á sama tíma og bank­inn bjó yfir inn­herj­a­upp­lýs­ingum um Haga. ­Arion banki seg­ist sann­færður um að hafa farið að lög­um. 

Salan á hlutum í Sím­anum

Þá vakti sala Arion banka á hlut sínum í Sím­anum til val­ina aðila fyrir almennt útboð hans í fyrra mikla athygl­i og reiði í sam­fé­lag­inu. Fyrst keypti hópur stjórn­enda Sím­ans og með­fjár­fest­ar þeirra fimm pró­sent hlut í félag­inu á gengi sem var mun lægra en útboðs­geng­i ­reynd­ist síðan vera, eða 2,5 krónur á hlut. Sá hópur má ekki selja sinn hlut ­fyrr en í byrjun árs 2017. Skömmu áður en útboðið fór fram fékk síðan hóp­ur ­rík­ustu við­skipta­vina einka­banka­þjón­ustu og mark­aðsvið­skipta Arion banka að kaupa fimm pró­sent hlut. Sá hópur var valin út frá því hversu umfangs­mikil við­skipt­i þeirra voru við bank­ann. Hóp­ur­inn fékk að kaupa hluti í Sím­anum á 2,8 krón­ur. Hann mátti selja hlut­ina 15. jan­úar síð­ast­lið­inn. Þá hafði virði hlut­ar­ins hækkað um 343 millj­ónir króna.

Arion ­banki varði framan af ákvörðun sína um að selja báðum þessum hópum hluti í Sím­anum áður en útboð fór fram. Hall­dór Bjarkar skrif­aði grein í Morg­un­blaðið 13. októ­ber þar sem ­kall­aði gagn­rýni á hana „eftirá­speki“. Í grein­inni sagði m.a. „Þeir sem ­gagn­rýna mik­inn hagnað af þess­ari fjár­fest­ingu horfa fram hjá því að ekki er um inn­leystan hagnað að ræða og ómögu­legt að sjá fyrir hvert hluta­bréfa­verð­ið verð­ur.“

Við­ur­kenndu mis­tök eftir mikla gagn­rýni

Tíu dögum síðar send­i ­Arion banki frá sér til­kynn­ingu þar sem bank­inn við­ur­kenndi að gagn­rýni á söl­una til vild­ar­við­skipta­vina hefði verið rétt­mæt. Bank­inn sagði að ekki hafi verið að „veita við­skipta­vinum afslátt frá verð­inu held­ur[...]að gefa þeim kost á að kaupa nokkru stærri hlut en ella[...]Sú gagn­rýni að ekki hafi allir setið við sama borð hefur ekki farið fram­hjá stjórn­endum bank­ans. Ekki var heppi­legt að selja til við­skipta­vina bank­ans svo skömmu fyrir útboðið á gengi sem svo reynd­ist nokkuð lægra en nið­ur­staða útboðs­ins. Bank­inn van­mat hina miklu eft­ir­spurn sem raun varð á. Þessi til­högun er til skoð­unar í bank­anum og verður tekið mark á gagn­rýn­inn­i“.­Arion banki taldi hins veg­ar, og telur enn, að salan á fimm pró­sent hlut til stjórn­enda Sím­ans og með­fjár­festa þeirra hafi verið rétt­mæt.

Á milli þess sem að grein Hall­dórs Bjark­ars í Morg­un­blað­inu birt­ist og frétta­til­kynn­ing Arion banka þar ­sem mis­tök voru við­ur­kennd var send út hafði salan á hlutum í Sim­anum verið harð­lega ­gagn­rýnd í sam­fé­lag­inu. Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra sagð­i ­söl­una vera klúður sem engin þol­in­mæði væri fyrir í sam­fé­lag­inu. Aðrir við­skipta­vinir í einka­banka­þjón­ustu og mark­aðsvið­skiptum hjá bank­an­um, sem fengu ekki að kaupa í Sím­anum á sér­kjörum, voru ekki ­síður ósáttir með að hann sé að mis­muna sínum eigin við­skipta­vinum með­ þessum hætti.

Sam­komu­lag milli Hall­dórs Bjark­ars og banka­stjór­ans

Hall­dór Bjarkar hef­ur einnig verið tölu­vert í sviðs­ljós­inu vegna þess að hann hefur verið lyk­il­vitn­i í nokkrum málum sér­staks sak­sókn­ara gegn fyrrum æðstu stjórn­endum Kaup­þings. Í sýknu­dómi hér­aðs­dóms í svoköll­uðu CLN-­máli, sem féll í vik­unni, kom meðal ann­ars fram að ó­sam­ræmi hefði verið á milli skýrslu­gjafar Hall­dórs Bjarkar á meðan að á rann­sókn máls­ins stóð og svo hins vegar fyrir dómi og að það ósam­ræmi yrði að hafa í huga þegar sönn­un­ar­gildi frá­sagnar hans væri met­ið. Þá ásak­aði Hreið­ar­ Már Sig­urðs­son, fyrrum for­stjóri Kaup­þings og einn sak­born­inga í CLN-­mál­in­u, Hall­dór Bjarkar um að hafa stundað inn­herj­a­við­skipti í hrun­inu við mál­flutn­ing ­máls­ins. Hall­dór Bjarkar hefur neitað þeim ávirð­ingum stað­fast­lega og sagt þær rangar. Heim­ildir Kjarn­ans herma að aðkoma eða frammi­staða Hall­dórs Bjark­ar­s ­sem vitnis í ofan­greindum málum hafi ekk­ert að gera með starfs­lok hans.

Hall­dór Bjarkar tók við starfi fram­kvæmda­stjóra fjár­fest­ing­ar­banka­sviðs Arion banka í sept­em­ber 2011.Á árunum 2010 til 2011 var hann fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tækja­þjón­ustu Arion banka. Árið 2009 vann hann fyrir skila­nefnd Kaup­þings sem fram­kvæmda­stjóri yfir eigna­safni bank­ans á Norð­ur­lönd­um. Á árunum 2005 til 2008 starf­aði Hall­dór á útlána­sviði Kaup­þings þar sem hann bar ábyrgð á útlánum á Norð­ur­lönd­un­um.

Aðspurður um hvort að ákvörðun Fjár­mála­eft­ir­lits­ins í des­em­ber eða ­gagn­rýnin vegna sölu Arion banka á hlutum í Sím­anum hafi vigtað inn í starfs­lok hans segir Hall­dór Bjarkar ýmsa þætti hafa haft áhrif. Starfs­lokin hafi ver­ið ­sam­komu­lag milli hans og Hösk­uldar Ólafs­son­ar, banka­stjóra Arion banka. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None