Píratar með 42 prósenta fylgi - Björt framtíð nánast horfin

Birgitta Jónsdóttir, þingsflokksformaður Pírata.
Birgitta Jónsdóttir, þingsflokksformaður Pírata.
Auglýsing

Píratar mæl­ast með tæp­lega 42 pró­sent fylgi í nýrri skoð­ana­könnun Frétta­blaðs­ins og Stöðvar 2. Það er í fyrsta sinn sem fylgi flokks­ins mælist yfir 40 pró­sent og sam­kvæmt þeirri nið­ur­stöðu yrði hann langstærsti flokkur lands­ins. Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu. Píratar hafa nú mælst með yfir 30 pró­sent fylgi í nær öllum skoð­ana­könn­unum sem gerðar hafa verið í heilt ár. 

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mælist næst stærsti flokkur lands­ins með 23,2 pró­sent fylgi. Það er ívið meira en hann mæld­ist með í könnun MMR sem birt var í síð­ustu viku, en þá mæld­ist fylgi flokks­ins undir 20 pró­sent­um. Það var lægsta fylgi sem flokk­ur­inn hafði nokkru sinni mælst með. Í síð­ustu skoð­ana­könnun Frétta­blaðs­ins og Stöðvar 3, sem gerð var 10. og 11. nóv­em­ber 2015, mæld­ist fylgi flokks­ins 29,3 pró­sent. 

Auglýsing


Það blæs ekki byr­lega fyrir Bjartri fram­tíð sam­kvæmt skoð­ana­könn­un­inni. Ein­ungis 1,6 pró­sent aðspurðra sögð­ust ætla að kjósa flokk­inn. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, Sam­fylk­ingin og Vinstri græn mæl­ast öll með um tíu pró­sent fylg­i. 

Könnun Frétta­blaðs­ins og Stöðvar 2 var gerð þannig að hringt var í 1.158 manns þar til náð­ist í 801 dag­ana 26. og 27. jan­ú­ar. Svar­hlut­fallið var 69,2 pró­sent. Þátt­tak­endur voru valdir með lag­skiptu slembi­úr­taki úr þjóð­skrá. Alls tók 56,1 pró­sent þeirra sem náð­ist í afstöðu til spurn­ing­ar­inn­ar.

Önnur könn­unin á viku

Skoð­ana­könnun Frétta­blaðs­ins og Stöðvar 2 er önnur fylgiskönn­unin sem birt er á innan við viku. Á föstu­dag kom ný skoð­ana­könnun um fylgi flokka frá MMR. Sam­kvæmt henni mæld­ist stuðn­ingur við Sjálf­stæð­is­flokk­inn nú 19,5 pró­sent. ­Stuðn­ingur við flokk­inn hefur aldrei mælst lægri í skoð­ana­könn­unum MMR né Gallup. Fylgi Pírata mæld­ist 37,8 pró­sent og hafði aldrei mælst hærra. Könn­unin var fram­kvæmd dag­ana 12. til 20. jan­úar 2016.

Allir flokkar sem eiga full­trúa á Alþingi töp­uðu fylgi á milli kann­ana MMR, utan Pírata og Vinstri grænna. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, sem fékk 24,4 pró­sent fylgi í síð­ustu kosn­ing­um, mæld­ist nú með tíu pró­sent fylgi, Sam­fylk­ing­in, með 10,4 pró­sent fylgi og Björt fram­tíð með 4,4 pró­sent, sem myndi ekki duga til að ná manni inn á þing ef kosið væri í dag.

Stuðn­ingur við rík­is­stjórn­ina heldur einnig áfram að dala og mælist nú 30,1 pró­sent. Hann hefur ein­ungis einu sinni mælst minni á kjör­tíma­bil­inu, í júní 2015. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans á blaðamannafundi í dag.
Stór hópsýking tengd Landakoti – 77 greinst með COVID-19
Það sem óttast var mest, að veiran kæmist inn í viðkvæma hópa, er orðið að veruleika. Umfangsmikil hópsýking er rakin til Landakots og 49 sjúklingar hafa sýkst af COVID-19.
Kjarninn 25. október 2020
Matthías Aron Ólafsson
Saltnámur, gagnsiðbót og orkudrykkir
Kjarninn 25. október 2020
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Segir málið hafa skaðað samskipti sjómanna og útgerðarmanna
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir í yfirlýsingu að Hraðfrysthúsið-Gunnvör hafi ekki farið að leiðbeiningum um mögulegt smit á sjó. Heiðrún er sögð skráður höfundur skjals sem HG sendi fjölmiðlum í dag.
Kjarninn 25. október 2020
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðhera.
Áhöfnin lokuð „inni í stálkassa“
Sjávarútvegsráðherra segist sleginn yfir því sem gerðist um borð í frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni. Hann segir augljóst að farið hafi verið freklega á svig við þau grundvallaratriði sem snúast um öryggi og velferð áhafnar.
Kjarninn 25. október 2020
Þarf að gera Bandaríkin frábær á ný eða þarf að byggja betur upp aftur?
Atvinnuleysi í Bandaríkjunum er umtalsvert og störfum í landinu hefur fækkað á síðustu árum. Gripið hefur verið til mjög kostnaðarsamra efnahagspakka sem hafa gert það að verkum að hallinn á ríkissjóði landsins er nú meiri en hann hefur verið í áratugi.
Kjarninn 25. október 2020
Júlíus Geirmundsson ÍS 270, er gerður út frá Ísafirði.
Útgerðin biðst „einlæglega afsökunar“
Framkvæmdastjóra Hraðfrystihússins-Gunnvarar, sem gerir út Júlíus Geirmundsson, þykir „þungbært að sitja undir ásökunum um að ekki sé hugað nógu vel að heilsu og öryggi starfsmanna“.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None