Píratar með 42 prósenta fylgi - Björt framtíð nánast horfin

Birgitta Jónsdóttir, þingsflokksformaður Pírata.
Birgitta Jónsdóttir, þingsflokksformaður Pírata.
Auglýsing

Píratar mæl­ast með tæp­lega 42 pró­sent fylgi í nýrri skoð­ana­könnun Frétta­blaðs­ins og Stöðvar 2. Það er í fyrsta sinn sem fylgi flokks­ins mælist yfir 40 pró­sent og sam­kvæmt þeirri nið­ur­stöðu yrði hann langstærsti flokkur lands­ins. Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu. Píratar hafa nú mælst með yfir 30 pró­sent fylgi í nær öllum skoð­ana­könn­unum sem gerðar hafa verið í heilt ár. 

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mælist næst stærsti flokkur lands­ins með 23,2 pró­sent fylgi. Það er ívið meira en hann mæld­ist með í könnun MMR sem birt var í síð­ustu viku, en þá mæld­ist fylgi flokks­ins undir 20 pró­sent­um. Það var lægsta fylgi sem flokk­ur­inn hafði nokkru sinni mælst með. Í síð­ustu skoð­ana­könnun Frétta­blaðs­ins og Stöðvar 3, sem gerð var 10. og 11. nóv­em­ber 2015, mæld­ist fylgi flokks­ins 29,3 pró­sent. 

Auglýsing


Það blæs ekki byr­lega fyrir Bjartri fram­tíð sam­kvæmt skoð­ana­könn­un­inni. Ein­ungis 1,6 pró­sent aðspurðra sögð­ust ætla að kjósa flokk­inn. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, Sam­fylk­ingin og Vinstri græn mæl­ast öll með um tíu pró­sent fylg­i. 

Könnun Frétta­blaðs­ins og Stöðvar 2 var gerð þannig að hringt var í 1.158 manns þar til náð­ist í 801 dag­ana 26. og 27. jan­ú­ar. Svar­hlut­fallið var 69,2 pró­sent. Þátt­tak­endur voru valdir með lag­skiptu slembi­úr­taki úr þjóð­skrá. Alls tók 56,1 pró­sent þeirra sem náð­ist í afstöðu til spurn­ing­ar­inn­ar.

Önnur könn­unin á viku

Skoð­ana­könnun Frétta­blaðs­ins og Stöðvar 2 er önnur fylgiskönn­unin sem birt er á innan við viku. Á föstu­dag kom ný skoð­ana­könnun um fylgi flokka frá MMR. Sam­kvæmt henni mæld­ist stuðn­ingur við Sjálf­stæð­is­flokk­inn nú 19,5 pró­sent. ­Stuðn­ingur við flokk­inn hefur aldrei mælst lægri í skoð­ana­könn­unum MMR né Gallup. Fylgi Pírata mæld­ist 37,8 pró­sent og hafði aldrei mælst hærra. Könn­unin var fram­kvæmd dag­ana 12. til 20. jan­úar 2016.

Allir flokkar sem eiga full­trúa á Alþingi töp­uðu fylgi á milli kann­ana MMR, utan Pírata og Vinstri grænna. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, sem fékk 24,4 pró­sent fylgi í síð­ustu kosn­ing­um, mæld­ist nú með tíu pró­sent fylgi, Sam­fylk­ing­in, með 10,4 pró­sent fylgi og Björt fram­tíð með 4,4 pró­sent, sem myndi ekki duga til að ná manni inn á þing ef kosið væri í dag.

Stuðn­ingur við rík­is­stjórn­ina heldur einnig áfram að dala og mælist nú 30,1 pró­sent. Hann hefur ein­ungis einu sinni mælst minni á kjör­tíma­bil­inu, í júní 2015. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tvö smit af breska afbrigðinu
Síðustu daga hafa tveir greinst innanlands utan sóttkvíar með breska afbrigðið af COVID-19. Einn hinna smituðu fór á tónleika í Hörpu á föstudagskvöldið.
Kjarninn 7. mars 2021
Starfsmaður Landspítalans með COVID-19
Upp hefur komið COVID-19 smit á Landspítalanum. Starfsmaður greindist með veiruna, en samkvæmt aðstoðarmanni forstjóra Landspítalans hafði hann ekki verið í útlöndum nýlega.
Kjarninn 7. mars 2021
Ókláruðum íbúðum fækkar ört
Fjöldi ófullbúinna íbúða í síðustu viku var fjórðungi minni en á sama tíma árið á undan. Síðustu mælingar sýna að þeim hefur fækkað enn frekar frá áramótunum, en búist er við frekari samdrætti á næstunni.
Kjarninn 7. mars 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Risastórt rafíþróttamót og Twitter útibú
Kjarninn 7. mars 2021
Aflaverðmæti útgerða jókst milli ára þrátt fyrir heimsfaraldur
Aflaverðmæti þess sjávarfangs sem íslensk fiskiskip veiddu í fyrra er rúmum 20 milljörðum krónum meira en það var árið 2018. Útgerðir landsins hafa því heilt yfir farið vel út úr heimsfaraldri kórónuveiru.
Kjarninn 7. mars 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar
Segir Bjarna hafa viljað ráðið hver væri fulltrúi Viðreisnar í stjórn Íslandspósts
Formaður Viðreisnar segir fjármálaráðherra hafi losað sig við fulltrúa flokksins úr stjórn Íslandspósts, sem hafi veitt fyrirtækinu aðhald, og sett undirmann sinn úr fjármálaráðuneytinu inn í staðinn.
Kjarninn 7. mars 2021
Stríðsleikurinn sem fór úr böndunum
Nýlega voru birt leyniskjöl um atburði sem tengjast heræfingum NATO og Bandaríkjanna árið 1983, þar sem munaði litlu að stigmögnun hefði geta leitt til kjarnorkustríðs.
Kjarninn 7. mars 2021
Svona á gangnamunnurinn að líta út frá Rødby
Gullöld á pönnukökueyjunni
Eftir mörg erfiðleikaár, og fólksflótta, sjá íbúar dönsku eyjunnar Lálands nú fram á betri tíð með þúsundum nýrra starfa. Ástæðan er Femern tengingin svonefnda milli Danmerkur og Þýskalands.
Kjarninn 7. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None