Hætt við sölu á eignum ESÍ - Ekkert ásættanlegt tilboð barst

Eignir félagsins Hildu, sem Eignasafn Seðlabanka Íslands á, voru til sölu og voru fjórir aðilar að bítast um þær. Heildareignir ESÍ nema rúmlega 200 milljörðum.

Bjarni og Már
Auglýsing

Hætt hefur verið við sölu á öllum eignum Hildu, dótturfélags Eignasafn Seðlabanka Íslands, þar sem ekkert ásættanlegt tilboð þótti berast í eignirnar, samkvæmt heimildum Kjarnans.

Fjórir fjárfestahópar gengu til viðræðna um kaup á öllum eignum Hildu, dótturfélags Eignasafns Seðlabanka Íslands (ESÍ). Hóparnir fjórir voru settir saman af fjármálafyrirtækjunum Arctica Finance, Virðingu, Kviku fjárfestingarbanka (sameinaður banki Straums og MP banka) og ALM Verðbréfum, að því er greint var frá í DV 4. desember.

Hilda á 364 fasteignir sem bókfærðar eru á 6,6 milljarða króna, 387 útlán (til 260 lántakenda) og önnur skuldabréf sem metin eru á 5,7 milljarða króna og handbært fé/kröfur upp á 2,9 milljarða króna. Hilda á alls sex dótturfélög og hjá félaginu starfa 13 manns. Það hagnaðist um 1,5 milljarð króna á fyrstu sex mánuðum ársins og munaði þar langmestu um hreinar rekstrartekjur, sem eru sala eigna og lána á tímabilinu. Auk þess námu leigutekjur 139 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins.

Auglýsing

Hilda í fang ríkisins

Sumarið 2011 tók ESÍ yfir félag sem heitir Hilda. Það hafði verið sett á fót til að halda utan um skuld Saga Capital við ríkissjóð, en hann hafði veitt bankanum 19,6 milljarða króna fyrirgreiðslu í mars 2009. Sú fyrirgreiðsla dugði ekki til að halda Sögu á lífi og Hilda endaði í fangi ESÍ.

Í lok árs 2013 var hluti eigna og skulda hins alræmda félags Dróma hf. (eignasafns SPRON og Frjálsa fjárfestingabankans) fært til Hildu. Um var að ræða fyrirtækjalán og fullnustueignir Dróma, meðal annars það íbúðahúsnæði sem félagið hafði gengið að á starfstíma sínum. Einstaklingslán Dróma fóru hins vegar til Arion banka.

Við þessa breytingu jukust eignir Hildu mikið. Allt í einu voru bókfærðar eignir félagsins metnar á 32,5 milljarða króna. Stór hluti þeirra voru myndalegt fasteignasafn, en það verður að teljast afar óvenjuleg staða fyrir seðlabanka að eiga stórt safn fasteigna. Kjarninn fjallaði um umsvif Hildu á fasteignamarkaði í apríl 2014. 

Í þeim kom fram að Hilda héldi á þeim tíma á 350 fasteignum,  250 íbúðum og um 100 fasteignum sem teljast til atvinnuhúsnæðis. Hluti íbúðanna vöru í útleigu, aðrar voru í söluferli og sumar voru ekki í íbúðarhæfu ástandi. Á þessum tíma var því komin upp sú sérstaka staða að Seðlabanki Íslands var, í gegnum dótturfélag sitt, að selja íbúðir á markaði. Í fréttaskýringu Kjarnans í apríl 2014 kom enn fremur fram að Hilda kappkostaði að selja eignir ekki of hratt „þar sem slíkt gæti haft mikil áhrif á fasteignamarkaðinn og jafnvel stuðlað að lækkun fasteignaverðs.“

Þurftir að eiga 750 milljónir til að taka þátt

Í ágúst Hilda auglýst til sölu. Í því söluferli gekk Seðlabankinn út frá því að lánsfjármögnun hans til Hildu, alls 12,6 milljarðar króna, verði greidd upp til viðbótar við greiðslu fyrir hlutafé félagsins. Því var ljóst að kaupverðið mun hlaupa á milljörðum króna.

Arion banki sá um söluferlið. Samkvæmt skilyrðum sem sett voru fyrir þátttöku í söluferlinu þurftu fjárfestar að sýna fram á að þeir ættu að lágmarki 750 milljónir króna sem þeir geti nýtt til fjárfestingar í félaginu til að fá að taka þátt. 

Í DV  4. desember kom fram að frestur til að skila inn tilboðum í Hildu hafi runnið út 20. nóvember síðastliðinn. Á meðan að á söluferlinu stóð var ákveðið að víkja frá því skilyrði að áhugasamir fjárfestar þyrftu að leggja fram skuldbindandi tilboð í eignasafnið.  

Umboðsmaður Alþingis gerði athugasemdir við lagalegar forsendur stofnunar ESÍ, í greinargerð sem hann tók saman um starfsemi Seðlabanka Íslands. Taldi hann að skýringar seðlabankans á færslu verkefna til ESÍ hafi ekki verið lagalega fullnægjandi. Yfirstjórn Seðlabanka Íslands hafnaði þessum athugasemdum Umboðsmanns Alþingis og sagði að með stofnun félagsins hefði verið brugðist við fordæmalausri stöðu á fjármálamörkuðum.

Miklar eignir

Í svari Seðlabanka Íslands, við fyrirspurn Kjarnans um samsetningu eignasafns ESÍ, kemur fram að heildareignir ESÍ um mitt síðasta ár hafi numið 200,8 milljörðum króna, en í lok árs 2014 voru eignirnar 209 milljarðar. Unnið hefur verið markvisst að því að minnka efnahag ESÍ, ekki aðeins með eignasölu, heldur hefur það einnig gerst með endurskipulagningu á rekstri fyrirtækja sem ESÍ hefur átt kröfur ár, þar með talin fallin fjármálafyrirtæki. Frá árinu 2009 hefur efnahagurinn dregist saman úr 490 milljörðum króna í 200,8, eða um tæplega 290 millarða króna.

Eignir ESÍ. Samantekt: Seðlabanki Íslands.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá Keflavíkurflugvelli.
Segja Ísland geta orðið miðstöð flugs á norðurslóðum
Í skýrslu starfshóps um efnahagstækifæri á norðurslóðum er sagt mikilvægt að flugi frá Íslandi til Rússlands og Kína verði komið á, enda hafi kínverskir ferðamenn mikinn áhuga á ferðum til norðurslóða. Þá séu tækifæri fólgin í betri tengingu við Grænland.
Kjarninn 14. maí 2021
Anna Dóra Antonsdóttir
Útskýring – leikrit í einum þætti
Kjarninn 14. maí 2021
Byggingar ratsjárstöðvarinnar á Heiðarfjalli hafa að mestu leyti verið jafnaðar við jörðu. Þó er enn mikið magn spilliefna á svæðinu.
Ríkið ráðist í hreinsun spilliefna við ratsjárstöð Bandaríkjahers á Heiðarfjalli
Á Heiðarfjalli er að finna í jörðu úrgangs- og spilliefni frá þeim tíma sem eftirlitsstöð Bandaríkjahers var í rekstri á fjallinu. Landeigendur hafa um áratuga skeið reynt að leita réttar síns vegna mengunarinnar.
Kjarninn 14. maí 2021
DV hefur ráðið nýjan ritstjóra til starfa.
Björn Þorfinnsson ráðinn ritstjóri DV
Blaðamaðurinn Björn Þorfinnson hefur tekið við starfi ritstjóra DV. Tobba Marinós lét nýverið af störfum sem ritstjóri miðilsins, sem er hættur að koma út á pappír.
Kjarninn 14. maí 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
„Af nógu að taka áður en höggvið er í sama knérunn um að laun séu of há“
Forseti ASÍ leggur til nokkrar lausnir áður en ráðamenn og fyrirtækjaeigendur hér á landi fara að gagnrýna slagorð verkalýðshreyfingarinnar „það er nóg til“.
Kjarninn 14. maí 2021
Ráðherrarnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson eru stundum sagðir standa í stafni fyrir þær ólíku fylkingar sem rúmast innan Sjálfstæðisflokks og bítast þar um völd og áhrif.
Sjálfstæðismenn á höfuðborgarsvæðinu komnir í prófkjörsham
Tekist hefur verið á um grundvallaráherslur Sjálfstæðisflokksins á óvenjulega opinberum vettvangi að undanförnu. Fulltrúar ólíkra sjónarmiða innan flokksins keppast nú um að koma þeim að í aðdraganda prófkjöra á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 14. maí 2021
Innviðir á leiðinni út
Sýn og Nova hefur nýlega hafið sölu á fjarskiptainnviðum sínum auk þess sem Síminn hefur íhugað að gera slíkt hið sama. Aðskilnaður á innviðum og þjónustu þótti hins vegar ekki ráðlegur þegar einkavæða átti Landssímann fyrir 20 árum síðan.
Kjarninn 14. maí 2021
Auglýsingin sem birt var í Morgunblaðinu í gær var nafnlaus, en hafði yfirbragð þess að hún væri á vegum Lyfjastofnunar. Það var hún ekki.
Morgunblaðið biðst velvirðingar á birtingu auglýsingar þar sem efast er um bólusetningar
Konan sem keypti heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu þar sem varað var við aukaverkunum vegna bólusetningar gegn COVID-19 segist ekki skammast sín. Lyfjastofnun segir auglýsinguna villandi hræðsluáróður.
Kjarninn 14. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None