Óvæntur sigurvegari gærkvöldsins - en hvað gerist næst?

Ted Cruz sigraði fyrsta slaginn af mörgum um útnefningu Repúblikana. Það gerði hann með hjálp trúaðra og íhaldsmanna í Iowa. Nú flyst athyglin til New Hamshire, sem er allt öðruvísi en Iowa.

ted cruz
Auglýsing

Ted Cruz varð hlut­skarpastur fram­bjóð­enda Repúblikana­flokks­ins á kjör­fundi í Iowa í gær, þvert á flestar spár. Hann fékk 28% atkvæða þeirra sem mættu á kjör­fundi. Nú flyst bar­áttan til New Hams­hire, þar sem kosið verður í næstu viku, og sumir eru á því að eftir úrslitin í Iowa sé komið í ljós hvaða þrír fram­bjóð­endur muni berj­ast um útnefn­ingu Repúblikana­flokks­ins: Cruz, Don­ald Trump og Marco Rubio, en Trump rétt hafði betur en Rubio og náði öðru sæti. Það litar þó alla umræðu og spár að hingað til hefur þró­unin verið nokkuð óút­reikn­an­leg. Fáir spáðu því til dæmis fyrir nokkrum mán­uðum að Don­ald Trump næði þeim árangri sem hann hefur náð. 

Hvað hafði áhrif?

Flestir eru sam­mála um það að Cruz hafði sigur með því að fá íhalds­sama og kristna, evang­elista, á kjör­stað. Allar skoð­ana­kann­anir van­mátu líka hversu margir voru óákveðnir þangað til á síð­asta degi, en það voru 35%. 

Tveir af hverjum þremur þeirra sem fóru á kjör­stað sögð­ust vera mjög íhalds­sam­ir, sam­kvæmt könnun Polit­ico, og Cruz fékk 44% atkvæða þeirra sem skil­greindu sig þannig. Don­ald Trump fékk bara 21% atkvæða þessa hóps og Marco Rubio 15%. Hins vegar fékk Cruz aðeins 19% atkvæða þeirra sem sögð­ust dálítið íhalds­sam­ir, en sá hópur taldi heil 45% af öllum þeim sem mætu á svæð­ið. Og á meðal þeirra sem telja sig hóf­sama eða frjáls­lynda, sem voru 15%, fékk Cruz bara níu pró­senta stuðn­ing. 

Auglýsing

Cruz fékk 34% af atkvæðum þeirra sem eru evang­elist­ar, Trump 22% og Rubio 21%. Cruz hefur meðal ann­ars sagt á fundum að hann hafi beðið fyrir því að vinna í Iowa. 

Þetta skiptir auð­vitað máli vegna þess að það eru alls ekki öll ríki eins sam­sett. Hlut­fall krist­inna og íhalds­samra repúblik­ana er hátt í Iowa. Í Iowa er líka að stórum hluta hvítt og milli­stétt­ar­fólk, sem hafði líka áhrif á nið­ur­stöð­una hjá demókröt­um. Hill­ary Clinton á meiri vin­sælda að fagna meðal ann­arra hópa. 

Fyr­ir­komu­lagið í Iowa er líka öðru­vísi en víð­ast ann­ars stað­ar. Þar fara fram kjör­fund­ir, þar sem fólk þarf að mæta, hlusta á ræður og kjósa svo með fót­un­um. Það er ekki leyni­leg kosn­ing, og þetta hefur iðu­lega verið talið hafa þau áhrif að aðeins þeir hörð­ustu mæti á stað­inn. 

Engu að síður var met­þátt­taka í kjör­fund­unum hjá repúblikönum í Iowa, 185 þús­und manns mætt­u. 

Cruz sagði eftir sig­ur­inn að hann væri sigur gras­rót­ar­inn­ar. Það má alveg til sanns vegar færa, honum og hans kosn­inga­vél tókst að virkja mik­inn fjölda sjálf­boða­liða í bar­átt­unni og það skiptir ekki minna máli hvað hann varði miklum tíma þar. Eins og Krist­inn Haukur Gunn­ars­son sagn­fræð­ingur kom inn á í skýr­ingu um Iowa á Kjarn­anum um helg­ina eru kjós­endur í Iowa kröfu­harð­ir. Einn sjálf­boða­liði repúblík­ana í Des Moines seg­ir: „Iowa-­búar eru aldrei ánægð­ir. Það þarf meira en eina ræðu, eitt handa­band eða einn fund til að sann­færa kjós­endur í Iowa.“ 

Cruz fór í allar 99 sýslur rík­is­ins, og hélt fundi, líkt og Rick Santorum gerði fyrir fjórum árum. Það virk­aði fyrir Santorum þá og það virk­aði fyrir Cruz nún­a. 

Hægri íhalds­mað­ur­inn Cruz 

Cruz er gríð­ar­legur íhalds­maður sem hefur haldið úti harðri kosn­inga­bar­áttu í þá veru. Hann hefur gengið jafn­langt eða lengra en Trump þegar kemur að utan­rík­is­mál­um, og meðal ann­ars kallað eftir því að sprengjum verði látið rigna yfir Íslamska ríkið í Sýr­landi þangað til sand­ur­inn glóir

Hann hefur tjáð sig um breyt­ingar á Hæsta­rétti Banda­ríkj­anna, og sagt að þar þurfi að gera breyt­ingar og koma inn íhalds­mönn­um. Ann­ars muni Hæsti­réttur ákveða að eng­inn megi bera vopn, muni stöðva allar tak­mark­anir á fóst­ur­eyð­ingum þannig að hægt sé að eyða fóstri á öllum tímum með­göngu, og það verði gert með notkun skatt­fjár. Hann hefur talað fyrir því að stöðva fjár­veit­ingar til Planned Parent­hood og er mjög á móti fóst­ur­eyð­ing­um. Hann hefur við­haft mjög vafasöm ummæli sem mjög auð­velt er að segja rasísk. 

Hann er mjög fylgj­andi byssu­eign og NRA sam­tökin gefa honum sína bestu ein­kunn. Hann vill og hefur reynt að stöðva breyt­ingar á heil­brigð­is­trygg­ing­um. Og hann hefur ekki mikla trú á hætt­unni af lofts­lags­breyt­ingum af manna­völdum. Enda hafa fram­bjóð­endur Demókrata sagt að hann sé alveg jafn slæmur og Don­ald Trump. 

Þrátt fyrir að Marco Rubio hafi kom­ist á þing með hjálp Teboðs­hreyf­ing­ar­innar rétt eins og Cruz, þá er hann hóf­samur í sam­an­burð­in­um. Í Iowa kom Marco Rubio á óvart, steig upp sem þriðji fram­bjóð­and­inn og skildi alla hina hóf­sam­ari, kerf­is­fram­bjóð­end­urna eftir langt fyrir neð­an. Þeir hafa þó margir eytt miklu púðri í New Hamps­hire, ekki síst Jeb Bush, og það er ekk­ert hægt að úti­loka. Þar ætlar Rubio sér að ná öðru sæt­in­u. Hann er vin­sælli fram­bjóð­andi meðal flokks­hesta í Was­hington og vegna þess að hann er hóf­sam­ari en Cruz er hann líka tal­inn lík­legur til að geta frekar náð til almennra kjós­enda. 

Slag­ur­inn haf­inn - Póli­tísk bylt­ing?

Magnús Hall­dórs­son skrifar frá New York

„Þetta markar upp­hafið af póli­tískri umbreyt­ingu í Banda­ríkj­un­um,“ sagði Bernie Sand­ers, við dynj­andi lófa­klapp og fagn­að­aróp stuðn­ings­manna sinna í Iowa, þegar nið­ur­staðan lá fyrir í for­val­inu. Þrátt fyrir tap fyrir Hill­ary þá líta margir álits­gjafar hér í Banda­ríkj­unum á hann sem sig­ur­veg­ara kosn­ing­anna. Því nú hefur verið stað­fest með kosn­ingu að kraft­ur­inn í kosn­inga­bar­áttu hans er ósvik­inn. Hill­ary Clint­on, með alla sína reynslu og teng­ingar við helstu stofn­anir Banda­ríkj­anna - og Wall Street - getur ekki annað en tekið fram öll vopnin sem hún hefur í búri sínu til að kljást við Sand­ers, fram að útnefn­ingu flokks­ins.
En á móti segja margir, að fyrst Sand­ers hafi ekki unnið Iowa, þá eigi hann ekki mik­inn séns. Staða Hill­ary sé það sterk í öðrum ríkj­um. Kosn­inga­þátt­taka mun lík­lega hafa mikið um það að segja, hvernig fer, því Sand­ers virð­ist vera að kveikja mik­inn áhuga á stjórn­málum hjá fólki sem ekki hefur áður gefið þeim mik­inn gaum. Ekki síst er það ungt fólk sem virð­ist tengja hugs­anir sínar sterk­lega við mál­flutn­ing Sand­ers, ekki síst tala hans um hnignun milli­stétt­ar­innar og að stjórn­málin séu hönnuð í kringum elít­una á Wall Street og í Was­hington DC. Hill­ary hefur sterka stöðu þar, en að auki sýna kann­anir að hún nær vel til minni­hluta­hópa og auð­vitað kvenna. Enda ætlar hún sér að verða fyrsti kven­for­seti Banda­ríkj­anna. Hvorki meira né minna.
Hjá Repúblikönum eru það talin helstu tíð­ind­in, að Don­ald Trump sé að missa vind­inn úr seglum á sínu skipi. Ted Cruz, sem hefur mik­inn stuðn­ing frá sér­trú­ar­söfn­uðum vítt og breitt um Banda­rík­in, sigr­aði nokkuð örugg­lega í Iowa. Trump hefur verið að mæl­ast hár í könn­unum að und­an­förnu, og þykja þessar nið­ur­stöður sína að "frasa­stjórn­mál" hans séu hugs­an­lega að sýna ýkt­ari mynd í skoð­ana­könn­un­um, heldur en þegar á hólm­inn er kom­ið. Nokkur óvissa er því í kort­unum með fram­haldið hjá þessum millj­arða­mær­ingi sem lætur allt flakka.
Á meðan getur Marco Rubio andað létt­ar, eftir að hafa tekið dýfu í könn­unum að und­an­förnu. Rubio, sem er sonur inn­flytj­enda frá Kúbu, var með einu pró­sentu­stigi lak­ari kosn­ingu en Trump, en er almennt álit­inn hafa mik­inn stuðn­ing innan Repúblikana­flokks­ins í öðrum ríkj­um. Hugs­an­lega er þessi nið­ur­staða upp­hafið af mik­illi sókn hans fram að útnefn­ing­unni sjálfri, hver veit. Raf­mögnuð spenna mun fylgja for­val­inu og bar­átt­unni fram að sjálfum kosn­ing­un­um, svo mikið er víst.Fer allt í kunn­ug­legt far? 

Í næstu viku er svo komið að fyrstu eig­in­legu for­kosn­ing­un­um, próf­kjör­inu sem fer fram í New Hamps­hire 9. febr­ú­ar. Þar er staðan allt önnur en í Iowa, ekki eins trúað fólk og ekki eins harð­lín­u-í­halds­sinnað og Cruz. New Hamps­hire próf­kjörið hefur líka sjaldn­ast farið eins og kjör­fundur í Iowa. 

En ef hann fer með sigur af hólmi þar, sem er alls óvíst, gæti róð­ur­inn þyngst veru­lega fyrir Trump. Þá gæti bar­áttan farið á kunn­ug­legar slóðir, hægri íhalds­mað­ur­inn Cruz á móti hóf­sam­ari Rubio. Þá er ágætt að minna á að Repúblikanar hafa ekki valið þann fram­bjóð­anda sem er mesti hægri íhalds­mað­ur­inn í 35 ár, eða frá því að Ron­ald Reagan varð fyrir val­inu. Hins vegar er svo margt óvenju­legt í ferl­inu núna að það er erfitt að líta á slíkar sögu­skýr­ingar sem mjög mikla vís­bend­ingu um það sem koma skal. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None