Það hefði kostað ríkissjóð um sjö milljarða króna að hækka lífeyri afturvirkt

Helgi Hjörvar
Auglýsing

Það hefði kostað rík­is­sjóð 9,5 til tíu millj­arða króna að hækka líf­eyri almanna­trygg­inga um 10,9 pró­sent aft­ur­virkt frá 1. maí 2015 á árs­grund­velli. ­Út­gjalda­aukn­ing ­rík­is­sjóðs umfram þá þriggja pró­senta hækkun á bótum almanna­trygg­inga sem varð á árinu 2015 hefði verið 6,9 til 7,4 millj­arðar króna þegar áhrif hækk­un­ar­innar væru að fullu komin fram. Þetta kemur fram í svari ­Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, við fyr­ir­spurn Helga Hjörvar, þing­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, um kostnað við aft­ur­virka hækkun líf­eyr­is­ al­manna­trygg­inga og launa­hækkun rík­is­starfs­manna.

Í svar­inu seg­ir: Ef gengið er út frá því að allir bóta­flokkar sam­kvæmt lögum um félags­lega aðstoð og lögum um almanna­trygg­ingar hefðu verið hækk­aðir aft­ur­virkt sem nemur 10,9 pró­sent frá 1. maí 2015 má ætla að heild­ar­kostn­aður rík­is­sjóðs á árinu 2015 hefði numið 6–6,5 millj­örðum kr. Þannig má ætla að við­bót­ar­út­gjöld rík­is­sjóðs á árinu 2015 vegna slíkrar bóta­hækk­unar umfram 3 pró­sent for­sendu fjár­laga hefðu numið um 3,5–4 millj­örðum kr. Þegar áhrif hækk­un­ar­innar væru að fullu komin fram á árinu 2016 má á hinn bóg­inn gera ráð fyrir að útgjalda­á­hrifin á árs­grund­velli hefðu orðið 9,5–10 millj­arðar kr. en það svarar til 6,9–7,4 millj­arða kr. útgjalda­aukn­ingar á árs­grund­velli umfram 3 pró­sent hækk­un­ina í fjár­lögum 2015."

11,7 millj­arða útgjalda­aukn­ing vegna launa­hækk­ana rík­is­starfs­manna

Varð­andi áætl­aðan kostnað rík­is­sjóðs á yfir­stand­andi ári ­vegna launa­hækk­ana rík­is­starfs­manna, þar með talið vegna hækk­ana sam­kvæmt úr­skurði kjara­ráðs frá 17. nóv­em­ber 2015, segir fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra að varan­leg hækkun á launa­kostn­aði rík­is­sjóðs þegar hækk­anir eru komnar fram að fullu á árs­grund­velli séu áætl­aðar 18,6 millj­arðar króna, eða sem nemur 11,7 millj­arða króna útgjalda­aukn­ingu á árs­grund­velli umfram for­sendur fjár­laga 2015.

Auglýsing

Í for­sendum fjár­laga 2015 var gengið út frá 3,5 pró­senta al­mennri pró­sentu­hækkun launa hjá flestum rík­is­stofn­unum og öðrum ­rekstr­ar­að­ilum sem fjár­magn­aðir eru úr rík­is­sjóði þar sem kjara­samn­ing­ar ­rík­is­starfs­manna voru lausir á fyrri hluta árs­ins og óvissa var um hver ­nið­ur­staða þeirra gæti orð­ið. Eina frá­vikið í fjár­lögum 2015 frá þess­ari al­mennu launa­for­sendu var fyr­ir­liggj­andi hækkun launa hjá fram­halds­skóla­kenn­ur­um ­sam­kvæmt kjara­samn­ingi við Kenn­ara­sam­band Íslands, sem gerður var vorið 2014, en að þeim samn­ingi með­töldum var vegin með­al­launa­hækkun 4,1­pró­sent fyrir árið 2015.

Í svari Bjarna segir að áætluð útgjöld á árinu 2015 sam­kvæmt þessum launa­for­sendum hafi numið 6,5 millj­örðum króna en 6,9 millj­arðar króna á árs­grund­velli þar sem hluti launa­hækk­ana kenn­ara gilti ekki fyrir allt árið heldur frá 1. maí. „Í nóv­em­ber og des­em­ber fór fram heild­ar­end­ur­mat á launa­for­send­um fjár­laga 2015 en þá hafði verið samið við nær öll félög rík­is­starfs­manna. Það end­ur­mat byggð­ist einnig á úrskurði Kjara­ráðs um laun emb­ætt­is­manna rík­is­ins og ­nið­ur­stöðu gerð­ar­dóms í ágúst sl. í kjara­deilu milli rík­is­ins og átján að­ild­ar­fé­laga Banda­lags háskóla­manna (BHM) og Félags íslenskra hjúkr­un­ar­fræð­inga (FÍ­H). Með hlið­sjón af þessum kjara­breyt­ingum er gert ráð ­fyrir að vegin með­al­hækkun launa rík­is­starfs­manna hafi verið nálægt 9 pró­ent­u­m á árinu 2015 að teknu til­liti til þess hvenær hækk­an­irnar tóku almennt gild­i innan árs­ins, sem var í flestum til­vikum 1. mars eða 1. maí. Á árs­grundvelli er á hinn bóg­inn gert ráð fyrir að áhrif launa­hækk­ana á árinu 2015 verði 11,7 ­pró­sent til fram­búð­ar. Áætl­aður kostn­aður rík­is­sjóðs vegna þess­ara ­launa­hækk­ana starfs­manna rík­is­ins er 14,6 millj­arðar kr. á árinu 2015 en það svarar til ríf­lega 8 millj­arða kr. við­bót­ar­út­gjalda fyrir rík­is­sjóð inn­an­ árs­ins miðað við það sem áður hafði verið áætlað í fjár­lögum árs­ins 2015. Var­an­leg hækkun á launa­kostn­aði rík­is­sjóðs þegar hækk­anir eru komnar fram að ­fullu á árs­grund­velli er hins vegar áætluð 18,6 millj­arðar kr. eða sem nem­ur 11,7 millj­arða kr. útgjalda­aukn­ingu á árs­grund­velli umfram for­sendur fjár­laga 2015.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Það leið engum vel og allir biðu eftir að komast í land“
Fyrstu veikindin meðal skipverja á Júlíusi Geirmundssyni komu upp á öðrum degi veiðiferðar sem átti eftir að standa í þrjár vikur. Þeir veiktust einn af öðrum og var haldið „nauðugum og veikum við vinnu út á sjó í brælu“ á meðan Covid-sýking geisaði.
Kjarninn 23. október 2020
Sigurgeir Finnsson
Gulur, gylltur, grænn og brons: Opinn aðgangur og flókið litróf birtinga
Kjarninn 23. október 2020
Rut Einarsdóttir
#ENDsars uppreisn gegn lögregluofbeldi í Nígeríu: Ákall fyrir alþjóðlegan stuðning
Kjarninn 23. október 2020
Sema Erla Serdar
Um lögregluna og haturstákn
Kjarninn 23. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra
Ísland tekið af gráa listanum
Ísland hefur verið fjarlægt af gráum lista FATF vegna úrbóta sem ráðist hefur verið í í vörnum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Kjarninn 23. október 2020
Ártúnshöfði og Elliðaárvogur verða í forgangi þegar kemur að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavíkurborg fram til ársins 2030.
Svipað margar íbúðir verði á Ártúnshöfða og eru í öllum Grafarvogi í dag
Gert er ráð fyrir því að á Ártúnshöfða verði árið 2040 svipað margar íbúðir og eru í öllum Grafarvogi í dag. Búist er við því að þrjú skólahverfi verði á Höfðanum, samkvæmt uppfærðu aðalskipulagi borgarinnar til 2040 sem er komið í kynningu.
Kjarninn 23. október 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Verðlaus iPhone og snjallari snjallhátalarar
Kjarninn 23. október 2020
Útlánaveisla hefur gert það að verkum að mikil virkni er á húsnæðismarkaði þrátt fyrir að heimsfaraldur gangi yfir og að atvinnuleysi sé í hæstu hæðum.
Heimili landsins yfirgefa verðtrygginguna í fordæmalausri útlánaveislu
Lántakendur eru að færa sig á methraða frá lífeyrissjóðum til banka með húsnæðislánin sín og úr verðtryggðum lánum yfir í óverðtryggð. Ef fram fer sem horfir munu ný útlán banka á þessu ári verða meiri en þau voru samanlagt síðustu tvö ár á undan.
Kjarninn 23. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None