Aðgerðir strax

Auglýsing

Ég er ekki vön að tjá mig opin­ber­lega um þessi mál en nú get ég ekki lengur orða bund­ist m.a. vegna launa­hækk­ana okkar ágætu þing­manna og ráð­herra. Að þeim ólöst­uðum þá er þessi tíma­punktur til slíkra hækk­ana gjör­sam­lega glóru­laus og gerir ekk­ert annað en að hella olíu á eld­inn fyrir aðrar starfs­stéttir sem standa í kjara­bar­áttu og sendir röng skila­boð til lands­manna. Ég er ekki á móti launa­hækk­unum en ég er hins vegar á móti ójafn­rétt­i. 

Ég sat fund sem trún­að­ar­maður með samn­inga­nefnd fyrir ekki svo löngu síðan þar sem kom skýrt fram af hálfu samn­inga­nefndar að launin yrðu ekki hækkuð meira og því yrði ekki haggað af hálfu sveita­stjórn­ar. Ástæðan var ein­föld  launa­þróun kenn­ara og stjórn­enda innan KÍ skuli vera 30,5% í heild­ina á ára­bil­inu 2013-2019. Ekki sé svig­rúm til að fara út fyrir þann ramma. Það er ekki spurt um svig­rúm þegar kemur að launa­hækk­unum þing­manna. Ég túlk­aði þessi orð for­manns samn­inga­nefndar sem slík að ég yrði bara að gjöra svo vel að opna munn­inn og éta það sem ofan í mig fer þrátt fyrir að lyktin væri álíka ógeðs­leg og úldið hrúts­egg og bragðið súrt. Þeir samn­ingar voru sem betur fer felldir í haust­byrj­un. Þess má geta að kenn­arar eru búnir að vera samn­ings­lausir í nokkra mán­uði, tón­list­ar­kenn­arar enn lengur ef út í það er farið og fleiri stéttir sem sjá um u­mönn­un og fræðslu er hrein­lega að blæða út en það er efni í annan pistil.

For­ystan

Samn­inga­nefnd okkar hefur notað tíma sinn að fara í heim­sóknir í grunn­skól­ana síðan samn­ingar voru felldir til að heyra í okkur hljóðið sem mér finnst vera tíma­sóun þar sem okkar kjara­bar­átta er ekki ný af nál­inni og það vita allir hvað við erum að fara fram á. Sam­keppn­is­hæf laun og laun í sam­ræmi við menntun og ábyrgð.  Inn á milli heim­sókna hafa verið samn­inga­fundir en ég hef ekki hald­bæra tölu á fjölda þeirra en þeir fundir virð­ast líkj­ast teboð­unum í Lísu í Undra­landi þar sem tím­inn virð­ist vera enda­laus og allt snýst í hringi, engin útkoma og alltaf það sama á boðstól­um. Það end­ur­speglar síðan hvernig okkur miðar áfram í samn­inga­gerð, tím­inn stendur í stað. Ég spyr því hvað er næsta skref hjá samn­inga­nefnd­um?

Auglýsing



Aðgerðir strax

Ég leyfi mér að segja að við krefj­umst aðgerða strax - ekki fleiri kurt­eis­is­heim­sóknir í skól­ana og fundir sem skila engu! Það vita allir hvað við kenn­arar vilj­um! Sann­gjörn laun sem eru sam­keppn­is­hæf við sam­bæri­legar stétt­ir. Laun sem fólk getur lifað af án þess að hafa aðra fyr­ir­vinnu eða auka­vinn­u. Kjarn­inn í rök­stuðn­ingi kjara­ráðs er þessi: „Afar mik­il­vægt er að þjóð­kjörnir full­trúar séu fjár­hags­lega sjálf­stæðir og engum háð­ir. 

Ef ég tek sjálfa mig sem dæmi þá gæti ég ekki lifað á kenn­ara­laun­unum einum saman ef ég ætti ekki maka. Ef ég tek ekki laun maka míns inn í heim­il­is­bók­haldið þá gengur dæmið ekki upp og eftir stendur mínus tala og ef marka má kjara­ráð mikið ósjálf­stæði. Það verður síðan að taka það með í dæmið að staða Mennta­vís­inda­sviðs Háskóla Íslands er grafal­var­leg og mennta­kerf­inu stafar bein­línis hætta af þeirri stað­reynd að end­ur­nýjun kenn­ara er lítil sem eng­in. Það er þegar í allt of miklum mæli byrjað að fylla upp í stöðu­gildi með leið­bein­endum í grunn­skólum lands­ins. Ástæðan er ein­föld, laun­in.

Stöndum saman

Kenn­arar stöndum saman öll sem eitt og látum verkin tala. Við látum verkin tala m.a. með því að segja nei við samn­ingum sem gefa ekki ásætt­an­lega nið­ur­stöðu, mót­mælum og förum í rót­tæk­ari aðgerðir ef þess þarf.  Látum von­leysið ekki ná tökum á okk­ur, stígum upp og brettum upp ermar og förum alla leið í þetta skipti. Alla leið í átt til rétt­lætis og sann­gjarna launa. Notum rödd okkar á mál­efna­legan hátt  og sendum þjóð­fé­lag­inu skýr skila­boð; ég vil fá laun við hæfi! 

Ekki taka upp fórn­ar­lambskort­in; þetta er svo erfitt starf, svo mikið álag og svo mætti lengi telja. Fag­legar breyt­ing­ar, mín­útu­taln­ing, fjöldi nem­enda í bekk, störf umsjón­ar­kenn­ara og við­vera kenn­ara í skól­unum eiga ekk­ert erindi inn í þessa umræðu - við viljum fá laun við hæfi. 

Lausnir eða upp­lausn

Kæra samn­inga­nefnd sveita­stjórn­ar, mér finnst vera ansi mikil ein­stefna í þess­ari samn­inga­gerð því það vill svo merki­lega til að við höfum líka eitt­hvað um þetta að segja en spurn­ing hvort rödd okkar ber­ist yfir til ykkar sem sitja hinum megin við borðið og með þessum pistli vona ég að þessi skrif opni eyru ykkar og ann­arra. 

Kjara­ráð Alþingis er ekki að gera ykkur auð­velt fyrir með þessum hækk­unum en ég vor­kenni ykkur ekki neitt, finnið lausnir og borgið okkur mann­sæm­andi laun og leið­réttið þessa launa­skekkju í landi sem á að kall­ast sið­menntað þar sem árið er 2016. Ef ekki þá munum við sjá fram á annað hrun og það mun bitna á börnum og fram­tíð íslensku þjóð­ar­inn­ar.

Takk fyrir mig.

Höf­undur er starf­andi grunn­skóla­kenn­ari og er að kenna sitt tíunda ár. Hún gegnir einnig starfi trún­að­ar­manns í sínum skóla.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None