Auglýsing

Úrskurður kjara­ráðs um laun ráð­herra, for­seta Íslands og al­þing­is­manna felur í sér afar þýð­ing­ar­mikil skila­boð fyrir kom­andi við­ræður á vinnu­mark­aði.

Ráðið skipar fólk með mis­jafn­lega mikla reynslu, en ­for­mað­ur­inn er Jónas Þór Guð­munds­son lög­fræð­ingur og trún­að­ar­maður Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann er einnig for­maður stjórnar Lands­virkj­unar í umboði Bjarna og for­mað­ur­ ­yf­ir­kjör­stjórnar í Suð­vest­ur­kjör­dæmi.

Í ráð­inu eru einnig Svan­hildur Kaaber, Vil­hjálmur H. Vil­hjálms­son hrl., Hulda Árn­ar­dóttir og Óskar Bergs­son.

Auglýsing

Eins og kunn­ugt var á vef kjara­ráðs í dag, þá ákvað ráðið að hitt­ast á kjör­dag, 29. októ­ber, og hækka laun ráða­manna um tugi pró­senta, og að ­með­al­tali um sem nemur 340 þús­und á mán­uði.

Ákvörð­un­in, nákvæm­lega fram sett, er sú að frá og með 1. nóv­em­ber 2016 skulu laun for­seta Íslands vera 2.985.000 krónur á mán­uð­i. ­Þing­far­ar­kaup skal vera 1.101.194 krónur á mán­uði. Laun for­sæt­is­ráð­herra að ­með­töldu þing­far­ar­kaupi skulu vera 2.021.825 krónur á mán­uði. Laun ann­arra ráð­herra að með­töldu þing­far­ar­kaupi skulu vera 1.826.273 krónur á mán­uði.

Ákvörð­unin er nú þegar orðin að fyrsta vanda­máli kom­and­i ­rík­is­stjórn­ar. Hvaða áhrif mun hún hafa á rök­ræð­urnar sem framundan eru hjá ­kenn­urum og sveit­ar­fé­lög­um, sjó­mönnum og útgerð­um, starfs­fólki á gólf­inu og vinnu­veit­end­um? Og síðan öðrum stéttum hjá hinu opin­bera sem vafa­lítið mun­u horfa í eigin barm og spyrja sig að því, hvort ráða­menn eigi þetta skil­ið.

Kjarn­inn í rök­stuðn­ingi kjara­ráðs er þessi: „Afar mik­il­vægt er að þjóð­kjörnir full­trúar séu fjár­hags­lega sjálf­stæðir og engum háð­ir. Störf þeirra eiga sér ekki skýra hlið­stæðu á vinnu­mark­aði enda eru þeir kjörnir til­ ­starfa í almennum kosn­ingum og þurfa að end­ur­nýja umboð sitt að minnsta kosti á fjög­urra ára fresti. For­seta Íslands, ráð­herrum og þing­mönnum hafa ekki ver­ið á­kvarð­aðar sér­stakar greiðslur fyrir vinnu utan hefð­bund­ins dag­vinnu­tíma, þrátt ­fyrir að störf þeirra fari að hluta til fram utan hans.“

Þetta er ein­feldn­is­leg nálg­un. Það er vissu­lega rétt að mik­il­vægt sé að þjóð­kjörnir full­trúar séu fjár­hags­lega sjálf­stæðir og engum háð­ir. En það má segja það sama um margar stéttir í íslensku sam­fé­lagi. Lækna, kenn­ara, ­sér­fræð­inga Lyfja­stofn­un­ar, veð­ur­fræð­inga, unga vís­inda­menn við háskól­ana, og fleiri. Best er auð­vitað ef allir geta verið fjár­hags­lega sjálf­stæðir og engum háð­ir.

Kjara­ráð getur aldrei tryggt fjár­hags­legt sjálf­stæði fólks ­sem ræður sínum per­sónu­legu fjár­munum sjálft, og í grunn­inn er starf ­stjórn­mála­manns­ins hug­sjón­ar­starf, byggt á lýð­ræð­is­legu umboði. Í því liggur sér­staða þess, og fólk sem býður sig fram í starfið veit þetta.

Í Banda­ríkj­un­um er for­set­inn með 400 þús­und Banda­ríkja­dali í laun á ári, eða sem nemur 45,2 millj­ónum á ári, um 3,7 millj­ónum á mán­uði. Það er um 700 þús­und krónum meira en ­for­seti Íslands. Á hann meira skil­ið? Tryggir þetta fjár­hags­legt sjálf­stæði hans ­gagn­vart þeim hags­munum sem hann er að vinna með, vega á hverjum tíma, og taka tillit til? Nei, launin gera það ekki. Þau er vita­skuld lág í sam­an­burði við á­byrgð og umfang. En hin póli­tíska staða, í gegnum kosn­ingar og lýð­ræð­is­legan fram­gang, verður ekki metin til fjár. Einmitt í ljósi þessa, ætti að fylgja hóf­samri og skyn­samri leið­sögn þegar lín­urnar eru lagðar í launa­þró­un ráða­manna og kjör­inna full­trúa. Þeir eiga ekki að fá að stunda höfr­unga­hlaup í kjara­málum á sama tíma og þeir marg­ít­reka sjálfir að óæski­legt sé að stunda höfr­unga­hlaup­ið.

Í litlu sam­fé­lagi eins og Íslandi, þar sem vinnu­mark­að­ur­inn er aðeins 195 þús­und manns, þá skiptir máli hvernig efna­hags­málum er stýrt og hvaða skila­boð koma frá hinu opin­bera. Í lot­unni sem framundan er á vinnu­mark­aði er nú komið stórt og mikið vopn í hendur þeirra sem krefj­ast hærri og launa. Rök kjara­ráðs eru veik og matið á hlut­falls­legri hækk­un, er ekki í sam­ræmi við þær raddir sem komið hafa frá stjórn­völd­um, verka­lýðs­hreyf­ing­unni og ­for­svars­mönnum atvinnu­rek­enda, um hvernig skyn­sam­legt að horfa á launa­þró­un­ina. Fram­leiðni er ekki að aukast og styrkjast, þó gjald­eyr­is­inn­spýt­ing frá erlend­um ­ferða­mönn­um, til við­bótar við stöð­ug­leika­fram­lög slita­bú­anna, hafi lag­t grunn­inn að sterkri efna­hags­stöðu nú um stund­ir.

Kjara­ráð hefði átt að rök­styðja sína ákvörðun bet­ur, og með­ öðrum hætti en létt­vægum rök­semdum og upp­taln­ingu á því hvernig laun ráða­manna hefðu verið lækk­uð, eftir að Ísland þurfti að beita neyð­ar­rétti til að bjarga efna­hag lands­ins. Þá lækk­aði öll þjóðin meira og minna í laun­um, flestir um ­miklu meira en ráða­menn.

Úrskurð­ur­inn hjá kjara­ráði  frá kjör­deg­inum er nú orð­inn að þrætu­epli í kom­andi kjara­við­ræð­um, og mun gera þær erf­ið­ari. Það blasir við.

Fyrst og fremst vegna þess að ekk­ert bendir til þess að inni­stæða hafi verið fyrir þessum hækk­un­um, einkum og ­sér í lagi ef ekki er hægt að færa við­líka hækk­anir til ann­arra stétta fljótt og vel.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Plata sem undirstrikar tengsl hugleiðslu og bænar
Hugarró er fyrsta sólóplata Margrétar Árnadóttur söngkonu og söngkennara. Hún safnar fyrir útgáfu hennar á Karolina Fund.
Kjarninn 5. desember 2020
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar
Svíar búast við að bólusetja fimmtung þjóðarinnar á næsta ársfjórðungi
Þrátt fyrir að íslenska ríkisstjórnin, sem fær bóluefni frá Svíþjóð, voni að hjarðónæmi gegn COVID-19 náist á fyrsta ársfjórðungi 2021, búast sænsk yfirvöld ekki við því að bólusetja nema fimmtung af þjóðinni gegn veirunni á sama tíma.
Kjarninn 5. desember 2020
Óðinn Jónsson
Níræða Ríkisútvarpið
Kjarninn 5. desember 2020
Af þeim 2.333 íbúðum sem byggingaraðilarnir hyggjast reisa eru 1.368 á höfuðborgarsvæðinu og 965 á landsbyggðinni.
78 aðilar vilja byggja 2.333 íbúðir
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir áhyggjur af því að kröfur hlutdeildarlána kæmu í veg fyrir að sótt yrði um þau og hagkvæmt húsnæði byggt, virðast hafa verið óþarfar.
Kjarninn 5. desember 2020
Rannsókn á undanskotum vegna fjárfestingarleiðarinnar stutt á veg komin
Mál tengt einstaklingi sem grunaður er um að hafa skotið undan fjármagnstekjum með því að nýta sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands fór frá skattrannsóknarstjóra til héraðssaksóknara í maí. Þar er rannsókn þess stutt á veg komin.
Kjarninn 5. desember 2020
Verksmiðjutogarinn Heinaste er búinn að fara í slipp og heitir nú Tutungeni.
Árs kyrrsetningu lokið og togari seldur en andvirðinu haldið eftir í Namibíu
Samherji sagði frá því í vikunni að togarinn Heinaste væri laus úr vörslu namibískra yfirvalda og hefði verið seldur í þokkabót. Ekki fylgdi þó fréttatilkynningu fyrirtækisins að söluandvirðinu yrði haldið sem tryggingu á bankareikningi í Namibíu.
Kjarninn 5. desember 2020
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu í kórónuveirufaraldri
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari
None