Auglýsing

Úrskurður kjara­ráðs um laun ráð­herra, for­seta Íslands og al­þing­is­manna felur í sér afar þýð­ing­ar­mikil skila­boð fyrir kom­andi við­ræður á vinnu­mark­aði.

Ráðið skipar fólk með mis­jafn­lega mikla reynslu, en ­for­mað­ur­inn er Jónas Þór Guð­munds­son lög­fræð­ingur og trún­að­ar­maður Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann er einnig for­maður stjórnar Lands­virkj­unar í umboði Bjarna og for­mað­ur­ ­yf­ir­kjör­stjórnar í Suð­vest­ur­kjör­dæmi.

Í ráð­inu eru einnig Svan­hildur Kaaber, Vil­hjálmur H. Vil­hjálms­son hrl., Hulda Árn­ar­dóttir og Óskar Bergs­son.

Auglýsing

Eins og kunn­ugt var á vef kjara­ráðs í dag, þá ákvað ráðið að hitt­ast á kjör­dag, 29. októ­ber, og hækka laun ráða­manna um tugi pró­senta, og að ­með­al­tali um sem nemur 340 þús­und á mán­uði.

Ákvörð­un­in, nákvæm­lega fram sett, er sú að frá og með 1. nóv­em­ber 2016 skulu laun for­seta Íslands vera 2.985.000 krónur á mán­uð­i. ­Þing­far­ar­kaup skal vera 1.101.194 krónur á mán­uði. Laun for­sæt­is­ráð­herra að ­með­töldu þing­far­ar­kaupi skulu vera 2.021.825 krónur á mán­uði. Laun ann­arra ráð­herra að með­töldu þing­far­ar­kaupi skulu vera 1.826.273 krónur á mán­uði.

Ákvörð­unin er nú þegar orðin að fyrsta vanda­máli kom­and­i ­rík­is­stjórn­ar. Hvaða áhrif mun hún hafa á rök­ræð­urnar sem framundan eru hjá ­kenn­urum og sveit­ar­fé­lög­um, sjó­mönnum og útgerð­um, starfs­fólki á gólf­inu og vinnu­veit­end­um? Og síðan öðrum stéttum hjá hinu opin­bera sem vafa­lítið mun­u horfa í eigin barm og spyrja sig að því, hvort ráða­menn eigi þetta skil­ið.

Kjarn­inn í rök­stuðn­ingi kjara­ráðs er þessi: „Afar mik­il­vægt er að þjóð­kjörnir full­trúar séu fjár­hags­lega sjálf­stæðir og engum háð­ir. Störf þeirra eiga sér ekki skýra hlið­stæðu á vinnu­mark­aði enda eru þeir kjörnir til­ ­starfa í almennum kosn­ingum og þurfa að end­ur­nýja umboð sitt að minnsta kosti á fjög­urra ára fresti. For­seta Íslands, ráð­herrum og þing­mönnum hafa ekki ver­ið á­kvarð­aðar sér­stakar greiðslur fyrir vinnu utan hefð­bund­ins dag­vinnu­tíma, þrátt ­fyrir að störf þeirra fari að hluta til fram utan hans.“

Þetta er ein­feldn­is­leg nálg­un. Það er vissu­lega rétt að mik­il­vægt sé að þjóð­kjörnir full­trúar séu fjár­hags­lega sjálf­stæðir og engum háð­ir. En það má segja það sama um margar stéttir í íslensku sam­fé­lagi. Lækna, kenn­ara, ­sér­fræð­inga Lyfja­stofn­un­ar, veð­ur­fræð­inga, unga vís­inda­menn við háskól­ana, og fleiri. Best er auð­vitað ef allir geta verið fjár­hags­lega sjálf­stæðir og engum háð­ir.

Kjara­ráð getur aldrei tryggt fjár­hags­legt sjálf­stæði fólks ­sem ræður sínum per­sónu­legu fjár­munum sjálft, og í grunn­inn er starf ­stjórn­mála­manns­ins hug­sjón­ar­starf, byggt á lýð­ræð­is­legu umboði. Í því liggur sér­staða þess, og fólk sem býður sig fram í starfið veit þetta.

Í Banda­ríkj­un­um er for­set­inn með 400 þús­und Banda­ríkja­dali í laun á ári, eða sem nemur 45,2 millj­ónum á ári, um 3,7 millj­ónum á mán­uði. Það er um 700 þús­und krónum meira en ­for­seti Íslands. Á hann meira skil­ið? Tryggir þetta fjár­hags­legt sjálf­stæði hans ­gagn­vart þeim hags­munum sem hann er að vinna með, vega á hverjum tíma, og taka tillit til? Nei, launin gera það ekki. Þau er vita­skuld lág í sam­an­burði við á­byrgð og umfang. En hin póli­tíska staða, í gegnum kosn­ingar og lýð­ræð­is­legan fram­gang, verður ekki metin til fjár. Einmitt í ljósi þessa, ætti að fylgja hóf­samri og skyn­samri leið­sögn þegar lín­urnar eru lagðar í launa­þró­un ráða­manna og kjör­inna full­trúa. Þeir eiga ekki að fá að stunda höfr­unga­hlaup í kjara­málum á sama tíma og þeir marg­ít­reka sjálfir að óæski­legt sé að stunda höfr­unga­hlaup­ið.

Í litlu sam­fé­lagi eins og Íslandi, þar sem vinnu­mark­að­ur­inn er aðeins 195 þús­und manns, þá skiptir máli hvernig efna­hags­málum er stýrt og hvaða skila­boð koma frá hinu opin­bera. Í lot­unni sem framundan er á vinnu­mark­aði er nú komið stórt og mikið vopn í hendur þeirra sem krefj­ast hærri og launa. Rök kjara­ráðs eru veik og matið á hlut­falls­legri hækk­un, er ekki í sam­ræmi við þær raddir sem komið hafa frá stjórn­völd­um, verka­lýðs­hreyf­ing­unni og ­for­svars­mönnum atvinnu­rek­enda, um hvernig skyn­sam­legt að horfa á launa­þró­un­ina. Fram­leiðni er ekki að aukast og styrkjast, þó gjald­eyr­is­inn­spýt­ing frá erlend­um ­ferða­mönn­um, til við­bótar við stöð­ug­leika­fram­lög slita­bú­anna, hafi lag­t grunn­inn að sterkri efna­hags­stöðu nú um stund­ir.

Kjara­ráð hefði átt að rök­styðja sína ákvörðun bet­ur, og með­ öðrum hætti en létt­vægum rök­semdum og upp­taln­ingu á því hvernig laun ráða­manna hefðu verið lækk­uð, eftir að Ísland þurfti að beita neyð­ar­rétti til að bjarga efna­hag lands­ins. Þá lækk­aði öll þjóðin meira og minna í laun­um, flestir um ­miklu meira en ráða­menn.

Úrskurð­ur­inn hjá kjara­ráði  frá kjör­deg­inum er nú orð­inn að þrætu­epli í kom­andi kjara­við­ræð­um, og mun gera þær erf­ið­ari. Það blasir við.

Fyrst og fremst vegna þess að ekk­ert bendir til þess að inni­stæða hafi verið fyrir þessum hækk­un­um, einkum og ­sér í lagi ef ekki er hægt að færa við­líka hækk­anir til ann­arra stétta fljótt og vel.

Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Rannveig Sigurðardóttir og Unnur Gunnarsdóttir
Unnur og Rannveig skipaðar varaseðlabankastjórar
Núverandi aðstoðarseðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafa nú verið formlega fluttar í starf varaseðlabankastjóra af forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Þær hefja störf í janúar á næsta ári.
Kjarninn 19. september 2019
Nonnabiti lokar eftir 27 ár
„Allt á baconbát?“ hefur heyrst í síðasta sinn í Hafnarstrætinu. Nonnabita hefur verið lokað og svangir næturlífsfarar verða að finna sér nýjan stað til að takast á við svengdina í framtíðinni.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Andri Thorsson., þingmaður Samfylkingarinnar.
Ekki hægt að stilla saman strengi með Miðflokki
Þingmaður Samfylkingar segir að sameiginlegir strengir séu milli hans flokks, Pírata og Viðreisnar. Það sé hins vegar ekki hægt að stilla saman strengi með Miðflokknum vegna þess að engir sameiginlegir strengir séu til staðar.
Kjarninn 19. september 2019
Seðlabankann skorti þekkingu á hættumerkjum við peningaþvætti
Mikil áhætta á peningaþvætti fylgdi fjármagnshöftum á Íslandi og þeim leiðum sem valdar voru til að losa um þau. Seðlabanki Íslands þarf að grípa til margháttaðra aðgerða til að draga úr þeirri áhættu, nú nokkrum árum eftir að höftum var að mestu aflétt.
Kjarninn 19. september 2019
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og ein af flutningsmönnum tillögunnar.
Vilja gera jarðakaup leyfisskyld
Þingmenn Framsóknarflokksins leggja til að jarðakaup verði gerð leyfisskyld hér á landi í nýrri þingsályktunartillögu. Markmið tillögunnar er að tryggja eignarhald landsmanna á jörðum á Íslandi og skapa þannig tækifæri til heilsársbúsetu í dreifbýli.
Kjarninn 19. september 2019
Gjaldtaka vegna fiskeldis dugar ekki fyrir kostnaði við bætta stjórnsýslu og eftirlit
Þeir fjármunir sem rekstraraðilar fiskeldis eiga að greiða fyrir afnot af hafsvæðum í íslenskri lögsögu á næsta ári eru minni en það sem ríkissjóður ætlar að setja í bætta stjórnsýslu og eftirlit með fiskeldi.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiLeiðari
None