Þrjátíu úkraínskir flóttamenn þegar komnir með vinnu

Um 150 atvinnurekendur hér á landi hafa sýnt því áhuga að ráða flóttafólk til starfa. Þegar hafa verið gefin út þrjátíu atvinnuleyfi til fólks frá Úkraínu og sífellt fleiri bætast við.

Fjölskylda á flótta frá Maríupol. Þúsundir borgarbúar hafa verið þar innlyksa síðustu vikur.
Fjölskylda á flótta frá Maríupol. Þúsundir borgarbúar hafa verið þar innlyksa síðustu vikur.
Auglýsing

Íslenskir atvinnu­rek­endur hafa tekið ákalli Vinnu­mála­stofn­unar um að ráða flótta­fólk til starfa vel. Unnur Sverr­is­dótt­ir, for­stjóri stofn­un­ar­inn­ar, segir að þegar hafi um 150 atvinnu­rek­endur lýst yfir áhuga á að ráða flótta­fólk í vinnu og að 120 störf hafi verið skráð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þrjá­tíu atvinnu­leyfi hafa verið gefin út til Úkra­ínu­manna síð­asta mán­uð­inn. „Dreif­ing starf­anna er allt frá ræst­ingu upp í sér­fræð­inga í tækni­geir­anum og ráð­gjafa í félags­þjón­ust­u,“ segir Unn­ur.

Umsóknum um atvinnu­leyfi Úkra­ínu­manna fjölgar sífellt. Í gær voru fjórar umsóknir til afgreiðslu og um hádegið bætt­ust við 20 umsóknir sem fóru til afgreiðslu síð­degis í gær eða í morg­un. „Þetta eru störf í ferða­þjón­ustu, bygg­ing­ar­iðn­aði, mat­væla­vinnslu og öldr­un­ar­þjón­ust­u,“ segir Unn­ur. Flest leyfin hafa farið á suð­vest­ur­hornið en einnig til Akur­eyr­ar, Dal­vík­ur, í Borg­ar­fjörð, Reyð­ar­fjörð og á fleiri staði. „Bú­ist er við að álagið auk­ist jafnt og þétt næstu vik­urn­ar, að minnsta kosti hvað atvinnu­leyfin varð­ar.“

Auglýsing

Spurð hvort að Úkra­ínu­menn­irnir séu að fá störf við sitt hæfi miðað við sína starfs­reynslu og menntun segir Unnur of snemmt að meta það. Fólkið sé nýkomið til lands­ins og mjög mis­jafnt hvort það sé að leita að starfi til skamms tíma eða setji strax stefn­una á fram­tíð­ar­starf. „Okkur sýn­ist að sem stendur sé áherslan á það fyrra,“ segir hún. „Þá er þessum ein­stak­lingum frjálst að skipta um eða bæta við sig vinnu kjósi þeir það.“

Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar. Mynd: Almannavarnir

Fyrir helgi höfðu 872 mann­eskjur frá Úkra­ínu sótt um alþjóð­lega vernd hér á landi vegna inn­rásar Rússa í land þeirra. Í hópnum er 461 kona, 242 börn og 168 karl­ar. Að með­al­tali koma um fimm Úkra­ínu­menn hingað til lands á dag og má því búast við að fjöldi þeirra sem hér hafa sótt um hæli nálgist nú 900.

Um 5,5 millj­ónir manna hafa flúið Úkra­ínu og til nágranna­ríkj­anna í Evr­ópu frá því að inn­rásin hófst 24. febr­ú­ar.

Flótta­menn frá Úkra­ínu þurfa að fá útgefið atvinnu­leyfi til að mega starfa á Íslandi þar sem þeir fá útgefið dval­ar­leyfi á grund­velli mann­úð­ar­sjóð­ar­miða. Atvinnu­rek­andi sem ætlar að ráða flótta­mann frá Úkra­ínu til starfa þarf því að sækja um atvinnu­leyfi og leyfið sam­þykkt áður en starfs­maður má hefja störf.

Er þetta ferli ekki of flókið og frá­hrind­andi?

Afgreiðslu­tím­inn er milli 1-3 dagar sem stendur og helst von­andi þannig, svarar Unn­ur. „Ekki hefur orðið vart við sér­stakar óánægju­raddir með afgreiðslu­fer­il­inn í okkar sam­skiptum við atvinnu­rek­end­ur. Þetta eru tvö blöð sem þarf að fylla út, umsókn og ráðn­ing­ar­samn­ingur og við­kvæðið á síma­tím­anum hefur frekar verið að þetta sé ein­fald­ara en búist hafi verið við.“

Hún telur jafn­framt vert að halda því til haga að við útgáfu atvinnu­leyfa gef­ist kostur á að gæta að launum fólks­ins og fleiru sem lýtur að rétt­indum starfs­fólks.

Viltu ráða flótta­fólk til starfa? Hér getur þú fundið allar upp­lýs­ing­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent