Reykjanesbær nær að semja við kröfuhafa

Reykjanesbær hefur náð samkomulagi við kröfuhafa Eignarhaldsfélagsins Fasteignar ehf. Frestur til þess rennur út í dag. Bæjarstjóri segir málum miða í rétta átt.

reykjanesbaerskilti.jpg
Auglýsing

Reykja­nes­bær hefur náð sam­komu­lagi við einn stærsta kröfu­hafa sveit­ar­fé­lags­ins, Eign­ar­halds­fé­lagið Fast­eign ehf. Fram kemur í til­kynn­ingu frá Reykja­nesbæ að við­ræður við félagið hafi skilað árangri og í kjöl­farið muni vinna við fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu Reykja­nes­bæjar og stofn­ana þess halda áfram.

Rætt verður við aðra kröfu­hafa á grund­velli við­ræðna við kröfu­hafa Eign­ar­halds­fé­lags­ins Fast­eignar og kapp verður lagt á að ljúka þeim eins fljótt og auðið er. 

Fram kom í til­kynn­ingu frá Reykja­nesbæ í gær að veittur hafi verið frestur út dag­inn í dag, 5. febr­ú­ar, til stærsta kröfu­hafa Reykja­nes­bæj­ar, kröfu­höf­um Eign­ar­halds­fé­lags­ins Fast­eignar ehf., Glitni HoldCo ehf. f.h. Rík­is­sjóðs Íslands, Lands­bank­anum hf. og Íslands­banka hf. til þess að bregð­ast við til­lögu Reykja­nes­bæjar um afmörkun á skulda­vanda sveit­ar­fé­lags­ins. Við­ræður við kröfu­hafa Eign­ar­halds­fé­lags­ins Fast­eignar ehf. hafa staðið yfir frá því í mars­mán­uði 2015 þegar til­kynnt var að Reykja­nes­bær hefði hafið við­ræður um fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu bæj­ar­ins. 

Auglýsing

Haft er eftir Kjart­ani Má Kjart­ans­syni bæj­ar­stjóra í til­kynn­ing­unni að við­ræðum hafi miðað í rétta átt og ekki verði leitað eftir því að svo komnu máli að Reykja­nesbæ verði skipuð fjár­hags­stjórn. 

Reykja­nes­bær, er eitt skuld­settasta sveit­ar­fé­lag lands­ins. Skuldir þess voru tæp­lega 41 millj­arður króna í lok árs 2014. Skuld­irnar eru rúm­lega 250 pró­sent af reglu­legum tekjum sveit­ar­fé­lags­ins en sam­kvæmt sveit­ar­stjórn­ar­lögum sem tóku gildi árið 2012 þá er leyfi­legt skulda­hlut­fall að hámarki 150 pró­sent. Skulda­staða Reykja­nes­bæjar er því bein­línis í and­stöðu við lög. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Þessi veira er sjálfri sér samkvæm
„Skilaboðin eru þau að þetta er mjög alvarlegur faraldur og þetta eru mjög alvarleg veikindi og þess vegna full ástæða til að grípa til þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til.“
Kjarninn 30. mars 2020
Isavia segir upp rúmlega hundrað manns
Isavia sagði í dag upp 101 starfsmanni og bauð 37 starfsmönnum sínum áframhaldandi starf í minnkuðu starfshlutfalli. Aðgerðirnar ná til rúmlega 10 prósent starfsmanna fyrirtækisins og bitna helst á framlínustarfsfólki á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 30. mars 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Stærsta áskorunin að koma í veg fyrir annan faraldur
Sóttvarnalæknir segir að aflétta verði hægt og varlega þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til hér á landi vegna veirunnar. Það verði okkar stærsta áskorun næstu vikur og mánuði.
Kjarninn 30. mars 2020
Eilítið svartsýnni spá en síðast – Reikna með að 1.700 manns á Íslandi greinist
Nýtt uppfært spálíkan hefur nú litið dagsins ljós en samkvæmt því mun fjöldi greindra einstaklinga með virkan sjúkdóm ná hámarki í fyrstu viku apríl.
Kjarninn 30. mars 2020
Fréttablaðið og DV eru nú í eigu sama fyrirtækis.
Ritstjóri DV að láta af störfum og fleiri uppsagnir í burðarliðnum
Kaup Torgs, eiganda Fréttablaðsins, á DV og tengdum miðlum voru blessuð af Samkeppniseftirlitinu í síðustu viku.
Kjarninn 30. mars 2020
Staðfest smit eru orðin 1.086 á Íslandi.
Tæplega sjötíu ný smit síðasta sólarhringinn
Flestir þeirra sem hafa greinst með veiruna eru á aldrinum 40-49 ára. Sex einstaklingar á tíræðisaldri hafa greinst og 25 börn yngri en tíu ára.
Kjarninn 30. mars 2020
Norðurlöndin lítið sem ekkert í það verkefni að fjarlægja veiðarfæri esm hafa týnst.
Norðurlönd leggja litla sem enga áherslu á að fjarlægja drauganet úr hafinu
Norðurlöndin hafa ófullnægjandi yfirsýn yfir það hve mikið og hvar veiðarfæri tapast. Áætlað er að um það bil 640.000 tonn veiðarfæra tapist árlega.
Kjarninn 30. mars 2020
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir
Við komum tvíefld til baka
Kjarninn 30. mars 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None