Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ráðið til sín nýjan aðstoðarmann, Gauta Geirsson. Gauti hóf störf í dag en hann verður í hálfu starfi í ráðuneytinu.
Hann er 22 ára gamall og nemur rekstrarverkfræði í Háskólanum í Reykjavík. Hann hefur starfað sem háseti og vélstjóri á togara og farþegaskipum, að því er fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu.
Gauti er ritari Sambands ungra framsóknarmanna. Hann var einnig kosningastjóri hjá Framsóknarflokknum á Ísafirði fyrir síðustu kosningar og skipar 15. sætið á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi.
Auglýsing