Lögbrjótar skulda íslenska ríkinu milljarða

Útistandandi skuldir lögbrjóta við íslenska ríkið vegna sekta og sakarkostnaðar voru 7,5 milljarðar króna árið 2014. Aldrei næst að innheimta nema um 10 til 15 prósent af heildarskuldum. Fangelsismálastofnun segir brýnt að efla innheimtuúrræði.

Lögreglan
Auglýsing

Ríkið nær aldrei að inn­heimta nema um 10 til 15 pró­sent af heild­ar­skuldum vegna lög­brota ár hvert. Útistand­andi skuldir vegna árs­ins 2014 eru sjö og hálfur millj­arður króna. 

Yfir­leitt er hlut­fall þeirra sem greiða sektir sínar svipað og hlut­fall þeirra sem afplána þær með fang­els­is­vist eða sam­fé­lags­þjón­ustu, sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá sýslu­manns­emb­ætt­inu á Norð­ur­landi vestra.  

Tæpur millj­arður afskrif­aður

Íslenska ríkið afskrif­aði 979 millj­ónir vegna sekta og sak­ar­kostn­aðar sem ekki náð­ist að inn­heimta á árunum 2012 til 2014. Sekt­ar­fjár­hæðir hafa hækkað á und­ar­förnum árum og hefur fjár­hæð afskrifta auk­ist í sam­ræmi við það.

Auglýsing

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá sýslu­manns­emb­ætt­inu á Norð­ur­landi vestra, sem sér um alla inn­heimtu sekta og sak­ar­kostn­aðar á land­inu, ákveða þeir sem fá sektir ekki sjálfir að afplána vara­refs­ingu, heldur en ákvörðun um slíkt tekið þegar inn­heimta hefur verið metin full­reynt eða þýð­ing­ar­laus. Sak­ar­kostn­aður og sektir eru einnig inn­heimtar með fjár­námi eða nauð­ung­ar­sölum ef ekki er samið um greiðsl­ur.  

Afskriftir vegna brota hafa að sama skapi auk­ist á und­an­förnum árum og hlut­fallið hækk­að. Árið 2012 voru afskriftir tvö pró­sent vegna sekta og sak­ar­kostn­aðar en árið 2014 var hlut­fallið sjö pró­sent. Alls voru afskrif­aðar 124 millj­ónir árið 2012 en upp­hæðin hafði þre­fald­ast tveimur árum síð­ar, þegar 570 millj­ónir voru afskrif­aðar þar sem ekki náð­ist að inn­heimta. 8,1 millj­arður í sektir

Upp­hæðir sem íslenska ríkið reynir að inn­heimta vegna saka­mála hafa hækkað mikið und­an­farin ár. Árið 2014 voru sektir og sak­ar­kostn­aður vegna lög­brota rúm­lega 8,1 millj­arður króna, sem er um tveimur millj­örðum meira en árið 2012. Það ár námu sektir og sak­ar­kostn­aður 6,2 millj­örðum króna. Eins og áður seg­ir, næst aldrei að inn­heimta nema lít­inn hluta upp­hæð­anna.

Árið 2014 voru afskrif­aðar 570 millj­ónir króna og 900 millj­ónir voru afgreiddar með afplánun í stað borg­un­ar. Afplánun getur bæði verið fang­els­is­vist eða sam­fé­lags­þjón­usta. Alls fékk ríkið þá greitt 6,7 millj­arða króna í sektir og sak­ar­kostnað vegna lög­brota. 

Upp­hæðir sem lög­brjótar ákváðu að afplána í stað þess að borga voru 600 millj­ónir árið 2012 en 900 millj­ónir árið 2014. Ein­ungis er hægt að afplána sekt­ir, en sak­ar­kostnað verður alltaf að borga með pen­ing­um. 

Sak­ar­kostn­aður hefur líka auk­ist und­an­farin ár að sama skapi, en ekki eins mikið og sekt­irn­ar. Árið 2012 nam sak­ar­kostn­aður alls tæpum tveimur millj­örðum en árið 2014 var hann rúm­lega tveir og hálfur millj­arð­ur. 

Brýnt að efla inn­heimtu­að­gerðir

Í umsögnum um frum­varp inn­an­rík­is­ráð­herra til breyt­inga á lögum um fulln­ustu refs­inga kemur fram, meðal ann­ars frá Fang­els­is­mála­stofnun og Sýslu­mann­inum á Norð­ur­landi vestra, að nauð­syn­legt sé að efla inn­heimtu­úr­ræði til muna til að unnt sé að inn­heimta sektir með árang­urs­rík­ari hætti. Stofn­unin telur að veita eigi heim­ild til launa­af­dráttar eins og tíðkast til dæmis í Nor­eg­i. 

„Þá hefur Rík­is­end­ur­skoðun ítrekað bent á að efla þurfi inn­heimtu sekta m.a. með því að lög­festa þurfi heim­ild til að halda eftir hluta launa dóm­þola og bæta aðgengi að fjár­hags­upp­lýs­ing­um,“ segir í umsögn Fang­els­is­mála­stofn­un­ar. Afstaða, félag fanga, tekur undir í umsögn sinni að launa­af­dráttur væri æski­leg leið en und­ir­strikar að dag­pen­inga fanga megi ekki skerða. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki talin þörf á að skima tónleikagesti aftur síðar í vikunni
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það sé ekki alveg öruggt, en þó mjög líklegt, að ef einhver tónleikagestur hafi smitast í Hörpu á föstudag myndi smitið finnast í skimun í dag. Ekki er talin þörf á tvöfaldri skimun hópsins.
Kjarninn 8. mars 2021
Færeyska Kringvarpið birtir annað kvöld heimildaþátt sem ber nafnið Teir ómettiligu og fjallar m.a. um hvernig rannsókn á meintum brotum Samherjasamstæðunnar í Namibíu teygir sig til Færeyja.
Íslenskir rannsakendur hafa aflað upplýsinga um þrjú félög tengd Samherja í Færeyjum
Færeyski skatturinn staðfestir við Kringvarpið að íslenskir rannsóknaraðilar hafi óskað eftir liðsinni vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum. Félögin sem íslensk yfirvöld spurðust fyrir um eru öll í slitameðferð.
Kjarninn 8. mars 2021
Ólafur Arnalds
Ljósglæta í þokumóðu sauðfjárstyrkja
Kjarninn 8. mars 2021
Taka þurfi af vafa um nýtingarrétt á náttúruauðlindum í stjórnarskrárfrumvarpi
Að mati ASÍ þarf að gera breytingar á frumvarpi um stjórnarskrárbreytingar til þess að taka af allan vafa um nýtingarrétt auðlinda náttúru Íslands. Sambandið sér hvorki ástæðu til að stytta kjörtímabil forseta né takmarka embættistíma.
Kjarninn 8. mars 2021
Tvær milljónir barna í Englandi sneru aftur í skólann í morgun.
Börn í Englandi aftur í skólann en hluti ítalskra barna sendur heim
Faraldurinn sendir ýmist kaldar eða hlýjar kveðjur um Evrópu nú í upphafi nýrrar viku. Í sumum löndum er verið að aflétta takmörkunum en í öðrum er enn verið að herða.
Kjarninn 8. mars 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Skiptir máli hvernig fæðingarorlofi er háttað?
Kjarninn 8. mars 2021
Lítið eftir af veiðigjöldunum þegar búið er að standa straum af eftirliti og rannsóknum
Heildarútgjöld ríkissjóðs vegna eftirlits og rannsókna vegna fiskveiða og -vinnslu munu líklega nema um 7 milljörðum króna á þessu ári. Árin 2015-2020 voru álögð veiðigjöld að meðaltali 7,4 milljarðar á verðlagi ársins 2020.
Kjarninn 8. mars 2021
Fjöldi fólks sem var á tónleikum í Hörpu á föstudagskvöld verður skimaður í dag.
107 í sóttkví – sjö í einangrun
Á næstu klukkustundum mun það skýrast hvort að tekist hafi að koma í veg fyrir hópsýkingu í kringum tvo einstaklinga sem greindust með veiruna og voru utan sóttkvíar. Nokkrir dagar geta liðið frá smiti og þar til veiran finnst í fólki við sýnatöku.
Kjarninn 8. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None